Tíminn - 15.10.1960, Qupperneq 9

Tíminn - 15.10.1960, Qupperneq 9
TÍMINN, laugardaginn 15. október 1960. 9 !»cgar byggja skal mjólkurbú, verður þaö að tilheyra framtíðinni en ekki fortíðinni Margir útlendingar álíta, að ísland sé 'and illra veðra og eyðilegt stormabæli við yzta haf. Þeir eiga erfitt með að trúa því að þar sé hægt að stunda nautgriparækt, en þeg- ar þeir reka sig á þá stað- reynd að íslendingar hafa reist mjólkurbú, sem getur tekið á móti 40 millj. mjólk- urlítra á ári og er auk þess niegin fljótsins rísa fjöll, græn í hlíðum, en nakin þegar ofar dregur. Ferðalangurinn verður að líta vel í kringum sig til að koma auga á bæina, því að bæjarleiðir eru hér langar, m. a. vegna þess hve jarðirnar cru stórar og eins vegna hins, að töluverðar vega- lengdir eru milli túnanna. Það er furðulegt til þess að hugsa að við þessi framleiðsluskilyrði sé hægt að afla 40 milljóna mjólkurlítra á ári. En þetta er staðreynd. Frá því klukkan átta um morguninn til þrjú um daginn renna mjólkur- líilarnir í tugatali inn á stöðina. Hve margir eru þeir og hvaðan koma þeir? bílar'nir vitanlega ekki í neinum erfiðleikum vegna veðráttunnar. Hún versnar ekki að ráði fyrr en komið er fram í nóvember. Þegar ég því bað forstjórann að leyfa mér að kynnast þessari þjónustu af eigin raun, sagði hann að óvíst væri, að nokkur hefði tækið í gangi. Það leið þó aðeins stutt stund, þar tO einn mjólkurbíllinn svaraði, og spurði hvað um væri að vera. Hann skýrði frá því, að hann væri staddur upp við eld- fjallið Heklu, og að hann byggist við að koma á réttum tíma. En fyrst hann á annað borð hefði fengið samband, bað hann um að fá að tala við konu sína, en sendi- kerfið er þannig útbúið, að hægt var strax að gefa honum samband að árið 1929 og tók fyrsta árið á móti 1,2 milljón mjólkurlítrum. Mjólkurmagnið óx þó brátt og árið 1945 var það komið upp í 12 milljón 1, árið 1954 í 24 miljónir 1 og 1959 náði það 30 milljónum. Mjólkurbúið veitir sem sagt ekki ennþá móttöku þeim 40 milljón- um lítra, sem það er gert fyrir. En þar sem mjólkurmagnið vex jafnt og þétt um 7 hundraðshluta á ári, liggur í augum uppi, hvenær’ því berst það mjólkurmagn sem búið miðast við. Það er engum efa bundið að mjólkurframleiðsl- an á eftir að aukast. Ástæðan til þess er m.a. sú, að stöðugt er ver- ið að brjóta nýtt land til ræktunar með opinberum styrk ríkisins. — Ríkið gengst fyrir ræktunarfram- kvæmdum á stórum landflæmum, sem eru með góðum kjörum feng- in í hendur mönnum, sem reisa urkyn. Litur nautgripanna er mjög mismunandi, þótt segja megi að rauði liturinn sé algengastur. Með alnyt kýr á íslandi var árið 1956 3.248 kg og fita 3.85%. Með tilliti til þess, að loftslag er í kaldara lagi, er þetta mjög góð útkoma, og það þarf því engan að undra, að mjiólkurframleiðslan fer vax- andi. íslenzk mjólk er mjög góð. Fyrst og fremst er hún bragðgóð vegna þess að kýrnar nærast ein- göngu á grasi, heyi og fóðurbæti, og grasið er talið óvenju gott vegna hinnar frjósömu, íslenzku möldar, sem eldfjöllin hafa bætt með margvíslegum frjóefnum. Auk þess er loftið yfir íslandi óvenju tært og heilnæmt. Á ís- landi eru heldur engir berklar í kúm eða kálfalát, (Kalvekastn- ing). Heimsóknin til bræðranna tveggja sannfærði mig um ótæm- andi möguleika fyrir nautgripa- rækt á íslandi. Annar bræðranna fræddi mig um að moldarlagið á jörð hans væri hvergi minna en 2% meter á þykkt og sums staðar allt að 10 metrum. Þessi jarð- vegur var fyrir einum áratug mýr- lendi, sem enginn nýtti. En landið var ræst fram með stórvirkum skurðgröfum og ræktað með nú- tíma tækni. Það þarf engan að undra þó mjólkurframleiðslan auk ist við slíka framtakssemi og slík- ar aðstæður. Stórstígar framkvæmdir búið öllum nýtízku tækjum, þá hljóta þeir aS endurskoSa álit sitt á íslandi. Þess er fyrst að geta að ísland er ekki lítið. Það er 2% sinnum stærra en Danmörk. Það er ekki heldur mjög köld veðrátta á fs- landi, þar sem golfstraumurinn iykur um landið á þr'já vegu og mildar loftslagið. Á stór-um svæð- um á íslandi er frjósamt land, sem er bezt fallið til grasræktar. Á hinn bóginn er ísland eitt mesta eldfjallaland jarðarinnar, sem gerir það mjög ógreiðfært yfir- ferðar, nema flugleiðis. Vega- kerfið á fslandi er enn ófull- komið, þar sem 170.000 manna þjóð getur aðeins lagt takmark- að fjármagn í vegagerð.