Tíminn - 24.03.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstndaginn 24. marz 1961. 7 IMG Athugaöir veröi möguleikar á að reisa vita á Eldeyjarboða Yrði mikilsverð öryggisráðstöfun fyrir sjófarendur. Viti á Eldeyjarborða yrði nýr mikilvægur grunnlínupunktur að landhelginni. Þingsályktimartillaga Jóns Skaftasonar Jón Skaftason flytur tíl- lögu til þingsályktunar um athugun á möguleikum til vitagerðar á Eldeyj arboöa. — Tillagan er svohljóðandi ■I , I „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta frarn fara ýtarlega rœnnsókn á því, livort unnt sé að koma upp vitabyggingu á Eldeyjarboða. j Skail rannsókn þessi einnig taka til þess að fá upplýsing ar um, úr hvaða bergtegund um Eldeyjarboði sé og styrk 1 eika hugsanlegrar undir- stöðu.“ í greinargerð með tillög- unni segir: Eldeyjarboði er um 17,5 sjó mílur til suðvesturs frá Geir fugladrang, og er talið, að hann hafi að nokkru leyti myndazt við eldsumbrot árið 1783, sbr. Landskjálftar á ís landi, Þorv. Tlioroddsen, bls. 254. í fyrstu myndaðist þar eyja, sem konungur sló eign sinni á, sbr. Lovsamling for Island IV., bls. 744, en eyjan hvarf aftur í djúpið. Sam- kvæmt því, sem segir í „Den islandske lods“, frá 1903, er Eldeyjarboða lýst á þann hátt að hann sé gamall ,gígur um einn þriðji úr sjómílu að um máli og komi þrír tindar hans úr sjó við stórstraumsfjöru. Vitabygging á Eldeyjarboða er mikilsverð öryggisráðstöf un fyrir sjófarendur, en auk þess hefur dr. Gunnlaugur Þórðarson bent á það m.a. í grein í Tímanum 21. þ.m., að yrði byggður viti þarna, fengist þar nýr mikilvægur grurinlínupunktur. Af þessum ástæðum verður að telja fyllilega réttmætt að nokkru fé sé varið til þess að framkvæma þá rannsókn, er tillagan fjallar um. Bjarni vill ekki leita álits Hæstaréttar Ólafur Jóhannesson flutti í efri deild breytingatillögu |Við frumvarp ríkisstjórnarinn ar um saksóknara og fjölgun sakadómaraembætta um að leita skuli álits Hæstaréttar um hæfni umsækjenda í em- bættið. Breytingartillagan var svohljóðandi: „kður en embœtti sak- sóknara er veitt, skal leita- umsagnar Hœstaréttar um umsœkjendur, cg má eng- um mann-i veita embœttið, nema Hœstiréttur hafi' lát- ið i Ijós álit, að hann sé til þess hœfur. Tillögu þessa felldi stjórnár liðið við atkvæðagreiðslu um frumvarpið eftir 2. umr. í efri deild í gær. Hraða verður undirbúningi löggjafar um framkvæmda- og framleiðsluáætlanir Fjárveitinganefnd klofnaði um afgreiðslu þingsályktunar tillögu Framsóknarmanna um undirbúning löggjafar um framleiðslu og framkvæmda áætlun þjóðarinnar. Leggur merihluti nefndarinnar til að málinu verði vísað til ílíkis stjórnarinnar. Minnihlutinn leggur hins vegar á það á herzlu að tillagan verði sam þykkt þegar á þessu þingi. Fer hér á eftir nefndarálit minni hlutans: Tillaga þessi var til með- ferðar í fjárveitinganefnd. Nefndin ræddi málið nokkuð, en gat ekki orðið á eitt sátt um afgreiðslu þess. Stuðnings menn ríkisstjórnarinnar leggja til að málinu verði vís að til ríkisstjórnarinnar. En við undirritaðir nefndarmenn getum ekki á þá afgreiðslu fallizt, ekki sízt þegar það er haft í huga, að samdráttur í framkvæmdum, en ekki skipu legar framkvæmdir, virðast vera stefna núverandi ríkis- stjórnar. Þess vegna leggjum við til, að tillagan verði sam þykkt óbreytt. Tillaga þessi gerir ráð fyrir Viðskipti Axels í Rafha og fjár- málaráðuneytisins rannsökuð Þeir Geir Gunnarsson og Karl Guðjónsson hafa lagt fram tzllögu til þingsályktun ar í neðri deild Alþingis um skipun 5 manna rannsóknar nefndar samkv. 