Tíminn - 24.03.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 24. marz 1961. hann var allt r senn, góður kennari, vel menntaður og vinsæll og fjölfróður óg veitti skólinn undir stjóm hans meiri og fjölþættari kennslu en þá tíðkaðist um slíka skóla. Á öörum tug aldarinnar stofnsetti svo Benedikt Björns son unglingaskóla sinn, sem varð undanfari Laugakólans, og þótt þar væri aðeins um eins vetrar nám að ræða, urðu afköst skólans mikil og þeirra að kalla. Á fyrstu tveim áratugum aldarinnax óx upp á Húsavík vaxtarbroddur þingeyskrar æsku og átti margt af þessu fólki síðar á æfinni eftir aö taka þátt í mótun málefna héraðsins og landsins alls. Þótt Akureyri vær'i hinn eiginlegi höfuðstaður Norður- lands, þá var Húsavík á þess um tíma í örum vexti, i skjóli þróunar landsmálanna, sem miðuðu ört í frelsis'átt, og grózku þeirrar sem var í menningar- og félagsmálum héraðsins í skjóli Kaupfélags Þingeyinga og ungmennafé- laganna. Á þessum tima voru hinir fyrstu forgöngumenn Kaup- félags Þingeyinga, þar á með al Jakob Hálfdánarson, enn að starfi, þótt dagleg störf þess félagsskapar hvíldu þá, þegar með vaxandi þunga á þeim bræðrunum Pétri og Steingrími frá Gautlöndum, sem annar var formaður en hinn varaformaður Kaupfé- lagsins, ásamt þeim Bene- dikt Jónssyni á Auðnum, sem: , þá var orðinn til viðbótar sýsluskrifarastarfi og vörzlu bókasafns Þingeyinga, fasturj starfskraftur við kaupfélagið. | Meðal þeirra gjörfilegu ung menna, sem á þessum tíma uxu upp á Húsavík, má nefna Óla, Guðmund og Maríu, börn Vilhjálms Guðmundssonar | Þau kaupfélagsstjórahjón- og frændsystkini þeirra, | in Unnur og Sigurður Bjark- Bimu Helga og Grím, börn lind héldu uppi gestrisnu heim Sgtryggur Pétursson og Hólmfríður Magnúsdóttir, fósturforeldrar Kristbjargar, höfðu upphaflega búið góðu búi að Ytra-Fjalli í Aðaldal. Þaðan fluttust þau að Máná á Tjörnesi og hugðist Sig- tryggur geta haft þar stærra Minningarorð: Kristbjörg Þorbergsdóttir bú og fleiri sauði. En eftir 10 ára búskap hans á Máná hafði bráðapestin fellt bústofn farsæl. Fluttust þau þá til Húsa- | víkur, reistu þar lítið en snot urt hús, brutu sér land og gátu þvi haft þamu kú og nokkrar kindur, eem títt var í hinum ungu þorpum. En á fyrsta tug aldarinnar gekk Sigtryggur í ábyrgð fyrir kaup mann einn, er síðar varð gjaldþrota, og missti þá Sig- tryggur hús sitt og bústofn. Hólmfríði og Sigtryggi varð ekki bama auðið, en ólu upp son Sigtryggs og tvo frænd- syni. Fórust þeir allir í sjó með nokkurra daga millibili. Ekki sást þeim hjónum bregða við þessi tíðindi, né heldur endranær, ef í móti blés. Sig- Bjama Bjarnasonar, Þórleifi dóttur Péturs á Gautlöndum, er ólst upp hjá Steingrími sýslumanni föðurbróður sin- ili, þar sem ungt fólk hittist gjarnan, frú Unnur lék fyrir það á hljóðfæri, ræddar voru bókmenntir og aðrar fagrar um, ásamt börnum hans, Jóni, listir Þóru og Kristjáni. Börn Stef áns Gúðjohnsenes þáverandi verzlunarstj. Örum & Wulffs, Júlíönu Friðriksdóttur og Pétur Sigfússon frá Halldórs- stöðum, en Sigurður Bjark- lind gerðist kaupfélagsstjóri Kaupfél. Þingeyinga á þessu tímabili. í hópi þessa æskufólks ólst Kristbjörg upp, og stóð því jafnfætis, þótt hún þá byggi við krappari ytri kjör. Það var reisn yfir þessu fólki, sem bar uppi bæjarlíf Húsavíkur á þessum tíma. Stefán Guðjohnsen var for göngumaður um sönglíf í þorp inu, og stofnaði Karlakórinn Þ?im, sem enn er við lýði. Leiklistarsrtarfsemi var borin uppi af áhugafólki, ásamt fleiri félagssamtökum er til menningar horfðu. Valdimar Valveson faðir Árna Snævar og þeirra systk ina stýrði á þessum tíma bamaskóla Húsavíkur, en A öðrum tug aldarinnar kom Þórdís Ásgeirsdóttir frá Knarrarnesi á Mýrum til Húsavíkur, gerðist