Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 1
llffc tbL — 45. árgangur. Heimsókn til Buchenwald, bls. 8. Þri'ðjudagur 30. ínaí 1961. VERKFÖLL 700« MANNA HAFIN Drukkinn ökumaður veginum á miðri Hellisheiði. Vait bíllinn í hrauninu og stórskemmdist eins og myndin sýnir, en fjórir piltar, sem í honum voru, sluppu með skrámur. Ökumaðurinn reyndist vera drukk- inn. Piltarnir fjórir, sem allir eru um tvítugt, höfðu ekið Þingvallahringinn, og voru á leið til Reykjavíkur. Einn þeirra var ódrukkinn, og ók hann mestan hluta leiðarinnar, en skömmu áður en bíllinn fór útaf, hafði eig- andinn setzt undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan á Selfossi kom á staðinn innan tiðár og flutti piltana tll Reykjavíkur og Kópavogs, og gekk málið síðan til lögreglunnar f Kópavogi. Játaði ökumaðurinn þeg- ar brot sitt. Bíllinn var fluttur með kranabíl til byggða. (Ljósmynd: Þorst. Kristj.) Úr reikningum frystihúsanna 1960: Vaxtahækkunin jafn- gilti 12-15% kauphækkun Upplýsingar, sem Tíminn hef- ur aflað sér, benda eindregið til | þess, a'ð vaxtahækkunin, sem var j ákveðin á síðastl. ári, hafi svarað: til 12—15% kauphækkunar. Tíminn hefur fengið um þetta atriði upplýsingar frá tveimur frystihúsum og eru þær á þessa leið: Frystihús A: Hjá þessu frystihúsi námu all ar kaupgreiðslur á árinu 1960 kr 3.125.294,00. Vaxtagreiðslur á ár inu námu kr. 1.208.051.52. Hækk un sú, sem varð á vöxtum í sam bandi við „viðreisnina“ og gilti 10 seinustu mánuði ársins, svar- aði til þess að kaupgreiðslur hússins 11,36%. liefðu hækkað um Frystihús B: Hjá þessu frystihúsi námu kaupgreiðslur á árinu 1960 kr. 2.782.528,00. Vaxtagreiðslur á árinu námu kr. 1.178.143,30. Hækkun sú, sem varð á vöxtum í sambandi við „viðreisnina" og gilti 10 seinustu mánuði ársins,1 svaraði til þess, að kaupgreíðsl- j ur hússins hefðu hækkað um 12,44%. Þá er Tímanum kunnugt um fyrirtæki, þar sem vaxtahækkun- in hefur svarað til allt að 15% kauphækkunar. > Þessar upplýsingar sýna það, að það myndi stórbæta aðstöðu atvinnuveganna til að standa undir auknum kaupgreiðslum, ef vextárnir væru færðir aftur í sama horf og þeir voru fyrir „viðreisnina“. Þrátt fyrir það væru vextirnir hér samt mun hærri en í flestum eða öllum ná- grannalöndum okkar, nema Dan- mörku, t. d. mun hærri en í Noregi og Vestur-Þýzkalandi. Slík vaxtalækkun ætti að geta nægt til að brúa bilið, sem nú er milli atvinnurekenda og verka nianna. Kíkisstjórnin ber því vissulega ábyrgð á verkföllunum meðan hún lækkar ekki vcxtina. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að greiða fyrir lausn deilunnar í gær hófust verkföll átta verkalýðsfélaga með samtals um 7000 félagsmenn, þar sem ekki hafði áður tekizt að ná samkomulagi um nýja kjara- samninga. Félög þau, sem gert hafa verk- fall eru þessi: Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði, Fé lag verksmiðju- og skrifstofufólks á Akureyri, eVrkakvennafélagið Von, Húsavík, Verkamannafélag Húsavíkur, Verkakvennafélagið Eining á Akureyri, Verkamanna- félag Akureyrarkaupstaðar, Iðja félag verksmiðjufólks á Akureyri og Bílstjórafélag Akureyrar. í þessum félögi^i eru 6870 félags- menn. Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson hefur undanfarið unn ið að því, ásamt Jónatan Hall- varðssyni hæstaréttardómara, að koma á samkomulagi milli at- vinnurekenda annars vegar og Dagsbrúnar í Reykjavík og Hlíf- ar í Hafnarfirði hins vegar. Við- ræðufundir voru haldnir flesta daga seinustu viku og sá seinasti fyrir verkfallið í fyrrakvöld. Þess ar sáttaumleitanir báru ekki neinn árangur. Af hálfu atvinnurekenda hef- ur ekki verið lagt fram neitt formlegt tilboð. f fyrstu héldu þeir fram, að Vinnumálasam- bandi samvinnumanna undan- skildu, að enginn kauphækkun gæti komið til greina, en upp á síðkastið munu þeir hafa hreyft því óformlega ,að þeir gætu fall izt á 3% kauphækkun strax 3% kauhpækkun á árinu 1962 og 3% kauphækkun á árinu 1963. Þessu hafa fulltrúar verkamanna eindregið hafnað. Atvinnurekendur munu ekki hafa viljað ganga lengra að sinni, þar sem þeir bíða eftir vitneskju um, hvort ríkisstjórnin ætlar að fallast á lækkun vaxta og aðrar slíkar ráðstafanir, er gætu stuðlað að hagkvæmari lausn deilunnar fyrir alla aðila. Á fundinum í fyrrakvöld mun sáttanefndin hafa látið skína í það, að hún myndi fljótlega reyna að koma málinu á nýja hreyf- ingu, og varð það helzt skilið þannig, að hún myndi annað hvort leggja sjálf fram miðlunartillögu eða fá aðilanna til að gera það. Viðræðufundur hafði ekki verið boðaður þegar blaðið frétti sein- ast í gær. Verkföll um næstu helgi Eins og áður hefur verið skýrt frá, hafa allmörg félög boðað verkföll um næstu helgi, ef ekki hafa náðst samningar mí'Hi þeirra og atvinnurekenda fyrir þann tíma. Þessi félög eru: 3. júní: Félag bifvélavirkja, Félag járniðnaðarmanna, Félag blikksmiða, Sveinafélag skipa- smiða og Félag íslenzkra raf- virkja, en þau telja 1060 félags- menn. — 4. júní bætast Sveina- félag járniðnaðarmanna á Akur eyri við og 5. júní: Múrarafélag Reykjavíkur, Málarafélag Reykja- víkur, Sveinafélag pípulagningar- manna og Trésmiðafélag Reykja- (Framhald á 2. síðu) 12,5% kauphækk- un boðin á Húsavík Eins og kunnugt er, hafa undanfarið staðið yfir samn- ingar milli atvinnurekenda á Húsavík annars vegar og verkamannafélagsins og verka kvennafélagsins þar hins veg- ar. í viðræðum þessara aðila í f. rradag, lögðu atvinnurekendur fram tilboð þess efnis, að kaup verkamanna hækkaði um 12% í öllum launaflokkum nema þeim lægsta, en hann félli alveg niður og hefði það þýtt nær 15% kaup hækkun fyrir þá, sem þar voru. Kaup kvenna skyldi hækka um sömu krónutölu og kaup karla og hefði það minnkað verulega bilið, sem nú er á kaupi karla og kvenna. Gert var ráð fyrir að tilboð þetta gilti til tveggja mánaða.. Af hálfu verkamanna var fall- ist á tilboðið, að því er snerti karlakaupið. Verkakonur höfnuðu hins vegar tilboðinu. Samningar náðust því ekki og hófst verkfall þar í gær. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á verkföllunum — bls. 5 rrsmekaczKaafówsiJfcr ^ &s& ■T'WTWMI III^ I '■ |H,:Tfrt,-aTWhíTr'^7lrffrffr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.