Tíminn - 04.03.1961, Síða 7

Tíminn - 04.03.1961, Síða 7
TfMIMN, laugardaginn 4. marz 1961. 7 IMGá FRETTim Stundarfriður keyptur allt of dýru verði Herra forseti. Hæstvirtur utanríkisrá'ö- nerra fór með ýmsar beinar blekkingar í ræðu sinni hér áðan. Ein var sú og undir hana tekur fjármálaráðh. og félagsmálaráðh., að samþykkt frumvarps stjórnarandstæð- inga um lögfestingu landhelg- isfrumv. myndi hafa komiö í veg fyrir eða verið ósamrým- anleg breytingu glunnlína. Þetta er auðvitað alrangt. Munurinn er aðeins sá, að eftir lögfestingu frumvarps- íns er það Alþingi en ekki rík isstjórnin, sem ákveður grunn línur. Og eins og allir vita, var frumvarpið um lögfest- lngu landhelgisreglug. flutt í því skyni að taka málið úr höndum veikgeðja og ístöðu- lausrar ríkisstjórnar og í hendur Alþ. sjálfs. Látið er að því liggja bæði í umræðum þessum og greinargerð þings- ályktunartillögunnar, að samningurinn við Breta nú sé sambærilegur því, sem upp á var boðið af hálfu vinstri stjómarinnar sumarið 1958. Þetta er vægast sagt villandi röksemdafærsla og fær með engu móti staðizt. Hér er um tvennt ólíkt að ræða. Ósambærilegt me'S öllu Með orðsendingum íslenzku ríkisstjómarinnar til Nato í i maí og ágúst 1958 var leitað eftir því að fá fyrir fram, og áður en reglugerðin var kom- in til framkvæmda,, viður- kenningu annarra ríkja á ein- hliða rétti íslands til útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 sjó- mílur. í þessum orðsending- um var framkvæmdastjórinn látinn vita, að ef slík viður- kenning fengist, yrði tekið til athugunar að láta útfærsluna á ytri 6 mílunum koma til framkvæmda i áföngum á þremur árum. Það var vitað, þegar þessar orðsendingar voru sendar, að af hálfu ým- issa þjóða, þ.á.m. sumra bandalagsþjóðanna, var litiö á mál þetta með öðrum aug- um en af íslands hálfu og réttur íslenginga til einhliða útfærslu vefengdur. Það ligg- ur í augum uppi, að það er á engan hátt sambærilegt að leita þannig eftir viðurkenn- ingu á reglugerðinni fyrir fram og áður en hún var kom in til framkvæmda og hitt að semja um tilslakanir frá gerðri ákvörðun gagnvart einni þjóð — að fara nú eftir að reglugerðin hefur verið í gildi í nær hálft þriðja ár, að semja um und- anþágur frá henni, og það gagnvart þeirri einu þjóð, sem ekki hefur viljað viður- kenna gildi hennar — þá einu þjóð, sem beitt hefur íslendinga hernaðarlegu of- beldi í þess umáli. Þegar svo hér við bætist, að viðræðurnar við Nato- ríkin sumarið 1958 fóru Ræða Ólafs Jóhannessonar við útvarpsumræðurnar um uppgjafarsamninginn í fyrrakvöld fram samkvæmt beinni og óumdeildri skyldu, þá hljóta allir að sjá, að þetta tvennt, undirbúningsaðgerðirnar 1958 og samningarnir við Breta nú, er ekki sambæri- legt. Samningum hefur ætí$ verií vísatí á bug Það hefur til þessa verið stefna íslenzkra stjórnar- valda, að landhelgina ætti að færa út með einhliða á- kvörðun íslendinga en ekki með samningum við aðrar þjóðir, nema þá alþjóðasam- þykkt. Þess vegna var marg- (endurteknum tilmælum frá Natóþjóðunum um að taka upp samninga um landhelgis málið vísað á bug. Slíkum til mælum var einmitt hafnað með orðsendingunni 20. ágúst 1958. Nú eru hins vegar teknir upp samningar við Breta um stærð landhelginnar og um réttindi Bretum til handa í fiskveiðilandhelginni. Það eru ný og hættuleg vinnubrögð í þessu lífshagsmunamáli þjóð- arinnar. Hvenær hefðu ís- lendingar getað fært