Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 2
2 TlMINN, Iangardagmn 3. júni 1961. Kennedy og Krústjoff hittast í dag í Vín NTB—Vínarborg, 2. |úní. — Nikita Krústjoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, kom í dag til Vínarborgar, þar sem hann næstu tvo daga mun eiga viðræður við Kennedy Bandaríkjaforseta, sem er nú að Ijúka opinberri heimsókn í Frakklancji. Krú^tjoff kom með lest frá Bratislava í Tékkó slóvakíu, þar sem hann hafði átt stuttar viðræður við ýmsa leiðtoga. Miklar öryggisráð- stafanir hafa hvarvetna verið gerðar á járnbrautarstöðvum og meðfram járnbrautarlínun- um, og í Vínarborg sjálfri hef- ur verið komið á fót víðtæku öryggiskerfi til að vernda líf og limi þessara stórhöfðingja, Krústjoffs og Kennedys. Miklar öryggisráístafanir ger'ðar í sambandi vií fund þeirra Á flugvellinum í Vínarborg tók forseti Austurríkis, Adolf Scharf, á móti Krústjoff og Nínu, konu hans, en á vellinum voru einnig allir helztu stjómmálamenn og aðrir ráðamenn Austurríkis. Miklar öryggisráðstafanir Öflugt öryggiskerfi hefur verið sett á laggirnar í sambandi við fund þeirra Kennedys og Krúst- joffs, og hafa austurrísku yfir- völdin ekkert sparað til þess að tryggja sem bezt öryggi stór- mennanna. í Vínarborg sjálfri munu um 8 þúsund lögreglumenn vaka yfir hverju fótmáli þjóð- höfðingjanna, auk leynilögreglu- manna, sem eru í fylgdarliði þeirra sjálfra. Meðfram járnbraut þeiiri, sem lest Krústjoffs fór um, Sjémannadagurinn í Hafnarfirði Hátíðahöld sjómannadags- ins í Hafnarfirði hefjast á því, að safnazt verður saman við skýli slysavarnafélagsins. Klukkan 10,30 verður<*gengið til kirkju undir fánum félag- anna og klukkan ellefu hefst messa í fríkirkjunni. Prestur verður séra Kristinn Stefáns- son. Guðmundur Jónsson syngur einsöng. Hátíðahöldin eftir hádegi hefj- ast með leik Lúðrasveitar Hafnar fjaíðar við Thorsplanið klukkan J.45. Klukkan tvö verður skemmt- unin sett af Sigurði Sigurjónssyni, formanni Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Kára. Ræður flytja fulltrúi slysavarnarfélags- ins Hraunprýði, frú Jóhanna Bryn jólfsdóttir, og fulltrúi sjómanna, Ólafur Brandsson. Þá verða aldrað ir sjómenn lieiðraðir og að því búnu verða skemmtiatriði, þar á meðal leikþáttur undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar, róður, reip tog og fleira. Klukkan níu hefst dans í Al- þýðu- oig Góðtemplarahúsinu. Mið ar verða seldir í Alþýðuhúsinu á laugardag kl. 5—7. Blöð og meiki dagsins verða seld á göturn bæj- arins, og verða þau afhent í verka- mannaskýlinu. Þau börn sem selja fyrir 150 krónur eða meira, fá auk sölulauna miða i Laugarás- bíó og ókeypis ferðir á milli. Ársfagnaður Nem- endasambands Kvennaskólans Nemendasamband Kvennaskól- jans i Reykjavík hélt ársfagnað miðvikudaginn 24. maí s.l. í Klúbbnum. Forstöðukona kvenna- 'skólans og brautskráðir nemendur þ. á m. voru gestir sambandsins. Skemmtunin hófst með borð- haldi kl. 7.30. Að því loknu voru ýmis skemmtiatriði. Kristinn Halls- son, óperusöngvari söng með und- irleik Weisshappel, Bryndís Schram sýndi listdans, Ásmundur Guðmundsson flutti skemmtiþátt og spilað var Bingó. Frk. Matt- hildur Sveinsdóttir og frá Guðrún Ryden rifjuðu upp gamlar skóla- minningar og Sigrún Ásgeirsdóttir þakkaði fyrir hönd nýútskrifaðra námsmeyja. Þátttaka var ágæt. Nokkrir