Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 11
Gagarín skrifar minn- insar sínar í Pravda En til þessa hefur ævisaga Krúst- joffs hvergi verið birt — Fjöfskyldan, sem ég er kominn út af, er mjög venju- leg fjölskylda, sem ekki skil- ur sig aö neinu leyti frá öðr- um verkamannaf jölskyldum í okkar sósíalistíska föður- landi. ic Þannig byrjar hinn 27 ára gamli rússneski geimfari, Juri Gagarín er fæddur 9. marz 1934 í smábæ skammt frá Smolensk. ir Líf þeirra, sem á samyrkju- búinu unnu, var rólegt og áhyggjulaust. f fjölskyldulífinu var það Gagarín pabbi, sem öllu réði. Hann ól upp bömin sín fjög- ur, Juri, Valentin, Boris og Somju (dóttir) og gerði það á strangan, en föðurlegan hátt, kenndi þeim aga, virðingu fyrir hinum eldri og ást á vinnunni. it 1951 flutti Gagarín til Sara- tow og tók að nema verkfræði. Uppáhaldsgreinar hans voru stærðfræði og eðlisfræði, og í frístundum sínum lék hann körfubolta. Námsstyrkur hans, 50 rúblur, leyfði honum ekki að fara oft í leikhús eða kvikmynda- hús, en í staðinn las hann mikið af bókum. Mest mat hann bókina Stríð og friður eftir Tolstoj, en þar að aulci las hann bækur eftir Victor Hugo, Char'les Dickens, Jules Verne, H. G. Wells og Conan Doyle. Hann var einnig mjög hrifinn af bók eftir ensk- pólska höfundinn Liliane Vonich, sem heitir á ensku The Gadfly. Bók þessi er nær óþekkt á Vest- urlöndum, en hefur náð óhemju sölu og vinsældum í Sovétríkjun- um allt frá árinu 1917. ic Gagarín stóðst verkfræði- prófið með miklum sóma, og hóf þá strax að læra fluglistina, sem hann stóðst einnig með mikilli piýði. Um leið beið hans staða í rússneska flughemum, og hann tók henni fegins hendi. — Því mér hefur alltaf getizt vel að her- aganum og einkennisbúningi hersins, auk þess sem ég vil verja land mitt. it 8. janúar 1956 vann hann hermannseið sinn. — Það er dag- ur, sem ég mun ætíð minnast. Með sverð í hendi, frammi fyrir félögum sínum, þuldi hann eið- inn hægt og skýrt: — Ég, borgari í Sovétríkjunum ... Og eftir því, sem hann sjálfur segir, starði hann um leið sem heillaður á mynd af Lenin á veggnum gegnt sér. ★ Það er sagt liggja í augum uppi, hvers vegna Gagarín fær að skrifa ævisögu sína í stærsta mál- gagn rússneska kommúnista- flokksins. Hann fléttar sögu sína stöðugum lofsöng til ríkisins, flokksins og hersins. Ævisaga hans á að færa Sovétborgaranum heim sanninn um það, að í Rúss- landi geti hver sveitadrengur orð- ið frægur geimfari eða annað hliðstætt, sé hann aðeins dugleg- ur, undirgefinn, fórnfús og um- fram allt, trúaður á línuna, sem gefin er í Moskvu ... Hefur lesið baekur Jules Verne Ætlaði að Kitta Jaqueline - lenti í bilslysi og dó Gagarín, sjálfsævisögu sína, sem um þessar mundir kemur út sem greinaflokkur í rússneska stór- blaðinu Pravda. ★ Síðan „stutt æviágrip" Stal- íns var birt, er þetta í fyrsta sinn, sem Pravda birtir ævisögu rúss- nesks borgara sem framhaldandi greinaflokk. ★ Með birtingunni í Pravda verður ævisögu Gagaríns dreift í upplagi fimm milljón eintaka um öll Sovétríkin. Þetta er mjög mikill heiður, ekki hvað sízt, þegar á það er litið, að fram að þessu hefur ekki verið birtur stafur af ævisögu sjálfs KRÚST- JOFFS! ★ Eftir því, sem Gagarín segir, unnu foréldrar hans við sam- yrkjubú. Faðir hans var trésmið- ur, en móðir hans byrjaði sem mjaltastúlka, en vann sig upp í það að verða yfirfjósameistari. í sambandi viS heimsókn Kennedys til Parísar varð það slys í Frakklandi, að ung stúlka beið bana og tveir karlmenn