fisk- veiðilandhelgina út í 12 sjó- mílur, ef sú útfærsla hefði verið háð samningum við aðr- ar þjóðir? Þegar þess er gætt, sem ég hef hér stuttlega drepið á, er auðsætt hversu allur saman- burður á aðgerðum vinstri stjórnarinnar sumarið 1958 og samningum núverandi rík- isstjórnar er fráleitur og fjarri lagi. I Reynt aft verja vondan málstao En hvers vegna er þá ríkis- stjórnin að reyna að rétt- :iæta samninga sina við | Breta með skírskotun til að- j gerðanna sumarið 1958? Á- j stæðan er augljós. Ríkis-1 stjórnin finnur að málstað-! ur hennar er veikur og vond- j ur. Það er áreiðanlegt, að all- ur þorri fólks í þessu landi skilur ekki hver nauðsyn ber til nú á þessu stigi til undan- I sláttar gegn Bretum í land- j helgismálinu. Það er viður- j kennt af öllum jafnvel af hæstvirtum ráöherrum, að 12 sjómílna reglan hafi sigrað — að raunverulega hafi sig- ur verið unninn í landhelgis- málinu. Það mun flestra kunnugra manna mál, að nú hafi að- eins vantað herzlumuninn til þess að Bretar gæfust al- gerlega upp. Þess vegna reið einmitt á því nú, að öll þjóð in stæði fast á rétti sínum og hopaði hvergi. Þá hefði Ólafur Jóhannesson Bretum brátt skilizt, að þeir höfðu raunverulega tap að í þessari deilu, og lík- lega hafa þeir þegar gert sér það ljóst og það er trú margra, sem til þekkja, að þeir hefðu aldrei aftur lagt út í herskipaverndina. Óskiljanlegt undanhald Þeim mun einkennilegra og óskiljanlegra er það, að ríkisstjórnin skuli, einmitt þegar málin standa svona, semja við Breta um að opna þeim Iandhelgina. Út yfir tekur þó, að ríkisstjórnin skuli semja svo um við Breta, að henni sé óheimilt að breyta fiskveiðimörkum á landgrunninu, nema hún hafi áður tilkynnt Bretum þá ákvörðun sína með 6 mánaðar fyrirvara og þar með auðvitað óbeint opnað samningaviðræður um mál- ið og viðurkennt Breta — einu þjóðina sem hefur beitt okkur hernaðarlegu ofbeldi í sambandi við út- færsluna — sem eins konar herraþjóð í Iandhelgismál- um. Með samningagerðinni við Breta hefur og ríkisstjórnin brotið í bág við áður yfirlýst- an vilja Alþingis og gengið á gefin heit í landhelgismál- inu. í ályktun Alþingis frá 5. maí 1959 segir m.a.: „Lýsir Alþingi yfir, aö það telur ísland eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi — að afla beri viðurkenningu á rétti þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að rfteð lög unum um vísindalega vernd- un fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverfis landið.“ Þama er þvi berum orð- um lýst yfir, að ekki komi til mála minni fiskviðiland- helgi en 12 sjómílur. Við þessa yfirlýsingu Alþingis hef ur ríkisstjórnin til þessa ver- ið siðferðislega og þingræð- islega bundin, og það því fremur sem ríkisstjórnin skír skotaði til þessarar ályktun- ar við valdatöku sína. Þá gaf forsætisráðherra svohljóð- andi yfirlýsingu fyrir henn- ar hönd: Loforð svikin „Þá þykir ríkisstjórninni rétt að taka það fram, að stefna hennar í landhelgis- málinu er óbreytt, eins og hún kemur fram í samþykkt Alþingis hinn 5. maí 1959.“ Þessa yfirlýsingu og þenn- an umboðsskort Islenzku rík- isstjórnarinnar áréttáði svo forsætisráðherra á Alþingi 25. apríl 1960. Þá sagði hann: „Ég hef ekkert umboð frá neinum í þessu þjóðfélagi til þess að afsala íslandi 12 mílna fiskveiðilandhelgi.