jubil-árgangar skólans voru mættir þ. á m. 50 ára nem- endur. Gönguför á Esju Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær efnir Ferða- klúbbur F.U.F. í Reykjavík til ferðar á Esju næsta sunnudag. Allar upplýsingar um ferðina eru veittar í Framsóknarhúsinu í síma 12942 kl. 5—7 síðdegis og þar geta menn einnig látið skrá sig í fnrðina. Mörgum Reykvíkingum er án alls efa hugleikið að klífa fjallið, bæði þeim sem líta það augum í lotningu daglega en hafa ekki lagt í það stórvirki ennþá að leggja á brattann og hinir, er leyst hafa þrautina af höndum, og hafa löngun til að vinna hána aftur. hafði vopnaðir öryggisverðir tekið sér stöðu með 250 metra milli- bili. Leiðin til Vínarborgar frá Bratislava er fimmtíu kílómetrar. Á undan lest Krústjoffs fór sér- stök eimreið, full af hermönnum, vopnuðum handvélbyssum. Ein af þyrlum austurrísku lögreglunnar flaug lágt yfir lestinni og fylgdi henni þannig alla leiðina. Auf wiedersehen Mikill fjöldi manns hafði safn- azt saman á járnbrautarstöðinni, þegar lest forsætisráðherrans rann í hlað, og var honum fagnað með kröftugu húrrahrópi. í stuttri ræðu, sem Krústjoff hélt Við komuna, sagðist hann vera kominn til Vínarborgar til þess að kynnast Kennedy persónu lega, skiptast á skoðunum við hann og skýra sjónarmið Sovét- ríkjanna í málum, sem varða sam- skipti þessara tveggja landa. Þeg- ar ég fór frá Vínarborg í fyrra, sagði ég: Auf wiedersehen, og nú hef ég efnt þau orð, sagði for- sætisráðherrann og beindi orð- um sínum til Scharf forseta. Að lokum sagði Krústjoff, að Sovétríkin óskuðu þess af heilum hug, að hin mörgu vandamál yrðu leyst eins skjótt og auðið væri, en hins vegar gerðu þau sér grein fyrir því, að ekki væri hægt að gera allt í einu. En með góðum vilja, má gera mikið á skammri stund. Sammáia um öil meginatriði Einhugur ríkti á fundum Kennedys og deGauIle NTB—París, 2. júní. — í fréttum frá París segir, aS Kennedy Bandaríkjaforseti og de Gaulle Frakklandsforseti hafi*í viSræðum sínum um al- þjóSamál, orSiS aS mestu sam mála um öll helztu atriSi varS andi lausn þeirra. Ræddu þeir mest um BerlínarvandamáliS og lýstu yfir því, aS engar hótanir um valdbeitingu myndu knýja vesturveldin til þess að láta hlut sinn í Vest- ur-Berlín. Á blaðamannafundi í dag sagði Kennedy, að viðræðurnar við de Gauile yrðu sér gott veganesti fyrir væntanlega ferð til Vínar- borgar á fund Krútsjoff, forsætis- I ráðherra Sovétríkjanna. Margt borið á góma Viðræður þeirra forsetanna hafa verið mjög vinsamlegar, og báðir hafa þeir látið í ljós þá j skoðun sína, að slík persónuleg J kynni þjóðhöfðingja séu mjög ; mikilsverð, til þess að samstaða fáist mejðal þjóða. Mikill hluti við ræðna þeirra hefur fjallað um það, hvernig þessi tvö lönd, Frakk land og Bandaríkin, eigi að haga afstöðu sinni gagnvart Sovétríkj- unum .og öðrum kommúnistaríkj um, og hverja aðstoð þau eigi að veita ríkjum Suður-Ameríku, sem eru skammt á veg komin. Spurður í þaula Blaðamenn lögðu mikinn fjölda spurninga fyrir Kennedy forseta á fundinum í dag, og gaf hann greið svör við þeim. Kennedy sagði meðal annars, að viðræður hans og Krútsjoffs myndu vænt- anlega Itjiða í ljós, hvort vænta mætti raunhæfrar niðurstöðu af viðræðunum í Genf um Laos og bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn. En fyrst af öllu verður að koma í veg