Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 14
Jh3& stnnðarfjðrðtmga. Shlr- le^ srfcöS 1 farsalnum og hugs aoi sig um og komst loks að þetrri nlðurstöðu að það væri engin ástæða til að fresta förinni til Trione. Og tíu mín útum sfðar lagðl hún af stað þangað sem áætlunarbílarnir hCfðu endastðð slna í borg- inni. Shirley virti fyrir sér hina farþegana í áætlunarbllnum. Akfeltur kvenmaður burðað- ist með þrjár stórar töskur og ótal böggla og missti þá hvað eftir annað á gólfið. Þama sat líka grannvaxin, þreytuleg kona með þrjú böm. Bömin voru subbuleg og hám uðu 1 sig sætindi. Tvær svart klæddar eldri konur sátu sam an, hreyflngarlausar eins og styttur. Þrekinn miðaldra maður, sem gat verið bóndi og auk þess einn maður enn, sem skar sig svo áberandi frá hópnum og umhverfinu að Shirley gat ekki stillt sig um að gefa honum nánari gæt ur. Hún gat sér þess til að hann væri Ameríkuma.ður hann væri Ameríkumaður. Hann var svarthærður og dökkeygður, hálfgerð Holly- wood-sjarmör typa, hugsaði Shirley. Hún heyrði að maðurinn yrti á bifreiðastjórann á lé- legri frönsku. — Er hótel í Trione? — Hótel — ja, það er eftir þvi hvemig á það er litið. Hotel de la Poste að vísu, en það er skelfing sóðalegt. — Þá verða víst ekki vand- ræði að fá þar inni? spurði maðurinn. Bifreiðastjórinn sagði að Hotel de la Poste hefði hing að til ekki þurft að vísa gest um frá. „Annars koma fáir ferðamenn til Trione nú orð ið. Einu sinni þyrptist fólk þangað — til hallarinnar", tautaði hann, „en svo gerð- ust undarlegir atburðir og síðan fara engir þangað.“ Shirle hugleiddi hvort hún ætti að segja honum frá Chat eau Trlone og auglýsingunni. Ef hótelið var eins slæmt og bifreiðastjórinn vildi vera láta, gat hann aðeins litið á upplýsingar hennar sem vin- arbragð. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ekki hikað við að benda mann inum á að hann gæti sjálf- sagt fengið inni í höllinni. íjn nú hikaði hún. Það var eitt- Jennifer Ames: Grímuklædd hjörtu 3. hvað kuldalejft, jafnvel hroka fullt við hann, en kannski gat hann leyft sér það. Og kannski kærði hann sig ekki um að tala við neinn. Bílstjórinn tók krappa beygju og þeytti Ameríkanan um og farangri hans á Shir- ley. Þegar hann hafði skreiðzt á fætur afsakaði hann sig af öllum mætti. — Þetta var ekki yður að kenna. Mér dettur ekki i hug að þér kærið yður um að sitja í kjöltu mér, sagði Shir ley og brosti. — Nei, sagði hann en brosti ekki á móti. Hann tók tösk- ur sínar og möppu upp af gólfinu og Shirley beygði sig niður til að hjálpa honum. Hún veitti eftirtekt að nafn var greypt gullnu letri á möpp una. „J. C. Jackman!" J var sennilega fyrlr John. — Eg heyrði að þér spurð- uð um hótel í Trione, sagði hún til að segja eltthvað. Hann sneri sér að henni, og kuldasvipurinn á andliti hans var samur. — Hafið þér dvalið þar? — Nei, ég hef aldrei komið þangað. En ef hótelið er slæmt, þá veit ég að greifynja Reveneau tekur á móti dval- argestum á Chateau Trione. — Þökk fyrir, ég verð á hót elinu hversu slæmt sem það er! hvæsti maðurinn. Hún horfði undrandi ' á hann. — Eg bið afsökunar. Eg sá auglýsinguna i blaðinu, sagði hún stuttlega. — Nú, eru þau enn farin að auglýsa .... ? — Sýnflega. En það var nú í fyrsta sinn, sem ég sá aug- lýsinguna. Hún leit út um gluggann og horfði á landslagið sem leið hægt fram hjá þeim. Vín akrar og olivutré viku fyrir furutrjám og cypressum. Það leyndi sér ekki að þau voru komin hátt yfir sjávarmál. Útsýnið niðux í dalina var stórkostlegt, lágir, hvítkalkað ir bóndabæir eða rauðþökuð einbýlishús. Langt í f jarska sá út á fagurblátt Miðjarðarhaf ið. Útsýnið var vissuelga fal- legt, en samt gat Shirley ekki fest sig við það. Hún hugsaði í sífellu um ókunn- uga manninn. Af hverju hafði hann orðið svona und- arlegur, þegar hún nefndi Chateau Trione .... ? Það var hann sem hóf sam ræður að nýju, en hann var lítið eitt hikandi þegar hann mælti: — Ætlið þér að dveljast á Chateau Trione? — Eg veit það ekki. En mig langar að læra meira í frönsku og ég hugsa að það sé heppi- legt hjá greifynjunni.' — Skiptið hið snarasta um skoðun. Nema því aðeins þér metið frönskuna meira en líf yðar. — Hvað segið þér .........? Hún varð svo undrandi að hún tók andköf. Hún stam- aði: — Þér .... þér hljótið að gera að gamni yðar .... — Haldið þér það? Hann leit sannast að segja ekki út fyrir að vera að gera að gamni sínu. Hann var kannski geðveikur .... Hún hnipraði sig saman í sætinu. — Mér finnst skrítiö þér skuluð segja þetta, sagði hún. Eg þekki Robert Revenau, eða