Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, þriðjudaginn 20. september 1960. Eg gæti látið taka yður fasta, ef ég kærði mig um, vitið þér það? — Ef ég man rétt, eru það ekki greifafrúr, sem New York blöðin hafa áhuga fyrir i dag, skaut Ketty inn í. — Þér hafið kannske ekki séð blöðin í dag? Clotilde yppti öxlum: — Bull sagði hún og gretti sig fyrir- litlega. — Eg skal svei mér láta þessa blaðasnápa sæta á- byrgð fyrir að blanda mér inn í mál þessa Dublés! Eins og ég geti eitthvað að þvi gert, að þessi náungi steli heilum | járnbrautarvagni með þrjátíu mönnum i? Nei, mér er ósárt um, þótt hann fái að blæða fyrir sína duttlunga og glæpi! Nú fauk í Ketty: — Þér eruð sá viðbjóðlegasti kvenmaður sem skriður á guðs grænni jörðinni! Bara fyrir yðar eigin duttlunga hafið þér ýtt einum aðalsmanni, nei, þremur aðals mönnum, inn í mjög leiðinlegt mál, og svo getið þér látið svona lagað út úr yður. Hvern ig er hægt að ákæra herra Dublé fyrir rán, þegar þér vit ið að 2. maí, sem sagt daginn, sem ránið var framið, var hann staddur á eyjunni Bess? — Og hvað gerði hann þar? urraði Clothilde. — Akkúrat það sem honum sýndist, svaraði Ketty, sem reiddist enn til muna, þótt hún hefði sjórn á sér. — Þar að auki var tuttugu og einn maður þar um leið og hann, I og beir geta allir borið því! vitni! — Eg ímynda mér varla, að rétturinn taki mikið tillit til þess, sem 21 ópíumsmyglari segir. Þar að auki eru ópíum! smyglarar víst ekki vanir að i vitna fyrir rétti fyrir aðals- | menn! Þá var það að Ketty sagði setningu, sem kemur til með að verða ein fegursta setning í sögu smyglara allra tíma: — Smyglarar hafa þau for réttindi fram yfir aðra mnnn að endrum og eins geta þeir leyft sér þann munað að vera heiðarleigir! — Þér komið mér til að hlægja, æpti Clothilde móður sýkislega. En eftir að hafa sagt þessa setningu, var | Ketty ekki á þvj að gefast1 upp. — Samkvæmt amerískum lögum er það ekki bannað, að koma yfir'ipenntum mill- jónameyjum til að hlæga, sagði hún. — En ég veit ekk- 1 I GIOVANNI GUARESCHI Clotilde Troll 34 ert um.það, hvað amerísk lög segja um milljónameyjar, sem eru komnar út úr jafnvægi og ræna þremur aðalsmönn- um til þess að láta þá hafna í fangelsi. Það er auðvelt fyrir mig að ná í áhöfnina af Dolp ungnum, því þessi snekkja yð ar liggur hér i höfninni, ef ég man rétt. Og lögreglan get ur nokk fengið þá til ag opna munninn, svo sannarlega sem ég heiti Ketty! Þegar svona nokkuð skeði, skreið Giorgino alltaf upp í hægindastól og hnipraði sig þar saman og steinþagði. Það sama gerði ha>in núna. Clot- hilde hafði notað öll sín bestu rök. Hún átti að vísu eitt eft- ir enn, en það var of viðbjóðs legt og var auk þess nokkuð ut an efnisins. En að lokum gat hún ekki á sér setið: — Þegar ég er svona upp- tekin af herra Dublé, því ég hef mína góðu ástæðu til þess, sagði hún. — En þér, hvaða ástæðu hafið þér til þess að sýna svona mikinn á- huga fyrir honum? — Nákvæmlega sömu á- stæðu, svaraði Ketty meg hita og þunga i röddinni. Þá vaknaði iorgino. Hann baðaði út hödunum og kvak aði meg hárri raust: Hana nú! Þá höfum við það! Þú líka! Þú ert líka ást fangin af þessum bölvuðum Dublé! Ketty