Tíminn - 06.12.1960, Side 5

Tíminn - 06.12.1960, Side 5
TÍM INN, þriðjudaginn 6. desember 1960. 5 Otgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramKvæmdastión Tómas Arnason Rit- stjórar Þórannn Þórarmsson <áb i. Andrés Kristjánsson Fréttastjóri Tómas Karlsson AuglVsingastj Egil) Bjamason Skrdstofur í Edduhúsinu — Simar 18300 18305 Auglýsingaslml 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f Nato og hersetan Á hinum nýlokna þingmannafundi Atlantshafsbanda- lagsríkjanna, sem haldinn var í París, flutti framkvæmda- stjóri bandalagsins, Pauj Henry Spaak, athyglisverða ræðu. Honum fórust m a. orð á þessa leið: — Sú staðrevnd, að við ráðum yfir kjarnorkuvopn- um, veldur því, að styrjöid er ólíkleg. Krustjoff veit, að kjarnorkustyrjöld útilokar möguleikana fyrir sigri komm únismans, og því vill hann forðast hana." Þessi skoðun Spaaks er fullkomlega rökrétt. Styrj- öld er ákaflega ólíkleg í dag vegna kjarnorkuvopnanna. Sá, sem bvrjar hana, hefur sömu eyðilegginguna yfir höfði sér, og hinn, sem fyrir fyrstu árásinni verður. Þetta myndi hins vegar breytast, ef aðeins einn aðili réði yfir kjarnorkuvopnum. Það myndi þýða, að hann gæti mótspyrnulaust lagt heiminn undir sig. Það er svo augljós staðreynd, að þýðingarlaust er að mótmæla, að kommúnisminn er helzta landvinnmga- og útþenslustefna í heiminum í dag Nýlendur þær, sem hafa lotið vestrænum rilqum, eru sem óðast að fá frelsi. Sá tími er því, sem betur fer, mjög skammt undan, að nýlenduyfirráð vestrænu þjóðanna verða þurrkuð út með öllu. En hitt er jafn uggvænlegt, að kommúnisminn hefur brotið ný og ný lönd undir yfirráð sín seinustu árin og gert þau ýmist háð húsbóndavaldi í Moskvu eða Peking. Þessi útþensla hinnar kommúnistisku yfirgangsstefnu hefði þó orðið meiri, ef ekki hefði komið til, að vest- rænar þjóðir hafa staðið saman í varnarsamtökum, At- lantshafsbandalaginu, og þátttaka Bandríkjanna í þeim tryggt það, að beitt yrS’ kjarnorkuvopnum, ef vopnuð árás yrði gerð. Þetta hefur verið trygging þess, að ekki hefur verið reynt að framkvæma útþensluna með vopnaðri árás á lönd, sem hafa notið öryggis varnarsamtakanna. Þess verður fastlega að vænta, að sá timi komi fyrr en seinna, að samkomutag náist um afvopnun, er útiloki styrjöld. Meðan það tekst ekki, er það óhjákvæmilegt, að vestrænar þjóðir haldi áfram varnarsamtökum sínum og tryggi jafnvægi í kjarnorkuvopnabúnaði, því að það fremur en nokkuð annað gerir styi’iöld ólíkiega. Meðan svo háttar, er þátttaka ísiands í Atlantshafs- bandalaginu eðlileg. Hún er trygging þess. að ísland verði ekki innlimað með vopnavaldi þegjand) og hlioða- laust, eins og orðið hefur hlutskipti sumra varnarlausra hlutlausra landa, seinast Tíbets. Því er stundum halaið fram, að þátttakan í Atlants- hafsbandalaginu leggi okkur þá skylau á herðar, að hér þurfi að vera herseta. Þetta er rangt. Hersetan var byggð á öðrum samningi og miðuð við það. að hún gæti verið landinu nokkurt öryggi eins og þá var ástatt í hermál- um og alþjóðamálum. Síðan eru liðin 10 ár og á þeim tíma hafa orðið meiri breytingar í hernaðartækni en nokkru sinni áður með tdkomu flugsk^ytanna. Þess veena eru forsendurnar, sem voru fyrir herverndarsamningn- um 1951, orðnar úreltar og verður að marka afstöðuna til hersetunnar samkvæmt, því. Því verður að treysta. að samstarfsþjóðir okkar í Nató líti á þetta viðhor.f okkar með skilnmgi Sambýh við er- lendan her fylgja jafnan mikii vanakvæði og þó ekki sízt, þegar fleira og fleira bendir til þess. að hans sé ekki þörf lengur Varnu Nato verða hér eftir í vaxandi mæli byggðar á kjarnoriiuvopnum, sem 'útiiekað er að staðsetja hér. Þess vegna ber nú