Tíminn - 06.12.1960, Page 12

Tíminn - 06.12.1960, Page 12
12 TÍMINN, þriðjudaginn G. desember 1960. Rætt við Aðalbjörn (Framhald al 9 siðu) menn ráð fyrir aS hann komi til með að hafa áhrif á veið ina 1 ánum hver svo sem þáu áhrif verða. — Hefur fólki fœkkaó í þínu uynhverfi að undan- förnu? — Nei, ég held ekki. Eg held að þetta standi nokk- um veginn i stað. En þess máttu gjaman láta getið að við Þingeyingar — og ég hygg að óhætt sé að segja Austfirðingar og Norðlending ar yfirleitt, hafa mjög mikinn áhuga á virkjun Dettifoss. Eg er nú síður en svo nokkur sérfræðingur á sviði raforku framkvæmda, en er ekki nokk uð hæpið að slá því fyrirfram föstu, að önnur stórvirkjun skuli ganga fyrir virkjun Jökulsár, ef litið er á nauð syn þess, að þetta þjóðfélag okkar sporðreisist ekki, en svo virðist nú stundum að sumir ráðamenn telji þá ó- heillaþróun æskilega og sjálf sagða. Það segir sig sjálft, að slík virkjun mundi hafa ó- metanlega þýðingu fyrir at- vinnulíf og afkomu manna norðan og austanlands og er j það svo augljóst, að ekki þarf orðum að því að eyða. leiðrétting óhjákvæmileg — Þú sazt á Alþýðusam- bandsþingi, Aðalbjörn, viltu ekki að lokum segja mér í stuttu máli hvað þér fannst um þingið? — Eg varð fyrir vonbrigð- um með að þingið skyldi ekki reynast samhentara en raun varð á. En það kom brátt í ljós •—L og það finnst mér raunar furðulegt — að í kjaramálum bar svo mikið á milli, að s#.m- staða var útilokuð. En ég tel hiklaust — og ég er sannfærð ur um að sú er skoðun alls þorra verkamanna um allt land — að óhjákvæmilegt sé að þeir fái leiðréttingu sinna mála og hana verulega. Við þurfum engan reiknimeist ara til þess að segja okkur að kjaraskerðing sú, sem af ráð stöfunum ríkisstjórnarinnar hefur leitt, sé þetta og þetta smávægileg. Við finnum ofur- vel sjálfir hvað að okkur snýr. mlig. r I dögun Ný bók: Sendibréf frá Sandströnd Hin nýja skáJdsaga Sref- áns Jónssonar, sem keppti við Virkisvetur um verð- laun Menningarsjóðs. Dómnefndin verðlaunaði Virkisvetur Lesið sögu Stefáns og dæmið sjált. Verð kr 145.00 i bandi. Bókaútgáfa Mennnigarsjóðs. (Framhald af 8. síðu). deUum sínum, trúir það á sigur kærleikans. í kvæðinu Að haust nóttum segir það: „.... lífið veitir líkn og sára bætur, og lögmál þess er kær'leikurinn sjálfur". Eins og jafnan áður í ljóðabók um Davíðs Stefánssonar, eru í þess ari bók fjölda margar stuttar setningar, meitluð spakmæli, sem eru eins og lyklar, er opna dyr til umhugsunar, víðsýnis og skilnings. Ég rek nokkur sýnishorn til við auka því, sem ég hef áður nefnt: Úr kvæðinu Stafnmærin: „Sú bæn er heitust, sem er hljóð og mild“. Úr kvæðinu Fagur er gneistinn: „Og allt er líf, sem andjnn skynjar og augað lítur“. Úr kvæðinu Stjörnudraumur, sem áður er nefnt: „Djúpar eru vakir á vetrarísnum hálum yfir vatnsins bláu álum“. Úr kvæðinu í Ódáðahrauni: „Það er eins og elti alla afturgengnar þjóðarsyndir". Úr kvæðinu Skiptapar: „En sá er heitast sokknu fleyi ann mun sárast harma — önnur skip“. Úr kvæðinu Hvað lvefur breytzt —?: „Enn má velja um vegi, sé vörðunum treyst“. Úr kvæðinu Nafnlaust bréf: „Þeir glatast fyrst, sem engu fórnf Úr kvæðinu Afglapaskarð: „Á hjarnið hníga þeir fyrstir, sem heima gömbruðu mest“. Úr1 kvæðinu Einveran: „Undrist enginn, þótt aldrei vaxi runnur rótslitinn“. Úr kvæðinu Rím: „Stjarna er stafur í rími, stuðlað er rúm og tími.“ Úr kvæðinu Byrðin: „Að bera eitthvað þungt — það er að vera“. Þetta er síðasta braglínan í bók inni. Betri jólabók, en ljóðabók Dav íðs Stefánssonar frá Fagraskógi, I dögun, mun erfitt að finna á bókamarkaðinum fyrir hin næstu jól. Hún opnar lesendum víðan og Sólúr og áttaviti í ritdómi um síðustu bók Kristjáns, SÓLÚR OG ÁTTA- VITI, segir skáldið Kristmann Guðmundsson: „Þ’etfca er 5. bók Kristjáns Röðuls og sú bezta. Einhver sagði um sið ustu bók hans: „Þaöan sem' lagt var af stað, og þangað, i sem nú er komið, er svo lang: ur vegur, að með ólíkindum j má telja.