Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 16
*
Heimsókn skozku bændanna
Hrifnír halda
Skotar heim
Brezku bændurnir, sem
undanfarið hafa lagt land
undir fót hér á landi, héldu
heimleiðis í gær eftir mjög
ánægjulega dvöl. Þessir bænd
ur eru allir fjárbændur, sem
búa í hálöndum Skotlands,
Englands og Wales og komu
aðallega til þess að kynna sér
fjárbúskap hérlendis, sem
þykir vera til fyrirmyndar.
Gefa Halldóri staf
að skilnaSi
Frdttamaður og ljósmyndari
blaðsins hittu leiðangursmenn í
hófi, sem fararstjóri þeirra hélt
þeim að leiðarlokum. í hófi þessu
voru fluttar margar ræður og
færðu bændurnir dr. Halldóri
Pálssyni, sem hefur verið í ferð-
um með þeim, útskorinn göngu-
staf að gjöf, en göngustafinn
hafði skozkur fjárhirðir gert mjög
Iistilega.
Við hittum að máli D. Cerr, for-
mann Svarthöfðafjárfélagsins í
Skotlandi, en hann kvaðst vera á-
kaflega hrifinn af grindafjárhús-
unum íslenzku. Hann minntist
einnig á súgþurrkunina, sem þeir
í Bretlandi þekkja varla, og taldi
hana vera til fyrirmyndar. Gæði
íslenzka heysins væru miklu
meiri en þess brezka, og taldi
hann jafnvel athugandi að kaupa
hey frá íslandi.
Tómar grindur á fslandi
Bretarnir undruðust mjög,
Cameron sannfærir frétfamann Tím-
ans um ágæti íslenzks eauðfjár. —
(Ljósm. Tfminn, I.M.).
hversu mikið grindur eru notaðar
á íslandi. Kindur eru á grindum,
hey er á grindum í súgþurrkun,
kálfar og kýr eru á grindum, grind
ur eru á dekki togaranna og grind
ur eru í gólfum frystihúsanna.
Hentu þeir gaman að því, að í
Klúbbnum skyldu grindurnar
vera í loftinu, en ekki í gólfinu.
Bentu þeir í gamni Stewart dýra-'
lækni, miklum hugsjónamanni og!
aðalhvatamanni ferðarinnar á aði
berjast fyrir því að brezkir kettir
yrðu hafðir á grindum framvegis. i
Yfirleitt voru Bretarnir hrifnir
af dugnaði og natni íslenzku stétt
arbræðra sinna við sauðfjárrækt-
ina, en voru hissa á, hvernig þeir
hefðu efni á þeim stofnkostnaði,
sem þessu væri samfara, meðan
bændur fengju mun lægra verð
fyrir afurðir sínar en þekkist í
Bretlandi. Drógu þeir í efa, að
hægt væri að halda slíkum búskap
til sti'eitu hörkulaust.
Félagslyndir bændur
! Einn bóndinn, W. Elliot, sem
i er í stjórn stéttarsambands skozkra |
jbænda, hafði mikinn áhuga á aði
kynna sér félagsmálastarfsemi ís-|
lenzkra bænda. Fannst honum at-
ihyglisvert, hve samtaka þeir væru
í félagsmálum sínum, bæði í bún-
aðarsamtökunum og í samvinnufé-
lögunum. Stæðu þeir í þessum mál
um mun framar stéttarbræðrum
þeirra í Skotlandi.
Skotarnir höfðu orð á því, hve
íslenzkir hundar væru afburða
lélegir.
Skotinn Cameron kvað það firru,
að vilja koma á hér holdanauta-
rækt, sér virtust engin skilyrði til
slíks vegna allra aðstæðna. jMiklu
nær væri að leggja aðaláherzluna
á kindakjötið, en það væri betra
hér en nokkurs staðar annars
staðar. íslenzkir staðhættir væru
skapaðir fyrir sauðfjárbúskap.
Halldór svarar spurningum
í svefni
Skotarnir létu yfirleitt í ljós
hrifningu á leiðsögn Halldórs Páls
sonar, og nefndu sem dæmi, að
hann hefði jafnvel svarað spum-
ingum þeirra í svefni.
Fararstjóri af hálfu Bretanna
var B. Fletchter, sem er fram-
kvæmdastjóri fóðurbætisverk-
smiðjunnar Lever Feeds Ltd„ sem
greiddi fyrir ferðalagi þessu.
Allt er bezt á íslandi
Með í förinni var dýralæknirinn
Whyle Stewait, sem er fslending-
um að góðu kunnur, síðan hann
dvaldi hér á vegum F.A.O. fyrir,
fjórum árum og vann að rannsókn^
im á búfjársjúkdómum. Hann er
:ú ráðunautur áðurnefnds fyrir-^
ækis.
Tilefni að heimsókn brezku
jændanna er það, að W. Stewart
hélt því fram eftir komu sína hing
að, að brezkir bændur gætu mikið
lært af íslenzkum fjárbændum.
íslenzkir bændur fóðruðu fé sitt
betur og hefðu af því bæði meiri i
Cerr afhendir Halldóri Pálssyni staf, sem þakklætisvott frá ferSalöngun-
um. Frá vinstri: Þorsteinn á Vatnsleysu, Ingólfur á Heliu, fararstjórinn
Flechter, Halldór, Cerr og Ólafur Stefánsson. (Ljósm. Tíminn, IM.)
Ný gerð gólfdúka
úr plastefni
W. Stewart dýralæknlr, aSalhvata-
maSur ferSarinnar. (Ljósm. Tíminn,
I.M.)
og öruggari afurðir. í hálöndum
Bretlands hafa ekki verið notuð
fjárhús, og fé gengur venjulega
sjálfala, en bændur hafa oft orðið
fyrir skakkaföllum í vondum ár-
um.
