Tíminn - 24.03.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaglnn 24. marz 1961. INGVAR GISLASON RITAR -AKUREYRARBREF - Snjóléttur vetur Snjólaust er orðið á Akureyri og grennd, götur þurrar eins og um sumardag og fært er nú austur os vestur yfir heiðar. Öxnadals- heiði er fær, og á miðvikudag var mér sagt, að ekki væri torfærur á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur nema á Holtavörðu- •heiði. Vaðlaheiði hefur ekki verið farin í vetur fremur en endranær, en óvenju snjólétt hefur verið á heiðinni, og nú þegar er hún a. m. k. fær jeppum. Fljótgheiði er hins vegar lokuð. Áætlunarferðum milii Húsavíkur og Akureyrar hef- ur verið haldið uppi óvenjulega lengi í vetur, og hefur verið fárið um Dalsmynni og Kinnarveg. Hafa litlar sem engar umferðartálman- ir orðið á þessari leið, og telst það til algerrar nýlundu. Sama er að segja um samgöngur innan héraðs í Eyjafirði. Mjólkur- flutningar hafa því hvaðanæva gengið með ágætum, og verður það seint metið til fjár. Varla mun það t. d. hafa komið fyrir áð- ur, að vegurinn milli Akureyrai' og Dalvíkur hafi ekki teppzt einn einasta dag, eins og verið hefur á þessum vetri. Aflaleysi togaranna Hagur togaraútgerðarinnar á Akureyri fer ekki hatnandi. Afla- tregða og óáran mikil sækir þar fast á, og vonir manna um að eitt- hvað væri að r'ofa til, hafa brugð- izt. Tveir af togurum Ú.A., Sléttbak- ur og Kaldbakur, lönduðu í vik- unni smáslöttum í hraðfrystihúsið, eftir venjulegan útivistartíma. Svalbakur og Harðbakur seldu afla sinn, um 150 lestir hvor, í Þýzkalandi í síðustu viku, og Norð lendingur er nýlagður af stað til Þýzkalands með 140 lestir. Miklir erfiðleikar eru á að manna skipin, og hafa togararnir verið gerðir út með „’hálfan mann- skap“ um nokkurt skeið. Þessi aflatregða kemur að sjálfsögðu mjög niður á rekstri hins ágæta hraðfrystihúss og Krossanessverk- smiðjunnar og hefur veruleg áhrif á afkomu þes's verkafólks, sem undanfarin ár hefur haft ríflegan hluta tekna sinna frá þessum.fyrir- tækjum. Má gera ráð fyr’ir, að 400 —500 manns hafi áður haft góða atvinnu við útgerðarstarfsemina á landi og sjó, meðan vel gekk, og er því vissulega skarð fyrir skildi, ef hún ætlar að bregðast. Hlýtur' þetta óhjákvæmilega að koma hart niður á mörgum akureyrskum heimilum, þar sem húsmæður og stálpaðir unglingar höfðu oft drjúgan skilding við vinnu í hrað- frystihúsinu til viðbótar tekjum húsbændanna. Þetta er áreiðan- lega eitt hið mesta alvörumál í Akureyrarbæ og raunar togaraút- gerðin öll eins og hagur hennar er, bæði af náttúru- og manna völdum. Ráðamenn útgerðarmála og bæjarmála verða aldrei of oft á það minntir, hve togaraútgerðin er stopul og áhættusöm í rekstr'i og sem atvinnugrundvöllur. Nógur fiskur virðist vera fyrir Norður- landi, í net a. m. k. um þessar mundir, eins og ég skal koma bet- ur að síðar í þessu bréfi, og er illt til þess að vita, að ekki skuli vera möguleikar til þess að nýta þann fisk í einu bezt búna hraðfrysti- húsi landsins' og því alfullkomn- asta á Norðurlandi. Illt heilsufar Heilsufar hefur verið afleitt á Akureyri í vetur. Hettusótt er búin að herja á unga sem aldna frá því í haust, og er enn í algleymingi í ' T í :■ Ovenju snjólétt á Norðurlandi - Heiðar bílfærar - Enn sama :■ ;i aflatregðan hjá