Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 13
TlMIJt N, laugarðagnm 3. Júní 1961. 18 AHrei meiri einhugur Framhald af 8. síðu. á Dagsbrúnarkaupi og mega því ekki vinna. Iðnrekendur hafa aft ur á móti haldið því fram að þess- ir menn heyrðu undir lög Iðju á sama hátt og verkafólkið í verk- smiðjunum. En því fer víðs fjarri og iðnrekendur hafi beygt sig. — Er mikill hugnr í verkfalls- mönnum? — Þeir eru geysilega ákveðnir, svarar Guðmundur, það hefur ekki verið meiri einhugur ríkjandi í neinu verkfalli sem ég man eftir. Og við höfum aldrei orðið varir við eins djúpa samúð alls þorra almennings og einmitt nú. Þessi samúð finnst mér móta allan bæjarbraginn. Það er einkennandi hvað verkfallsvörðum er tekið af mikilli kurteisi hvar sem þeir koma og jafnvel atvinnurekend- ur hafa beinlínis látið það uppi við okkur að fengju þeir að ráða, þá væri búið að semja. En það er toppstjórn á þessum málum og hinir almennu atvinnurekendur fá engu að ráða. Kvennaskólinn (Framhald al 9 siðuj það fslendingasaga Jóns Jóhann- essonar veitt fyrir beztu íslenzku prófritgerðina. Solveig Ingvars- dóttir 4. bekk Z hlaut þau verð- laun. Námsstyrkjum var úthlutað í lok skólaársins til efnalítilla námsmeyja, úr Systrasjóði náms-j meyja 12.000.00 kr. og úr Styrkt- arsjóði hjónanna Páls og Þóru Melstað 2.000,00 kr., alls 14.QOO.OO' kr. Að lokum þakkaði forstöðukona | skólanefnd og kennurum ágætt samstarf á liðnum vetri og ávarpj aði stúlkurnar, sem brautskráð-' ust, og óskaði þeim gæfu og geng is á komandi árum. St. Mirren vann Akranes 7-0 (Framhald af 12. síðu). Akurnesingar fóru nú heldur að sækja sig og áttu nokkur sæmileg upphlaup. Á 27. mín. komst Jó- hannes Þórðarson, útherji, í dauða færi, og spyrnti frekar laust á markið, en Brown markmaður kastaði sér eins og elding og fékk hönd á knöttinn og bjargaði snilld arlega. Það væri gaman að eiga slíkan markmann. Á 33. min. átti Jóhannes aftur skot á markið af stuttu færi, en hægri bakvörðurinn bjargaði á línu, og rétt á eftir átti Ingvar El- ísson góðan skalla á markið, en rétt yfir þverslána. DAUFARI SÍÐARI HÁLFLEIKUR Nokkur breyting varð á skozka liðinu eftir hléið. Clunie, sem hafði leikið miðherja, fór í vörn- ina og varð hún nú ekki eins opin og síðast í fyrri hálfleiknam, og flestar sóknartilraunir Akurnes inga voru kveðnar niður í upphafi. Skozku leikmennirnir virtust líka kærulausari framan af heldur en áður, en þeir voru þó tvívegis óheppnir, þegar marksláin tók ó- makið af Helga við markvörzluna. Fyrstu 25 mín. voru því heldur daufar, en þegar úthaldsleysi fór að gera vart við sig hjá Akurnes- ingum, jókst markatalan á ný. Á 27. mínútu áttu Skotar gott upphlaup, Gemmell fékk góða sendingu frá kantinum, lék á Helga og skoraði léttilega. Tæp- um tíu mínútum síðar lék Miller ’ sama bragð og skoraði fimmta mark Skotanna. Og á 41. og 43. mín. skoruðu Skotamir enn tvö stórfalleg mcirk. Kerrigan miðherji fékk knöttinn út við hliðarlínu víta- teigsins og spyrnti snúnings- knetti að markinu, sem snerist yfir Helga og í markhomið fjær. Óvenju fallegt mark. Og rétt á eftir fékk McFazedan sendingu fyrir markið og skallaði mjög nettilega