Tíminn - 02.10.1960, Page 4

Tíminn - 02.10.1960, Page 4
TÍMINN, sunnudagmn 2. októbcr 1960. þáTtur kirkjunnar þig,“ sagði fóíkið, þegar þakk- áð var fyrir eifthvað. Og þannig er sagt enn stoku sinnum, þegar mikið skal vfð haft og hátíðlega, og óskað er alls hins bezta. En annars er þessi ósk ekki að hverfa af vörum nútímafólks? Þá er þar eitt af gull- imyn'tum tungunnar að týnast, ef þessi orð eru sögð af hjarta, fela þau í sér æðstu og helgustu fyr- irbæn lífsins. Blessunarorð eiga hinn æðsta uppruna, og ef til vill hafa engin orð mannlegra vara verið sögð af heitari þrá, bjartari kærleika til fleiri kynslóða. Það er líkt og blessun Guðs fylgi fremur einum en öðrum. Og stundum hef- ur það þótt flestum auðæf- Blessun um betra að fá blessun hinna beztu meðal sam- ferðafólksins í hverri kyn- slóð. Allir kannast í því sam- bandi við blessunarbænir, vígslur, yfirsöngva og handayfirlagningar Guð- mundar biskups góða. Meira að segja njótum við Reykvikingar þeirrar bless unar í hverjum vatnsdropa, sem neytt er hér í borginni, enda mun vart í víðri ver- öld betra vatn. En þótt blessunarkveöjan sé að hverfa í daglega líf- inu, ómar hún stöðugt í helgidóminum og nefnist þar hinu fagra heiti: „Drottinleg blessun." Á vegum heilagrar kirkju er hún hið fyrsta, sem flutt er, þegar barnið hefur við heilaga skírn verið tekið inn í söfnuð Drottins og hið síðasta sem sagt er við hinztu kveðju við höfðalag siðustu hvilunnar. f þessum heimi er víst ekki margt, sem kemst í samjöfnuð við þá dýpt hugs unar og speki, sem felst í þessum þrem orðum: „Drottinn blessi þig.“ Blessun þýðir gjöf frá Guði. En þær gjafir geta verið margvíslegar. Einum er það hjálp, öör- um fyrirgefning, sumum friður eða kraftur til að bera byrðar og inna af hönd um hlutverk sín. Og í blessun, sannri blessun er einhver leynd- ardómsfull orka, sem kem ur ofan að frá föður ljós- anna. Stundum getur maö- ur fundið þennan mátt sitra um vitundina, veita einhverja sælu og sjálfs- traust, sem ekki er þó sjálfstraust heldur trú á sigrandi mtt kærleikans og orð geta ekki lýst. Þessum krafti innri bless unar mætti líkja við ein- hvern verndargrip, sem verndar og skín líkt og ljós á veginum og vísar á rétta leið. Það getur borgað sig að fara í kirkju, þótt ekki væri til annars en fá þetta Ijós með sér heim. Sé geng ið til daglegra starfa í birtu orðanna: „Guð blessi þig“, sögðum af heilum hug, þá veitir það heill og hamingju við störf dagsins, og leiki og nám. Hver mundi geta gleymt þessum orðum af vörum móður, föður, kennara, prests eða vinar, sögð þeirri rödd, sem maður elskar. Erfiðleikarn- ir víkja, hið vonda hverfur eins og héla fyrir vorgeisl- um. Við finnum okkur und- ir Guðs handleiðslu og krafti í alls konar vanda. Og séu þeir eða þau, sem sögðu þessi orð á hugþekk- an hátt horfin, þá er sem eitthvað skorti á öryggi og vellíðan. En samt er enn meira innifalið í þessari fögru ósk. Eitthvað, sem tekur til eigin krafta og persónu- leika: Vertu öðrum til blessunar. Veittn þeim af þeirri blessun, sem þér er veitt. Allri sannri blessun er þannig varið, að hún vex við það að gefa af henni á einhvern hátt. Láttu því þína blessun verða öðrum þaö, sem í orðinu felst: Gleði, hjálp, uppörvun, vonir, góðvild. Sú mann- eskja ein er blessuð, sem ekki einungis veitir miklu viðtöku, heldur einnig veit ir og gefur mikið. Lífið er svo auðugt af f jölbreytni atvika og örlaga. Og oft skiljum við ekki, hvaðan blessun streymir, kannske undan þeim skikkjufaldi skugga og rauna, sem við hugðum sizt. Suma gera sorgir og andstreymi harða og kalda, aðrir gefast upp. Er það líka blessun? Nei, sannar- lega ekki þeim, sem leita síns eigin og sjá aðeins grimm örlög í öllu, sem ger ist. Séu þær manneskjur án innri kraftar og ljóss, auðgast þær aðeins af beizkju og angri, gremju og hatri . Þess vegna er lotnnig, auð mýkt og tilbeiðsluþrá frumskilyrði blessunar. Það hugarfar, sem getur kropið að fótum drottins og tekið í skikkjufald hans líkt og unga stúlkan á göt- unni forðum, er hæfast fyrir sanna blessun og það getur sagt með almætti þolgæðis í rödd og svip: „Ég sleppi þér ekki fyrr en þú blessar mig.