Tíminn - 06.05.1961, Síða 7

Tíminn - 06.05.1961, Síða 7
TÍMINN langardaginn 6. maí 196L 7 Herferöin fjandskapur Ræí>a Halldórs Ásgrímssonar, alþm., flutt í Neíri deild Alþingis viíS þriíju umrætJu um frumvarp til laga um Seftlabanka Islands nsdeildunum augljós samvinnufélögin Herra forseti. Hv. 1. þm. V-Norð. hcfur við 2. umr., bæði í ræðu og nál. lýst viðhorfi Framsfl. til þessa máls og verður þar að mínum dómi efcki am bætt, þótt ég kjósi að segja hér fáein orð. Málflutningur þessa hv. þm, var svo markviss og hnyttinn, að auð- heyrt var á ræðum stjórnarliðsins, að undan sveið. Hæstv. viðskmrh. talaði þó á köflum mjúku máli og sléttu, og komst ekki hjá því að viðurkenna þá innsýn, sem sum á- kvæði þessa frv. veita í hugarfar og viðhorf núv. ríkisstj. og fylgi- fiska hennar til fólksins úti á landi og lífsbaráttu þess, og á ég þar fyrst og fremst við ákvæði frv. um fyrirhugaða lögskipaða herferð um fjárdrátt til Reykjavíkur úr spari- sjóðum og innlánsdéildum kaupfé- laganna, en um þetta efni minnti ræða hæstv. viðskmrh. á óvandað- an sölumann, sem reynir að leyna göllum vöru sinnar með því að vefja hana í snotrar umbúðir. Ræða hv. 5. þm. Reykjavíkur var af sama toga spunnin, en ólík að því leyti að hún var m. a. umbúða- iítill skætingur í garð 'samvinnu- félaganna, og að nokkrum ummæl- um þessa þm. vil ég því lítillega' víkja að síðar. Hæstv. viðskmrh. sló á þá strengi, að Seðlabankinn væri eign allra landsmanna og því ættu menn nú að láta sér vel lynda | að eiga fé sitt þar. Bn forráða- mönnum þess banka, þar er núv. ríkisstj., trúi ég í fíestu verr til að beina því fjánmagni á heppileg- an hátt inn í framkvæmda- og at- vinnulífið en bönkum, sparisjóð- um og samvinnufélögum. Hv. 5. þm. Reykjav. var að von- um ekki viss um, hvernig Seðla- bankinn færi með þetta fé, sem smalaðist til Reykjavíkur úr byggð um landsins, en gizkaði þó á, að t d. ærverðin af Ströndum mundu veitt til fisköflunar í Vestmanna- eyjum. Auðvitað gat þessi hv. þm. ekki látið sér detta í hug að þessar krón ur, hvað þá meira, gengju til fram- leiðsluaukningar í landbúnaðinum, og ekki vildi hann heldur fullyrða að féð gengi til framleiðsluaukn- j ingar við sjóinn, og svo furðar rík-: isstj. sig á því, að landsmenn láta! sér yfirleitt illa líka þennan fjár-' drátt hennar yfir í banka, sem hún hefur algerlega yfir að ráða. Eins og hv. 1. þm. V-Norð. hefur rækilega bent á, þá ber enga nauð- syn til að setja nú nýja löggjöf um Seðlabankann og hefur stjórnarlið ið ekki getað hrakið það með nein-i um rökum, enda varla von, því að reynslan hefur sýnt, að Seðlabank- inn getur fyllilega starfað og náð tilgangi sínum undir þeirri lög- gjöf, sem hann nú vinnur eftir. Megintilgangur þessa frv. er því að útvega stjórnarliðinu fleiri bankaembætt; og lögskipa aukinn fjárdrátt til Reykjavíkur frá hin- um dreifðu byggðum landsins. í núgijdandi lögum eru ákvæði, sem heimila Seðlabankanum m. a. að skylda sparisjóði til að geyma hluta af vörslufé sínu í Sðlabank-! anum. Eg vil fullyrða, að sú hug-| mynd er aðeins hugsuð sem hemill sem Seðlabankinn getur gripið til, ef einhver útlánastofnun hagar sér að hans dómi svo ógætilega í út- lánum, að öryggi hennar getur • stafað hætta af, og einnig, ef út-1 lánastarfsemi hennar færi að marki í bága við lánapólitík, sem Seðlabankinn og ríkisstj. á hverj- um tíma vildi, að væri í heiðri höfð. En gengið var út frá því, að því valdi, er Seðlabankanum og ríkisstj. var veitt með þessu heim- ildarákvæði, yrði