^ Þótt út- lendingnum skiljist, að ísland sé nægilega frjósamt til nautgripa- ræktar í stór'um stíl, spyr hann samt sjálfan sig, hvernig menn geti í jafn strjálbýlu landi með erfiðar samgöngur, flutt til mjólk- urbúsins 40 milljónir lítra. Hvaðan kemur öll þessi mjólk og hvernig er hún flutt? Sjón sögu ríkari Til þess að svara öllum þessum spur’ningum áleit ég bezt að ferð- ast til íslands og kynnast þessu af eigin raun, og einn góðan veður- dag er ég staddur í litlu þorpi, Selfossi, og stend andspænis hinu nýja mjólkurbúi. Mjólkurbú Fióamanna liggur í útjaðri Selfoss á bökkum stórár, sem fellur fram hjá þorpinu. í suðri gefur að líta ræktað og óræktað graslendi, eins langt og augað eygir, en í norðri, hinum 250 km ferðalag Ef við lítum á landabréf af Is- landi, sést að þeir bílar, sem eru lengst að komnir, hafa farið um 200—250 kílómetra vegalengd til mjólkurbúsins Til þess að hafa full not af þess- um langferðabílum, eru þeir einn- ig notaðir til að flytja fólk og tU póstflutninga. Býlum hinna 1200 eiganda mjólkurbúsins er skipt í 22 hverfi, en nokkur þeirra eru það stór, að þau ná yfir tvo hreppa. í hverju hverfi er a. m. k. ein föst mjólkurrúta, og hún held- ur uppi daglegum ferðum án tillits til mjólkurmagnsins, vegna póst- og fólksflutninganna. Bílar mjólk- urbúsins fara aUs 33 fastar póst- leiðir, en á sumrin, þegar mjólkur magnið er mest, eru bílarnir 43, sem annast mjólkur-, póst- og far þegaflutninga að Selfossi. Á sumrin ætti að vera, þrátt fyrir lélega vegi, nokkurn veginn vinnandi vegur að flytja mjólkina til búsins. En á veturna er það afreksverk að halda mjólkurbúinu gangandi. íslendingum vex þetta þó ekki í augum. Þeir eru vanir átökum við óblíða náttúru og að skipta um brotinn öxul úti í blind- hi’íð á heiðum uppi, finnst þeim ekki neitt óvenjulegt. Að sjálf- sögðu geta bílarnir lent í erfið- leikum, sem þeir ekki geta leyst af eigin rammleik. Þess vegna eru allir mjólkurbílarnir búnir sendi- og móttökutækjum, svo að mjólk- urbúið geti fylgzt með ferðum þeirr'a og fengið að vita, hvort þeir hafi orðið fyrir óhappi, hve- nær þer séu væntanlegir o.s.frv. Fullkomið kerfi — Allt þetta senditækjakerfi minnir mjög á Ameríku, en það er mjög nauðsynlegt. Ég kom að Selfossi í septemberlok, og þá áttu við símstöðina á Selfossi. Það kemur á daginn, að bílar vega- eftirlitsins eru einnig útbúnir móttöku- og senditækujm, þannig að mjólkur'búið getur t.d. beðið vegaeftirlitið um snjóýtur, ef bíl- arnir festast í snjó. vilja nýbýli. Hver maður fær um 45 hektara lands. Ég heimsótti tvo br'æður, sem fengið höfðu 90 hektara lands, vegna þess að þeir voru tveir um hituna. Þegar þeir hófu búskap 1952 var ekkert býli á öllu því svæði, sem ég fór þar um. Nú er risin þar torfa, en miklu lengra er þar miUi bæja en Höfundur þessarar greinar, Robert Hansen, er einn helzti sérfræðingur Dana í mjólkuriðnaði. Hann er rifstjóri stærsta fagtímarits Norðurlanda á sviði mjólk- uriðnaðarins, og jafnframt framkvæmdastjóri samtaka norrænna sérfræðinga í þeirri grein I A hverjum degi eru fluttir 30— 50.000 lítrar mjólkur frá Selfossi til neyzlu í Reykjavík. Sú mjólk er flutt á 8 tankbílum, sem einnig eru búnir sendi- og móttökutækj- um og er því, hægt að stjórna þeirn frá skrifstofu mjólkurbúsins í borginni. Vaxandi mjólkurmagn Mjólkurbú Flóamanna var stofn t.d. á sambærilegum stöðum í Danmörku. Þessir tveir bræður hófu búskap sinn með 15 kýr í fjósi. Nú eru gripirnir orðnir 36 og gáfu á síðasta ári af sér 136.000 lítra af mjólk. Auk þessa höfðu bræðurnir um hundr'að fjár. Mjólkin góð íslenzkar kýr eru minni vexti en þær dönsku. Þær eru ágætt mjólk- Frá stríðslokum hefur þróunin verið geysiör á íslandi. Þar hafa framkvæmdir verið stórstígari en í nokkru _ öðru landi í Norður- Evrópu. í Reykjavík þjóta alls staðar upp ný hús, svo ekki verður hjá því komizt að álykta að bær- inn sé í mjög örum vexti. Að undanskildum nokkrum gömlum húsum á strjálingi, virðist bærinn nýbyggður. Svipuð uppbygging hefur átt sér stað utan Reykja- víkur. Þar eru iðjuver reist, landið rafvætt o. s.frv. Það liggur því í hlutarins eðli, að þegar byggja skal mjólkurbú, verður það að tilheyra framtíðinni en ekki fortíðinni. Framtíðin mun sanna að hinir íslenzku bænd- ur hafi reynzt framsýnir. Fólkinu fjölgar mjög ört, einkum í Reykja- vík. Hvar sem menn búa er þörf fyi'ir mjólk og mjólkurafurðir. Þetta á ekki sízt við um íslend- inga, því að skýrslur sýna að þeir neyta meiri mjólkur en nokkur önnur þjóð í veröldinni. Robert Hansen. (Greinii) er allmikið stytt í þýðingunni). Við brúsapallinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.