Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 3
» Norskur konungur á Þing- völlum í fyrsta skipti FRÁSÖGN: Davíð Erlingsson LJÓSMYNDIR: Guðjón Einarsson Merkisatburður í sögu Islands og Þingvalla Á þriðja og síðasfa degi hinnar opinberu heimsóknar sinnar hjá íslendingum í gær fór Ólafur fimmti Noregskon- ungur í árdegisheimsókn til Þingvalla. Svo mjög sem norskir konungar og norskf vald hafa komið við sögu lrðs á hólkolli uppi í melbrekk- unum, spölkorn fyrir ofan veginn. Vegurinn var góður, sem vænta mátti. Á tveimur stöðum á leið- inni voru merki verkfallsins aug- ljós. Bílar og tæki vegagerðarinn- ar stóðu í röðum við veginn, fán- ar blöktu þar til heiðurs konung- inum, en fátt manna var þar. þessa helgasta minjastaðar ís- lenzku þjóðarinnar, sem skip- ar einstæðan sess í sögu lýð- ræðisins, var þetta þó í fyrsta skipti, sem norskur konungur hefur komið til Þingvalla. Var því dagurinn í gær mikill merkisdagur í sögu staðarins. Konungurinn og forsetinn og fylgdarlið konungs kom í Al- mannagjá um klukkan hálf tíu árdegis með stæðilega bifhjóla- menn á undan og eftir bifreið höfðingjanna í fararbroddi lestar svartgljáandi farkosta. Voru þeir kaldir af blæstri, enda var hratt farið og ekki hlýtt í veðri. Það var skýjað árdegis, og aðeins sólskins blettir hér og hvar, tindar fjall- ana huldir sjónum. Á leiðinni aust ur til Þingvalla, þar sem vegur- inn um Mosfellssveitina greinist frá, stóð lögregluþjónn einn síns KONUNGUR ÁHUGASAMUR í Almannagjá stanzaði konung- j urinn við Lögberg, og tók þar Em- jil Jónsson, félmráðh., form. Þing- j vallanefndar, og fleiri nefndar- ' manna á móti honum að ógleymd- , um séra Eiríki J. Eiríkssyni þjóð- 'garðsverði. Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður flutti á Lögbergi 1 erindi um stað þann og Þingvelli ! alla fyrir konunginn. Talaði hann 1 einkum um sögu staðarins, en drap einnig á náttúrufar Þingvalla og þýðingu þeirra fyrir íslendinga fyrr og nú. Meðan þessu fór fram, hvíldi yfir skuggi af skýi, og kald- ur gustur lék um gestina. Sól- skinsblettur var í hlíð Ármanns- fells, en Skjaldbreiður var að mestu hulinn skýjaþykkni. Kon- ungurinn, sem í stað einkennisbún ins fyrri heimsóknardaganna var nú klæddur gráum, teinóttum borgaraklæðum, sýndi mikinn á- huga fyrir Þingvöllum og spurði margs, en íslenzkir fylgdarmenn Konungur í forsetabifreiðinni á leiS niður Almannagjá.Lögreguþiónar á bifhjólum aka á undan og eftir, en á eftir fer konungsfylgdin. leystu úr. Fylgdarlið konungs var með í förinni austur að undan- skildum Halvard Lange, utanríkis ráðherra. HRESSING í RÁÐHERRA BÚSTAÐ Frá Lögbergi var gengið niður á vellina og í ráðherrabústaðinn sunnan Valhallar, þar sem fram var borin hressing. Var eftir það (Framhald á 13. slöu ☆ Ráðherrar og forsetar al- þingis ganga niður bryggj- una á ieið til veizlu í kon ungsskipinu í gærkvöldi. ☆ A tvídálka myndinni til vinstri handar sést Ólafur konungur, ásamt forsetanum og Emil Jónssyni félagsmálaráð- herra og formanni Þingvalianefndar, við útsýnisskífuna á barmi Almannagjár. Myndin hér að ofan sýnir forset- ann á ieið út í konungsskipið í gærkvöldi. Sióliðar standa í röðum meðfram borðstokk norska tundurspllllslns og heilsa forsetanum með lúðrablæstri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.