Tíminn - 14.05.1961, Page 1

Tíminn - 14.05.1961, Page 1
108. tbl. — 45. árgsngur. Skrifa'ð og skrafað — bls. 7 Sunnudagui' 14. mai 1961. Gústaf Adólf, konungur Svía, var í herför í Póllandi 1682, er honum bárust þau tíðindi, að hið nýja og mikla herskip, Vasa, hefði oltið á hliðina og sokkið í fyrstu ferð sinni, ré'tt utan við Stokkhóim. Sjálfur hafði konung ur lagt á ráðin um það, hversu hinar íburðarmiklu vistarverur í skutbyggingu skipsins skyldu úr garði gerðar, því að þar hafði hann ætlað sjálfum sér að búa> En Gústaf Adólf steig aldrei fæti sínum á þilfar hins mikla skips. Það var fyrst nú í síðastliðinni viku, að 333 árum liðnum, að konungur Svía steig á þetta skip, eftir að það var dregið á þurrt á dögunum. Hann kom einn morgun á vettvang í gúmmístíg- vélum og regnkápu og með blikk hjálm á höfði til þess að skoða konungsskipið. Vildi brjóta múrvegg í fyrrinótt bárst lögreglunni ’ r kvörtun úr íbúðarhúsi við Ránar götu. Hafð'i dauðadrukkinn biað- ur verig þar á ferli fyrir utan og brotið fjórar rúður í húsinu. Er lögreglan kom á vettvang, var maðurinn kominn niður á Brœðra borgarstíg, búinn að brjóta þar eina rúðu og var að lemja utan .(Framhald á 15 síðuj Skozkir bænd- ur í kynnisför Erindi þeirra er aS kynna sér sauðfjárbúskap Islendinga 25. maí koma hingað til lands tuttugu Skotar, aðallega bændur úr Hálöndunum, en í för með þeim verða þó tveir blaðamenn og einn dýra- læknir, Lyle Steward, sem var fyrir nokkrum árum á vegum matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. v Erindi þessara ferðamanna er að kynnast sauðfjárbúskap íslend- inga, og er ferðin skipulögð af ensku viðskiptafyrirtæki, sem verzlar með fóðurbæti. Með aukinni ræktun og bættri fóðrun hefur tekizt að auka hér afurðagetu sauðfjár, svo að veru- legu nemur, þar sem framfarirnar eru mestar. Á Hálöndum Skot- lands gengur féð úti á vetrum, en nú leikur bændum þar hugur á, hvort þeir geti aukið arðinn af , sauðfénu með fóðrun að vetrinum. iÞess vegna munu þeir kynna sér j hér fóðrun sauðfjár, gerð fjárhúsa | og hversu hér eru notaðar grindur í fjárhúsum, sem og heygeymslur og heyverkun hér á landi. Munu Skotarnir ferðast um Borgarfjörð, Snæfellsmes og Norðurland, allt austur í Mývatnssveit. Heimleiðis munu þeir svo fara 1. júní. út og suður í fyrrinótt voru tveir ungir sjómenn í landlegu að skemmta sér eins og gengur og gerist. Lentu þeir á einhverju ráfi og voru orðnir nokkuð ölvaðir. Þeir urðu þreyttir á göngunni og ákváðu að létta sér ferða- lagið. Voru þeir þá staddir á Bóklilöðustignum. Urðu þar á vegi þeirra tvö reiðhjól, sem þeir stálu. Ekki höfðu þeir farið langan veg, er lögreglan varð vör ferða þeirra og þótti reiðmennskan ekki sem venju- legust, en kapparnir stýrðu út og suður. Ilöfðu lögreglumenn- irnir tal af piltunum, og með- gengu þeir, að hjólunum hefði verið stolið. Höfnuðu lijólreiða menn í kjallaranum, og fóru þeir svo í gærmorgun, lieldur þungir í göngulaginu, frá rann sóknarlögreglunni, enda báru þeir þunga sekt á bakinu. Magnús sýknaður af morðbréfaákærunni Einn af fréttamönnum blaðs- ins raks't á þetta unga fólk á götuhorni hér á dögunum. Þaö bar snotur spjöld, þar sem aug- lýst var útsala — afslátturinn 10% og 20—30%. En þegar spurt var, hvar útsalan væri, varð stærri stúlkan fyrir svörum. Og upp úr kafinu kom, að þetta var bara fyrlr börn, en ekki for- vitna fréttamenn. (Ljóm.: H.H.). Seint á föstudaginn kvað. hæsti- réttur upp dóm í máli Magnúsar Guðmundssonar, fynverandi lög- regluþjóns. Sýknaði rétturinn Magnús af því kæruatriði, sem lýt- ur að morðhótunarbréfunum, sem lögreglustjóra vora send á sínum tíma. Hins vegar dæmdi rétturinn Magnús í fjögurra mánaða óskil- oi'ðsbundið fangelsi fyrir að hafa borið starfsfélaga sína í lögregl- unni, svo og lögreglustjóra sjálfan, röngum sökum varðandi áfengis- neyzlu, en fyrir sakadómi var Magnús dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maður deyr af völdum höggs Laugardaginn 6. maí lézt á Landsspítalanum maður að nafni Míkael Sigfússon, 48 ára, af völdum áverka, sem hann hlaut í átökum við spila- félaga 23. apríl s. I., og hefur spilafélaginn nú verið úrskurð aður í gæzluvarðhald. Nánari atvik eru þau, að 23.1 apríl voru nokkrir kunningjar Mikaels heima hjá honum að Lang holtsvegi 44. Spiluðu þeir og neyttu áfengis.’ Fór svo að lokum, að stælur hófust með Míkael og einum kunningjanna út af spilum, óg er þær ágerðust, fóru hinir kunningjarnir á brott. Dæturnar vöknuðu Hávaði talsverður varð af deil- um Míkaels og kunningjans, og vöknuðu dætur Míkaels tvær. Fóru þær að hyggja að, hvað hér væri um að vera, og sáu þá, að gest- urinn sló Míkael, svo að hann féll á gólfið og lenti með höfuðið á (Framhaid á 15. sí3u). Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur opnuð í dag verður ieiðin milli Ak ureyrar og Reykjavíkur opnuð til umferðar, en hún hefur verið lokuð í næstum hálfan mánuð. Blaðið hafði tal af vegamála- stjóra í gærmorgun, og sagði hann, að vegurinn norður til Akureyri væri nú að batna, og, vonast væri til, að innan tíðar! mætti opna veginn fyrir öllum \ bifreiðum. Nú fyrst um sinn verð ur umferðin takmörkuð við bif- reiðar með minni öxulþyngd en 6 lestir. Klaki er enn ekki farinn úr vegum á þessari leið ,og aur- bleyta er nokkur. I gær fóru jeppabifreiðar leiðina og gekk vel. Verstur hluti leiðarinnar hefur verið um neðri hluta Öxnadals- ins, en sá kafli var algjörlega ófær um tíma, en stórvirk tæki hafa unnið þar af kappi við lag- (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.