Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, laugardaglnn 3. júnf 1961 MINNING: Páll Vigfásson, bóndi á Varðgjá Það fór fram hjá mér um skeið sú vitneskja, að Páll Vigfússon væri dáinn. Hann hafði látizt 21. apríl s. 1. á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, en að síðustu átti hann heima á Akureyri. Hann var einn af bændunum á Jökuldal, þegar ég fluttist í þá byggð, fyrir 33 ár- um. Hann dvaldi á Jökuldal þá stund, sem ég var þar í sveit, og er ég flutti burtu vildi hann fá Hof teig til ábúðar. Honum var ekki unnt þess. Það átti að koma betri prestur á Hofteig, en við Páll vor- um. Það hefur farið á þá lund, að nú er ekkert Hofteigsprestakall til, og ekki nema lítill Hofteigur. Páll var fæddur í Hnefilsdal 27. okt. 1889. Foreldrar hans voru Auðbjörg Kristjánsdóttir, skaft- fellsk að ætt, systir Benedikts, föð- ur Gunnars rithöfundar og systk-! ina hans. Stóðu að henni merkar ættir þar um slóðir, þar á meðal Bergs dannebrogsm. Benediktsson- ar í Árnanesi. Föðurætt Páls varj af Jökuldal og víðar á Austurlandi. j Vigfús, faðir hans, var sonur Páls, | launsonar Péturs jökuls, hins fyrra, á Hákonarstöðum, með Arn-J björgu Kristjánsdóttur, f. í Hjarð- arhaga 1812. Var hún laundóttir Kristjáns Árnasonar úr Reyðair-j firði og Ingibjargar Guðmundsdótt ur, ef til vill, sögn Guðmundar á Bessast. (Engin önnur Ingibjörg í manntalinu 1816, Guðmundsdóttir á þessum slóðum). Kristján varj sonur Arnbjargar Stefánsdóttur í i Stóru-Breiðuvík í Reyðarfirði, enj Stefán var bróðir Jóns ríka í . Ási í Kelduhverfi. Móðir Vigfúsar og kona Páls Péturssonar, var Sig- ríður Vigfúsdóttir, þyngeysk að ætt. Hún átti eftir lát Páls, vestur í Ameríku, Pétur hálfbróðir Páls jökuls, smiðs og fræðimanns. Leið réttist það Iiér með, sem sagt er í æviskrám og víðar, að s. k. Pét- urs hafi verið ekkja Vigfúsar bróð ur hans. Páll Pétursson, faðir Vig- fúsar, var Heiðarbúi og svo voru einnig tengdaforeldrar hans, Vig- fús Jósepsson og Rósa Jónsdóttir, sem komu frá Svíra í Hörgárdal, í Hvammá árið 1832. Voru þau, Vig- fús og Rósa, frumbyggjar á Vlði- hólum í Heiði. Páli Vigfússyni var líka eðlisborið heiðarlífið, land- kostirnir, víðlendið, frjálsræðið, og hann var hinn bezti fulitrúi þess í allri veru sinni, og lífsað- staða hans varð lengst af um Fjöll og innstu dali. Hann ólst upp með foreldrum sínum, ásamt bróður sínum, Bergþóri, er fór til Amer- íku og nam mannvirkjugerð, — á ýmsum bæjum í Jökuldalshreppi. En um 10 ára aldur gekk hann í fóstur á Eiríksstöðum, til þeirra Einars hreppstjóra Eiríkssonar og konu hans, Steinunnar Vilhjálms- dóttur. Þar dvaldi hann til íullorð- insára, en fór þá að Möðrudal til Stefáns stórbónda Einarssonar, og var grjótpáll á búi hans, hin síð- ustu ár Stefáns, en hann dó 1916. Var hann þá löngum í lestarferð- um til Vopnafj. og lét ekki sem öll kæla rynni sér í brjóst. Á þeim árum kynntumst við nokkuð, og mér þótti hann vera hinn djarfi drengur, og aldrei ráðalaus né órð- laus. í Möðrudal þroskaðist Páll mikið, enda var þar fjölbreytt heimilislíf og gáfaður húsbóndi. Hann tamdi stóðir og fékk margan góðan sprett úr göldum folanum, og alla ævi voru góðhestar hans líf og yndi. Hann var óvenju fast mótaður maður að allri persónu gjörð. Hann hafði alizt upp í tíðar- fari andstæðnanna, heitasta sól- skinisins og hörðustu hríðanna og ljúflyndi hans og bjartsýni var dnnlifun af hinu fyrra, kjarkur