Tíminn - 03.06.1961, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, If’ugardaginn 3. júnf 19$L
Aldrei meiri einhugur,
aldrei meiri samúð —
segir Guðmundur J. og Einar Guðbjörns-
son tekur í sama streng.
f kjallara Alþýðuhússins
voru eitt sinn haldin heims-
fræg böll og mikið um dýrðir.
Nú er þar margt um manninn,
en enginn er þar samt í gleð-
skaparerindum. Verkfallsverð-
ir Dagsbrúnar hafa þar bæki-
stöð sína um þessar mundir
og fylgjast þaðan með því að
verkfallinu sé réttilega fram-
fyigt.
Blaðamaður Tímans leit þangag
inn um daginn og spurðist fyrir
um gang mála.
Það er ekki auðhlaupið að ná
tali af foringja verkfalls'manna,
Guðmundi J. Guðmundssyni, hann
á í mörg hom að líta og hálfur
bærinn virðist eiga við hann er-
indi. Meðan við biðum færis að
krækja í Guðmund, tókum við
tali einn verkfallsvörðinn, Einar
Guðbjömsson, verkamann. Einar
hefur unnið hjá togaraafgreiðsl-
unni frá því hann gerðist land-
krabbi eins og hann orðar það.
— kvert er starf verkfallsvarða
og hvernig er það skipulagt?
— Við lítum eftir því að verk-
fallið sé ekki brotið, svarar Ein-
ar. Við höfum ekki fasta verk-
fallsvakt neins staðar enn sem
komið er. En við efum á ferðinni
fram og aftur og höfum eftirlit
með vinnustöðvum. Fram að
þessu hafa ekki verið nein alvar
leg eða ítrekuð brot. Við fáum
upplýsingar utan úr bæ ef gmn
ur leikur á verkfallsbroti og
þjótum þá á staðinn. Þetta er
ekki skipulögð njósnastarfsemi,
síður en svo, þetta kemur allt
sjálfkrafa. Við fáum jafnvel upp
lýsingar frá fólki, sem ekki tekur
neinn þátt í lv:;su.
Við höfum farið á alla staði í
lögsagnarumdæmi Eeykjavíkur og
mjög óvíða hafa verið brögð að
verkfaEsbrotum. Það verður að
segja vinnuveitendum til verðugs
lofs að þeir sýna fullan skilning
á baráttu okkar, vel flestir. Til
dæmis höfum við farið í öll frysti
húsin og ’hvergi voru menn að
starfi, forráðamenn þeirra höfðu
látið ganga frá öllu kvöldið áður
en verkfallið hófst.
— Hvernig eruð þið búnir und
ir verkfaliið?
— Flestir okkar hafa auðvitað
búizt við verkfallinu lengi, en
vegna þess hve kaupið hefur ver
ið lítið, hefur ékki nema fáum
tekizt að leggja fyrir. Við eigum
að vísu verkfallssjóð en hann er
mjög takmarkaður. En við erum
mjög ákveðnir í því að láta pen-
ingaleysi ekki verða okkur fjötur
um fót, því getur íhaldið stungið
hjá sér. Við látum ekki svelta
okkur út. í lengstu lög reynum
við að hjálpa þeim sem verst eru
staddir.
— Hafa orðið nokkrar róstur
á vinnustöðum milli verkfalls-
brjóta og varða?
— Ekki blóðnasir, hvað þá
meira, og það er alveg nýtt í verk
falli. En við erum ákveðnir að
fara út í harðneskju, ef í það fer.
Það er annað mál. En allt hefur
gengi friðsamlega fyrir sig. —
En við erum búnir að bíða svo
lengi, sýna af okkur svo mikið
langlundargeð og aldrei örlað á
kjarabótum eða neinu í þá átt, að
nú ætlum við að sýna þeim hina
hliðina.
Nú ,.er -kallað í Einar, hann
þarf í leiðangur út í bæ með mönn
um sínum, fregnir hafa borizt af
verkfallsbroti á ákveðnum stað.
Hann bíður ekki boðanna, en
hleypur i skyndi.
Það er sífeUdur straumur
manna í bækistöðvar verkfalls-
manna, þeir ganga ýmislegra er-
inda, biðja um undanþágur, aðrir
segja frá því að verkamenn hafi
sézt að starfi á vissum stöðum,
það þarf að athuga.