sneri sér við. — Nei, Giorgino, sagði hún. — Það er ekki eins á með okk ur komið. Hún elskar aðeins herra Dublé, en ég elska þig líka! — Guð veri lofaður, stundi Giorgino feginsamlega. — Þag er að minnsta kosti spor í framfaraátt. En ef góður guð vildi nú leyfa mér að finna konu, sem aðeins elskar mig en ekki herra Dublé, væri ég sæll og glaður það sem eft ir er ævinnar. Strax og Ketty og Giorgino voru farin, flýtti Ciotilde sér til Smithsons lögfræðings. Lögfræðingurinn var ekki í sem beztu skapi, þegar hún kom. Hann leyfði henni ekki einu sinni að komast að. — Eg hef gert allt, sem þér hafið beðið mig um, ungfrú Troll, hrópaði hann örvænt- ingarfullur. — Eg hef meira að segja blandað lögreglunni og Peggy inn i málið, en hr. Dublé er svo flæktur, ag þér eruð sú eina, sem gæti bjarg að honum. Þetta hefur þvi miður vaxið mér yfir höfuð. Og yðar nafn er einnig kom ig með, ungfrú Troll, en það er ekki mér að kenna. — Eg skil, svaraði Clot- ilde. — Ef þetta mál verður ekki þaggað niður í hvelli, verð ég köllug fyrir og grínið með Dolpunginn og Bess kem ur fyrir almenningseyru og sitt af hverju fleira! — Æijá, þetta er leiðinda- mál, svaraði lögfræðingurinn. — Milljónarár frá gamla heim inum eru ekki hátt metnir hér nú til dags. Menn hafa alltaf grun um, að þeir komi hingag til þess að skemmta sér á reikning ameríkumann- anna. Það er hræðsla plebeij- anna við aristókratíið. Nú er að breiðast út kvittur um það, að þeir hafi komið hing- að til þess að spotta lögbók vora. Þetta er vandræðamál. Hefðu þeir komið hingað til þess ag myrða 40 negra, hefði allt verið i lagi. — Allt í lagi lögfræðingur, svaraði Clotilde og hló. — Næst skal ég myrða negra. Svo sagði hún lögfræðingn um frá viðskiptum þeirra Kettyar, og bað hann að fylgj ast náið með hinni fögru smyglarafrú. Hann lofaði því, og Clotilde spurði hvernig Fliimario liði. — Hann fylgr fyrirmælum mínum út í æsar. Hann lætur sem hann sé þynnri en fjand- inn og viti ekki neitt. Hann trúir því fullt og fast, að allt fari vel, Það lítur út fyrir, að han taki þetta allt í gamni. — Hah, sá hlær best, sem síðast hlær, sagði Clotilde og varð reið, en hún gat ekki að því gert, að um leið varð hún að þurrka örlítið perlutár, er læddist út um annan augna- krókinn. — Kannske honum líði ekki vel í fangelsinu, snökti hún svo. (Pio Pis og Settambre sátu í sama fangelsi, og þeir voru jafnvel ennþá saklausari en Filimario, þar sem þeir voru ekki ástar Clotilde aðnót- En hver hugsaði um þá?) Við höfum fram að þessu ekki verið fjölorðir um herra Dick og vitnin tvö, en nú komumst vig ekki lengur hjá þvi að segja meira frá þeim, því hér eftir munu þeir koma meira við sögu en áður. í nokkrar vifcur höfðu þeir nú heimsótt Filimario i fang- elsið á hverjum degi til þess að rétta honum bikarinn gegnum netið, — hið beizka | staup niðurlægingar hans, á- j samt hlýjum óskum um | hreysti og hamingju. Það hefði ekki þurft nema hinn minnsta vott sam- þykkis, og frú Dublé sál- j uga, sem sveif á litla skýinu sínu um himininn og fylgdi hverri hreyfingu Filimarios, meg augunum, myndi kinka kolli hróðug til herra Dublés sáluga, sem naut iðjuleysis- ins á himnum