þeirr, aðilum sem stóðu saman að inngöngunni Nato og berverndarsamningn- um 1951, að vinna ao hví að þessi má, verði tekin tii meðferðar og það loforð efnt, að hér verði ekki herseta að þarflausu. Axel Springer, blaðakóngurinn þýzki, sem flokkarnir keppa um t t t t 't t t 't t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't ( t 't t t t t t t t t t / t t 't 't 't 't 't 't t t 't 't 't 't 't t 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't ’t 't 't t ALLIR ÞEIR, sem af ein hverjum sökum hafa áhuga á mótun almenningsálitsins í Þýzkalandi, hljóta að taka með í reikninginn áhrifavald manns að nafni Springer, hvort heldur það eru stjórnmálamenn, kaup menn, sendimenn annarra ríkja eða trúboðar af einhverju tagi. Allir hljóta þeir’ að taka tillit til útgáfufyrirtækis hans í Ham borg. Það gefur út fjölbr'eytt blöð og tímarit og samanlagt upplag þeirra nemur hundrað milljónum eintaka á mánuði. Og Springer er engum háður, hvorki fjárhagslega eða í stjórnmálum. Þótt blöð hans séu engan veginn gallalaus hafa þau náð Iangt bæði í fréttaflutn ingi ag mótun sjálfstæðrar stefnu. AXEL SPRINGER hefur ferð azt til Moskvu og Washington, Parísar og New York að kynn ast mönnum og málefnum þar af eigin raun og fylgjast með nýjungum í útgáfustarfi, og hann á sér heimili í Berlín, Hamborg og London. Adenauer kanslari hefur sjálfur veitt hon um ákúrur fyrir að vera and snúinn Atlantshafsbandalaginu og Der Spiegel hefur ráðizt gegn honum fyrir að mæla upp emþykknina í Adenauer. Það er vel mögulegt að blöð Spring ers væru fær um að snúa nægi lega mörgum kjósendum til fylgis við jafnaðarmenn til að Willy Brandt næði völdum í stað Adenauers eftir þingkosn ingarnar í Þýzkalandi að vori — lef Springer-.-kærði sig um að liganga’Þdið'-með þeim. Trúlegt er að hinir tveir höfuðflokkar Þýzkalands séu ærið forvitnir • um hvað honum býr í brjósti. Springer varð 58 ára gamall í vor, en hann virðist ekki eldri en fimmtugur. Hann var leystur undan herþjónustu á stríðsárun um í senn af pólitískum ástæð um og vegna heilsufars. 1945 hóf hann útgáfustarf að sið ættmenna sinna. Eignir föður hans höfðu eyðilagzt í stríðinu, og fyr’sti vinnustaður hans var gamalt loftvarnabyrgi og bún aður ekki annar en borð, stóll og ritvél fengin að láni. Fyrsta blað hans nefndist Nordwest deutsche Hefte og flutti aðal lega útvarpsefni. Úr því hefur síðan orðið vikublaðið Hör Zu, alþýðleg útvar’pstíðindi, sem birta ógrynni af auglýsingum og skemmtiefni. HÖR ZU KEMUR í 3.700.000 eintaka upplagi og er megin tekjuUnd Springers. Hann gef ur einnig út dagblað í alþýðu blaðsstíl, Bild Zeitung, og upp lag þess er nú komið í þrjár milljónir daglega og hálfa fjórðu milljón ’á sunnudögum þegar það nefnist Bdd am Sonntag. Fyrirsvarsmenn þess kaila það sjötta stærsta dag blað í heimi, næst á eftir Asahi Shimbun, Mainichi Shimbun, Pravda, Daily Mirror og Daily Express. Blaðið kostar aðeins fáa aura en ágóðinn af því skerð ist mjög vegna þess að það er prentað samtímis í Hamborg, Essen, Frankfurt, Mtinchen og Berlín. BILD HÓF göngu sína 1952. 1948 tók Springer að gefa út Kristall, myndablað, sem kem ur út hálfsmánaðarlega og fjall ar mestmegnis um vísindi og tækni á alþýðlegan hátt, og einnig kvöldblaðið Hamburger Abendblatt. Báðum hefur vegn að vel. Kristall kemur nú út í 500.000 eintökum og Hamburg er Abendblatt í 330.000 daglega en 400.000 um helgar. Þar með er það næst stærsta blað Þýzka lands á eftir Bild Zeitung. 