Tíminn - 06.12.1960, Side 16

Tíminn - 06.12.1960, Side 16
Þriðjudaginn 6. desember 1960. 216. btað. Lumumba í böndum Bill frú Minnu dreginn upp úr höfninni. Ruglaðist í gírum og fór í sjóinn Setti í afturábak gír í staíinn fyrir annan Eins og sagf hefur verið frá i fréttum var Patrlee Lumumba fluttur í bönd- um til Leopoldville fyrir helgina. Á flugvellinum belttu hermenn Mobutos hann vlllimannlegustu harðræðum. Myndln er tekln í þann mund er hinn fyrrverandi forsætisráðherra var ieiddur út úr fiugvélinni. 2 íslendingar við nám í sjóliðsforingjaskóla Tveir yfirmenn af íslenzku varðskipunum, þeir Garðar Pálsson, 1. stýrimaður á varð- skipinu Óðni. og Jónas Guð- mundsson, 1. stýrimaður á Ægi, stunda í vetur nám við bandarískan sjóbðsforingja- skóla. US coast guard officers candidate School í Virginia- ríki. Stofnun þessi er með stærstu og fullkomnustu sjóliðsforingjaskól- um Bandaríkjamanna og í vetur stunda þar nám 180 sjóliðsforingja efni. Skólinn hefur nýlega flutt starf- semi sína frá New London til Virginia ríkis, en þar hefur hann til afnota stórt landsvæði undir byggingar og hafnarmannvirki. Skólinn hefur yfir að ráða mjög fullkomnum kennslutækjum og þar á meðal tveimur skólaskipum. Eins og áður segir, stunda þarna nám 180 sjóliðsforingjaefni. sem rt.unu að námi loknu taka upp störf, sem sjóliðsforingjar í am- erísku strandgæzlunni. Þeir Garðar Pálsson og Jonas Guðmundsson höfðu áður lokið bæði Farmannaprófi og Skipstjöra p:ófi á varðskipum ríkisins, við stýrimannaskólann í Beykjavík. Það fór illa fyrír hennl frú Minnu Iversen um daginn, þegar hún var að taka bílinn sinn af stað á Nýhafnarbryggj unni framan við Charlotten^ borg. Hún setti í rangan gír, og ók beint fram af brypgj- unni. Minna er 64 ára gömul, og hafði ásamt 72 ára gömlum manni sín- um verið á leiksýningu í Konung- lega leikhúsinu. Svo ætluðu þau að fara heim, og Minna settist undir stýri og setti hækjuna sina — því hún er bækluð — utanvert við sig í bílnum. Bíllinn stökk Maður hennar fór ekki upp í strax, því hann ætlaði að segja henni til, meðar. hún bakkaði út úr stæðinu. En svo háttar tiJ á Volkswagenbílunum, að afturábak gírinn er a sama stað og annar gir, en til þess að koma honum í afturábak, þarf að þrýsta gír- stönginni niður Þetta láðist frú Mjnnu að gera, og setti því bíl- inn í annan gír. Svo sleppti hún tengslunum, og bíllinn tók undir s.g stökk fram af bryggjunni. Hækjan fyrir Frú Minna flýtti sér að opna, cg tókst það um leið og bíllinn skall í sjóinn. En þá var hækjan fyrir henní, svo hún komst ekki sÞax út. Bíllinn fylltist óðfluga, er. rétt áður en hann sökk krafl- aði hún sig út úr honum, og tók nokkur sundtök til þess að sog- ast ekki niður um leið og bíll- ir.n. Of þung Ungur maður, sem var að vinna (Framhald á 2. síðu) Ný bók E!in- borgar Lárusd. Út er komin hjá bókaútgáf- i nni Norðra ný skáldsaga efiir Elínborgu Lárusdóttur, Sól í hádegisstað Undirtítill bókarinnar er Horfnar kyn- sióðir — Saga frá 18. öld. | Eins og nafnið bendir til er þetta söguleg skáldsaga og gerist á æskuslóðum höfund- ar. Það fer vart hjá því að sögufróð ir menn þekki í bókinni ýmsa at burði og per’sónur frá 18. öldinni. Margar persónurnar eru sannsögu legar, enda