Þarna er kcminn maður frá
Volvo með tvo viðskiptavini sína
með sér, þeir voru nú komnir að
sækja nýju bílana sina en þá kom
í Ijós að þeir voru lokaðir inni
hjá BP, höfðu verið þar í geymslu
og fengust ekki út. Guðmundur
J. lofar að athuga málið, honum
finnst ekki nema sanngjarnt að
mennimir fái bílana sína og hann
fær sér í nefið upp á það. —
Þarna er ungur iðnnemi sem ætl
aði í sveinspróf, hann fær ekki
afgreitt timbur í sveinsstykkið
sitt. Við vitum ekki betur en hann
hafi fengið undanþágu líka. En
I
flestir, raunar langflestir fara
algera erindisleysu, fá enga úr-
lausn mála sinna. Verkfall er
verkfall.
— Við veitum ekki undanþágur
nema lögregluliði og sjúkraliði,
sagði Guðmundur mér, við höf-
um einnig veitt Loftleiðum und-
anþágu til föstudags með utan-
landsflug, félagið stæði annars
höllum fæti gagnvart erlendum
keppinautum. En slíkar undan-
þágur eru ekki veittar nema rétt i
í fyrstu. Forstjórar hafa komið
til okkar í löngum bunum og rak-
ið raunir sínar, að fyrirtæki þeirra
eigi allt í húfi ef reksturinn stöðv
ast. Þessum mönnum er ekki
hægt að veita neina úrlausn,
hversu fegnir sem við vildum.
Annars hefði verkfallið misst til-
gang sinn. En við reynum í lengstu
lög að sjá fólki fyrir brýnustu
nauðþurftum, t.d. mjólk. Við lít-
um einnig á bændur sem sam-
herja okkar í kjarabaráttunni.
— Hafa orðið nokkur átök?
—: Nei, svaraði Guðmundur.
Við höfum að vísu orðið að stöðva
vinnu á ýmsum stöðum, einkum
í sambandi við verksmiðjur. Þeir
sem annast flutning á efni að og
frá verksmiðjunum, eru allir
(Framnald a <iou
Guðmundur J. Guðmundsson við vinnu sína.
höfnina um síðustu páska,
en þá skoðuðu flughöfnina
um 50 þúsund gestir, auk
flugfarþega, þá hefur Eiff
eltuminn þegar beðið lægri
hlut, því að á sama tíma
heimsóttu hann „aðeins“
15.600 gestir.
Allt er gert til þess að
gleðja augað og gera gest-
um og farþegum sem auð-
veldast fyrir. Hvarvetna
Frá hinum glrnilegu matsölustöð-
um er hið glæsilegasta útsýni yf-
ir flughöfnina. Þar er boðið upp
á franska og alþjóðlega réttb
með ótrúlegum kjörum.
eru útsýnissvalir með fjöl-
mörgum þægindum og geta
gestir dvalið þar eins lengi
og þeir kjósa gegn smá-
vægileri greiðslu. í flug-
höfninni er fjöldi hinna
glæsilegustu matsölustaða,
sem hafa upp á að bjóða
franska og alþjóðlega mat-
árrétti fyrir ótrúlega lágt
verð — og ekki skortir
minni staðina fyrir þá,
sem aðeins vilja fá sér
snarl. Flugfarþegar er um
hina nýju flughöfn hafa
farið, hafa yfirleitt þá sögu
að segja, að þar hafi tek-
izt að útrýma hinni leiðin
(Framhald á 13 síðu.)
Til skamms tíma hefur
Eiffelturninn verið helzta
aðdráttaraflið fyrir hina
fjölmörgu ferðamenn er
París heimsækja, enda hef-
ur hann um langan aldur
verið táknmynd hinnar
glaðværu heimsborgar. En
nú fyrir skömmu hefur
frönskum verkfræðingum,
listamönnum og tæknifræð-
ingum tekizt að skapa aðra
táknmynd, sem ef til vill á
eftir að hafa enn meira að-
dráttarafl fyrir ferðamenn
en sjálfur Eiffelturninn,\en
það er hin glæsilega Orly-
flughöfn, sem tekin var í
notkun fyrir skömmu og
vígð af sjálfum De Gaulle.
Ef dæma má eftir fjöld-
anum, sem heimsótti flug-
Orly - fhigvöllurinn vekur
meiri áhuga en Eiffelturn
Ein af hinum mörgu útsýnissvöl-
um í Orly-flughöfninni. Hérna er
Boing farþegaþota frá Air France
rétt að leggja af stað til New
York. Fremst á myndinni sést
hluti af hinu'mikla hátalarakerfi,
sem komið hefur verið upp í flug
höfnlnnl.