í markið. . Skotarnir sýndu í þessum leik svo ekki verður um villzt, að hér er mjög gott lið á ferðinni, þó Apríl- og maíbækur AB komnar út maður hafi það á tilfinningunni að það geti enn meira. Brown er snilldarmarkvörður, og bakvörð- urinn Wilson vixðist óþreytandi og tók hvað eftir annað þátt í sókn inni af mikilli leikgleði. Allir leik mennirnir eru mjög leiknir og þeir kunna þá list, að láta knött- inn vinna. Þó Akurnesingar fengju slæma útreið, gerðu þeir heiðarlegar til- raunir til að berjast. Helgi Dan- íelsson átti slæman dag í markinu, og mörg úthlaup hans voru væg- ast sagt hroðaleg. Skásti maðurinn í vörninni var Helgi Hannesson. Framverðirnir, Sveinn Teitsson, langbezti maður liðsins, og Jón Leósson börðust af krafti allan leikinn, og reyndu að aðstoða hina máttlitlu sóknarlínu eftir mætti. Lánsmaðurinn Guðmundur Óskars son féll ekki vel inn í liðið, enda erfitt að leika í jafn sundurlausri framlínu og var hjá Akurnesing- um í þessum leik. Ingvar og Helgi Björgvinsson voru sæmilegir, en Þórðué Jónssón langt frá sínu bezta. Dórnari í leiknum var Hannes | Sigurðsson, Fram, og dæmdi vel. Næsti leikur Skotanna verður á mánudaginn við KR og við skul- um vona, að KR-ingar gefi þeim . einhverja mótspyrnu. Orly-flugvöllur (FramhHif’ u 8 síðu' legu bið, sem svo gjarnan setji svip sinn á flugferða lög og afgreiðslu í flug- höfnum. Hinum frönsku yfirvöldum hafi á einhvern hátt tekizt að leysa þetta vandamál og sé það til mikillar fyrirmyndar. Allt bendir til þess, að Frakkar hafi ekki til einskis lsrtt geysilegt fé í hina nýju Orly-flughöfn. Þeir hafa gert sér það ljóst, að það hefur einkennilega mikið að segja, hver verða hin fyrstu áhrif er erlendir gestir verði fyrir er þeir komi til ókunnra landa. hvort sem þau eru góð eða slæm, sitja þau oft lengi eftir. Frakkar hafa góða og gilda ástæðu til að ætla, að allmargir þeirra erlendu ferðamanna er fyrst kynn ast Frakklandi i Orly-flug höfninni, muni leggja leið sína þangað aftur. Mætti þetta ekki verða umhugsunavert fjrrir ís- lendinga? x. Út eru komnar hjá A!- menna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir apríl og maí. Apríl-bókin er skáldsag- an Leyndarmál Lúkasar eftir ítalska rithöfundinn Ignazio Silone, þýðandi Jón Óskar, en maí-bókin Fjúkandi lauf, Ijóð eftir Einar Ásmundsson hæsta réttarlögmann. Ignazio Silone er einn af kunn- ustu rithöfundum heimsins í dag. Hann hefur ekki ritað margar skáldsögur, en flestar hafa þær hlotið heknsfrægð. Leyndarmál Lúkasar kom fyrst út árið 1956. Aðalpersónan, Lúk- as, er gamall maður, sem kemur heim í æskuþorp sitt eftir að hafa setið 40 ár í fangelsi dæmdur fyrir morð, sem hann hefur ekki framið. Þorpsbúar hræðast hann og forðast, þó að öllum sé kunn- ugt um sakleysi hans. Önnur aðalpersónan, Andrés, er ungur maður, sem einnig er að koma aftur heim í þetta sama þorp eftir áralanga baráttu gegn fasist- um. f ráði er að taka á móti hon- um með fagnaðarhátíð, því að mú er hann orðinn áhrifamaður í stjórnmálum landsins. En Andrés hirðir ekki um fagnaðarlæti þeirra, sem áður vildu hvorki heyra hann né sjá. Það er Lúkas og örlög hans, sem gagntaka hann. Hann