Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 9
jflgfeg.1 N N, .laugardaginn 3. júnf 1961. 9 SéS heim í hlaS t Krísuvík. Lengst til vinstri sést bústjórahúsiS, í miðjunni vinnuskóllnn, og lengst til hægri eru gróðurhúsin fjögur og verkstæði. Það ætti að vera byggða- (Ljósmynd: TÍMINN — G.E.). hverfi hér í Krísuvík — Hér í Krísuvík á að vera byggðahverfi. Landrýmið er svo mikið hér, mörg þúsund auðræktanlegir hektarar, þótt aðeins sé talinn sandurinn, þýfið og Bleiksmýrin. Hvað þá, ef við teljum Krísuvíkur- heiðina alla, tómir móar, fyrir- taks túnstæði. Við hittum Guðmund Jóhannes- son, bónda í Krísuvík, við Kleifar- vatn, þar sem hann var að gera við girðingu. Við ■ ókum með hann heim í hlað í Krísuvík og þágum hjá honum kaffi. — Gufan streymir upp úr jörð- inni héma, rétt við húshornið. Hana má virkja til rafmagns, hit- unar og garðræktar. Það er ekki dýr orka, drengir. Þegar við höfðum raðað í okkur kaffi og kökum, fórum við út á hlað, og Guðmundur sýnir okkur staðinn, þar sem í hvirfingu standa bústjórahús, vinnuskóli og gróður- hús og stuttu neðar í hrekkunni myndarlegt fjós. — Hér er einmitt staðurinn til þess að hafa myndarlegt byggða- hverfi 10 til 20 fjölskyldna. Fólk vill hvort sem er ekki búa í dreif- býli lengur. Svona hafa þeir það á jarðhitasvæðunum austan fjalls. Hér hjá hverunum geta bæirnir staðið í hvirfingu og svo túnin í norður, austur og suður eins og augað eygir. Hafnarfjarðarbær á alla Krísu- víkina, neðan frá sjó og fram til Kleifarvatns, um 60 ferkílómetra svæði. Bærinn ætlaði í eina tíð að koma á stofn í Krísuvík miklum fyrirmyndarbúskap. Fyrir rúmum áratug voru gróð-j urhúsin reist, mjög vönduð hús íi þá daga, en hefur lítið verið haldið við síðan. Einnig var reist bú- stjói'ahús og vinnuskóli fyrir hafn- firzka unglinga yfir sumartímann. j Fyrir sex árum var svo reistur helmingurinn af þrjú hundruð kúa - sagSi Guðmundur Jónsson, bóndi, er blaðið sótti hann heim fjósi, gríðarleg bygging, 'sextíu metrar á langveginn og tuttugu á þverveginn. | Svo gáfust þeir upp á þessu. í Stofnkostnaðurinn var orðinn | gífurlegur og árlegt stórtap varð ■ á öllu saman. Og nú hefur Guð- j mundur tekið jörðina á leigu, og hefur hann 500 sauðfjár í fjósi og 1800 fermetra garðrækt undir gleri í gróðurhúsunum. — Ég hef búið síðan 1921, lengst af í Grafningnum, tuttugu ár í Króki. Annars er ég fæddur í Grímsnesinu, í Eyvík árið 1897. Eg brá búskap í Króki í hittið- fyrrahaust, lét einn soninn fá jörðina. Einhvern veginn æxlað- ist það þannig, að ég tók við bú- stjórn hér og hékk hér í eitt ár, fékk þá nóg og ætlaði að setjast í helgan stein. Samt fór það svo, að nú er ég kominn hingað aftur og hef nú, ásamt syni mínum og tengdasyni, tekið við jörðinni á leigu til þriggja ára og keypt bú- stofninn, 450 sauðfjár. Guðmundur skreppur með okkur suður í gömlu Krísuvík, þar sem byggðin var í gamla daga, norðan Arnarfells, og þar sem kirkjan stendur enn. Og við sjáum mergð gamalla og gróinna bæjartófta, því hér var í gamla daga mikil byggð. Við göngum upp að kirkjunni, þaðan sem sést vítt yfir Krísu- víkuriand og undrumst fráganginn þar í kring. — Já, þeir komu með jarðýtu hingað frá Hafnarfjarðarbæ og ætluðu að fegra til hér í kringum kirkjuna með því að slétta út bæjartóftirnar af gamla Krísu- víkurbænum, sem náttúrlega; ýtan varð kolföst í tvígang og í varð að fá trukk og mannskap til j þess að ná henni upp, en gekk samt treglega. Og