Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 1
ðilegt sumar 89. tbl. — 45. árgangur. Hroðalega leikinn selur á Kolbeinshaus ★ Efri myndin var tekin í flæðar- málinu neðan við Skúlagötu ( gær, er hinum helsærða sel á Kolbeinshaus var styttur aldur. Skyttan er komin að dauðum selnum og lýtur yfir hann. — Á neðri myndinni sést, hve grimmi- lega selurinn var leikinn af band inu, sem var utan um hann. Þessi niynd er þung ákæra á hendur þeim, sem einhvern tíma kunna að hafa leikið sér að því að kvelja skepnur, en öllum öðr- um viðvörun. Hér má bæta þvi við, að það ætti að vera sjálf- sögð uppeldjsskylda allra for- eldra að innræta börnum sínum velvild til dýra, bæði með orðum og fordæmi sínu. ( Ljósmynd: TÍMINN — GE). ★ Verkfallið fyrir félagsdómi Verkfall verkakvenna í Keflavík | kom fyrir félagsdóm í gær. For-i maður Vinnuveitendafélags Suður nesja, Karvel Ögmundsson, og for maður verkakvennafélagsins, Vil- borg Auðunsdóttir, gáfu aðila skýrsiur f málinu. Málflutningur í máli þessu mun væntanlega fara fram fyrir félags- dómi í vikulokin og er dómur væntanlegur í næstu viku. Sjóstangaveiðð í Faxaflóa Fyrir nokkru var stofnað hér í bæ hlutafélag undir nafninu Sjóstangaveiðin h.f. Félagið hefur látið smíða vél- bát, sem að öllu leyti er sér- staklega útbúinn fyrir þessa tegund veiða. Verður hann Kona skerst í andliti Fagurhólsmýri, 19. apríl. — í gær lagði jeppi af stað frá Höfn í Hornafirði og var för hans heit- ið til Reykjavíkur. Stýrði honum Einar Gíslason, og voru tveir menn með honum í bílnum. — Jökulvötnin eru nú svo lítil, að Jökulsá á Breiðamerkursandi nær ekki einu sinni til sjávar, og óku Homfirðingar yfir farveg hennar þurran á fjörum. Þeir félagar munu hafa komizt vestur í Fljóts- hverfi í gær, og í kvöld er ætlun þeirra að ná til Reykjavíkur. S.A. itekinn í notkun einhvern næstu daga, en reynsluferðir hafa staðið yfir um tíma. Bát- urinn, sem hlotið hefur nafnið Nói, er 8 tonna, 35 feta langur og 9,2 fet á breidd, en knú- inn er hann 54 ha Lister dísil- vél, gangur hans er 10 mílur. Báturinn er teiknaður af Þor- bergi Ólafssyni, forstj. Báta- lóns h.f. í Hafnarfirði, en þar er hann smíðaður. Báturinn er hinn vandaðasti að allri gerð og smiði. Er fremri hluti hans yfirbyggður. í yfirbygg ingunni eru sæti og borð fyrir um 10 manns, auk vandaðs salernis og snyrtiklefa. Innréttingar eru úr j harðviði. Aftan við yfirbygging- , una er svo opið athafnasvæði fyrir j veiðimennina, þar eru 7 stólar, jsérstaklega gerðir veiðimannastól- ar, sem snúa má í hring. Báturinn er með öllum siglinga- og öryggis- j tækjum. 1 Sjóstangaveiðin h.f. hyggst gera Nóa út frá Reykjavík aðallega á iFaxaflóamið og er búizt við einni til tveimur veiðiferðum daglega þegar viðrar. Munu þær verða um 8 klst. hver veiðiferð. Skipstjóri á bátnum verður Sigurður Teits- son. Þátttökugjaldið fyrir hverja ferð mun verða um kr. 650,00 fyrir manninn, en í því verði eru innifalin not af veiðarfærum öll- (Fi'amhald á 2. síðu.' Nokkru eftir hádegið í gær varð vart víð sel við eystri hafnargarðinn í Reykjavík. Skreið hann upp á