gerði það .... fyrir fjórum árum. — Nú, ef svo er, þykir mér leitt að hafa gloprað þessu út úr mér, sagði hann, sneri sér frá henni og fór að horfa út um gluggann. Hún fann reiðina ólga i sér. Hann var ekki aðeins ósvíf- inn, hann hafði gefið í skyn ýmisegt alvarlegt um vini hennar. Og þó að hún hefð’i aldrei hitt móður Roberts, þá höfðu þær skrifast á. Greif- ynjan hafði skrifað henni hlý legt þakkarbréf fyrir allt, sem faðir hennar gerði fyrir Robert. — Já, en ....... þér getið ekki leyft yður að slá svona fram .... nema þér hafið á- stæðu til þess. Þér staðhæfð- uð að líf mitt væri í voða ef ég færi til Chateau Trione. Það er .. fáránlegt .... — Svo yður finnst það? Auð vitað geta alls staðar orðið slys .... en tvö slys með viku millibili .... en fyrst þér þekkið þau persónulega er bezt að hafa ekki fleiri orð um. Hann þagnaði og leit aftur út um gluggann. — Eg hef ekki hugmynd um hvaða slys þér eigið við, hr.....Hún beið þess hann segði nafn sitt. Það stóð á töskunni hans. Hún vildi ekki viðurkenna að hún hefði séð það. Eftir nokkra þögn sagð’i hann: — Brovn. John Brovn. — Brovn? sagði hún hissa. — Hvað er athugavert við Brovn? spurði hann og brún augu hans horfðu hvasst á hana. — Ekkert .... það er bara svo venjulegt nafn, stamaði hún. — Það er svo hversdags legt, að maður heldur að fólk sé að spauga þegar það seg- ist heita Brovn. í þetta sinn vottaði fyrir brosi á andliti hans. — Já, það er venjulegt, en ég er líka venjulegur. Skirn- amafn mitt er ósköp ómerki- legt — John. Hún var ekki aðeins örviln uð, en einnig tortryggin. — Já, það er algengt nafn. En er ekki einhver ástæða tll þessa nafns? — Eg heiti Charles að auki, það er ekkert merkilegt við það heldur. Bókstafirnir á töskuimi höfðu verið J. C.- John Charl es, en ættarnafnið hafði ver ið Jackman. — Mér er enn ekki ljóst hvaða slys það var sem þér höfðuð í huga .... ? — , það voru aðeins tvær manneskjur sem biðu bana á vofeiflegan hátt. Það var í sjálfu sér bara slys og slys gerast að vísu stöku sinnum! Hann talaði af nokkrum hita eins og hann vildi forðast umræðuefnið. — Eg hélt þér hefðuð lesið það í blöðunum? Hún hristi höfuðið. — Ungur maður steyptlst í hyldýpi við höllina og beið bana, og það var ekki liðin vika, þegar ung stúlka fórst á sama stað með sama hætti. Þau bjuggu bæði í höllinni, og fólkið sem býr þama I grennd gerir ráð fyrir að þau hafi misst fótfestu I fjall- göngu og hrapað niður. Ein- stigi í fjöllum eru að sönnu hættuleg þegar rignt hefur. — Þetta var hræðilegt, hvíslaði Shirley með hrolli. Laugardagur 3. júní: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndis Sigurjónsdúttir). 14.30 Laugardagslögin. 16,00 Fréttir og tilkynningax. Framhald laugardagslaganna. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19,2Ó Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: Þættir úr ballett svítunni „Gayaneh" eftir Ar. am Katsjatúrían (Hljómsveitin Philhairmonia í Lundúnum leik ur; höfundurinn stjórnar). 20,15 Leikrit: „Sólskinsdagur" eftir Serafin og Jaquin Quintero. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. 20,40 „Sveinar kátir, syngiði": Guð- mundur Jónsson - kynnir nokkra ágæta söngvara af yngri kynslóðinni. 21,20 Upplestur: „Karlrústin", smá- saga eftir Líneyju Jóhannes- dóttur (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög. 24,00 Dagsterárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Hvíti hrafninn 103 i Vandleg rannsókn leiddi í ljós, að sá grunur Eiriks, að hægt væri að komast af þakinu inn í turn- inn, var róttur. Hann uppgötvaði lítinn hlemm, sem lá niður í turn- inn. í sama bili heyrði hann radd- ir frá herbergi Elínar. Hann bevrði ekkL hvað hún saeði. en aftur á móti var rödd Morkars greinileg. — Þetta er þér fyrir beztu, allt verður gott, þegar við finnum Bryan, sagði hann. — Og hvað snertir þennan erfiða Norð- mann, er hann fundinn og búið að drepa hann. Þótt Eiríkur vissi, að nú hefði Elín gefið upp alla von, brosti hann með sjálfum sér og tautaði: — Við skulum nú sjá til, hversu „dauður“ hinn erfiði Norð- maður er. Svo lét hann sig síga hægt og gætilega niður um lúg- una og niður í herbergið, sem þar var undir. Það reyndist vera vopnabúr. Hefði hann nú haft menn sína, hefði honum verið í lófa lagið að hertaka alla borgina. En frá þessu herbergi var ekkert hægt að komast, nema upp á þak- ið, svo að hann gekk aftur fram að brjóstvörninni. Þegar þangað kom, stóð hann skyndilega augliti til auglitis við einn varðmannanpa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.