ekki beitt í fram kvæmd. nema undir alveg sérstök- um og óvenjulegum kringumstæð- um, fyrst og fremst gagnvart spari sjóðum og jafnvel ekki almennt gagnvart bönkum; og allra sízt var gert ráð fyrir, að þessu ákvæði þyrfti nokkurn tíma að beita gagn- vart hinum yfirleitt litlu spárisjóð- um úti á landi. f trausti þess, að þessi skilningur mundi ætið ríkja og aldrei kæmi til almennrar fjár- heimtu Seðlabankans á bendur hin- um litlu sparisjóðum, mun þetta; ákvæði á sínum tíma hafa hlotið' atkvæði þáv. stjómarliðs. Það er líka vitað, að slíkar smálánastofn- anir eins og sparisjóðirnir úti á landi, sem almennt eru með ör-: fárra milljón kr. starfsfé eða jafn- vel undir einni milljón, geta aldrei valdið truflun á viðtekinni útlána- starfsemi né óeðlilegum sveiflum á peningamarkaðinum, og ef slíkt fyrirbæri gæti átt sér stað í ein- staka sérstöku tilfelli, þá er Seðla- bankanum auðvitað hægt um vik að aðvara slíkan sparisjóð, sem vafalaust mundi fara eftir settum reglum Seðlabankans, þegar hann ætti á hættu að missa forræði veru legs hluta af vörzlufé sínu. En núv. ríkisstj. vill ekki virða þann anda og þann tilgang, sem vakti fyrir löggjafanum við setningu þessara umræddu lagaheimildar. Ákvæðið er því nú þegar orðið hættulegt í höndum ríkisstj., og enn hættu- legra verður það, þegar þessi fjár- dráttur Seðlabankans er orðinn skilyrðislaus lagaskylda. Þetta mál snertir hagsmuni allra eða flestra byggða landsins, og því ber öllum, sem virða vilja rétt þeirra og hags muni, að sameinast um að fella frv., a. m. k. það ákvæði, sem ég vík hér að, eða fylgja brtt. minni hl. fjhn., sem liggja hér fyrir. Svo fjarstætt, sem þetta fyrir- hugaða ákvæði er gagnvart hin- um almennu, smáu sparisjóðum, þá er þó hin fyrirhugaða fjárnámsher- ferð á hendur innlánsdeildum kaupfélaganna enr. fjarstæðari og Ijótari, og á heldur enga stoð í þeim almennu yfirborðsrökum, er borin eru fram til þess að reyna að réttlæta fjárnámið hjá spari- sjóðunum. Það er ríkisstj. jafnt sem öðrum fullkunnugt að innlánsdeildirnar starfa ekki sem útlánastofnanir, heldur er þar aðeins um að ræða innlög á sparifé félagsmanna hlut- aðeigandi samvinnufélaga, fé, sem þeir þurfa ekki að nota í lengri eða skemmri tíma, og vilja geyma hjá sínu fyrirtæki, sér til hagsbót- ar og sínu félagi. Þetta fé fer ekki út á hinn almenna lánamarkað, en er notað sem nauðsynlegt rekstr- j ar- og framkvæmdafé, eins langt j og það hrekkur, og dregur þar af: leiðandi úr óhjákvæmilegri fjár- þörf samvinnufélaganna, sem hin- ar almennu útlánastofnanir í land- inu þyrftu annars að fullnægja. Það er því augljóst mál, að innlags fé í innlánsdeildum samvinnufé- laganna geta ekki valdið neinni ó- eðlilegri lánsfjárþenslu. Það máí HALLDÓR ÁSGRÍMSSON því mikið fremur segja, áð fyrir- komulagið um meðferð sparifjár í vörzlu innlánsdeildanna vinni, eins langt og það nær, gegn óþarfa notkun sparifjár og óheppilegri lánfjárþenslu. Og innlánsdeildirn- ar virðast því styðja að þeirri þró- un í peningamálum, sem innan vissra takmarka er eðlileg og rík- isstj. þykist bera fyrir brjósti. Þessi herferð ríkisstj. hefur því enga frambærilega stoð og ber a.