þar heim iliskennari, en gifti^t síðan Bjama Benedktssyni frá Grenjaðarstað, sem þá var ungur verzlunarmaður á Húsa vík. Um líkt leyti varð Guðm. Thoroddsen, sem kvæntur var Regínu systur Bjama, hér- aðslæknir á Húsavík. Með þessu fólki kom nýr og fersk- ur andblær, sem bæjarlífið á Húsavík bjó lengi að. Regína og Guðm. Thorodd- sen og Þórdís og Bjami Bene diktsson, settu þegar sinn svip á bæjarlífið. Báðar voru þær húsfreyjurnar vel mennt aðar og glæsilegar svo af bar, og gerðist einkum Þórdís for ustukona um samtök kvenna á Húsavík og í sýslunni allri. Með Kristbjörgu og Þórdísi tókust snemma góð kynni, sem leiddi til vináttu er ent- ist til leiðarloka. Sonur okkar og bróðir, Egill Snjólfsson, Efri Sýrlæk, lézt af slysförum 19. þ. m. Útför hans verSur frá Villingaholtskirkju miðvlkudaginn 29. þ. m. I Oddný Egilsdóttir, Snjólfur Snjólfsson og systkini. Arnfríður Einarsdóttir Long verður jarðsungin laugardaginn 25. marz næstkomandi. Útförin fer fram frá Þjóðklrkjunni, Hafnarfirði, kl. 2 síðdegis. Valdimar Long Einar Long — Ásgðeir Long ur. Var uppáhalds erindi hans, sem speglar þá einnig skap- gerð hans: Líf er nauðsyn, lát þig hvetja, líkst ei gauði, berztu djarft. \ertu ei sauður, heldur hetja, hníg ei dauður, fyrr en þarft. Hólmfríður, fóstra Krist- bjargar, var dul kona, og hag orð vel, svo sem hún átti kyn til. Varð mjög kært með henni og Kristbjörgu. Hér að framan hefur nokk uð verið dvalizt við að lýsa umhverfi þvi sem mótaði upp eldi og æsku Kristbjargar til skýringar því, hversu henni tókst að skila miklu og far- i sælu dagsverki, þrátt fyrir takmarkaða skólagöngu. Þau tímamót munu hafa orðið Kristbjörgu erfiðust, er bernskufélagar hennar héldu að heiman til langskólanáms, en hún varð að sitja eftir. Á þeim tímamótum, þegar Kristbjörg tók við matráðs- konustarfi á Vífilsstöðum, stóð styr um það starf, er gerði aðkomuna erfiða. En brátt fór þó svo, að hún vann hylli beggja, húsbænda sinna og þeirra sem nutu þjónustu hennar. Þegar síðan að Landspítal- inn tók til starfa, var Krist- björgu falin matráðskonu- tryggur var kvæðamaður góð staða hans og fór nú utan þeirra erinda að kynna sér fyrirkomulag og búnað sam- bærilegra stofnana á Norður- löndum. Oftar en einu sinni átti Kristbjörg kost annarra starfa m.a.þátttöku í sjálfstæðum at vinnurekstri, en fjárvonir freistuðu hennar ekki, enda frá barnæsku kosið þjónustu hlutskipti í hópi samferða- fólksins. Kristbjörg hélt alla ævi vináttu við leiksystkinin frá bernskuárunum, og annað það fólk er hún batzt tryggða böndum. Tómstundum sínum, sem einatt voru af skornum skammti, varði hún til að sinna um vini sína, einkum þá er sjúkir voru. Kristbjörg hafði lokið miklu dagsverki með matmóðurs- starfi sínu að kalla ævilangt, á tveim fjölmennustu heim- ilum landsins. En lengst verður hennar minnzt fyrir órofatryggð og góðvijd auðsýnda í samferða- mannahópnum! Kristbjörg var fædd 27. marz 1892, en andaðist 16. marz 1961 hér á Landspítal- anum. H.B. Auglýsið í Tímanum HRINGURINN HRINGURINN I ■ N 0 í SJÁLFSTÆÐISHUSINU föstudaginn 24. marz kl. 8,30 e.h. - á kr. 25.—- seldir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 2 e. h. sama dag Dansaö til klukkan eitt eftir miönætti AðgöngumíSar Missið ekki af góðri skemmtun. Öllum er heimill aðgangur. Ágóði rennur í barnaspítalasjóð Hringsins. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Meðal hinna mörgu glæsiiegu vinn- inga er Kjarvalsmálverk og ferð til útlanda með Gullfossi. KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN peria pvær periu Við kaupum alltaf Perlu-þvottaduft. Þaö sparar tíma, erfiði og peninga. Þvotturinn verður perluhvítur. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.