“ Og við óvini og andstæðinga getur þetta sama fólk lyft bless- andi höndum og sagt með mildu brosi fyrirgefningar og sáttfýsi: „Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en Guð sneri því til góðs.“ Og ekki má það gleym- ast, að kraftur blessunar nærist af lindum þakklæt- isins. Þakklætistilfinning- in er sá huldi þráður, sem kveikir og sendir ljós og varma blessunar frá sál, til sálar, tengir hjörtun, teng- ir himin og jörð, Guð og menn. Þannig blómgast Guðs ríki á jörðu í sólskini orðanna: „Drottinn blessi þig.“ Árelíus Níelsson. Nýjar bækur frá Leiftri HANNA fer í siglingu og MATTA-MAJA sér um sig Spyrjið ungu stúlkurnar hvaða bækur þeim þyki skemmtilegastar. Og þær svara flestar á eina leið: skemmtilegustu og mest spennandi sögurnar eru um HÖNNU og MÖTTU MAJU K I M og týndi iögregluþjónninn og ANDi EYÐIMEBKURINNAR — Tvær nýjar bækur í vinsælum bókaflokkum. BOB MORAN. Ungur ofurhugi Sögurnar um Bob Moran fara nú sem eldur í sinu um öll lönd. Bob Moran er ofurhuginn sem allir drengir dá. Hann er hetja dagsins. UNGUR OFURHUGI er fyrsta bókin i þessum vinsæla bókaflokki. — Hinar koma svo hver af annarri. . Hann bar hana inn í bæinn. Sögur eftir Guðmund Jónsson. Guðmundur er Skagfirðingur að ætt og uppruna, fór ungur til Danmerkur og dvaldist þar í 28 ár, ' fyrst við garðyrkjunám og síðar sem sjálfstæður garðyrkjumaður. — Guðmundur er góðkunnur á Norðurlandi og víðar. Hann hefur beitt sér fyrir stofnun minningarlunda: Hjálmarslunds (Bólu- :■ : Hjálmars), Elínargarðs, og nú síðast minningar- |1||/ lunds og styttu Jóns Arasonar. — 1957 gaf K Guðmundur út bókina: ,Heyrt og séð erlendis", f jörlega og skemmtilega bók, er fékk góða dóma. Ný kennslubók í dönsku, e. Harald Magnússon og Erik Sönderholm lektor. íslenzk fræói, 18. hefti. í heftinu eru 3 ritgerðir: 1. Nokkrar athuganir á rithætti þjóðsagnahandriía í safni Jóns Árna- sonar, eftir Árna Böðvarsson. 2. On the so-called „Armenian Bishops“, eftir Magnús Má Lárusson, og 3. A note on Bishop Gottskálk’s Children, eftir Tryggva Oleson. Verkefni í enska stíla, eftir Sigurð L, Pálsson yfirkennara Verkefnin eru aðallega ætluð fyrir bókina „Úrval enskra bókmennta. Fást í öllum bókaverzlunum Bílaeigendur HaldiS lakkinu á bílnum við. Bílasprsutun Gunnars Júlíussonar B-göxu 6, Blesugróf Sími ?2867 TRÚLOFUNARHRINGAR A(qrcittir .amdaequr. HAU.DÓR Slrólavörðu.tiq 2, 2. 2 Ibúð til leigu tyrir eina eða tvær konur á góðum stað. Uppl. sendist bréfi til Tímans merkt „Góð íbúð“. Bændur - Bændur Eftirtaldar landbúnaðarfélar, sem verið hafa til prófunar hjá Verkfæranefnd ríkisins, Hvanneyri í sumar, eru til sölu: Þýzk mjaltavél „Impulse" tveggja fötu Þýzkur áburðardreifari (skáladreifari) Vicon Lely hjólmúgavél, 6 hjóla, dragtengd Vicon Lely hjólmúgavél, 4 hjóla, dragtengd Fahr heyþeytari Norskur mykjudreifari, „Nauma" Norskur Gnýblásari No. 2 með öllu tilheyrandi Þýzkur Roto-Klaus jarðtætari Kvernelands staurabor Allar vélarnar eru til sýnis á Hvanneyri, en nánari upplýsingar um þær má fá hér á skrifstofunni. Frá verði vélanna verður gefinn 10% afsláttur vegna notkunar í sumar Væntanlegir kaupendur þurfa að hafa tekið vélarnar á Hvanneyri eigi síðar en 15. október. ARNI GE&T6SON Vatnsstíg 3 — Sími 17930

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.