Ekki voru bændur sanntrúaðir
á frásögn Stewarts, og buðu þeir
þess vegna Halldóri Pálssyni í
fyrirlestraferð til Bretlands. Eftir
þá ferð létu margir bændur í Ijós
ósk um að kynnast sauðfjárbúskap
fslendinga með eigin augum, og
af því hefur nú orðið.
FerSalagið
Þá sex daga, sem bændurnir
voru hér, notuðu þeir til ferðalaga
og vora í för með þeim Halldór
Pálsson, Ólafur Stefánsson og
Hjörtur Eldjárn á Tjörn, allt
kandidatar frá Edinborgarháskóla.
Voru Skotarnir mjög glaðir yfir
því.
Farið var um Borgaifjörð, Snæ-
fellsnes, Húnavatnssýslur, Skaga-
fjörð og Eyjafjörð og allt til Mý-
vatns. Komið var við á Hesti,
Hvanneyri, Varmalæk, Brekku og
Gilsbakka í Borgarfirði, Gerðu-
bergi, Stakkhamri og Hjarðarfelli
á Snæfellsnesi, Þóroddsstöðum og
Geitaskarði í Húnavatnssýslu,
Syðri-Bægisá í Öxnadal, Nesi í
Fnjóskadal, Laxamýri og Skóga-
hlíð í Reykjahverfi, Helluvaði,
(Framhald a 15. siðu).
Upp úr miðjum næsta mán-
uði mun fyrirtækið Ágúst
Jónsson & Co h.f. hefja fram-
leiðslu á nýju plastefni eftir
þýzkri einkaleyfisaðferð. Plast
efni þetta er notað á gólf og
veggi. Kemur það í stað gólf-
dúka og lítur alveg eins út.
Ending þessara „gólfdúka“ er
svipuð og beztu tegundir línóleum
dúka ,um 16—18 ár, miðað við
mikla notkun. Samkvæmt erlnd-
um rannsóknum er togþol þeirra
um 400 kg/sm. Hægt er að fá þá
í öllum litum og litasamsetningum
þar sem efnið er blandað á staðn-
um og því síðan smurt á gólf eða
veggi. Er það að sjálfsögðu mikið
hagræði, þar sem venjulegir gólf-
dúkar fást aðeins í fáum litasam-
setningmn. Einnig er hægt að
hafa dúka þeSsa mismunandi
harða eftir óskum fólks. Fyrirtæk-
ið mun sjá um ásetningu dúkanna
og þýzkur verkfræðingur annazt
um hana fyrst um sinn.
Mjög auðvelt er að gera við
dúka þessa. Þarf aðeins'að smyrja
í skemmdina og sést þá engin mis
smíð á. Þá má nefna það, að efni
þetta fjaðrar, þ. e. það lyftir sér
aftur, a. m. k. að einhverju leyti,
þótt það verði fyrir þrýstingi.
Hægt er að setja dúkana á alls
konar gólf og jafnvel ópússuð
steingólf, ef þau eru ekki því
grófari eða hæðarmismunur mjög
mikill.
Gólfdúkar þessir losna ekki (af
gólfum vegna raka, eins og venju
legum dúkum hættir til að gera.
Þeir eru þess vegna hentugir, þar
sem raki er, þar eð þeir útiloka
Verkfallsheimild
í Borgarnesi
Á fundi í Verkalýðsfélagi Borg-
arness s. 1. miðvikudagskvöld,
var samþykkt einróma að veita
stjórn félagsins umboð til að lýsa
yfir vinnstöðvun. Jafnframt var
samþykkt, að vinna ekki verk, er
raunverulega heyrðu undir þau
svæði, þar sem þegar ríkir verk-
fall.
hann. Einangrunarhæfni þeirra er
einnig mjög mikil.
Verð á dúkum þessum mun
verða mjög hagstætt. Komnir á
gólf munu þeir kosta svipað og
þunnir venjulegir gólfdúkar í búð.
Sparast þannig ásetningarkostnað
ur venjulegra dúka, sem mun vera
5—6 þúsund krónur á 100 fer-
metra hús.
Plastefni þetta er einnig notað
á veggi til alls konar skreytinga,
svo sem í göngum og forstofum.
Líka mun fyrirtækið framleiða
innan- og utanhússmálningu með
sama einkaleyfi. Verður hægt að
bera hana á með rúllum og pensl
um eins og venjulega málningu.
Hún mun einnig hafa mjög góða
einangrunarhæfileika og þola vel
vatn.
Þjófur eltur
með fangiö
fullt af fötum
Þegar verkstjórinn í efnalaug
einni hér í bænum var að koma
til vinnu sinnar á þriðjudagsmorg
uninn var, tók hann eftir ungum
manni, sem rogaðist með mikinn
farangur út úr efnalauginni. Var
maðurinn með fangið fu'llt af föt-
um. Verkstjórinn tók þegar á rás
eftir manninum, sem hljóp nú
einnig af stað. Hlupu báðir greið
lega, verkstjórinn þó heldur greið-
ar, og er maðurinn varð þess var,
kastaði hann einu fatinu af sér
til þess að létta sér hlaupin. Er
hann sá, að verkstjórinn dró enn
á hann, kastaði hann af sér öðru.
Á hlaupunum kastaði hann þann-
ig smám saman öllum fötunum,
og stóðst það á endum, að hann
stóð slyppur af herfangi sínu, er
verkstjórinn handsamaði hann.
Lögreglan kom svo á vettvang
og játaði maðurinn að hafa fram-
ið innbrot í efnalaug þesSa og stol
ið fötunum.
123. blað.
Laugardaginn 3. júní 1961.