Tíminn - 06.12.1960, Side 6

Tíminn - 06.12.1960, Side 6
í TÍMINN, þriðjudaginn 6. desember 1960. .W. ; / • /. i f § : J Barna- og unglingabækur Tvær nýjar Jóa-bækur: JÓI OG SPORIN I SNJÓNUM og JÓI ÖG TÝNDA FILMAN Allir strákar þekkja Jóa leynilögreglumann og hinn akfeita vin hans, Erling. Jói er cviðjafnanlegur drengux og grunn- tónn Jóa-bókanna er, að það borgar sig aldrei að fremja afbrot. Enda hafa Jóa bækurnar hlotið sérstök meðmæli, presta, kennara og lögreglumanna, sem hollt og gott lestrar- efni handa unglingum. Jóa-bækurnar eru spennandi leynilögreglusögui og Jói og Erlingur bráðduglegir og slyngir spæjarar. SÆVARGULL eftir John Blaine. Örn og Donni, strákarnir úr Örn og eldflaugin og Týnda borgin, eru náungar, sem allir drengir kannast við. Enda hafa víst fáar bækur orð'ð vinsælli hérler.dis en ævintýra- sögurnar um Örn og Donna. SÆVAxtGULL er hörkuspenn- andi, nýstárleg saga, sem gerist mestmegnis neðansjávar. FLUGFREYJAN OG DULARFULLA HÚSIÐ eftir Helen Wells. Ævintýrabók um flugfreyjuna VIKU BARR, sem allar ung- ar stúlkur kannast við. Hver er leyndardómur dularfulla hússins? Af hverju má ekki rífa vegginn í gamla ættar- óðalinu? Hvers vegna er allt svo dularfullt? Vika Barr hefur einsett sér að ráða þesar gátur. Fljúgið mót ævintýrunum með Viku Barr, hinni vinsælu söguhetju flugfreyjubókanna. NIELS FLUGMAÐUR NAUÐLENDIR eftir Torstein Scheutsz. Níels flýgur frá Afríku til Brazilíu. Tímasprengja er talln undir bakborðshreyfli veiar hans. Hann fær vitneskju um hinn banvæna farm aðeins 90 mínútuni áður en hin hættu- lega sprengja á að springa. Það er ómögulegt að ná landi á svo skömmum tíma . en Níels flugmaður verður að sigrast á hættunni og leysa þennan mikla vanda .. Fylgist með Níels flugmanni og vinum hans, þeim Rúlla, Drumb og Véla-Páli, því þar sem þeir eru, þar eru spenn- andi ævintýr. MILLÝ MOLLÝ MANDÝ fær bréf frá íslandi eftir J. L. Brisley. Ný skemmtileg bók um litlu stúlkuna, sem öllum vildi hjálpa og fór sendiferðimar fyrir pabba og mömmu, afa og ömmur, frænda og frænkur. Þetta er óskabók allra iítilla telpna. PÉTUR SJÓMADUR eftir Peter Freuchen. Saga um 12 ára dreng, sem gerist hvalveiðimaður á dönsku skipi. Hafið og hin heillandi ævintýr þess, dugur og dreng- skapur, þrek og þrautseigja — allt þetta og meira til, sam- ofið ævintýralegri frásögn Peter Freuchen, verður að ógleym anlegum töfraheimi. Enginn nema Peter Freuchen skrifar á þennan hátt fyrir drengi, enda hefur þessi drengjabók farið sigurför um Bandaiíki Norður-Ameríku og Norðurlönd. SKUGGSJÁ 60 ára: Eiríkur Björnsson, Svínadal Sextugur var í gær, 5. des- ember, Eiríkur Björnsson, bóndi og rafvirkjameistari í Svínadal í Skaftártungum. Hann er einn af hinum mörgu Svínadalssystkinum, börnum Björns Eiríkssonar og Vigdísar Sæmundsdóttur, er bjuggu sína búskapartíð í Svínadal. Þar ólst Eiríkur upp meö ást- rikum foreldrum og í hópi glaðra systkina og varð snemma athugull og laginn. Er hann var uppkominn var hann um nokkurt skeið hjá Bjarna Runólfssyni í Hólmi í Landbroti, hinum mesta hag- leiksmanni, er setti upp fjöl- margar rafstöðvar víðs vegar um landið. Síðar gerðist Eirík ur bóndi á föðurleyfð sinni, Svínadal og hefur búið þar á móti Sæmundi bróður sínum undanfarna áratugi. En þó að hann reki búskap af miklum dugnaði, stundar hann einnig smíðar vatnsvéla og annað það, er að rafvirkjunum lítur, því að alltaf öðru hvoru er verið að biðja hann að setja upp rafstöðvar. Er hann bú- inn að setja upp fjölda stööva víðs vegar um landið og hafa þær yfirleitt reynzt ágætlega, þar sem staðhættir eru í lagi. Hefur Eiríkur þannig orðið til þess að veita mörgum með- bræðrum sínum bæði ljós og yl og er það göfugt starf. — Auk þessa er hann oft önnum kafinn við ýmis konar viðgerð ir fyrir nágranna sína, því að margir leita á fund hans með það, sem gera þarf við. Er það ómetanlegt happ fyrir sveit- unga hans að hafa hann alltaf við