þótt nöfnum sé breytt. Elinborg Lárusdóttir er löngu þjóðkunnur höfundur. Fyrsta bók hennar, Sögur, kom út 1935 og síð an hver af annarri, alJs 22 að með taldri þessari síðustu bók. Spl í hádegisstað er 285 síður að stærð, prentuð í Prentverki Odds Björ'nssonar á Akureyri. Frágang ur er allur til fyrirmyndar. — Sól í hádegisstað hefur mikið menn ingargildi og verður vafalaust vin sæl og mikið lesin af un.gum sem gömlum. „Sólskinsdag- ar á islandi” Er öryggi farþega ógnað með sprúttsölueftirliti? Fréttatilkynning frá Bifreiðastjóraféiaginu Frama Blaðinu hefur borizt eftirfar andi /réttatilkynning frá Bif- reiðastjórafélaginu Frama I Reykjavík: ‘ Að undanförnu hefur nokk uð verið um það rætt, að kom ið hafi fyrir að bifreiðastjór- ar hafi orðið uppvísir að leynivínsölu, og forustumönn- um samtaka bifreiðastjóra. fundið það til foráttu að „leyfa“ slíkt innan stéttarinn ar, en það skal hér með tekið fram, að forusta samtakanna hefur hvorki hvatt menn til slíks né „leyft“ það, heldur reynt af fremsta megni, að koma í veg fyrir að svo væri gert En flestir munu geta gert sér grein fyrir því innan bifreiðastj.stéttarinnar, sem telur nokkur hundruð með- limi, að einstaklingar innan stéttarinnar freystist til ó- leyfilegra athafna, bifreiða- stjórastéttin er hér engin und antekning — við erum alveg fullvissir um, að forusta sjó- mannasamtakanna hvorki hvetur né leyfir meðlimum sín um að smygla varningi til landsins, og einnig erum við vissir um að forusta kaupm,- samtakanna hvetur ekki með limi sína til sölu á varningi, sem ekki hefur verið fenginn á lögmætan hátt, en eins og kunnugt er hefur verið frá því skýrt, að fundist hafi ýmis 300 smniirn Að undanförnu hefur Kjart an Ó. Bjarnason kvikmynda- maður ferðast um landið og sýnt á um 60 stöðum. Hefur hann sýní myndarþætti um vetraríþróttir, m.a. frá ólymp- iuleikum, kappreiðar og fim- leika; auk þess þætti frá flest um fjörðum og káupstöðum á Austurlandi. Síffustu sýningar hans hér á landi aff þessu sinni verffa í Hafn arfjai'ðarbíói á þriðjudaginn og miðvikudaginn kl. 5, 7 og 9. Kjart an kveður sig því miður ekki hafa tíma til sýninga í höfuðborginni að þessu sinni, þar sem hann er á förum til Noregs, þar sem hann mun sýna kvikmyndina Sólskins dagar á íslandi, sem hann hefur sýnt á Norðurlöndum undanfaiin 6 ár, alls rúmlega 3000 sinnum við ágætar undirtektir. Næsta sumar hyggst hann sýna myndina hér heima. varningur í verzlunum, sem ekki hefur fengið löglega toll meðferð. Við munum ekki frekar leit ast við að ræða þær aðdrótt anir, sem beint hefur verið að bifreiðastjórastéttinni vegna óleyfilegra viðskipta nokkurra meðlima hennar. En vegna þess óheillaástands, sem þró- ast hefur í áfengismálum þjóð arinnar á umliðnum árum, þá höfum við skrifað dómsmála- ráðuneytinu bréf, með tillögu um, að á því verði ráðin bót, svo borgararnir geti farið með áfengi sem frjálsir menn, úr því áfengissala er leyfð í land inu á annað borð. Að öðru leyti vísast til bréfs vors til ráðuneytisins, dags. i (Framhald á 2. síðu). Snjómugga Nú á norðankaldinn að vera horfinn, og hægviðri komið í staðinn. Hafi ekki komið snjómugga í nótt, er hennar von í dag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.