Kolbeins- haus, sker, sem er þar spöl- korn undan landi framan við Skúlagötuna, og sáu menn í skrifstofum útvarpsins þá glögglega, að hann bar svöðu- sár þvert um belginn aftan við framhreyfana. Lögregl- unni var gert viðvart, og at- hugaði hún selinn í sjónauka. Leyndi sér ekki, að hann var dauðvona, og fékk hún þá góða skyttu, Bjarna Guð- mundsson, son eins lögreglu- þjónsins, til þess að deyða hann. Vöruflutningar land- leiðina til Öræfa Kirkjubæjarklaustur, Fag- jurhólsmýri og Vík í Mýrdal, 19. apríl. — í fyrradag lögðu fjórir flutningabílar af stað frá Vík í Mýrdal austur yfir sanda og vötn til Öræfa, en á hverju vori er í um það bil tvær vikur sæmilega fært stórum bílum yfir vötnin, rétt áður en leysingar hefjast. Kaupfélag Skaftfellinga hefur í nokkur ár sent bílalestir til Öræfa á hverju vori meðan minnst er í vötnunum og er svo einnig nú. Þetta eru fyrstu flutuingarnir yfir sandana á þessu vori. Til far- arinnar völdust þeir Jón Guðlaugs son, Sigþór Jónsson, Sigurður Odd geirsson og Árni Sigurjónsson, sem er gamalreyndur bílstjóri á þessari leið milli Víkur og Öræfa. Þeir félagar voru á fjórum trukk- um, sem fyrr segir, og áttu að sögn skotveg austur. Voru þeir ekki nema 12 tíma á leiðinni, enda gekk ferðin alveg tálmunarlaust. Morguninn eftir lögðu þeir síðan af stað til baka og var von á þeim til Víkur seint í gærkvöldi. Það er til mikils hagræðis fyrir Öræfinga, að hægt skuli vera að komast til þeirra landleiðina, þó ekki sé nema þessar tvær vikur á vorin. Á þessum tíma er flutt austur öll þungavara, sem Öræf- ingar þarfnast yfir árið, svo sem (Framiiald á 2. síöu.j Auðvelt reyndist að skjóta sel- inn með útfallinu, en þegar að honum var komið, blagíi við hryllileg sjón: Utan um hana var gúmmíteygja úr bílslöngu, svo sem sentimetri á breidd, og hafði hún skorizt djúpt inn í skrokkinn — á kviðnum allt inn að innyfl- um. Það er talið, að þessi selur hafi verið tæplega ársgamall, og hefur hann áreiðanlega verið búinn að vera með teyjuna utan um sig í marga mánuði — sumir gizka jafnvel á síðan í fyrrasumar. Ef til vill er ekki með öllu óhugs- (Framhald á 2. siðu.) Samningar um handritin Kaupmannahöfn, 18. aprQ einkaskeyti til TÍMANS. Blaðið Information skýrir frá þvl í dag, að örlög íslenzku liandritanna í Kaupmannahöfn verði ráðin næstu daga. Við- ræður eru hafnar um uppá- stungu dönsku ríkisstjórnarinn ar í utanríkisráðimeytinu í Höfn, og taka danskir og ís- lenzkir ráðherrar þátt í þeim. f viðræðum, sem fram fóru í gær, tóku þátt af hálfu Dana Kampmann forsætisráðherra, Jörgensen menntamálaráð- herra og Bombolt félagsmála- ráðherra af hálfu Dana, en Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra og Gunnar Thorodd- sen fjármálaráðlierra, auk Stef áns Jóhanns Stefánssonar sendi herra, af fslands hálfu. Engin tilkynning var birt um þessar viðræður, en við því er búizt, að íslenzku ráðherr- arnir verði enn nokkra daga í Kaupmannahöfn og muni þá séð til fullnustu, hversu þessu máli lyktar. Aðils. ......... 1. blað Fimmtudagur 20. aprQ 1961.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.