hendina og geta snúið sér til hans með hvað eina, er lag færa þarf. Og Eiríkur gerir yfirleitt allra bón. Hann er bæði greiðvikinn og gestris- inn og til hans er gott að leita. — Að eðlisfari er hann frekar hlédrægur og ekki fyrir að láta bera mikið á sér. Án allrar auglýsingar vinnur hann sín störf með staðfestu og elju, og hefur þegar lokið góðu ævi- starfi. — Hann býr með mynd arkonu, Ágústu Ágústsdóttur, af skaftfellskum ættum og eigaþiau þrjú efnileg börn. — Sveitungar hans og kunningj ar nær og fjær óska honum allra heilla og blessunar á sextugsafmælinu. Valgeir Helgason. Skíði Skautar Sleðar B/íKUR OG HÖFUNDAR Sími 13508 Kjörgarði Laugavegi 59 AustursUæti 1 Póstsendum. Trúnaðarmál TRÚNAÐARMÁL, smásögur eft ir Friðjón Stefánsson, Útgefandi ísafoldarprentsmiðja. Friðjón Stefánsson hefur sýnt það með fyrri bókum sínum, að hann kann allvel til smásagnagerð ar og hefur lagt sig fram um það að gera sér það skáldskaparform undirgefið. Síðasta bók hans, Fjög ur augu, er vafalítið bezta bók hans, og þar er að finna beztu smá sögur, sem hann hefur skrifað. f sumar bætti hann við nýju smásagnasafni, Trúnaðarmálum. Nafnið segir nokkur deili á sögu efnum. Sögurnar bera 'margar blæ innvirðulegra samræðna, þar sem einn segir öðrum hug sinn og trún aðarmál. Sumar þessara sagna — t.d. fyrsta sagan Trúnaðarmál, er með sterkari blæ frásögu en smásögu. Sú saga er töluvert ólík indaleg og með reyfarakenndri spennu, töluvert skemmtileg af lestrar eins og raunar flestar smá sögur Friðjóns, en hana skortir mjög hnitmiðun smásögunnar. f Ijósaskiptunum er töluvert í smeygileg saga að efnisvali og byggingu,. raunar óvenjuleg, en hún er nokkuð laus í reipum, mark mið hennar þokukennt og línan hlykkjótt. Það er eins og höfundi hafi komið í hug snjallt söguform, gott mótív, en ekki lagt nógu hart að sér við a.ð finna og meitla sögu inntakið, sögugildið sjálft. En þetta er léttilega skrifuð saga. Sagan Ástarsaga eftir pöntun er kímileg gletta og sýnir góða hug kvæmni en átakalítil. Klara er vel gerð saga að efni Friðjón Stefánsson og stíl, og þar veit höfundur hvað hann er að fara og að hvaða sögu lokum hann stefnir þegar í fyi'stu línum. En hún er ekki nýstárleg á neinn hátt, og slóðir hennar troðn ar. Hið sama má raunar segja um söguna Við hvítu þilin, báðar bein skeyttar og hnitmiðaðar af sál fræðilegr'i glöggskyggni, gamal kunnur sannleikur um flótta og sjálfsblekkingu mannanna sýndur skýrum dráttum án verulegs nýja bragðs. Svarað í síma er býsna vel gert eintal og heilsteypt saga. Kveðjur er dálítil flækja — og á það bæði við um efnið og gerð sög unnar, sæmilega skýr mynd en bregður engu nýju Ijósi yfir lífið. Öræfabúi snýr við er mjög laglega gerð. Jólasnjór er ömurleg saga og óhlífin en miklu sterkar’i. Feimni getur varla talizt meira en laglega gerð skemmtisaga. Þegar á allt er litið og bókinni lokað, verður þeirri hugsun varla varizt, að hún sé ekki eins góð sem smásagnasafnið Fjögur augu. Að vísu eru þessar sögur að ýmsu Ieyti áþekkar, en í þessa bók vant ar þær tvær eða þrjár ágætissögur, sem finna mátti í hinu safninu. Þar voru sumar sögurnar gerðar af mikilli vandvir’kni og ströngum aga, en hér eru tökin nokkru laus ari, bókin gerð af meiri flýti. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að sumar þessara sagna séu raunar aðeins hálfgeiðar og mundu stór um fríkka að allri áferð og mótun, ef höfundur hefði umritað þær einu sinni eða tvisvar. Að efni eru þessar sögur þó lík lega öllu meiri skemmtilestur en hinar fyrr'i, og þær sýna engu síð ur en hinar fyrri smásögur Frið jóns, að hann er töluvert snjall og kunnáttusamur smásagnahöfundur. — AK Móðir okkar Guðríður Eiríksdóttir frá Þjórsártúni, Inga Ólafsdóttir, Huxiey Ólafsson, Eggert Ólafsson. Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns, Jóhanns P. Jónssonar, skipherra. Margrét Helgadóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.