Tíminn - 15.10.1960, Page 1
Áskriftarsíminn er
1 2323
232. tbl. — 44. árgangur.
Laugardagur 15. október 1960.
Haraldur Böðvarsson á Akranesi lýsir áhrifum „viðreisnarinnar“ á framleiðslulífi3:
Dýrtíðin, lánasamdrátturinn og
vaxtaokrið lama framleiðsluna
Morgunblaðið birtir í gær
grein eftir Harald Böðvarsson
útgerðarmann á Akranesi um
útgerðarmál og þó einkum
hag og rekstur fyrirtækis
hans eftir að „viðreisn" ríkis-
stjórnarinnar hófst. Grein
þessi er rituð af þeirri hóg-
værð og látleysi, sem ætíð
Þessi mynd er tekin, er hinn
sautján ára gamll öfgamaöur til
hægri, Otaya Yamaguchi, býr sig
undir aS stinga JafnaSarmanna-
foringjann Asanuma öSru sinni
meS sveSju sinni. Asanuma, sem
var helsærSur eftir fyrstu stung-
una, lyftir höndum i örvæntingar
fullri tilraun til þess aS verja
sig. Hkkl getum vlS aS því gert
aS okkur finnst sem Ijósmyndar-
inn hefSi getaS skorizt í leikinn
svo náiægt sem hann virSist hafa
veriS. (Sjá frásögn á bls. 3).
hefur einkennt þennan dug-
lega athafnamann á Akranesi.
Greinin er þó þyngsti og hár-
beittasti átellisdómur yfir nú-
verandi stjórnarstefnu, sem
enn hefur birzt á prenti.
Hér á eftir verða raktir nokkrir
kaflar úr grein Haraldar Böðvars-
sonar. Hann segir:
„Við höfum greitt árlega nú
undanfari'ð 20—30 milljónir
króna í laun tii fólksins sem vinn
ur hjá okkur og má segja að
helmingur bæjarbúa hafi beint
og óbeint haft framfæri af vinnu
sinni hjá okkur Við greiðum
langhæst útsvör og skatta til
ríkis og bæjar hér.
Ef þessí atvinnurekstur fær
ekki staðizt þ.e. nýtur ekki náð-
ar hjá bankavaldinu, þá verða
þeir herrar að koma með eitt-
hvað betra í staðinn til þess að
Akranes geti blómgast."
Tilbúin lánsfjárkreppa
Þá ræðir Haraldur um banka-
(Framhald á 2. síðu).
Gaskúturinn sprakk
en maðurinn slapp
Kartöflumygla um ailt
Suöurlandsundirlendið
Þrátt fyrir hið góða sumar
ber nú svo við, að kartöflur
á Suðurlandi og aiit austur í
Höfn í Hornafirði eru nú sýkt-
ar af kartóflumygtu og stöng-
ulsýki. Ekki er þetta þó svo
mikið að hætta stafi af, en
þykir undarlegt eftir svo gott
og þurrt sumar.
Kári Sigurbjörnsson, mats
maöur hjá Grænmetisverzlun
landbúnaðarins, tjáði blaðinu
í gær, að alls staðar þar sem
hann vissi til, heföi fundizt
mygluvottur. Ekki þó mjög
mikið, oft þrjár til fjórar
kartöflur í poka. Á þetta við
um kartöflur úr Árnessýslum
og Rangárvallasýslum, en
hann hefði ekki fengið kart-
öflur annars staðar úr Skafta
fellssýslum nú en úr Höfn í
Homafirði. Þar er myglu einn
ig vart.
Mórauð að innan
Kartöflumygla er ekki
blautaskemmd, heldur koma
blýgráir blettir á kartöfluna,
og ef sýkin nær að ágerast
verður kartaflan mórauð að
(Framhald á 15. siðu).
Þorvaldseyri, 14. okt. — 1
sumar opnaði Búnaðarfélagið
j i Austur-Eyjafjallasveit verk-
stæði fyrir sveitina og er það
staðsett að Þorvaidseyri Einn
| maður annast þetta verkstæði,
jsem er til þess að gegna nauð-
j synlegustu viðgerðum á vél-
jum bænda Mest vinnur verk-
stæðismaður þessi á verkstæð
inu, en fer þó endrum og
eins heim til bænda, ef þörf
krefur.
Það var í einni slíkri ferð,
sem hurð skall nærri hælum
nú í vikunni. Hann var að
fara meg logsuðutæki sín að
Hrútafelli, og hafði þau aftur
í bifreið sinni, sem er Willy,s
jeppi. Þegar skammt var eft-
ir, tók hann eftir því að gas-
kúturinn tók að leka, og snar
stöðvaði jeppann til þess að
sjá við lekanum, en varð of
seinn og gifurleg sprenging
kvað við, svo heyrðist langar
leiðir.
Þakið rifnaði svo að segja
alveg af jeppanum og lyftist
upp, farangursgrind, sem var
á þakinu þeyttist í loft upp
og kom niður víðsfjarri, gler
brotin úr gluggunum flugu
eins og skæðadrífa um ná-
grennið og veggir yfirbygging
arinnar svignuðn út á við.
Sjálfur slapp maðurinn með
sviðnaðar auabrýr.
Gasið tók þegar að loga, en
maðurinn gat náð kútnum út
úr bílnum og slökkt í honum
áður en eldurinn næði að
breiðast út um bílinn. Þykir
með eindæmum, að maður-
inn skyldi sleppa lífs af úr
þessari sprengingu, hvaö þá
ómeiddur með öllu. EÓ
Ný tæki Slysavarnafélagsins - bls. 3