Akureyrartogurum - Lélegt heilsufar - ;■ í; Tunnuverksmiðjan í fullum gangi - Bátaútvegur með ;: i; blóma - Mikil netaveiði. i; ■i >- ,,.,.V|V.,.,.V.,.,.,.V.,.,.,.VAV.,.V.V.V.,.V.,.V.,.V.V.V.V.,.V.V.V.V.V.,.V.".V.V.V.V.V.".V Hrísey — byggðin séð úr Lofti. Hrísey var um langan aldur eitt fengsælasta sjávarþorpið við Eyjafjörð og vel í sveit sett — og er það enn. Enn er útvegur stundaður afþrótti í Hrísey og þar eru afiamenn góðir. Múlavegur að Slæm hálsbólga hefur einnig geng ið í bænum og er altítt að fólki „slái niður“ og hafi af þessu tals- vert vinnutap og að sjálfsögðu óþægilega líðan. Auk þess hefur vírus-inflúenza stungið sér víða niður, en virðist nú rénandi. runnuverksmitSjan Tunnuverksmiðjan á Akureyri tók til starfa 10. janúar síðastl. og vinna þar 40 menn. Er starf- semi tunnuverksmiðjunnar því talsverð atvinnubót. Smíðaðar eru um 500 tunnur á dag, og er áætlað að smíða alls í vetur 34—36 þús. tunnur og hafa lokið því síð- ari hluta aprílmánaðar. Geymslur vantar tilfinnanlega fyrir tunnurn- ar, og er sá einn kostur fyrir hendi nú að hola fr’amleiðslunni niður í ýmsum geymslubröggum í bænum, því að ótækt er að geyma tunnurnar úti vegna hættu á skemmdum. Góíur íiskafli báta Óvenjugóður fiskafli er hjá bát- um við Eyjafjörð og á Húsavík í vetur. Má segja að úr öllum ver- stöðvum þar nyrðra berist góðar aflafréttir. Gæftir hafa þó verið lagt þar upp afla sinn. ins, Sæþór’, var á línuveiðum, en frá í fréttum og hefur tafizt frá varð að hætta því vegna aflatregðu veiðum af þeim sökum. Hinn aust- á það veiðarfæri, og er nú gerður út á togveiðar, en þær hafa reynzt miður en netaveiðarnar. ur-þýzkiriogarinn, Björgúlfur, var fyr’st gerður út á línuveiðar, en er nú með net og fiskar einnig vel. Bjarni og Hannes Hafstein hafa verið gerðir út að heiman í vetur, og er Hannes enn við veiðar frá Snjólétt er í Ólafsfirði og sagður ] Dalvík, en Bjarni er kominn á óvenjuiítill snjór á Lágheiði mið-; Suðurlandsveitíð. Þá eru gerðir út að við árstíma. Þess má_ geta, að ] nokkrir minni þilfarsbátar og ef Múlavegurinn milli Ólafsfjarð-1 trillur, og er afli þeirra betri en ar og Dalvíkur hefði verið fulllagð ! 0ftast áður. ur, he^.vfri? f®rt 1111111 Akureyr' Afli stæiri skipanna hefur jafn- ar og Olafsfjarðar í allan vetur. Má af því marka, kemur til með að verða stórkostleg samgöngubót, þegar hann verður tekinn í notkun, þótt því miður sé langt í land að svo verði. Hitt er þó öllum orðið ljóst, að þar er um framtíðarveg að ræða. Hrísey 6 þilfarsbátar eru byrjaðir róði'a j frá Hrísey og afla vel, þegar gefur. i Eru þeir ýmist með net eða færi. t Hins vegar eru trillur lítið í gangi j enn, enda stirðar gæftir, sifelldur vestanþræsingur. Hraðfrystihúsið vinnur allan afla bátanna, og auk þess hefur Snæfell frá Akureyri an verið unninn í hraðfrysti'húsi, yegunnn en aga]jega saltaður af minni bát- unum. Rauðmagaveiði varð í lak ara lagi vegna óstöðugs tíðarfars, og nú er grásleppuveiði hafin, en gengur enn erfiðlega af veðurfars- ástæðum. Frá Hauganesi á Árskógsströnd var byrjað að róa 12. þ. m., sem er mun fyrr en venjulega, og ganga þaðan þrír bátar og fiska vel. Er afli Hauganesbáta saltaður eða hertur. Nógur rauðmagi hefur verið á Árskógsströnd og annars staðar við Eyjafjörð, en erfitt að koma honum