Tíminn - 13.05.1961, Síða 13

Tíminn - 13.05.1961, Síða 13
T;f,M I N N, laugardaginn 13. maí 1961. Valur hlaut góðar gjafir á afmælinu Á uppstigningardag kom fjöldi manns að Hlíðarenda, félagsheim ili Vals, og árnaði félaginu heilla á 50 ára afmælisdaginn og þakk-! aði margvísleg störf félagsins í Iþróttasýn- ing Armans Glímufélagið Ármann gengst fyrir íþróttasýningu sunnudaginn 14 maí kl. 2.30 að Hálogalandi. Þar sem nú er a@ ljúka vetrar- starfi félagsins, vill félagið gefa almenningi köst á að kynnast starfi félagsins og efnir í því til- efni til þessarar sýningar. Munu þarna koma fram hinir ýmsu flokkar félagsins og sýna meðal annars, fimleika, handknatt j' leik, körfuknattleik, glímu og júdó. Sýningin hefst með júdó, en sú grein innan félagsins er mjög ung og hefur aðeins verið æfð um stuttan tíma hér. Munu þar koma fram flokkar pilta og stúlkna, undir stjórn Sigurðar Jó- hannessonar. Það má geta þess að fimleika- flokkur sá, er þarna kemur fram, er nýkominn úr sýningaför til ísafjarðar, og sýndi þar fyrir fullu húsi o" við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Aðgangur að sýningunni er öll- um heimill og ókeypis, >e ief*t þágu íslenzkrar æsku í fimmtíu ár. Bárust félaginu í tilefni dags- ins margar góðar gjafir. Gunnar Vagnsson, varaformað- ur Vals, bauð gesti velkomna, en meðal þeirra voru níu af stofendí um Vals, séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, formaður KFUM, og ýmsir forustumenn íþróttahreyf- ingarinnar, og eldri og yngri Vals- menji. Séra Bjarni Jónsson tók fyrstur til máls, og hélt afburðasnjalla ræðu og þakkaði Valsmönnum starfið í 50 ár, en hann hefur fylgzt með félaginu af miklum áhuga öll þessi ár. Þegar Valur var stofnaður var séra Bjarni einnig formaður KFUM. Sveinn Zoega, formaður Vals, færði séra Bjarna gjöf til KFUM — en eins og kunnugt er þá er Valur ein deild í KFUM. Þá talaði Sigurður Magnússon, kaupmaður, fyrrverandi framkv,- 'stjóri ÍBR, og færði hann félag- inu gjöf til minningar um Ólaf Sigurðsson, hinn nýlátna forustu- manns Vals, og var það fögur fundarklukka. Reidar Sörensen, sem þjálfaði Val hér fyrr á árum, kom frá Noregi til þess að vera viðstaddur á afmælisdaginn, og færði hann Val að gjöf víkinga- skip úr silfri, en siðar sæmdi Benedikt G. Waage Sörensen þjón- ustumerki ÍSÍ fyrir dyggilega unn in störf í þágu íslenzkra íþrótta. Sigfús Halldórsson tónskáld, færði Val að gjöf málverk af frægasta knattspyrnukappa Vals, Albert Guðmundssyni, sem hann hafði málað. Var málverkinu kom ið fyrir á einum vegg félagsheim ilisins og vakti mikla athygli gesta, enda ágætt 'listaverk. Af hálfu stofnenda Vals talaði Guðbjörn Guðmundsson, prentari, sem hvatti Valsmenn til frekaril dáða. Hann færði Val frá stofn-1 endunum fagra klukku og 14 raug ar rósir — eina frá hverjum í stofnanda. Gísli Halldórsson, formaður íþróttabandalags Reykjavíkur, af- henti Val styrkveitingu frá banda laginu, hundrað þúsund krónur, sem er langhæsta styrkveiting til eins félags hér, og er það vegna hinna miklu byggingafram- kvæmda, sem Valur hefur staðið í undanfarin ár._ Guðjón Einars- son, varaforseti ÍSÍ, flutti heilla- óskir frá íþróttanefnd ríkisins og færði Val styrk frá nefndinni, en upphæð'ina nefndi hann ekki, en sagði að hún væri mun hærri en nefndarmenn gætu verið þekktir fyrir að veita. Að lokum talaði Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, og árnaði Val heilla, en ÍSÍ hafði áður fært Val gjöf í tilefni afmæl- isins. Sveinn Zoega þakkaði hinar góðu gjafir og heillaóskir og bauð síðan gestum, að sjá íþróttahús Vals, og framkvæmdir á íþrótta- svæðinu. Þetla afmælshóf Vals var einkar skemmtilegt, og gest- um til mikillar ánægju. Rikmann legar veitinga'r voru fram bornar af Valskonum. Sigfús Halldórsson, tónskáld og málari og Valsmaður, var meðal þeirra, sem færðu Val gjöf í tilefni af 50 ára afmaeli félagsins — og vaktl gjöf hans mikla athygli. Það var málverk af frægasta knattspyrnumanni Vals, Albert Guðmundssyni, sem hengt var upp í félagsheimilinu. Sigfús (til hægri) og Albert siást hér hjá málverkinu. Ljósmynd: Tíminn, GE. rV.X.