Tíminn - 07.10.1960, Qupperneq 12
n
T í MIN N, föstudaginn 7. október 1960.
%*'$'• -j, t',"' "
.............."
Sérstakír æfingatímar
fyrir stúlkur hjá K.R.
Vetraræfingar í frjálsum íþróttum hefjast
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
mmmMmm
Vetraræfingar iþróttafélag-'
anna eru nú í þann mund aS
hef jast, og eins og verið hefur
undanfarin ár mun frjálsí-
þróttadeild Knattspyrnufélags
Reykjavíkur gangast fyrir
reglubundnum æfingum í í-
þróttahúsi Háskólans á vetri
komanda. Benedikt Jakobsson,
íþróttakennari Háskólans, sem
jafnframt hefur verið þjálfari
frjálsíþróttamanna KR um
langt árabil mun sjá um þjálf-
un og er það félaginu mikill
fengur, því vart mun völ á
sérmenntaðari manni í því
fagi.
Æfingatímarnir verða nær
þvi sömu og var á síðastliðn-
um vetri, en sú nýbreytni tek
in upp, að hafðir verða sér-
stakir tímar fyrir unga drengi
byrienduma, sem sérstaklega
verða við þeirra hæfi og verða
þeir undir samstjórn Bene-
dikts Jakobssonar og Guð-
mundar Þorsteinssonar, en
hann hefur stundað nám við
íþróttaskólann á Laugarvatni
Þá mun verða efnt til sér-
stakra æfingatíma fyrir stúlk
ur, og er það gert til þess að
mæta þeim áhuga, sem verið
hefur vaxandi meðal ungra
stúlkna á íþróttum, þá ekki
sízt á friálsum íþróttum, svo
sem vel kom fram á mótum
sumarsins.
Þjálfun hinna eldri verður
hagað með svipuðum hætti og
verið hefur. Lögð verðut á-
herzla á venjulega leikfimi,
staðæfingar o. fl. framan af.
En er líður á veturinn þyngj-
ast æfingarnar, og þegar kem
ur fram yfir áramót, hefjast
hinar svo kölluðu þrekæfing-
ar, sem miða að því að byggja
upp undirstöðuþjálfun og út-
hald, og nær sú þjálfun há-
marki síðari hluta vetrar.
Tímar fyrir fullorðna verða
á mánudögum og föstudögum
kl. 8.30 til 9.20 síðdegis, fyrst
um sinn, tímar fyrir drengi
frá kl. 7.40 til 8.30 sömu daga,
en til að byrja með verður
föstudagstíminn (kl. 7.40 til
8.30) ætlaður fyrir stúlkur,
en í ráði er að fjölga þeim
tímum í tvo á viku, bæði fyrir
rirengi o>- stúlkur. þegar frá
líður.
Það hefur marg sinnis kom
ið fram, bæði i viðræðum við
erlenda þjálfara, sem hér
hafa dvalizt, og aðra, sem
kvnnt hafa sér íbróttamál, að
hér á landi er að finna mörg
afbragðs eóð íþróttaefni og
bví er bað von friálsíbrótta-
deildar KR, ag sú nvbreytni,
sem nú hefur verið tekin upp
muni verða til bess að margir
nýliðar bætist við í vetur.
Allar nánari unnlvsingar
CTefur formeðnr dePdarinnar
Sigurður Björnsson, síma
10798.
Nörrköping
meistari
IFK Nörrköpig hefur í
níupda skipti orðið ^sænsk-
ur meistari í knattspyrnu.
Á sunnudaginn sigraði Nörr
köping Helsingþorg með 3
mörkum gegn 1 og tryggði
sér með því meistaratitil,
þrátt fyrir það, að tveir leik
ir eru eftir í All-svenskan.
Verðlaunagripir Elliotts
vandamál fyrir hlauparann
Það hefur verið erfitt að fylgj
ast með öllum hlaupum Ólym-
píumeistarans Herbert Elliott
síðustu vikurnar, en fréttir hafa
borizt um að hann hafi keppt
næstum hvern einasta dag —
og að undanförnuí hefur liann
hlaupið í Gautaborg, Stokk-
hólmi, Dublin, Manchester,
London og Stokkhólmi aftur.
Áhorfendur búast við því, að
ég lilaupi innan við fjóra.r mín
útur í hvert einasta skipti, scm
ég hleyp mfluna, segir heims-
methafinn, en ég er þreyttur,
og ástæðan er auðvitað hin
mörgu hlaup undanfarið.
Og Ástralíumaðurinn hefur
einnig önnur vandamál að
glíma við, því að nú er hann
kominn í vandræði með öll verð
launin, sem hann hefur hlotið.