“ Þarna hitti forsætisráð- herra naglann vissulega á höfuðið. Ríkisstjórnin hafði ekki umboð til þess frá nein- um í þessu þjóðfélagi að fara að semja við Breta um þetta mál á þánn hátt sem raun ber vitni um, enda eru samn- ingar þessir í algeru ósam- ræmi við kosningaloforð stjórnarflokkanna í síðustu kosningum. Og hvernig sem menn annars líta á efni samningsins, þá verður ekki komizt fram hjá þessum stað reyndum — heitrofum og um boðsskorti ríkisstjórnarinnar. En með því aö opna landhelg- ina fyrir veiðiskipum annarra þjóða, er hún raunverulega minnkuð. Vísvitandi rangtúlkun ummæla Þegar alls þessa er gætt, er það sannarlega ekki að undra, þó að ríkisstjórninni finnist hún þurfa að skjóta sér á bak við aðra, að hún telji sig þurfa að styðja sinn slæma málstað við fordæmi. En það getur hún bara ekki, því framkoma hæstv. ríkisstjórnar í þessu máli er algert einsdæmi. En það er segin saga, að þegar maður hefur gert eitt- hvað illt af sér eða hefur framið eitthvert skammar- strik, þá reynir hann að skjóta sér á bak við aðra. Það er sú gamalkunna staðreynd, sem liggur til grundvallar þeirri til raun stjórnarsinna, síðast hæstv. utanríkisráðherra, og málgagna þeirra, að vitna til fyrri ummæla minna til fram j dráttar þessum undansláttar samningum sínum við Breta. Þar er auðvitað um vísvit- andi rangtúlkun að ræða. Við umræður um landhelgismálið í vetur sagði ég það eitt, sem allir vitibornir menn hljóta að taka undir, að hvert eitt spor í landhelgismálinu hefði að mínu viti átt að vera þannig undirbúið, að við hefðum ver- ið við því búnir að leggja það undir úrlausn alþjóðadóm stóls, og að smáþjóð yrði jafn an að gæta þess að hafa rétt- inn á sína hlið og ganga ekki í berhögg við alþjóðalög. f ræðu minni er ekki eitt orð í þá átt, að við eigum að semja um það fyrir fram við eina þjóð að leggja allan ágreining varð- andi stækkun landhelgi undir alþjóðadóm, en það er auðvit- að allt annað en að undirbúa mál svo vel að vera við því búinn aö leggja málið undir úrlausn alþjóðadómstóls. Það skilur hver, sem skilja vill. í umræddum ummælum mín um var ekkert ofsagt. Við þau stend ég hvar og hvenær sem er. Það væri ánægjulegt ef hæstv. utanrikisráðherra og og hæstv. viðskiptamálaráð- herra gætu lýst því yfir, að þeir stæðu við öll sín fyrri um mæli á Alþ. bæði um þetta mál og önnur, en eins og allir vita, hafa þeir gengið frá nær öllum fyrri stefnumálum Al- þýðuflokksins. Horfið frá landgrunns- stefnunm Það ákvæði þessa samnings við Breta, sem að mínum dómi er langsamlega háskalegast og ógeðfelldast, er skuldbinding- in um að tilkynna Bretum með 6 mánaða fyrirvara, ef færa á út landhelgislínuna i framtíðinni. Þessi skuldbind- ing felur það óbeinlínis í sér að við viðurkennum Breta sem eins konar samningsaðila um útfærslu fiskveiðimarkanna eftirleiðis, að við hverfum frá landgrunnslögunum frá 1948, en þau eru byggð á þeirri for- sendu, að allt landgrunnið um hverfis fsland tilheyri þvf, því að auðvitað gat ísland ekki sett lög nema fyrir íslenzkt yfirráðasvæði. Frá þeirri reglu er horfið með samningnum. En frá landgrunnsstefnunni á alls ekki að hopa, því að mið- að við þá þróun, sem átt hefur sér stað í landhelgismálum til (Framhald á 2. síðu. Leiðrétting í ræðu Hermanns Jónassonar, sem birtist .hér í blaðinu í gær var slæm prentv.Ua. í tilvitnun í kvæði Einars Benediktssonar stóð: Líf- gjafi þessa lands er vor saga, en átti að vera: „Lífvörður þessa lands er vor saga“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.