Tíminn - 14.02.1961, Síða 6

Tíminn - 14.02.1961, Síða 6
SJÖTUG: Guðlaug I. Guðjónsdóttir kennari, Keflavík T í MIN N, þriðjudaginn 14. febrúar l9GL Hún er fædd 14. febrúar 1891 að Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd, dóttir merkishjónanna Guð- jóns Jónssonar skipasmiðs og Guð- rúnar Torfadóttur. Til Keflavíkur fluttist Guðlaug með foreldrum sínum 10 ára göm- ul. Nokkru síðar byggði faðir henn ar bæ sinn norðantil á Vatnsnesi í Keflavík og nefndi hann Eram- nes. Þar bjuggu foreldrar hennar til dánardægurs og þar hefur Guð- Iaug búið síðan ásamt systur sinni, Jónínu. Haustið 1907 var Guðlaug ráðin kennari við barnaskólann í Kefla- vík í forföllum annars, aðeins 16 í^-a gömul. Henni faefur þó sennilega fund- izt að hún þyrfti að afla sér meiri menntunar, áður en hún snéri sér fyrir alvöru að kennarastarfinu. Hætti hún því kennslu eftir þenn- an vetur, en las það, sem hún náði til og hún taldi, að yrði sér að gagni við það starf, er hún hafði ákveðið að helga sig. Námsbækur munu þá hafa verið af skornum skammti. Hefur Guðlaug sagt mér það, að hún hafi gert sér það til dundurs á þessum árum, að snúa köflum úr fslendingasögunum á ensku. Haustið 1913 gerðist hún kenn- ari í Leirunni og kenndi þar 4 vetur. Haustið 1919 hóf hún aftur kennslu við barnaskólann í Kefla- vík og hefur gegnt því starfi síðan. en mun láta af því í vor, eins og alhr verða að gera, sem komnir eru á hennar aldur, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Guðlaug er búin flestum kostum góðs kennar'a. Hún, er margfróð og minnug og hefur ágæta frásagnar- hæfileika. Skyldurækin er hún og stjórnsöm en nærgætin og nýtur traus'ts og virðingar nemenda sinna og foreldr'a þeirra, svo og samkennara sinna. Ekki hefur Guðlaug látið sér nægja kennarastarfið til mann. bóta. Hún var einn af stofnendum barnastúkunnar Nýársstjömunnar í Keflavík ár’ið 1904, og var fyrsti æðstitemplar þeirrar stúku- Fám árum síðar lagðist starfsemi stúk- unnar niður um sinn. En vorið 1919 var stúkan endurr'eist af þeim Guðlaugu og Jónínu, Framnessystr um- eins og þær eru oftast nefndar af kunnugum. Hafa þær verið gæzlumenn .stúkunnar síðan og stjómað henni með hinni mestu prýði í nær 42 ár. I stúkunni hafa ætíð verið nær öll börn í Keflavfk á skólaaldri, og margir unglingar og nokkrir full- orðnir telja sig enn í stúkunni og halda sitt barnastúkuheit. Meðlim- ir hennar munu nú vera um 550, senmlega fjölmennasta stúka lands ins. Menn geta gert sér í hugarlund, hve mikið og vandasamt starf það er að stjórna slfkum félagsskap. Þau em orðin æði mörg leikritin, sem þær systur hafa sett á svið með stúkufélögum, leikendum og áhorfendum til hinnar mesta á- nægju. Enn meira vúði eru þó hin mörgu frækorn góðvildar og hóf- semi, sem þær systur hafa sáð í hugi og hjörtu hinna fjölmörgu bárnai sem þær hafa leiðbéint inn- an skóla og utan. Eins og gefur að skilja, era þeir orðnir margir, sem notið hafa til- sagnar Guðlaugar á 47 ár'a kennslu ferli hennar. Það munu því margir hugsa til hennar með hlýju og þökk á þessum tímamótum í lífi hennar. Ég árna þér, Guðlaug, allra heiUa á afmælisdaginn og þabka þér ánægjulegt nær 20 ára sam- sfarf. Ég flyt þér einnig þakkir og árnaðaróskir frá barnaskólanum í Keflavík, frá þeim eldri og yngri nemendum skólans, sem eiga þess ef til vill ekki kost að tjá þér hug sinn á þessum merkisdegi þínum. Lifðu heil. Hermann Eiríksson. Útför séra Jes A. Gíslasonar, Hóll, Vestmannaeyium, sem andaSist 7. þ.m., veröur ger8 frá Landarirkju í Vestmannaeyj- um miSvikudaginn 15. þ.m. og hefst með húskveðju frá heimlll hans kl. 14. F.h. aðstandenda Friðrik Jesson. Þökkum Innilega auðsýnda samúð vlð andlát og jarðarför Krístínar Þórarinsdcttur og vlnáttu og heimsóknir í veikindum hennar. Marta Gísladóttir, Guðríður Gisiadóttir, Guðrún Elíasdóttir. Konan mfn, Sigríður Gísladóttir, andaðist að Vífllsstöðum 12. febrúar. Þorlákur Kolbeinsson. Blaðið sem húðin finnur ekki fyrir Gillette hefir gert nýja uppgötvun, sem stóreykur þægindin við raksturinn. Það er nýtt rakblað með ótrúlegum raksturseiginleikum. Skeggið hverfur án pess að þér vitið af. t»egar nótað er Blátt Gillette Extra rakblað má naumast trúa því að nokkuð blað hafi verið í rakvélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50. þér verðið að reyna það ® Gillette er skrásett vörumerki Skíði Skíði Skíðagleraugu Skíðastafir Tyrolía skíðabindingar Toko Jkiðaáburður Skautar margar gerðir Tilboð óskast í pappírspoka til umbúða á sementi. Útboðslýsingu má sækja í skrifstofu Sementsverksmiðju rikisins, Hafnarhvoli, Reykjavík. SementsverksmiSja ríkisins. ADALFUNDUR Móðir okkar, Ingibjörg Einarsdótfir, Smiðjustig 13, andaðist 11. þ. m. að elliheimilinu Grund. Einar Ástráðsson og systkini. Kjörgarði Laugavegi 59 Austurstræti 1 PÓSTSÉNDUM Farfugladeildar Reykjavíkur verður haldmn í Grófin 1, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN .»X»V*V*X*%*V*V*V*V*^ v*v»v*v*v*v*v*v*v*v*v«v*v*v*v*v«v*v»v*v*v*v*v*v*v*v*v*v*v

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.