Tíminn - 24.03.1961, Blaðsíða 9
. ^fMI,NN,föstudaginnj.24..,marz.l96]..
Mikið og glæsilegt starf
Framsóknarfélags Akraness
Framsóknarfélag Akransss
hélt aðalfund sinn s I. sunnu-
dag. Sfarfið á liðnu ári hafði
verið fjöiþætt. Margir fundir
haldnir og 9 skemmtisamkom-
ur með Framsóknarvist. Voru
þær haldnar í Félagsheimili
templara. Gengist var fyrir
stofnun F.U.F. með tæpkaa
50 stofnendum.
Stjórn iélagsins var endurkjörin,
en hana skipa: Daníel Ágústínus-
sen formaður, Guðmundur Björns-
scn ritari, Bjarni Th. Guðmunds-
son gjaldkeri og meðstjórnendur
Þórhallur Sæmundsson og Bent
Jónsson, Endurskoðendur voru
kjörnir: Kristján Jónsson og Jón
Pétursson. Þá voru kjörnir 7 menn
í fulltrúaráð, 5 menn í skemmti-
nefnd, 4 menn í fulltrúaráð Fram-
sóknarfélags Borgfirðinga og 4
menn á Kjördæmisþing Vestur-j
Iands.
Á fundinum var rætt um bæjar-'
rr.ál, einkum fjárhagsáætlun Akra-j
ness fyrir 1961 og urðu mikiar
umræður im hana. Að lokum
uæddi Daniel Ágústínusson nokkuð
jum þingmál og svaraði fyrirspurn-
um um þau.
Þrír eldri félagar voru kjörnir
heiðursfélagar á fundinum, þeir-
Bjarni Ólafsson Akurgerði 22,
Björn Jóseísson Sjávarborg og Jón
Gttason Akursbraut 22. Áður hefur
verið kjörinn heiðursfélagi Vil-
hjálmur Jónsson, þinghól. Félags
menn í Framsóknarfélagi Akraness
et u nú 107.
Skemmtisamkomur
Á sunn.idagskvöldið hélt Fram-
sóknarfélag Akraness skemmtun
með Framsóknarvist og dansi. Var
hún haldin í Rein, hinu nýja og
mvndarlega i'élagsheimili Sósíalista
féiags Akrmcss. Var spilað við 30
borð og fleimrn var ekki hægt að
koma að vegna þrengsla. I. verð-
laun kvenna hlaut Erla Ingólfs-
clóttir Suðurgötu 111 með 183 slagi.
I. verðlaun karla Jón Heiðar Magn-
úíson Bjarjíargrund 19 með 177
s. agi. Næsta Framsóknarvist er
ákveðin ? sama stað sunnudaginn
9 apríl n.Á.
Mikið starf Þingeyinga-
félagsins í Reykjavík
Nýlega var aðalfundur Fé-
lags Þingeyinga í Reykjavík,
haldinn í Tjarnarcafé. For-
maður félagsins, Þorgils Stein
þórsson baðst undan endur-
kosningu og var Stefán Páls-
son kosinn formaður, einnig
baðst ritari, Indriði Einars-
son undan endurkjöri, en
hann hafði verið í stjóm fé-
lagsins i 17 ár samfleytt. í
stjórn voru kosin auk for-
manns: Gunnar Ámason,
gjaldkeri; Sigurður Jóelsson,
ritari og meðstjórnendur:
Jakobína Guðmundsdóttir og
Tryggvi Friðlaugsson.
Starfsemi félagsins á liðnu
ári var fjölþætt. Út kom á
vegum félagsins sveitalýsing
Norður-Þingeyjarsýslu, en
bókaútgáfa um þingeyst efni
hefur verið snar þáttur í starf
semi félagsins, og eru þar
næg verkefni framundan. Þá
var haldið áfram gróðursetn
ingu í landi félagsins í Heið-
mörk og ruddur vegur svo
hægara væri að koma áburði
um landið. Skemmtanir voru
haldnar á vegum félagsins,
spilakvöld og árshátíð, sem
var fjölmenn að vanda. Þá
hélt félagið skemmtikvöld
fyrir eldri þingeyinga búsetta
í Reykjavík.. Var þetta ný-
mæli, sem tókst vel og var
skemmtunin fjölsótt. Næsta
skemmtun félagsins verður
spilakvöld í kvöld, föstudag,
í Skátaheimilinu.
Magnússonar. Hugur Einars
hneigðist snemma til smíða,
enda reyndist sveinninn hag
ur vel, svo sem hann átti kyn
til.
Einar hóf nám í vélvirkjun
nokkrn eftir fermingaraldur
og að loknu sveinsprófi í
þeirri grein fór hann í Vél-
stjóraskólann. Einar tók vél-
stjórapróf vorið 1941. Hann
fór þá til.sjós og «rtundaði sjó
inn alla ævi síðan. Veturinn
1945—46 var hann í landi og
lauk námi í Rafmagnsdeild
Vélstjóraskólans en hvarf að
því loknu aftur til starfa á
skipum Eimskipafélags ís-
lands.