ásamt henni, og segja: — Sástu þetta, Tom? Scvmtal á litla skýinu — Lögfrœðingurinn og vitnin skreppa i sjóferð — Svið- setning í hraðlestarmálinu — Höfundurinn finnur hvöt til að gripa fram í. Frú Dublé sáluga og herra Dublé sálugi spjölluða oft um Filimario son sinn, þar sem þau sátu á litla skýinu snu. Herra Dublé sálugi ávítaði frú Dublé sálugu oft fyrir fram- komuna við soninn. — Þú hefur komið reglu- lega leiðinlega fram við son okkar, kona góð. Að gera Fili- mario arflausan til þess eins að hefna þín, það var illa gert af þér. — Þú ert ekki sanngjarn, svaraði frú Dublé sáluga. — Eg gerði Filimario ekki arf- lausan. Eg bætti bara dálitlu 1 erfðaskrána, sem ég hélt að hann hefði gott af. ' — Konur eru skrítnar skepn ur, sagði herra Dublé sálugi. Hvernig getur þú sagt að dá- lítið, sem gerir hann fátækan æfilangt, sé nokkuð sem hann hefur gott af? Hann lætur aldrei undan. Fyrr mnn hann deyja úr sulti. Eg þekki son minn. Dublé hefur nefnilega viljastyrk. Langalangafi minn Norimbergo barón, varð í æsku sinni að þola margs kon ar svívirðingar af hálfu her- togans af Wellester.Einusinni þegar baróninn ætlaði að setj ast, setti hertoginn teikni- bólu í stólinn hans, öllum við stöddum til mikillar ánægju, vitaskuld. Langalangafi hló eins og hinir, en einsetti sér, að hann skyldi gjalda hertog anum i sömu mynt: Eg skal nokk setja teiknibólu í stól- inn hans, hugsaði hann. Eg fæ áreiðanlega tækifæri til bess mjög fljótlega. En litlu siðar varð hertoginn að fara til Frákklands, en langalang afi varð kyrr i Skotlandi. Að tuttuguogfimm árum liðnum kom hertoginn af Wellester aftur til Skotlands. Þá hafði verið bylting og ólga í Skot- Þriðjudagur 20. september: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðu.rfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á ferð og flugi“. 16.30 VeSurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Átök Svía og Dana á síðari hluta 17. alda.r (Berg- steinn Jónsson cand. mag.). 20.55 Þjóðdansar írá Júgóslavíu, fluttir af þarlendum lista- mönnum. 21.30 Útvarpssagan: „Barrabas" eftir Par Lagerkvist; III. (&löf Nor- dal). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana“ eftir , Graham Greene; XVIII. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Lög unga fólksins (Guðrún Svafarsdóttir og Kristrún Ey- mundsdóttir). 23.25 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLl og FÓRN SVÍÞJÓÐS 19 Eftirför mannanna, sem rændu Hi'ólfi, er undirbúia í skyndi. Meðan rísandi sólin gyllir ritskrúð haustskóganna, .þeysa þeir af stað á hestum sínum. Eiríkur er einmitt að tala um, hveða leið þeir skuli fara, þegar ungur maður kemur fram milli trjánma og stöðvar hann. — Það hefur verið ráðizt á föð- ur minn, hrópar hann hárri röddu. Eiríkur snýr sér í söðlinum og skipar mönnum sínum: — Þið bíðið hér, meðam Svíþjóð ur og ég förum inn í þykknið. Þrjótarnir geta enn leynzt á næstu grösum, og við virðum að hafa augu og eyru hjá okkur. Þeir hafa ekki lengi farið, er þeir sjá, að maðurinn hefur haít satt að mæla: Upp við tré situr eða li'ggur gamall maður, sem virðist vera að deyja af sárum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.