Tíminn - 29.03.1961, Síða 7

Tíminn - 29.03.1961, Síða 7
TÍMINN, jniðvikudaginn 29. marz 1961. 7 Álit minnihluta fjárveitinganefndar: Nauðsynlegt að Seðlabankinn endur- kaupi framleiðsluvíxla iðnaðarins Iðnaðinum ber jafnrétti við landbímað og sjávarútveg Snemma á þessu þingi flutti Þórarinn Þórarinsson tillögu til þingsályktunar í S.Þ. þess cfnis, a'ð SeSlabankinn keypt; hráefna- og framleiðsluvíxla af iðnaðinum líkt og sjávarút- vegi og landbúnaði. Tiliögu þessari /ar vísað til fjárveit- inganefndar og hafa stjórnar- liðar þar tafið afgreiðslu kennar. St|órnarandstæðingar t nefndinni hafa hins vegar skilað ítarlegu áliti um málið cg fer það hér á eftir: Samkomulag hefur ekki náðst í fjárveitinganefnd um afgreiðslu þessarar þáltiil. — Hún var á sm um tíma send til umsagnar nefnd ar, sem skýrt var frá í fjárveit- inganefnd að hefði haft þessi mál iðnaðarins til athugunar nú um meira en eins árs skeið, en svar hennar dróst sífellt á langinn, og var því formauni fjárveitinganefnd ar falið að ganga eftir því. Skýrði hann svo frá því, að hann hefði hivað eftir annað fengið loforð um, að umbeðin umsögn yrði strax send, en aldrei var úr því, og er slíkt furðuleg framkoma. Getur slíkt tæplega þjónað öðrum til- gangi en þeim að draga afgreiðslu málsins hjá fjárveitinganefnd, eins og raun varð á, svo að málið yrði ekki útrætt á Alþingi. Niðurstaðan í fjárveitinganefnd varð svo sú, að meiri hlutinn — stjórnarliðið — kvaðst mundu af- greiða málið með því að leggja til að því yrði vísað frá með rök- studdri dagskrá, en m. hl. vill, ai Alþingi samþykki till. eius og hún er á þskj. 123. Tillaga Sveins GuS- mundssonar Mál þetta er ekki nýtt. Vorið 1958 sat Sveinn Guðmundsson for stjóri á Alþingi sem varaþingmað ur Sjálfstæðisflokksins, og bar hann þá fram þáltill., samhljóða þeirri, sem hér um ræðir. Var þessi till. Sveins Guðmundssonar tekin til umræðu 2. júní, og færði hann fram ljós og skýr rök fyrir aðkallandi þörf, að hlutazt skyldi til um að seðlabankinn endur- keypti framleiðslu- og hráefna- víxla iðnaðarins, og benti enn fremur á, að hér væri einnig um réttlætismál að ræða, þar sem iðn aðurinn væri nú óumdeilanlega orðinn einn af þrem aðalatvinnu vegum landsmanna og nú þegar ætti hvorki meira né minna en nálega th hluti þjóðarinnar lífs- afkomu sína og velgengni undir afkomu hans. Mætti því fullyrða, að skylt væri, að hlutazt yrði til um, að seðlabankinn léti iðnað- inum svipaða aðstoð i té og sjáv- arútvegi og landbúnað'i með endur kaupum á framleiðsluvíxlum þeirra. — Þetta gerðist 2. júní 1958. Það var sérlega vel undir þetta mál Sveins Guðmundssonar tekið á Alþingi, sem bezt sést á því, að þótt alveg væri komið að þinglok um, fékk till. óvénjulega hraða afgreiðslu í nefnd og síðan efnis- lega samþykkt á Alþingi 3. júní með samhljóða atkvæðum allra flokka, og má geta þess ,að for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins lögðu mikla áherzlu á, að málinu væri svo hraðað, sem raun varð á, með tilliti til þess, hve hér væri aðkallandi úrlauisnar þörf fyrir iðnaðinn. Ekkert a’ðhafzt En tíminn leið. Sjálfstæðisflokk urinn tók raunverulega völdin í landinu fyrir árslok 1958, en ekk ert gerðist í málinu. Fyrir því flutti 7. þm. Reykv., Þórarinn Þór arinnsson, á síðasta þingi þáltill. samhljóða þeirri, sem Sveinn Gug mundsson forstjóri hafði, eins og áður er getið, flutt 1958. Till. var vísað til fjárveitinganefndar, en hún fékkst ekki afgreidd þaðan fyrr en svo seint, að hún hlaut ekki afgreiðslu á því þingi. Nefnd arálit komu samt fram. Lagði m. hl. — stjórnarliðið — til, að mál- inu væri vísað frá með rökstuddri dagskrá, og var meðal annars vís að til þess, að nefnd væri starf- andi, sem skipuð hafði verið af ríkisstjórninni, og