39. gr. stjórn | arskrárinnar til þess að rann saka viðskipti f jármáaráðu nevtisins og Axels Kristjánss. J í Hafnarfirði og hlutaféiags ins Ásfjalls í sambandi við ríkisábyrgð, sem heimiluð var á 22. gr. fjárlaga 1959, svo og útgerð Axels Kristjánssonar í ábyrgð ríkissjóðs á togaranum Brimnesi. — Skal nefndin hafa rétt til að heimta skýrsl ur, skriflegar og ^munnlegar, bæði af embættismönnum og einstökum aðilum. í greinargerð með tillögunni j se°ir meðal annars: . A 22. gr. fjárlaga fyrir árið 1959 er ríkisstjórninni heim- ilað, svo sem þar segir: „Að ábyrgjast fyrir Axel Kristjáns son eða væntanlegt hlutafé- lag í Hafnarfirði, gegn þeim tryggingum, sem hún metur gildar, allt aö 4320000 kr lán til kaupa á togara frá Vestur Þ'-kalandi, þó ekki yfir 80% af kaupverði skipsins." Axel Kristjánsson stofnaði síðan fyrirtækið Ásfjall h.f., sem hafði yfir að ráða inn-1 borguðu hlutafé að upphæð kr. 100000.00. Það félag flutti Tillaga Geirs Gunnarssonar og Karls Guðjóns- sonar um skipun 5 manna rannsóknarnefndar inn togarann Keili, sem smíð | aður var árið 1950. Ábyrgð ríkissjóðs fyrir kr. 4320000.00 var siöan veitt í árslok 1959 og gengiö út frá því, að endan legt kaupverð togarans næmi nákvæmlega því, aö 80% þess svaraði til hámarksupphæðar innar, sem þannig var notuð að fullu. Samkvæmt upplýsingum i forsvarsmanns fyrlrtækisins, j í Alþýðublaðinu 19. jan. 1960, | nam kaupverðið þó eigi nema i nál. kr. 2880000.00, en viðgei’ð! ir fóru fram á skipinu erlend i is, og virðast þær hafa kostað álíka mikið og skipið sjálft, eða nál. kr. 2520000.00, og rík isábyrgð einnig verið veitt veena þeirra. Þegar fyrstu greiðslur vegna láns bessa féliu í gjald daga, varð ríkissjóður að ann ast þær, og lauk útgerð tog- arans Keilis í janúar s.l., er honum var lagt vegna ^reiðsluÞrots fyrirtækisins Ás fia.lls h.f. Nauðungaruppboð fór fram á togaranum hinn 2. marz s.l. og keypti ríkissjóður skipið á kr. l^OOOnoloO, en á því hvíla skuldir að upphæð krónur 9300000.00, þar af kr. 7000000. 00 með ríkisábyrgð, en skipið talið þannig á sig komið, að aðalvél þess sé allt að því ó- nothæf, en Ijósavélar hafa verið starfsræktar með und-l anþáguheimildum, frá því að^ skipið kom til landsins. Kostn | aður við að skipta um vél er talin nema um 8—10 millj. kr.1 Snemma á árinu 1959 var togarinn Brimnes, sem verið hafði •! eigu Seyðisfjaírðar- kaupstaðar, tekinn af kaup- staðnum vegna vanskila á ríkistryggðum lánum. Ríkið tók skipið í sína vörzlu og ákvað að fela Axel Kristjáns ■syni forstjóra í Hafnarfirði að hafa með höndum rekstur skipsins. í þessu sambandi aflaði rik tsstjómin sér heimildar Al- þingis á fjárlögum fyrir árið 1959, þar sem henni var heim ilaö: „Að annast og ábyrgj- ast rekstur togarans Brimnes fyrir SeyðMjarðarkaupstað til 1. sept. n.k. með það fyrir augum, að afla skipsins veröi landað sem mest á Seyðis- firði, þó þannig, að rekstrar afkomu þess sé ekkl stefnt í hættu með löndun aflans þar. Enn fremur að innleysa gegn veði í skipinu áhvílandi sjó- veðs- og fjárnámskröfur.