hans og áræði ávöxtur af hinu síð- ara, og alltaf var Páll hinn sami Páll, öruggur dréngur, hver sem reyna þurfti. Árið 1918 gekk Páll að eiga Maríu, dóttur Stefáns í Möðrudal, og sama ár hófu þau búskap í Víði- dal á Fjöllum. Þar bjuggu þau til 1921. Voru harðindi mikil í landi og veturinn 1919—’20 einn af vík- ingsvetrum veðráttusögunnar. Það sagði mér maður, sem þá var vetr- armaður hjá Páli, að eitt sinn stóð hann hjá fé, og gerði þá skyndi- lega aftakabyl og mátti hann ekki koma fénu heim fyrir ofviðrinu. Skyndilega er hnippt í hann og er Páll þar kominn, en ekki sást-út úr augum. Sagðist hann aldrei hafa vitað slíkar aðfarir, sem Páll sýndi í því, að koma fénu heim, MINNING: Einar S. Einarsson, bóndi frá Sveinungsvík Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu guð sjá. Sælir eru hógværir, því þeir munu landið erfa.“ Mér verður stöðugt hugsað til þessara fyrirheita meistarans mesta frá Nazaret er ég minnist Einars sáluga frá Sveinungsvík er til grafar var borinn frá Raufar- hafnarkirkju í dag mánudag 24. apríl 1961. Einar fæddist í Flögu í Þistilfirði 23. marz 1901. Fyrsta barn hjónanna Bjargar Jakobínu Sigmundsdóttur og Einars Einars- sonar frá Garði í Þistilfirði. Fyrstu ár ævinnar var hann með foreldr- um sínum sem þá bjuggu að Garði. Á Garði var mikill gestgangur, og ekki þótti á þeim bæ til tíð- inda þó fólk yrði að ganga úr rúm- um um hánótt, eða fé þyrfti að reka á milli húsa svo hýsa mætti fólk og hross sem kom hrakið af Axarfjarðarheiði. Einar vandist því ungur að láta á móti sjálfum sér og finna gleði og yl við að gleðja og hlynna að öðrum. Seinna bjuggu foreldrar hans á nýbýli er þau sjálf reistu af litlum efnum og algjörlega styrkjalaust á eyðibýlinu Garðstungu sem var næsti bær við prestssetrið Sval- barð og voru þá prófastsbörnin oft leiksystkini Garðstungubarn- anna, er Svalbarðsá var ísi lögð eða vel væð. f þeim leikjum mun hann hafa þjálfazt í því, sem varð við ofurefli veðursins. Var það og svo, að Páll var hinn mesti veðra- hestur og öruggur að rata, hvar sem hann var staddur. Árið 1921 flutti Páll að Grund á Jökuldal. Grund var upphaflega Flatasels- beitarhúsin frá Hákonarstöðum, en Vigfús Pétursson byggði þar bæ sinn um 1850, og þrír bræður hans byggðu sér bæi á Hákonarstöðum. Er Grund því eigi stórbýli, en far- sæl jörð og hafa margir búið þar snoturlega. Þar varð Páll fyrir þeirri sorg, að missa konu sína, Maríu, h. 7. okt. 1929. Höfðu þau eignazt 6 börn, er nú voru öll í bernsku, og hafa síðan öll komizt til þroska. Bjó Páll áfram með ráðskonum, og eina þeirra, Mar- gréti Benediktsdóttur, gekk hann að eiga 1938, en þá hafði hann fyrir tveimur árum flutt í Aðalból í Hrafnkelsdal. Páll hafði ekki bú- ið stórt að þessu, en nú gekk hag- ur hans vel við, og varð hann efna maður af sauðfjárshaldi. Hann var gefinn fyrir það að eiga fallegt fé, og það lánaðist honum alla sína búskapartíð, eystra. Hann var fjár glöggur og mikill kynbótamaður á sauðfé, á þann hátt að samhæfa land og fé og það hefði mátt ganga nokkuð á, svo kindur hans ekki björguðu sér í Hrafnkelsdal, með hans glögga fjármanns-eftirliti. Þessi lífsaðstaða var í samræmi við eðli Páls og henni þótti hon- um gott að una. En það var svo margt að breytast á íslandi á þess- um tíma, að það var langt að kom- ast á veginn úr Hrafnkelsdal. Páll var að síga á aldur um miðjan 5. áratuginn á öldinni, og hann fann að hann