væri hún að athuga lánamál iðnaðarins með sérstöku tilliti til endurkaupa seðlabankans á víxlum með trygg ingu í iðnaðarvörum. Minni hluti fjárveitinganefndar — framsóknarmennirnir — taldi hins vegar, ag þar sem ríkisstjórn in hefði ekkert raunhæft gert í málinu, bæri nauðsyn til, að Al- þingi ítrekaði vilja sinn frá 1958 með því að samþykkja till., enda hafði Félag ísl. iðnrekenda í um- sögn sinni um málið lagt áherzlu á skjóta framkvæmd þeirray álykt unar, sem Alþingi samþykkti 1958 um endurkaup iðnaðarvíxla. Þannig er saga þessa máls á Al- þingi í höfuðatriðum, og sést af því, af hvaða alvöru Sjálfstæðis- flokkurinn í heild studdi að þál- till. Sveins Guðmundssonar for- stjóra vorig 1958 og hversu rögg- samlega — eða hitt þó heldur — hann hefur síðan staðið að fram- kvæmd málsins, sem bezt sést á því, að flokkurinn hefur nú í tvö og hálft ár haft valdaaðstöðu til að leysa málið á þann hátt, sem Alþingi .ætlaðist til og iðnaðurinn hefur þ,örf fyrir og á fullan rétt á. Á þann rétt lagði Sjálfstæðisflokk urinn réttilega mikla áherzlu vor- ið 1958 ásamt þeirri höfuðnauð- syn, að þessi réttur væri þá þegar viðurkenndur í framkvæmd. Geta menn svo gert sér grein fyrir, hvað sú nauðsyn er nú miklu brýnni, eftir að ríkisstjórnin dembdi efna hagsráðstöfunum sínum yfir þjóð- ina fyrir meira en einu ári. rðnaðarbankinn Það hefur flogið fýrir, að ríkis- stjórnin hafi uppi ráðagerðir um að útvega Iðnaðarbankanum aukið starfsfé. Er þessi fregn sennileg, þar sem vitað er, að hún mun uú á þessu ári, sem og á því eíðast- liðna, hafa yfir miklu fé að ráða, sem aflað er erlendis frá eftir ýmsum leiðum, og ætti hún því að hafa góða aðstöðu til að leggja bankanum til aukið rekstrarfé, og ber að fagna því. Mjög aðkallandi er, að bankinn geti aukið þjón- ustu sína við iðnaðinn og þá ekki sízt með tilliti til stofnlána, sem hann líður nú meira en nokkurn tíma áður fyrir að hafa ekki bjarg legan aðgang að. En þótt einhver bót verði á þessu ráðin með nokk urri eflingu Iðnaðarbankans, þá er jafnmikil þörf óleyst með til- liti til endurkaupa framléiðslu- víxla iðnaðarins, sem seðlabank- inn einn getur annazt, þótt ekki væri nema á svipaða lund og hann nú gerir vegna sjávarútvegs og landbúnaðar, sem að vísu hef ur meir en áður verið af skorn- um skammti. undir handleiðslu núverandi rikisstjórnar. ÞýtSing iðnaftarins Menn eru yfirleitt orðnir ásátt- ir um mikilvægi iðnaðarins fyrir heildina, enda talar það sínu máli, hversu mikill hluti þjóðariunar á nú afkomu sína undir velgengni hans. — Vafalaust hefur iðnaður- inn nú mesta þýðingu fyrir Reykja vík og að nokkru leyti fyrir ann- að þéttbýli. En ef á að reyna í alvöru að viðhalda nauðsynlegu jafnvægi í byggð landsins, þá verður að stefna að því að ýmsar greinar iðnaðarins geti riSið upp víðs vegar um landið, þar sem skil yrði til slfks eru eða geta orðið fyrir hendi. Og öll eðlileg réttar- bót til iðnaðarins í held er þar spor í rétta átt. Iðnaðurinn stynur nú, eins og aðrir atvinnuvegir okkar, undan ! efnahágsráðstöfunum þeim, sem I ríkisstjórnin hefur komið á og I mótazt hafa mjög af sjónarmið- um og kenningum bókstafshag- fræðinga, en minna af því, hvað þjóðinni hentar til alhliða fram- sóknar og aukinna hagsældar. Og i þeim erfiðleikum og dýrtíð, sem fólkið á nú yfirleitt við að stríða, má telja það mikilsvert, að iðnað urinn eflist fremur en hrörni. Blómgun hans eykur atvinnuör- yggi og á vafalaust þátt í hag- stæðari efnahagsþróun í landinu : en ella á sér stað. Fjárhagslega lamaður iðnaður verður að lúta sömu örlögum og aðrir atvinnu- vegir, sem þannig er ástatt um. | Hann getur ekki á hagstæðan hátt nýtt til fulls vélar né vinnu verka fólks, og afleiðingin verður sam- dráttur í framleiðslunni, fábreytt ari, dýrari og sennilega gæða- ! minni varningur. ! Það hníga öll rök að því, að | nauðsynlegt sé að samþykkja þessa þáltill. 