einsetur sér að komast að á- stæðunni fyrir hinum 40 ára rétt- arglöpum. Hann fær enga aðstoð til þess, fólkið í þorpinu er þög- ult'eins og gröfin, og sjálfur neit- ar Lúkas honum um allar upplýs- ingar. Andrés verður því að finna svarið á eigin spýtur og gerir það — ræður leyndarmál Lúkasar. Bókin er bæði fögur, mannleg og bráðspennandi aflestar. Að list- rænum vinnubrögðum hefur henni verið líkt við Gamla manninn og hafið, nóbelsverðlaunabók Hemm- ingways. Leyndarmál Lúkasar er 173 bls. að stærð. Kápu og titil- síðu hefur Atli Már teiknað, en bókin er prentuð í Prentsmiðju Suðurlands. Fjúkandi lauf" Fjúkandi lauf eftir Einar Ás- r-'mundsson er fyrsta ljóðabók höf- undarins, sem ekki hefur flíkað skáldskap sínum, en er þjóðkunn- ur fyrir störf alls ólik ljóðagerð — málfærslu og lögfræðistörf. í Fjúkandi laufi eru 39 kvæði, mismunandi að stærð, sum löng, önnur örstutt. 37 kvæðanna eru rímuð, 2 órímuð. Fimm þeirra hafa biyzt áður í Skírni 1960, og eru það fyrstu ljóð, sem Einar Ásmundsson birtir eftir sig. En þó að hér sé um fyrstu ljóðabók höfundar að ræða, koma hvergi fram nein byrjandaeinkenni á ljóð unum, heldur er hér um að ræða skáld með skýrum persónulegum einkennum gætt öryggi í málfari og smekk. Bókin er 78 bls. að stærð. Atli Már hefur teiknað kápu og titil- mynd af höfundi, en Prentsmiðj- an Hólar annazt prentun. Bækur þessar hafa verið sendar umboðs- mönnum Almenna bókafélagsins út um land, en félagsmenn bóka- félagsins í Reykjavík geta vitjað þeirra í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Norski konungurinn (Framhaid aí 3. nðu) ekið á braut og upp. Almannagjá, en numið staðar örfáar mínútur við útsýnisskífuna, þar sem vegur inn kemur upp úr gjánni. Þá var óðum að birta upp, og sólin var farin að skína, en heimsókninni var lokið, og lest dökku bílanna var komin til Reykjavíkur góðri stundu fyrir hádegi. Klukkan eitt eftir hádegi hélt ríkisstjóm fslands konungi hádeg isverðarboð í Sjálfstæðishúsinu, en klukkan fjögur var móttaka fyrir norska boðsgesti í Norska sendiráðinu. Hinni opinberu heim sókn konungs lauk svo í gær- kvöldi með veizlu konungs um borð í skipi hans, Norge, og þar það þröngur hópur manna, er þangað átti boð, því að salarkynni eru takmörkuð í skipinu. Þegar báturinn hélt frá bryggj- unni með forsetahjónin, fór hann í sveig fram með tundurspillinum „Bergen“, sem lá við bryggjuna til vinstri, skrýddur fánum og veifum. Stóðu þar sjóliðar með- fram öllum borðstokkum, hrópuðu ferfalt húrra og blésu í lúðra. Hjólbarðar fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: Pírelli ítalskir 1100x20 Bridgestone japanskir 750x20 700x20 700x15 Barum tékkneskir 1100x20 1000x20 900x20 825x20 750x20 700x20 650x20 600x20 900x16 650x16 600x16 550x16 525x16 500x16 710x15 670x15 640x15 600x15 560x15 670x13 590x13 560x13 Rússneskir hjólbarðar 700x15 670x15 560x15 650x16 600x16 500x16 Sendum gegn póstkröfu. Gúmíbarðinn hf. Brautarholti 8, sími 17984. Olympia - Olympia - Olympia OPNUM í DAG AÐ LAUGAVEGI 26 MIKIÐ ÚRVAL AF LÍFSTYKKJAVÖRU, UNDIRFATNAÐI OG SOKKUM OLY LAUGAVEGI 26 — SÍMI 15-18-6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.