1953 keypti Springer Die Welt, hið kunna dagblað, sem stofnað var’ af hernámsyfirvöldum Breta. Upplag þess hefur hú áukiztúr 172.000 eintökum í 225.000 og 266.000 á laugardögum. Dié Welt am Sonntag, yfirborðslegt og ómerkilegt blað, sem Spring er kveðst ætla að bæta, selzt í 430.000 eintökum, — sennilega af því að ekki er á skárr’a blaði völ á sunnudögum. Snemma á þessu ári náði Springer yfir tökum í útgáfufyrirtækinu Ull stein í Berlín, sem auk bóka og tízkublaða gefur út Berliner Morgenpost (230.000 eintök), BZ (300.000), Radio Revue og Bauwelt. Springer sjálfur verð ur væntanlega því fegnastur að sem fæst sé sagt um Das neue Blatt, vikublað um leikstjörnur og kóngafólk, sem selst í einni milljón eintaka. AÐ MINNSTA KOSTI tvö dagblöð hafa gefið upp öndina í samkeppni við Springer, Ham burger Anzeiger og Hamhurger Fremdenblatt, sem sameinaðist Abendblatt Springers. Springer kveðst ekki ætla sér að færa frekar út kvíarnar — a. m. k. ekki í náinni framtíð. Hann hef ur afþakkað viðskipti í Afríku og Austurríki, og hann hefur látið af hendi hlut sinn í kvenna blaðinu Constanze á þeirri for sendu að það sé ekki i stíl við aðra útgáfu hans. Enginn vafi er á því að helzt kýs Springei að láta dæma blaðaútgáfu sína eftir Die Welt einvörðungu. Þar hefur hann safnað beztu blaðamönnum sinum og í Die Welt, sem er útbreitt um allt landið og prentað samtímis í Hamborg, Essen og Berlín, freistar hann að koma á fram færi hugmyndum sínum um stjórnmál. Hvaða hugmyndum? Sú var tíðin að Springer angraði dr. Adenauer með því að hvetja hinn orðskrúðuga aðalritstjói’a Die Welt til að halda fram þeirri skoðun, að Þýzkaland ætti að miða stefnu sína meir við völd og veg Sovétríkjanna. En í seinni tíð hefur Die Welt lagt áherzlu á að gagnrýna framkomu Sovétríkjanna í Aust ur Þýzkalandi og laumumenn þeirra í Þýzkalandi. Springer fylgir nú dyggilega ^ þeirri stefnu, sem nefnd er Ódeilan legt Þýzkaland (Unteilbares Deutschland) og á fylgi í öllum flokkum, og margir starfsmenn hans ganga með merki hreyfing arinnar í jakkaharminum. SUMUM STARFSMÖNNUM við Die Welt hefur þó ofboðið svo óskoraður stuðningur við utanríkisstefnu stjórnarinnar. Ýmsir mikilsmetnir blaðamenn og höfundar hafa sagt skilið við blaðið á árinu. Þetta virðist hafa haft sín áhrif. Springer er ekki sérlega skoðanafastur mað ur, og hann hefur ný verið gefið í skyn að hann sé að fá nýjan áhuga á stjómmál um, og trúlegt sé að hann setji frarn nýjar og jákvæðari hug myndir á næstunni. Hann hefur gefið í skyn að nú sé tími kom inn til að stofna sameiginlega ríkisstjórn kristilegra demó krata og sósíaldemókrata. Þar sem sósíaldemokratar hafa lát ið í Ijós að þeir séu fúsir til slíkrar stjórnarmyndunar svo framarlega sem dr. Adenauer eigi ekki sæti í henni, má vera að Spr’nger ætli sér að styðja Willy Brandt í kosningabarátt unni, sem í hönd fer Enn virð ist hann vera á báðum áttum og því er ekki að kynja þótt margír láti blítt við hann þessa dagana. (Lauslega þýtt úr Economist.) - X. - 'V. • 'V X • V • • vx* •X*X*X*V*“\.*’ Þjóðhátíðardagur Fiima er í dag Finnlands'inaiélagið Suom: minnist þjoðhanðaroags Fmna í kvöld, 6. les me? Kvöidfagnað. fyrir félagsmenn og gesti þeirra i T^arnarcafé, í kvöld 6 desemoer kl. 8,30 síðdegis. Til skemjntunar ''erður maðal aenars að .fuðn unour Einarsson Ira Miðdai sýmr 'tmyndir frá Fmnska Laoplat di op flvtur skýr ingar. Frú Mafta Lind stjórnar spurningaþætti, fil. cand. Enm Petro, finnski stúdentinn. sem dvelur hér vetur vð Háskolann. les upp og að lokum verður stiginn dvns. Allir Finnar sem eru hér • bæn- um og nágrenni. verða á fagnaðin- um. Félagsmenn í Finnlandsvinafé- kginu Suomi hafa óxeypis aðgang og sýni þeir félagssk'r-.eini við inn- ganginn. Þeir, sem óska að gerast n.eðlimir félagsins, geta fengið af- hent skírteini við innganginn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.