Ekki hefur hann komið þeim
öllum í ferðatöskur sínar, og
erfitt er orðið að finna laust
pláss í hinni litlu íbúð hans í
London. Nýlega fékk hann
hnífapör í verðlaun í London
— og þar sem hann á nóg af
þeim fyrir næstum til að geta
opnað verzlun — skipti hann
á þeim við Frakkann Michel
Bernard og fékk í staðinn verð
laun Frakkans, sem hafði feng
ið kaffistell. Og auðvitað tekur
stellið meira pláss en hnífapör-
in og enn aukast vandamálin.
Fyrir nokkrum dögum fengum við þessa mynd senda frá Noregi, en þar hefur fyrsti bowling-völlurinn verið
tekinn í notkun og er í Bergen. Á myndinni sjást nokkrir gestir reyna sig í þessari íþrótt, þegar húsið var opn-
að. Fyrir nokkrum árum var bowling iðkað nokkuð hér á landi — en lagðist fljótlega niður sökum húsnæðis-
skorts.
Danska knattspyman :
Skomðu tvívegis í byrjun
með 19-3
arliðunum, þvl að AB, Frem og
B1903 eru í neðstu sætunum.
Frem og B1903 hafa ekkert stig
hlotið í leikjunum í haust.
Staðan í deildinni er nú þann-
ig:
en
Meða! hinna jöfnu knatf-
spyrnuliSa í 1. deild dönsku
knattspyrnunnar tr óvenju-
legt, að mjög háar markatöl-
ur koma fyrir Út af þessu var
þó brugðið á sunnudaginn var
þegar KB sigraði Frem á
Idretsparken og voru skorðuð
hvorki meira né mmna en 13 i
mörk. Frem skoraði tvö fyrstu
mörkin í leiknum. en tapaði
samt 10—3. Leikur KB var
mjög góður, einn öezti leikur
félagsliðs í Danmörku.
Landsliðskantmaðurinn Jörn
Sörensen leikur nú í stöðu mið-
herja hjá KB og hefur sýnt mjög
góða leiki þar, og hann var í
þessum leik aðaldriff jöður fram-
línunnar, enda eiga íáir leik-
menn léttara að leika á and-
stæðing en einmitt hann, og það
er nokkuð, sem íslenzkir knatt-
spyrnumenn hafa komizt að.
Frem byrjaði mjög vel 1 leikn-
um og strax á fyrstu mínútun-
um skoraði liðið tvö mörk, en
eftir 19 mínútur hafði KB jafnað
og eftir það var aðeins eitt lið
á vellinum. Tvö mörk KB voru
skoruð úr vítaspyrnu.
Úrslit í leikjunum um helgina
urðu sem hér segir:
Skovshoved—AI .
BI903—AGF ....
KB—Frem.......
Fr.havn—B1913 ..
OB—Vcjle......
Esbjerg—B1909 ..
1—1
- 1—2
10—3
2—2
0—2
2—2
KB og AGF hafa því enn
sömu stigatölu, en markatala KB
er orðin miklu betri. AGF var
heppið að sigra Kaupmannahafn
arliðið B1903, og í þeim leik
þurfti vítaspyrnu til að koma
einhverjum gang í józka liðið.
AB hafði talsverða yfirburði
gegn Skovshoved, en tókst þó
ekki að nýta þá yfirburði til sig-
urs, enda barðizt Poul Andersen
— „ljónið“ —af miklum móði í
vörn Skovshoved. AB er nú að-
eins tveimur stigum á eftir
Frem í deildinni, en var sjö stig-
um á eftir, þegar keppnin hófst
að nýju í haust. Möguieikarnir
hafa þvi aukizt mikið, og liðinu
tekst ef til vill að bjarga sér frá
falli, þótt aðeins sex leikir séu
eftir. Tvö neðstu liðin í deild-
inni falla niður, og útlitið er
ekki gott hjá Kaupmannahafn-
KB 16 10 2 4 41-25 22
AGF.... 16 9 4 3 33-23 22
Vejle .... 16 8 4 4 34-25 20
OB 16 7 5 4 31-24 19
Fr.havn . . 16 7 4 5 22-19 18
B1909 . . . 16 5 5 6 27-26 15
Esbjerg . . 16 5 5 6 18-24 15
B1913 . . . 16 6 2 8 30-26 14
Skovshoved 16 3 8 5 18-26 14
B1903 . . . 16 5 3 8 15-22 13
Frem . . . 16 4 3 9 28-41 11
AB .... 16 3 3 10 18-34 9
Ársþing HSÍ
Arsþing Handknattleiks-
sambands íslands verður
haldlð um næstu helgi á
skrifstofu íþróttasambands
íslands, Grundarstíg 2, og
hefst kl. 2 á laugardaginn.
Danska deildakeppnin í handknattleik er nýlega hafin og þessi mynd er
frá leik í 1. deild milli Schneekloth og Skovbakken. Hans Jacobsen,
Schneekloth, hefur brotizt í gegn á línunni og kastar á markið, en mark-
maðurinn, Knud Mayer, varði. ísland og Danmörk lenda saman í riöli I
heimsmeistarakeppninni, en Danir eiga eitt bezta handknattleikslið i heimi.