7. þm. Reykv. • og hún sé siðan efnislega tafarlaust framkvæmd af ríkisstjórninni. Alþingi, 24 marz 1961. Halldór Ásgrímsson, frsm. Halldór E. Sigurðsson. Karl Guðjónsson. Ingvar Gíslason. orgunblaðið bullar í Reykjavíkurbréfi Mbls. er tekið svo til orða, að stjómar- andstæðingar hafi verið að smíða Bretum vopn þar sem þeir gagn- rýndu hinn nýja samning við Breta um landhelgina. Sam- kvæmt skoðun þessa blaðs dórns- málaráðherrans eru það svik við íslenzkan málstað að gera sjálf- um sér og öðrum fyrirfram grein fyrir því, hvar hætta kynni að liggja í ákvæðum samningsins. Þessi skoðun er fráleit og furðuleg. Vitanlega er það skylda íslenzkra þingmanna að liugsa og ræða allar hugsanlegar hætt- ur af þessu tagi. Ef um hættu er að ræða, þá er það allt annað að búa hana til eða benda á hana til varnaðar. Þetta ættu mcnn að vita jafn- vel þó að þeir hafi hvorki próf né nafnbætur. Það væri barnaskapur að ímynda sér að Bretar kynnu ekki að túlka samning sér í liag, enda þótt íslendingar lokuðu augun- um fyrir þeim möguleika. Hins vegar yrði það Bretum aldrei að vopni þó að einhverjir íslending- ar gerðu ráð fyrir einhverri f jar- stæðu í því sambandi. Það er eitthvað mcira en lítið bogið við þankaganginn hjá blaði dómsmálaráðlierrans, þegar það birtir annað eins bull og þetta í staðinn fyrir rök. Við fram- kvæmd samningsins verður Bret um það eitt að vopni, sem í hon- um er. Þau vopn hafa íslenzkir stjórnarandstæðingar ekki smíð- að. Það er of snemmt fyrir Mbl. að koma ábyrgð af framkvæmd þessa samnings á hendur stjórn-1 arandstæðinga, þó að þeir hafi bent á það, hvernig Bretar kynnu að nota sér hann. Öllum skynibornum mönnum hlýtur að vera leiðindi og raun að þessu bulli í blaði dómsmála- ráðherrans. H. Kr. Tæknifræðingafélag ís- lands var, sem kunnugt er, stofnað 6. júlí sl. og hefur nú opnað skrifstofu í Tjarnar- götu 4, sími: 11739. Félagið hefur m.a. komið á fót upplýsingaþjónustu fyrir þá ungu menn, er hug hafa á tæknifræðinámi. Fram til þessa hefur hér verið skortur á, að slíkar upp lýsingar væru fáanlegar á á- kveðnum stað. Oft hafa sendi ráðin útvegaö upplýsingar erlendis frá viðvíkjandi skól- unum og hafa þau sýnt hina mestu hjálpsem og lipurð í þessu sambandi. Á skrifstofu tæknifræðinga félagsins eru nú veittar upp- lýsingar um hina mismun- andi tæknifræðiskóla, sem fé lagið mælir með. Verið er að útbúa upplýsingaskýrslur um tæknifræðiskóla i ýmsum löndum og námskostnað við þá. Ráðlegt að leita upplýsinga um skólana. Þeim mönnum, er hug hafa Upplýsingaþjónusta Tækni- fræðingafélags íslands á tæknifræöinámi, er sérstak lega bent á, að hafa samband við félagið, til þess að fá leið beiningar um val á skóla, því þeir eru mismunandi og mis- j dýrir. Sérstaklega skal tekið i fram, að margir tækniskólar ! eru til úti í löndum, og gefa þeir mjög mismunandi mennt un og tækifæri að námi loknu. Félag vort mælir með t. d- tæknifræðiskólum í Dan- mörku, Svíþjóö og Þýzkalandi viðurkenningu af viðkom- 'andi ríkjum og stéttarfélög- um tæknifræðinga í ' sömu löndum, eins og t.d. Ingeniör- Sammenslutningen, Danm. og ! Verein Deutscher Ingenieure i Þýzkalandi. Nauðsynlegt er að ungir menn, sem hug hafa á tækni fræðinámi, kynni sér vel, áður en námið er hafið. þá skóla, sem völ er á og þá ! möguleika, sem þeir gefa aö námi loknu. i Hér á landi er tilfinnanleg ur skortur á tæknifræðing- um til starfa hjá opinberum aöilum og einkafyrirtækjum. Er því mikilvægt fyrir atvinnu líf þjóöarinnar að vaxandi hópur ungra og efnilegra manna hazli sér völl á þessu sviði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.