ðeins votf pip fjandskap hennar í gasð samvinnufélaganna. Með þessum nútímaféránsdómi skal enn stofna til nýrra herhlaupa gegn samvinnufélögunum. Enn skal vega í sama knérunn, sem oft hef- ur áður verið gert í valdatíð þess- ara stjórnarflokka. Og það, sem orðið er á þessu sviði telur ríkis- stj. og fylgismenn hennar ekki nóg. Meira skal nú gert. Svo hóflaus og hatrammur er illvilji þessara herra j í garð samvinnufélaganna. Það | kom líka glögglega fram í ræðu i hæsv. viðskmrh. við 2. umr. þessa máls, að þessi fjárránsherferð á hendur innlánsdeildum kaupfélag- anna er ástæðulaus og að hinar fyrirhuguðu hömlur á útlánum; sparifjár geta gengið sinn gang og náð sínum tilgangi þótt fé innláns- deildanna sé látið í friði. Hæstv. j ráðh. bauð sem sé, að þetta um-: rædda ákvæði skyldi ekki ná til innlánsdeildanna, ef fallizt væri á, | að sparifé í vörzlu þeirra væri! svipt þeim skattfríðindum, sem nú gilda um það eins og sparifé í vörzlu banka og sparisjóða. Þessi eðlilegu skattfríðindi sér ríkisstj. ofsjónum yfir, að skuli ná til spari- fjár hjá innlánsdeildunum, og fyrir því hyggst hún eftir annarri leið, ná sér þar niðri. Með þessu tilboði hæstv. ráðh. segir hann í raun og veru fleira en hann mun hafa ætl- að. í fyrsta lagi viðurkennir hann með þessu tilboði, að enga nauð- syn beri til þess, að hin almenna spnrifjárbinding nái til innláns- deildanna. í öðru lagi staðfestir ráðh. að þessu ranglæti í garð innlánsdeildanna verði viðhaldið, nema ríkisstj. fái álílca hættulegt vopn í hendur til að lama þær. Og auðvitað gerir hæstv. ráðh. sér grein fyrir, hvaða áfall það væri, ef þeirri rangsleit5 beitt, að sparifé í innlánsdei. nyti ekki hinna almennu skatthlunninda. Og í þriðja lagi virðist viðhorf hæstv ráðherra svo hatrammt í garð sam- vinnufélaganna, að hann getur ei hugsað sér að aflétta einum ólög- um í þeirra garð, nema fá annaö ákveðið í staðinn. ?em væri þeini álíka óhagstælt eða verra en það, sem burt væri numið. Það væri að minni ætlan ekki svo mikil furða að heyra slíkt sem þetta frá munni forustumanna Sjálfstfl. En það veldur ýmsum vonbrigðum, að sá forustumaður þess flokks, sem kennir sig við al- þýðuna og sem sumir höfðu fyrir eina tíð bundið nokkrar vonir við um frjálslyndi og sanngimi í þjóð- félagsmálum og þá ekki síður í þeim málum en öðrum, sem varða samvinnustarfsemina í landinu, að hann skuli vera orðinn svo sam- dauna íhaldinu, . sem raun ber vitni, m. a. í þessu máli. Eg vil þá með örfáum orðum víkja að nokkrum atriðum í ræðu þeirri, sem hv. 5. þm. Reykv. hélt hér við 2. umr. málsins. Hv. þm. virtist mjöyg harma þá „gömlu, góðu daga“, þegar Sjálfstfl. hafði meirihluta í öllum aðalbönkum landsins, nema Búnaðarbankanum og var raunar hneykslaður yfir, að svo skyldi ekki einnig hafa verið þar. Verður að gera ráð fyrir, að þm. trúi því, að enginn geti verið farsæll bankastjóri, nema hann) hafi gert fcenningar Sjálfstfl. aðj trúarbrögðum sínum, og sennilegaj eiga bankastjórarnir helzt þá einn-’ ig að vera af þeirri manngerð, er Sjálfstfl. kallar fjáraflaklær. Hv.; þm. taldi það sem dæmi um frekju Framsfl. að hann skyldi geta átt og eiga mann í bankastjórasæti í Búnaðarbankanum og.kastaði kald- yrðum að Hilmari Stefánssyni bankastjóra fyrir það, að hann skuli hafa leyft sér að vera Fram- sóknarmaður jafnhliða því að vera bankastjóri, og fordæmdi, að hann skyldi hafa stutt flokk sinn, m. a. með því að hafa nokkru sinni verið í framboði fyrir hann. Þetta leyfir sá maður sér að segja, sem um langt skeið hefur verið forustumað ur í einu harðvítugasta áróðurs- félagi Sjálfstfl., er bankastjóri í öðrum stærsta banka landsins og situr jafnframt á þingi sem einn af framámönpum síns flokks. Og svo er ofstæki sjálfstæðismanna svo mikið yfir því, að Framsfl. skuli eiga menn í bankastjórastöðu, að þessi hv. þm. gat