“ Þetta er hverju orði sann- | ara: Kristján Röðuls hefur! sýnt fádæma dugnað og vilja 1 styrk á listabraut sinni. Hann byrjaði ekki efnilega, én nú verður ekki framhjá hon- um gengið. Hann er orðinn skáld. Kvæði hans eru ný- tískuleg og eru þó laus við galla nýtízkuskáldskapar. Mörg þeirra eru djarflega gerð, en öfgalaus með öllu, j og höf. setur sér strangar listrænar skorðúr.“ Þessi ummæli Kristmnns Guðmundssonar úm skáld- skaparþróun Kristjáns Röð-j uls — fá staðizt — þau eru' sönn, eins og segir i kvæði hans: Eg hafði beðið eftir þér ■ við marmaraþrepin — horft í augu þeirra, er fram hjá gengu .. .. augu full af hatri augu full af nótt lymskunnar ..------- — Og mig hryllti við þeim .. Þá minntist ég orða þinna á fjallinu. Ógleðin leið frá í .. Og sem í leiftursýn birtist þú mér aftur .. Þú sagðir: Nótt þeirra er aðeins skortur á birtu. — Ekki er ég svo fróður að ég viti í hverju póesía er fólgin, — en þama nær óvæntur sannleikur tökum á mér. — Það er eins og tjald sé dreg margbr'eytilegan heim. Hún geymir Ijóð er í senn hafa áhrif til þess að glæða fegurðarskyn lesendanna og ást þeirra á landi sinu og þjóð og höfundi lífsins. Jafnframt hvet ur hún menn til dáða og ósérhlífni, i baráttu gegn þröngsýni og öðru því, sem heftir framþróun heil brigðrar menningar. Ljóðabókin í dögun geymir mikla speki, þrótt og fegurð. ið til hliðar, og það, sem ég skynja, er ekki aðeins það, sem ljóðið segir, — að hugur minn kunni að vera í dimmu, heldur hitt, að þó ég væri í birtunni — þá sfcafar sú birta Þorsteinn M. Jónsson. ekki frá mér, — en ætti sér orsök í einhverju ufcan mín, — og þetta afhjúpar sjálf- kennd mína, sem hélt sig svo örugga, — og ég sný heim, einni fjöður fátækari — og og einum sannleika ríkari. — Lesandinn uppgötvar nýjar víddir — og hann tek ur undir með skáldinu. — í djúpunum eru ónumdar eyjar, sem aldrei verða fótum troðnar, aðeins skynjaðar í skugga- legu rökkri. Vér hlerum við hægt andlát hjartfólgins vinar, en heyrum aðeins bylgjunar brotna við ströndina. Seinna höldum vér á hafið, — þá rísa eyjarnar úr dökkbrúnu djúpinu og vér skiljum mál bylgjunn ar á brosandi hafinu. Þannig yrkir Kristján Röð- uls, — og ég get ekki neitað því, að ég hef verið aðdáandi hans. Vitur maður hefur sagt: að það að yrkja ljóð væri eins og að kasta laufblaði ofan í Grand canyon og bíða þess að bergmálið heyrðist, — en svo er ekki með ljóð Kristjáns — þau bergmála strax í vitund manns — og bergmála fagur lega. — Kvæði eins og Sé'ntið. (Framhald á 13 siðu i Ivær skáldsögur, eftir vinsæia höfunda SKÝ YFIK HELLUBÆ eftir Margit -Söderholm og MILLI TVEGGJA ELDA eftir Theresa Ch2rles. Ský yfir ilellubæ er einhver skemmtilegasta skáldsaga Margit Söderholm, og án , efa sú af bókum hennar, sem mest spenna ei í. Lesandinr, fyigir söguhetjunni í baráttu hennar við ókunnar hættur, þar til lausnin er fundin og ástin og ham- ingjan ráða aftur ríkjum á hinum gamla herragarði. Milli tveggja elda eftir Theresa Charles, höfund metsölubókanna Falinn eldur og Sárt er að unna. er ekki síður skemmtileg en hinar tyrri bækur höfundanns Philip var eiginmaðu- Amóru, en hún þekkti hanp ekki . Hvert var hið undar’ega afl sem í senn dró þau hvort að öðru og hratt þeim trá hvoru öðru? Elskaði hún broður eiginiranns slns, eða var það eiginmaðurinn sem hún eiskaði? Hún var sem milli tveggva elda. Þefta er töfrandi saga um ástir, hatur og brennandi ástríður. SKUGGSJA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.