slösuðust. Unga stúlkan var frænka Jaqueline og karlmennirnir voru faðir hennar og blaðaljósmyndari. Þau voru á leið til að taka á móti forsetahjónunum en bílstjórinn missti vald á bíln- um á beygju með þeim af- leiðingum, að hann rakst af feikna afli á tré, sem stóð við veginn. Fjórði maður var með í bílnum, en hann slapp svo að segja ómeiddur. Unga stúlkan hét Daniele Souquet-Bouvier, frænka Jaquel- ine Kennedy. Hana hafði vikum saman di'eymt mikla dagdrauma um fund sinn við hið fræga frændfólk, sem hún hafði aldrei séð. Hún hafði sýnt vinum sínum og venzlamönnum ýmsar smá- gjafir, sem hún ætlaði að gefa þeim forsetahjónunum, og hlakk- aði afskaplega mikið til. Buðu bílfar Um síðustu helgi komu svo franskur ljósmyndari og blaða- maður heim til hennar í Pont St. Esprit, þar sem Daniele átti heima. Þeir voru að safna efni í greinar um þennan meið Kenn- edy ættarinnar. Þeir buðu Dani- elu að verða samferða til Parísar, og aðfaranótt mánudagsins lögðu þau af stað. Faðir hennar var með í ferðinni. Missti vald á bílnum Það var Olain Retsin, sem ók bílnum, þegar slysið varð. Þar sem þau voru öll spennt fyrir að komast ems fljótt og hægt væri til Parísar, var ekið mjög hratt. Á beygju nærri Belleville sur Saone missti Retsin allt í einu vald á bílnum, sem sentist þvert yfir veginn og skall af miklu afli á vegartré. Aftasti hlutinn af bílnum fór gersamlega í smátt. Siapp með skrámur Daniele dó um leið og árekst- urinn varð. Pabbi hennar er enn Litu vel eftir John og Jackie Sagt er, að sjaldan hafi verið hafðar uppi eins miklar varúðar- ráðstafanir í sambandi við heim- sókn erlends þjóðhöfðingja til Parísar, eins og þegar Kennedy Bandaríkjaforseti kom þangað á miðvikudagsmorguninn. Sem dæmi má nefna það, að á undan de Gaulle og fyigdarliði hans, sem tók á móti hjónunum á flug- vellinum og flutti þau til borgar-! innar, óku fimm götusópar. Þeir áttu að sjá um, að göturnar væru hreinar, ekki einasta af bréfa- milli heims og helju. Ljósmynd- arinn liggur í dái. En blaðamað-, urinn er svo að segja ómeiddur, slapp með hræðsluna og nokkrar smáskrámur. Lögreglan beið Afgangurinn af fjölskyldu Dan- ielu fór frá St. Esprit til Parísar með járnbrautarlest. Þegar þang- að kom, beið lögreglan eftir henni á járnbrautarstöðinni til þess að tilkynna um slysið, og bandaríska sendiráðið flutti for- setahjónunum hina dapurlegu fregn. Daniele var aðeins 18 ára gömul. rusli, heldur einnig og ekki síður áttu þeir að tryggja það, að ekk- ert „hættulegt“ leyndist á götun um. Að öðru leyti var 10 þús. manna öryggislið að starfi. Slökkviliðið lagði til hóp af mönnum, sem stóðu vörð uppi á húsum með fram þeirri leið, sem farin var. Hver maður var með lítið senditæki á sér, til þess að hægt væri þegar í stað að til- kynna um grunsamlega hreyf- ingu í mannfjöldanum, vörður var settur við allar leiðir til þeirra gatna, sem farið var um, og meðal fólksfjöldans sem á horfði voru um 1000 leynilög- reglumenn! Og Parísarlögreglan valdi f jóra herðabreiðustu og mannborleg- ustu Ieynilögreglumennina, sem í þjónustu hennar eru, til þess að fylgjast með ferðum frú Jaq- ueline, meðan á heimsókninni stóð. Lögreglan vildi ekki láta nafna þeirra getið, en gaf þó þær upplýsingar, að það sén sömu mennirnir og gættu frú Mamie Eisenhower og Fabiolu Belga- drottningu, þegar þær heimsóttu París. Enn fremur er það skýrt tekið fram, að allir þessir lög- reglumenn séu harðgiftir! ll.síðan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.