var að láta ,undan í glím- j unni við fjöllin og heiðarnar. Hann | óskaði að komast að Hofteigi 1944, en það náði eigi fram að ganga. Páll var þá hinn sami Páll og ekki hissa á tíðinni. Hann brá sér norð- ur í Eyjfjörð og keypti Syðri-Varð gjá (Vargjá). Féð hans á Aðalbóli leið undir lok, hestarnir voru j kvaddir, frægar feðraslóðir, þar| sem hann hafði verið traustur arf- taki nutu hans ekki lengur. Þetta gerði hann af góðum efnahag og hann setti upp myndarbú á Varð- gjá, mjólkaði kýr og reið á trakt- orum. Eg kom til hans og vor- kenndi honum, því að ég vissi að Jökuldælingur var alltaf Jökuldæl ingur. En Páll var sami Páll, og léttur hlátur sópaði minni vor- kunnsemi út í sólskinið við Eyja- fjörð. Páll bjó síðan í 14 ár á Varðgjá. En árið 1959, er hann var sjötugur að aldri, var heilsu hans tekið svo að hnigna að hann treysti sér ekki til að halda áfram bú- skap. Seldi hann þá^ Varðgjá og flutti til Akureyrar. Átti hann fyr ir þeirri íbúð að öllu uppgjörðu, og nú hætti hann öllum rentu- rekstri þessa lífs, enda hefði hon- um ekki litizt á þær nýju. Páll mátti nú Iítt á heilum sér taka, j eftir að hann flutti til Akureyrar og lauk sinni dáðríku ævi, sem fyrr segir, 21. apríl s. 1. Páll verð- ur öllum minnisstæður, sem höfðu af honum kynni. Það var ekki hægt að hafa nema góð kynni af honum. Hann var maður hreinn og beinn, undirhyggjulaus og öll- um'tryggur, frábær gestrisnismað- ur og greiðasamur, skemmtilegur og skálaði, þegar svo bar tmdir, snjall í máli, talaði meitlaðar setn ingar, vafðar heilnæmum hlátri, fyndinn eða keskifimur eins og þeir sögðu um Klæng biskup, og var aldrei nema bjartsýni og trú á lífið, þar sem hann var kominn meðal manna. Þess varð ekki vart, að hann kynni að æðrast um neitt. Þau hjón, Páll og Margrét, eignuð- ust 6 börn, sem öll eru á lífi og uppkomin, og kom hann því alls upp 12 börnum. Það er saga, sem bráðum er gömul á íslandi, en verður þó alltaf góð. Páll var jarðsunginn við fjöl- menni á Akureyri af sínum gamla sóknarpresti á Jökuldal og Heiða- bróður, séra Siguijóni Jónssyni. Á moldir hans stóð austanátt hinna gömlu minninga um Heiði og Fjöll. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. hans höfuðeinkenni, að vera hóg- vær og af hjarta lítillátur. í Garðs tungu var og farskóli sveitarinn- ar staðsettur á æsku- og uppvaxt- arárum Einars, og mun hann þá oft veturna eftir fermingu hafa þurft að láta fara lítið fyrir sér, er aðalhús heimilisins, baðstofan, var kennslustofa alla virka daga á meðan skólinn var þar á staðn- um. Er Einar var 19 ára missti hann föður sinn á miðjum aldri. Börnin voru fimm og Einar Sig- mundur elztur. Þá voru engin tryggingarlög sem gerðu ekkjum mögulegt að komast af við búskap. Björg hætti þá að búa og fór Ein- ar að Garði til föðursystur sinnar, Kristrúnar Einarsdóttur, og Jóns Guðmundssonar skálds og hrepp- stjóra. Þá fékk Einar oft að fara á fætur um miðjar nætur í verstu veðrum og koma hröktum hross- um í hús og mun þá hafa runnið til rifja að sjá góðhesta illa á sig komna. Næstu ár þar á eftir var hann vinnumaður að Daðastöðum í Núpasveit hjá Þorsteini hrepp- stjóra Þorsteinssyni og Petrínu Þorgrímsdóttur, þar kynntist ég Einari lítillega og bar þá mest á því hve hæverskur og lítið áber andi Einar var, þó kunni hann vel að gleðjast með glöðum og skemmta sér með öðrum ungling um, ef frístund gafst .