fyrir að ný Kóreur styrjöld brjótist út, sagði forset- inn. Sagðist Kennedy vona, ag við- ræðurnar í Evínan um frið í Alsír og framtíðaraðstöðu landsins, mættu fá farsælan enda, sem báð ir aðilar gætu við unað. Sagði for setinn og, að rætt hefði verið um Frakka með kjamorkuvopn, og afstöðu Rússa til þeirra tilrauna. Sættir í þjóð- leikhúsdeil- nnm Fullar sættir hafa tekizt í ballettmeistaradeilunni í þjóð- leikhúsinu. Ballettmeistarinn, Veit Bethke, féll frá málshöfð- un út af frávikningunni, en hins vegar mun þjóðleikhúsið hafa greitt lionum það kaup, sem í upphafi var samið um. Fóru þeir báðir utan í gær- morgun, ballettmeistarinn og þjóðleikhússtjóri, sem er á leið á þing leikhúsmanna í Vín og mun síðán fara til Tékkósló- vakíu í boði menntamálaráðu- neytisins þar. Konungur fer til Reyk- holts — kveður í kvöld Hinni opinberu heimsókn Noregskonungs lauk í gær með veizlu konungs um borð í skipi sínu, og síðasti dvalar- dagur hans hér á landi er í dag. Fer hann þá að eigin ósk í heimsókn að Reykholfi f Borgarfirði, en þangað kom hann áður árið 1947, er hann kom, þá krónprins Norð- manna, og afhenti íslending- um að gjöf styttu Snorra Sturlusonar. Verður í þeirri ferð snætt að Bifröst í Borg- arfirði og reynt við lax við Laxfoss í Norðurá. Um kvöldið kveður konungurinn forset- ann og aðra íslenzka embætt- ismenn um borð í Norge á Reykjavíkurhöfn, en síðan halda norsku skipin til hafs. Klukkan fjórðung gengin í níu árdegis í dag fara nokkrir íslenzk ir gestir Noregskonungs frá Lofts- bryggju um borð í Norge, og sigla þeir með honum inn 1 Hvalfjörð, þar sem lagzt verður að bryggju í Hvalstöðinni um klukkan hálf- ellefu. Þar tekur sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Þor- steinn Grímsson, á móti hefðar- gestum og ekur síðan með um byggðir. Verður farið um Leirár- sveit fr'amhjá Hvítárvöllum og um Bæjarsveit framhjá Hesti til Reyk holts. Þar verður staðið við fyrstu flukfcustundina eftir hádegið. Rennt fyrir lax Ekið verður síðan rakleiðis í Bifröst og gert tveggja klukku- stunda ferðahlé til miðdegisverð- ar. Þaðan liggur leiðin að Laxfossi og verður þar freiðstað fiski- heppninnar. Ekki er þó vitað til þess, að konungur Norðmanna hafi dálæti á þeirri íþrótt að draga fiska úr ám. Menn frá Stangaveiðifél. Reykjavíkur taka iþarna á móti konungi, og munu þeir hafa athugað fyrirfram, hvort laxinn verður fyrir hendi, hvar og með hvaða brögðum hann verði helzt ginntur. Þarna er gert ráð fyrir tveggja stunda viðdvöl, en síðan haldið til Reykjavíkur. Norge kemur á ytri höfnina á seinni tímanum í níu í kvöld, og kveður Ólafur konungur fimmti gesti sína um borð í skipinu, áður en hann siglir frá landi. Flokksstarfiö í bænum Happdrætti F.U.F. F.U.F.-félagar. ASeins 8 dagar effir þar til dreglð verður í happdrætt- Inu. Leggið greiðslu inn á hlaupareikning félagsins í Samvinnusparl- sjóðnum, hann er opinn daglega kl. 10—12,30, 14—16 og18—19. Elnnig verður skrifstofa félagsins opin daglega í Framsóknar- húsinu kl. 17,30—19. Skyndisöfnun Fuíltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Þar sem vitað er um fjölmarga aðila, sem taka vilja þátt 1 söfn- uninni, en af ýmsum orsökum ekki getað komið því við ennþá, verð- ur söfnuninni haldið áfram fram yfir miðjan júní. Skrifstofa fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.