Svo sem aðrir vélstjórar
vann Einar sig með elju og
dugnaði upp metorðastigann,
frá því að vera fjórði vél-
stjóri og hafði nýlega náð
hinu langþráða t-akmarki að
verða yfirvélstjóri er dauða
hans bar svo skyndilega að.
Sá sem þessar fátæklegu lín-
ur ritar átti því láni að fagna
að vera í nokkur ár skipsfé-
lagi Einars Sigurjónssonar.
Án þess að rýra neinn, þá eru
minningarnar um hann ein
hverjar þær hugljúfustu frá
þessum árum. Einar var vin
sæll meðal starfsfélaga, tröll
tryggur vinum sínum og til
einskis manns hefi ég vitað
betra að leita í vanda en til
hans. Þar er því vissulega
skarð fyrir skildi er Einar er
svo skyndilega burtu kallað-
ur. Einar og eftirlifandi kona
hans Magnea Hallmundsdótt
ir höfðu búið sér og börnum
sínum þrem gott og fallegt
heimili, þar sem allt bar vott
smekkvísi og listfengi húsráð
enda beggja. Eg sendi henni
og börnum þeirra, svo og öðr
um ástvinum fyllstu samúð-
arkveðjur og bið Guð að
styrkja þau í raunum.
Sveinn Sæmundsson.
Af íslenzkura öræfum
Hvannadalshnjúkur — hæsta fjall á landi hér — 2119 metrar á hæð og þó
líklega heidur betur eftir síðustu mælingum, — er tígnarlegur til að sjá
og þó storfenglegri heim að sækia. Ýmsir ganga á hann um páska og hvita-
sunnu, ef veður er gott, og líklegt er að svo verði enn um þessa páska, því
að ráðgerðar eru ferðir austur í Öræfi, að minnsta kosti hefur Guðmund-
ur Jónasson tilkvnnt slíka för. — Þessi mynd var tekin fyrir eínu eða
tveimur érum, og sést hátindur Hvannadalshnjúks en undir hfíðum hans
eru skíðamenn á ferð. — Ljósm. Óskar Sigvaldason.
BÆKUR OG HÖFUNDAR
Átök
Víkingsútgáfan Rvík, 1960
Eg er orðinn fremur latur
að lesa islenzkar skáldsögur
i seinni tíð. Mér finnst við
ekki gnæfa mjög hátt í þeirri
list undanfarin ár, ekki einu
sinni þó miðað sé við fólks-
tölu. Samt varð það úr, að ég
las um daginn skáldsöguna
Átök eftir Guðlaugu Bene-
diktsdóttur. Þetta er löng
saga, nær 400 blaðsíður. Satt
að segja hefði ég kosið, að
höfundurinn hefði stytt hana
verulega áður en hann sendi
hana frá sér. Mér þykir sag-
ap of langdregin, enda þótt
frásögnin sé yfirleitt létt og
fremur lipur. Eigi að síður
fannst mér bókin eftirtektar-
verð á ýmsa lund. Hún hefur
marga kosti. Hún bregður upp
ýmsum hugnæmum og heill-
| andi myndum íslenzks sveita
i lífs. Og yfir henni er heiður
| blær, sem ber vott um góða
! sál. Surnar persónurnar t. d.
J Jón gamli á Steinum og Daði
! Jónatansson, söguhetjan, eru
i að mörgu leyti vel mótaðar
' og verða lesandanum minnis
: stæðir. Aðrar eru fremur dauf
ar og bragðlitlar og eiga ekki
mikið erindi í söguna né held
ur við lesandann, t.d. prest-
, urinn, sem raunar er mein-
i leysis maður en heldur at-
kvæðalítill.
En það, sem mér einkum
finnst athyglisvert í sambandi
við þessa sögu er það, að hún
er rltuð af konu í afskekktri
sveit, konu sem er önnum hlað
in og hefur lítið næði til rit-
starfa. Það þarf ekki aðeins
mikla elju og áræði til þess
að skrifa svona stóra bók í
hjáverkum, heldur sterka,
andlega köllun. Og sagan
sjálf ber vott uxn þá köllun,
jafnframt því að nún ber það
ótvírætt með sér og geldur
þess að vera skrifuð í hjáverk
um og svo að segja á hlaup-
um.
Eg er- sannfærður um að
frá Guðlaug Benediktsdóttir
hefði stórlega getað bætt
þessa sögu, ef hún hefði haft
næði og tíma til þess að end-
urskrifa hana, gera atburð-
ina sums staðár eðlilegri, ör-
lagastrauminn þyngri og átök
in dálítið sterkari. Mér finnst
margt benda til þess, að hún
hefði getað þetta, ef hún
hefði haft næði til þess. Og
vonandi sannar hún það í
næstu bók sinni, að hún sé
fær um að skrifa betri sögu
en þessa. Margir kaflar þess-
arar sögu bera þaö með sér,
að höfundurinn eigi í fórum
sínum það, sem til þess þarf.
Þrátt fyrir ýmisltegt, sem
mér fyndist hafa mátt betur
fara, sé ég ekki eftir þeim tíma
sem ég varði til þess að lesa
þessa bók, og hygg að svo
muni einnig verða um fleiri.
Og það er meira en hægt er
að segja um margt það, sem
birzt hefur hér á prenti hin
síðari árin — því miður.
Sveinn Xíkingur.