Þá heyrði ég húsbændur Einars oft segja að ekki þyrfti að huga að verkum Einars; hann gætti þess er honum væri trúað fyrir. Frá Daðastöðum fór Einar að Efrihólum í Núpasveit sem þá var eitt myndarlegasta heimili sýsl- unnar. Þar var gott að læra starf- semi, reglusemi og búhyggindi og mun Einari hafa liðið þar mjög vel, þar var oft glatt á hjalla. Meðan Einar var á Efrihólum og æ síðan átti hann afburða reið- hross, enda mun honum hafa ver ið hestamennska í blóð borin, sem fleirum af frændum hans. Það var eitt sinn er við komum af íþróttamóti margt af ungu fólki og flest vel rfðandi ,að Einar í Efrihólum geysti fram úr öllum hópnum hvað eftir annað og hvíldi þar til við náðum honum að mér skildist orð Einars Bene- diktssonar: „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur". Það var áðir 1933 að Einar kom í Sveinungsvík. Systir hans var þar húsfreyja. Þá var Þorbjörg Bjömsdóttir ung ekkja með fjög- ur börn. Það var ekki gróðavæn- legt fyrir efnalítinn mann að taka að sér ekkjuna og börnin fjögur. Verstu kreppuár og engir styrk- ir til ekkna né annarra sem fjár- hagslega voru illa á vegi staddir. Það þurfti þvi meira til en ásl og bjartsýni, það þurfti trú á a? gera sitt bezta. Það þurfti áræði þes? manns sem ætíð hafði gerl skyldu sína. Árið eftir giftust þau Einar og Þorbjörg. Þau áttu mjög friðsælt heimili með batnandi efna hag og vaxandi bú. Stjúpbörnin komust vel upp. Þeirra eigin börn sem eru fjögur öll vel upp komin og hin mannvænlegustu, eru nú stoð og stytta móðurinnar. Þau bjuggu þrifabúi, sem bar vott um fyllstu vandvirkni hvert sem litið var, jafnt úti sem inni. Einar hefur verið hamingjusamur með sinni glaðsinna ágætu konu, þótt hann væri heilsulasinn síð- ustu árin, en konan ætíð um- hyggjusöm, nærgætin og hlý. Hún varð sextug á árinu 1960 og fékk þá meðal annars þessa kveðju- vísu frá einum aðdáanda sínum frá æskuárum „Ennþá man ég ungu og fríðu yndislegu Þorbjörgu. Sextug enn með sömu blíðu, sínum veitir hamingju.“ Þetta er sannmæli, að hún veiti þeim hamingju er hún nær til. Það hefur hún sýnt með því að sitja yfir báðum eiginmönnum sínum helsjúkum marga mánuði. Bíðandi þess að lífið fjaraði út. Boðin og búin jafnt á nóttu sem degi, að hjálpa, hugga og gleðja sársjúka menn sína með þeim á- gætum að þeir virðast varla hafa orðið þess varir að þeirra eigið líf var að fjara út. Einar hefur skilað happadrjúgu ævistarfi, og um trúleik hans efast enginn sem til þekkti. Eg get borið um það af eigin reynslu, því hann hefur nú í tvo áratugi farið með mín efni að nokkru og farizt það svo vel að ég hef treyst honum sem sjálfum mér. Meistarinn mesti sagði. Vertu trúr allt til dauða, þá mun ég gefa þér lfsins kór- ónu. Eigi þessi orð við um nokk- urn mann þá eiga þau við Einar Einarsson, bónda frá Sveinungs- vík. Hver getur kosið sínum göf- ugri eftirmæli? Raufarhöfn, 24 apríl 1961, Guðmundur Eiríksson. Bíla- & búvélasalan Símar 2-31-36 & 15-0-14. TIL SÖLU: Hanomag dieseldráttarvél með sláttuvél, árgerð 1955 í ágætu ástandi. BÍLA & BÚVÉLASALAN Ingólfsstræti 11. Reykjavík. ÞAKKARÁVÖRP Mínar beztu þakkir sendi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu 24. maí s.L með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Kærar kveðjur, Oddgeir Ólafsson, Dalsseli, V.-Eyjafjöllum. Maðurinn minn. andaðist 31. maí s.l. Björn Oddsson, Berunesi, Reyðarfirði, Guðlaug Þorsteinsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.