“ Ráðstafanir þessar voru gerðar af stjórn Alþýðuflokks ins, sem sat á árinu 1959, og voru framkvæmdar í aðalat riðum á eftirfarandi hátt: Guðmundur í. Guðmunds- son fól Axel Kristj ánssyni rekstur skipsins. Ríkissjóður mun í upphafi hafa lagt fram 2,5 millj. kr. Rekstur skipsins var með þeim hætti, að það lagði aldrei upp neinn afla í heimahöfn sinni, Seyðisfirði eins og Alþingi hafði þó gert ráð fyrir. Talsverður hlnti af afla skipsins mun hafa verið lagður upp til vinnslu í frysti húsi Axels. Nálægt miðju ári 1960 stöðv aðist útgerð togarans Brim- ness vegna taprekstrar, og hef ur skipið síðan legið 1 Reykja víkurhöfn. Engar upplýsingar hafa opinberlega komið fram um það, hve mikið tap ríkis sjóður hefur haft af þessum rekstri togarans Brimness. Þessi rekstur togarans Brimness á ábyrgð ríkissjóðs fór að verulegu leyti fram á sama tíma og Axel Kristjáns son hafði sjálfur með hönd- I um rekstur togarans Keilis, ] sem áður er minnzt á. i að sett verði löggjöf, sem framkvæmda- og framleiðslu áætlanir byggist á. Eins og tekið hefur verið fram í greinargerð þingsálykt unartillögunnar og i ræðu I fyrsta flutningsmanns, er hann gerði grein fyrir tillög- unni af hálfu flutnings- manna, hafa verið gerðar hér á landi áætlanir um ýmsar framkvæmdir, svo sem raf- orkuáætlun og fleira, og jafn vel hafa verið gerðar tilraun ir til heildaráætlana um ein ! hver takmörkuð tímabil, án i þess þó að um faífmótaðar . stefnur hafi verið að ræða, heldur ákvörðun ríkisstiórna I á hverjum tíma. Hér er hins J vegar lagt til að setja lög- . gjöf, sem gerð þessara áætl ana verði byggð á. Mundi þá skapast festa um áætlana- gerðir, auk þess sem það yrði til tryggingar uppbvgeingu í þióðfélaeinu, sem mun verða ör, ef rétt er á haldið. Kemur þar hvort tveggja til: fiöleun bióðarinnar og mikil börf fyrir örari uonbvggingu vegna framleiðsbiaukninear oe óleystra verkefna. fslenzka þ.ióðin á mörg óleyst verkefni sem hún þarf að levsa í ná- inni framt.íð á skinnleean hátt. Af þeirri ástæðu og" beim öðrum, sem við höfum hér gert erein- fvrir, telium við börf á sambvkkt bessarar bine'áiirktnnartiilöeu. Alþingi, 21. marz 1961 Halldór E. Sigurðsson, frsm. Halldór Áserímsson Ingvar Gíslason Karl Guðjónsson. Flest vilja þeir drepa Nefndin hefur athugað til- löguna og sent hana til um- sagnar rannsóknarráði ríkis- ins og Félagi íd. iðnrekenda, og mæltu báðir þessir aðilar með samþykkt hennar. Nefndin gat samt ekki orö ið sammála um afgreiðslu til lögunnar. Meiri hlutinn vill vísa henni til ríkisstjórnarinn ar, en við undirritaðir leggj um til, að hún verði samþykkt með eftirfarandi breytingu: Á eftir fyrri málslið 1. tölu lið komi nýr málsliður, svo- hljóðandi: Framangreindar stofnanir hafi um framkvæmd máls- ins náið samstarf við Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðar- manna. Alþingi, 21. marz 1961. Halldór Ásgrímsson, frsm. Halldór E. Sigurðsson Ingvar Gíslason Karl Guðjónsson /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.