ég stríði þeim með því, að Árni gamli í Krísu- vík vekti ennþá yfir bænum og varnaði þeim aðgöngu. En síðan er bæjarstæðið svona úfið og eins og ruslahaugur. En þetta var allt gert í góðri meiningu. — En þið sjáið það, hvílíkt gæðaland þetta er, segir Guð- mundur og bendir yfir. — Þetta er sauðfjárland með óendanleg- um ræktunarskilyrðum. Hér er jarðhitinn til allra hluta. j.k. i Guðmundur Jóhannesson bóndi I Krísuvík. (Ljósm.: TÍMINN — G.E.). Kvennaskólanum sagt upp I 87. sinn Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið laugardaginn 20. ma£ sl. Forsetafrúin sýndi skólanum þá vinsemd að vera viðstödd skóla- uppsögn. Var þetta 87. starfsár skólans, en kennsla hófst þar 1. okt. 1874. Brautskráðar voru að þessu sinni 47 námsmeyjar, í skólann settust í haust 228 námsmeyjar og luku 227 prófi, að meðtöldum þeim stúlkum, sem gengu undir landspróf, en þær voru 17. HÆSTU EINKUNNIR Forstöðukona skólans, frú Guð- mátti alls ekki gera, þetta eruj rún P. Helgadóttir, gerði grein fornminjar. Ekki fóru þær lag-! fyrir starfsemi skólans þetta skóla færingar samt betur en svo, að _______________i___ 60 metra langa fjósia I Krísuvík (Ljósm.: TÍMINN — G.E.). árið og skýrði frá úrslitum vor- prófa. Hæsta einkunn í bóklegum greinum á lokaprófi hlaut að þessu sinni Sigrún Ásgeirsdóttir, námsmær í 4. bekk Z, 9.15. í 3. bekk hlaut Eina Sigurðardóttir, hæsta einkunn, 9.03, í 2. bekk Frfður Ólafsdóttir, 9.30 og í 1. bekk Helga Guðmundsdóttir, 9.04 Miðskólaprófi iuku 41 stúlka, 61 unglingaprófi og 61 prófi upp í 2. bekk. Sýning á hannyrðum og teikningum námsmeyja var hald in 14. og 15. maí, og var hún vel sótt. GJAFIR VERÐLAUN O. FL. Þá minntist forstöðukonan á gjöf, sem skólanum hefði borizt í janúarmánuði sl. Við fráfall Þuríðar Lange gáfu námsmeyjar hennar minningargjöf í sjóð þann, er frú Þuríður gaf skóla sínum. Frú Þuríður var handavinukenn- ari við Kvennaskólann um 30 ára skeið og ávann sér traust og vin- áttu allra, sem henni kynntust. Risu viðstaddir úr sætum og vott uðu hinni látnu merkiskonu virð rigu sína. Fyrir hönd Kvennaskólanem- mda, sem brautskráðust fyrir 50 .irum, mælti frú Guðrún Snæ- björnsdóttir. Færðu þær skólan- um virðulega gjöf og óskuðu hon um allrar blessunar. Frú Hulda Sigurjónsdóttir mælti fyrir hönd þeirra, er brattt skráðust fyrir 25 árum og færðu skólanum gjöf í minningu um frk. Ingibjörgu H. Bjarnason hina látnu forstöðukonu. Námsmeyjar sem brautskráðust fyrir 10 árum, gáfu mikla bókagjöf í safn skól- ans, og námsmeyjar, sem braut- skráðust fyrir 5 árum færðu skól- anum einnig mikla vinargjöf. Þakkaði forstöðukona eldri nem- endum alla þá vinsemd og tryggð, sem þeir hefðu ávallt sýnt skóla sínum og kvað skólanum mikinn styrk að vináttu þeirra. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melstað hlaut Sigrún Ásgeirs dóttir, 4. bekk Z. Eru þau veitt fyrir ágæta ástundun og glæsi- legan árangur við bóklegt nám. Ragnheiður Karlsdóttir 4. bekk C hlaut einnig verðlaun fyrir ágæt- an námsárangur á lokaprófi. Verð laun fyrir beztu frammistöðu í fatasaumi voru veitt úr Verðlauna sjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut Sigrún Bjarnadótt ir, 4. bekk Z. Verðlaun úr Tom- senssjóði fyrir beztan árangur í útsaumi hlaut Ásdís Sæmundsdótt ir 3. bekk C. Elli og hjúkrunar- heimilið Grund veitti námsmeyj- urn Kvennaskólans verðlaun. Var (Framhald á 13. síðu.J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.