í verð. Húsavík Á Húsavík hafa gæftir verið sæmilegar og afli góður. Hagbarð- ur, stærsti báturinn, sem að heim- an rær, hefur aflað betur en áður hefur verið og þurfa forráðamenn þeirrar útgerðar ekki að sakna Suðulandsvertíðarinnar, því að Hagbarður er búinn að afla meira heima en aflahæsti Húsavíkurbát- ur’inn, sem veiði stundar við Faxa- flóa. Raufarhófn Á Raufarhöfn eru gerðar út 37 —38 trillur og 2 þilfarsbátar, 14 og 18 tonna. Hafa þeir haft ágæt- an netaafla að undanförnu vestan við Sléttu, og trillurnar hafa einn- ig veitt vel. Allur fiskur, sem á land berst á Raufarhöfn er saltað- ur eða hertur, en nú hefur kaupfé- lagið keypt eigur Frosta h.f. og er byrjað á viðbyggingu við frystihús ið og hefur í hyggju að koma sér upp aðstöðu til fiskflökunar og hraðfrystingar. Togskipin Jón Trausti og Bjarnai'ey eru hvorugt heima og eru erfiðleikar miklir hjá útgerðinni. Bjarnarey hefur verið leigð síldarveifcsmiðjum rík- isins til togveiða og mun leggja upp á Siglufirði að líkindum, en Jón Trausti er í Hafnarfirði. Nýlega er lokið smíði 6—7 tonna trillu á Raufarhöfn. Yfirsmiður vax* Lúðvík Önundarson og aðstoðar- menn hans við smíðina tveir synir hans. Eru þeir jafnframt eigendur bátsins og munu gera hann út sam- an. Þykir báturinn sérlega falleg- ur og vandaður og þeim feðgum til mikils sóma. Þá eiga þeir Jón Sigurðsson og Sigurður Finnboga- son 10 lesta bát í smíðum suður á Akranesi, en ekki er mér kunnugt um, hvenær hann verður tilbúinn. Þórshöfn. Þórshöfn er undantekning að því er tekur til aflabragða á aust- anverðu Noiðurlandi. Fram að þessu hefur afli verið rýr, en róðr ar eru hafnir, og stunda 4—5 bát- ar veiðar þaðan. Líklegt má þó telja, að fiskurinn eigi eftir að ganga austur með og að þá glæð- ist afli Þórshafnarbáta. I. G. MINNING: inar Sprjónsson, vélstjóri heldur stirðar við Eyjafjörð, en sæmilegar austar, t. d.'á Húsavík. Ólafsfíör'ður Kristinn Þorvaldsson er nu hættur sem útibússtjóri KEA í Hrísey og fluttur til Akureyrar, en við starfi hans hefur tekið Jó- hannes Kristjánsson frá Hellr í Árskógsströnd. A Olafsfirði eru gerðir út 4 stór- ir bátar og 6—7 minni þilfarsbátar, 9—25 lesta. Auk þess leggja 3 Skagastrandarbátar upp afla á Ólafsfirði. Nær allir eru bátari Þar hafa aflabrögð verið óvenju þessir með net, enda fisfcast illa góð í v^tur og meiri fiskur borizt á línu. f sambandi við þessa miklu þar á land en nokkru sinni fyrr. Dalvík fiskgengd er því mikil atvinna í kaupstaðnum. Mestallur aflinn er saltaður, aðallega í fiskverkunar- húsi Magnúsar Gamalíelssonar, en lítið hraðfryst. Skip hraðfrystihúss að líkindum. Björgvin, austur-þýzkt togskip, hefur stundað togveiðar og veitt allvel, en lenti í strandi fyrir nokkru, eins og sagt hefur verii, Svo fer oss jafnan er vér fréttum lát góðs vinar. að vér spyrjum sjálfa oss hverju slík örlög megi þjóna. Hver sé tilgangur almættis- ins með slíku. Og spurningin verður enn áleitnari ef hinn horfni hef- ur verið 'drengur góður, for- sjá maka og ungra barna og í hvívetna vel af guði gerður. Slíkur maður var Einar Sig- ’rjónsson vélstjóri. Einar Sigurjónssoji var fæddur að Hvammi ;ndir Eyjafjöllum, hinn 6. apríl 1919, sonur hjónanna Sigríð ar Einarsdóttur og Sieurións

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.