-V. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 1. ársfjórðung 1961, svo og vangreiddan söluskatt og útflutnings- sjóðsgjald eldri ára, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi hinn 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 10. maí 1961. Tollstjóraskrifstofan Arnarhvoli. k.*X*V*V‘%«X»'V»X«X»X‘V‘V»V*V»X»X‘X*V'X»V«V»V*X*V»X.»'V«V*Xr\.* Aðstoðarmaður og ritari óskast í Veðurstofuna í Reykjavík. — Aðstoðar- maðurinn þarf að vera á aldrinum 20—30 ára, hafa gagnfræðapróf, eða hliðstæða menntun, vera! heilsuhraustur og reglusamur. Ritarinn þarf, auk vélritunar, að annast síma- vörzlu. N Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf, send- ist skrifstofu Veðurstofunnar, Sjómannaskólanum, fyrir 1. júní n. k. Veðurstofa íslands Sveít 10 ára drengur vanur sveitastörfum, óskar eftir að komast á gott sveita-( heimili. — Uppl. í síma 35539. JÖRÐ í Borgarfirði er til leigu nú þegar eða í næstu far- dögum. Upplýsingar gefur Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. Símar 18300 og 12186. Félag austfirzkra kvenna heldur sína árlegu skemmti samkomu fyrir austfirzkar konur í Breiðfirðingaheim- ilinu, Skólavörðustíg 6a, mánudaginn 15. þ. m. kl. 8 stundvíslega. Allar aust- firzkar konur sem búsettar eru í bænum og sótt hafa þessa árlegu skemmtun fé- lagsins eru velkomnar. Einnig austfirzkar konur sem staddar eru í bænum. Félagskonur, fjölmennið og fagnið gestum ykkar. Stjórnin //. id an •V*-VV-VN.V.X V Smám saman hallaði undan fæti fyrir einkaspæjurum eftir því sem ríkislögreglunni óx fiskur um hrygg. Mörgum árum eftir dauða Viktoríu efldust þeir aftur að styrk vegna þess að flóðbylgja hjónaskilnaða gekk um Bretland. Þegar neyðin er stærst En þó að öryggisstofnanir ríkis- ins og hin opinbera lögregla hafi yfirleitt horn í síðu einkaleynilög- reglunnar, þá hefur ríkið alltaf haft lag á að notfæra sér starfs- krafta þehTa á hættustundum. í báðum heimsstyrjöldunum voru leynilögreglumenn teknir í njósnaþjónustu hersins og unnu þar mörg frábær afrek sem leiddu tli þess að þeir voru heiðraðir á ýmsan hátt. Þannig var því m. a. vaiið um Stephen Haynes sem hafði byrjað feril sinn sem einkaspæjari í Glasgow einmitt á árinu 1939. Hann var tekinn í njósnadeild brezka hersins og árið 1942 var hann sendur í fallhlíf niður í miðju Þýzkalandi sjálfu. Verkefni hans var að ná í nokkur leyniskjöl sem voru geymd á aðalbækistöðv- um einhvers s-taðar nálægt Köln. í því skyni lét Haynes taka sig fastan af Gestapo. Þjóðveijar höfðu þó engan sérlegan áhuga á að eyða miklum tíma í hann þar sem hann virtist hreint ekki mikil væg ppr ' og að auki þóttist hann hálfp..: iinn sturlaður. Hann var þess v,;ni $ettur í það að hreinge;^ gólfið i aðalbækistöðv- um_ Gestapo. Á þann hátt tókst honum að kom ast að raun um hvar leyniskjölin voru geymd með því að hafa aug- un opin. Hann brauzt inn á skrif- stofu, braut upp peningaskáp en komst aðeins að iaun um að skjöl- in höfðu verið send til Frankfurt og voru ’w í CTæzlu sérstaks varð- r. ...,ns, Haynes heppnaðist þó að finna varðmanninn, en þar varð hann þess vísari að skjölin voru komin enn á nýjan stað. Haynes | var handtekinn er hann reyndi [að grafa upp hvert skjölin voru | k- n og hann ;at í fangelsi Þjóð- \ eija til stríðsloka.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.