ekki orða bund- izt út af því og nefndi sem dæmi um forréttindafrekju Framsfl., að í litlu og nýstofnuðu bankaútibúi að Egilsstöðum skuli vera fram- sóknarmaður í útibússtjórasæti, er að dómi þessa ræðumanns átti auð vitað að vera sjálfstæðismaður enda mun afstaða ýmissa forustu- manna Sjálfstfl. varðandi þetta úti- 'Framhald á 13 síðu.) Á víðavangi Hvatí sag'Si Alþýíubl. sumariS 1958? Leiðari Alþbl. sl. miðvikudag ber nafnið „Blað fslands fátækl inga“. Er þar átt við Tímann. Ræðst Alþbl. hatrammlega á Tímann fyrir að helga 1. maí- blaðið verkalýðshreyfingunni og taka undir kröfur verkalýðsfé- laganna um mannsæmandi lífs- kjör. í þessum leiðara segir m. a.: „Hvernig tók Tíminn baráttu verkalýðsfélagarina fyrir grunn- kaupshækkunum sumarið og haustið 1958? Var hann ekki einn allra dagblaða á íslandi á móti þpí, að verkalýðurinn fengi þá 6—9% hækkun?“ Hér er skýlaus viðurkenning á því, að Alþfl. vann að því öll- um árum sumarið 1958, að sprengja vinstri stjórnina með pólitískum verkföllum í faðmlög um uið íhaldið og Moskvukomm- únista. Vinstri stjórnin féll vegna þessa skemmdarstarfs. Samkomu Iag náðist ekki um tillögur Framsóknarmanna í stjórninni um að tryggja Iaunþegum sama kaupmátt launa og í októbcr 1958. — Þegar íhaldið hafði svo myndað skammdegisstjórn Alþfl. í desember 1958 var það fyrsta verk stjórnarinnar að taka kauphækkunina frá sumr- inu af launþegum aftur með lög um — í samræmi við úttekt hag fræðinga Sjálfstæðisflokksins. Vinnubrögft toppkrata Þetta sýnir gjörla vinnubrögð Alþfi. o.g hvert rckald liann er orðlð á fjörum íhaldsins. Suo cr Alþbl. að rembast við að reyna að sýna fram á, að afstaða Fram sóknarflokksins sé nú önnur gagnvart launakröfum, en þegar hann var í ríkisstjórn. — Er efnahagslöggjöfin var sett vor- ið 1958 lögfesti Alþingi 5% kaup hækkun til að bæta launþegum upp álögurnar, en jafnframt lýsti ríkisstjórnin því yfir að kaup mætti ekki hækka meira, ef ráðstafanirnar ættu ekki að fara úr böndunum. Framsóknar- menn reyndu að halda vinstri stjórninni saman til að tryggja brautargengi framleiðslustefn- unnar, sem þegar var farin að bera mikinn árangur. Alþfl. rildi hins vegar ekki fallast á tillögur Framsóknarfl. í stjórn- inni um að launþegum yrði tryggður sami kaupmáttur launa og hann var í október 1958, með an þeir voru í vinstri stjórninni. Hver hefur hringsnúizt? Það sýndi sig áþreifanlega að tillögur Framsóknarmanna voru raunhæfar og ábyrgar. Pólitísku kauphækkanirnar frá sumrinu 1958 voru teknar aftur og kaup mætti launa eins og hann var í október ’58 var unnt að halda út allt árið 1959, þrátt fyrir ýmis mistök Alþfl.-stjórnarinnar. Þeim Iífskjörum, sem telja má mann- sæmandi, hefði enn verið unnt að halda, ef ekki hefði komið til „iúðreisnarinnar“, er skapa á þjóðfélag hinna „gömlu, góðu daga“. Viðreisnin hefur þegar skert kaupmátt launa um 15— 20% miðað við það, sem hann var í október ’58 og við erum enn á hraðri leið niður á við. Framsóknarflokkurinn hefur sömu stefnu nú og hann hafði í vinstri stjórninni. Hann vill fara framleiðsluaukningarleið- ina, því að hún ein getur tryggt mannsæmandi lífskjör. Tíminn vill þwí spyrja Alþbl., hvort það telji 4000 kr. á mánuði nú mann sæmandi lífskjör og ennfremur, hvers vegna Alþfl. taldi kaup- mátt launa eins og hann var í október ’58 óviðunandi meðan hann var í vinstri stjórninni, en telur nú 20% lægra kaup kappnóg. Ilver j;ar svo að tala um hringsnúning?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.