Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 2
T f M IN N, fimmtudaginn 20. júlí 1961. Loftleiðir fá f jórðuGeimfsko*' Cloudmastervélina Á aðalfundi Loftleiða, sem; haldinn var 15. júní s.l., skýrði formaður félagsstjórnarinnar, Kristján Guðlaugsson hæsta-j réttarlögmaður, frá því, að forráðamenn Loftleiða teldu! nauðsynlegt að kaupa á hausti komanda fjórðu Cloudmaster- flugvélina til þess að full- nægja flutningaþörfinni. í fundarlok samþykktu hluthaf- ar einróma áskorun til félags- stjórnarinnar um að hefja hið fyrsta undirbúning flugvéla- kaupanna. Laugardaginn 13. þ. m., réttum mánuði eftir samþykkt aðalfundar- ins, voru samningar undirskrifaðir í New York milli stjórnar Loft- kiða og forystumanna Pan Ameri- can World Airways um flugvéla- kaup, en þá seldi Pan American Loftleiðum .fjórðu Cloudmaster- flugvélina.i Er hún systurskip hinna þriggja, og, hin síðasta og þar með yngsta í þeirri röð Cloud- masterflugvéla, sem framleiddar voru af D ouglasverksmið j unum fyrir Pan American. Kaupverð nýju flugvélarinnar er svipað og hinna fyrri, en þó öllu hagstæðar’a Loftleiðum, og greiðsluskilmálar eru sanngjarnir af hálfu seljenda, sem töldu sig að þessu sinni ekki þurfa að kref j ast ríkisábyrgðar til tryggingar því sem ógoldið var af kaupverðinu við undirritun samninga. Flugvél- in verður afhent Loftleiðum hinn 12. ágúst n. k. Fyrst um sinn ver'ður nýja flug- vélin notuð til þess að fara þær aukaferðir, sem nauðsynlegar eru í sumar og haust vegna hinna sí- vaxandi farbeiðna, sem Loftleiðir hafa ekki getað orðið við með fyrri flugkosti, og einnig til þjálfunar áhafna. Auk þess sem eldri áhafn- ir félagsins þurfa að vera í stöð- ugri þjálfun, þá er’ nauðsynlegt að útskrifa 5 nýjar áhafnir vegna þessa aukna flugkosts. Síðar mun flugvélin verða tekin til flutning- anna í hinu venjulega áætlunar- flugi Loftleiða milli Evrópu og Ameríku. Vegna væntanlegs ann- ríkis verður fyrst um sinn einung- is skipt um félagsmerki og ein- kennisstafi flugvélarinnar, en síð- ar verður hún auðkennd með fé- lagslitum Loftleiða, og veiður' henni þá gefið heiti. Eftir að nýja flugvélin kemur til sögu, verður Loftleiðum unnt' að flytja samtímis 320 fullorðna farþega, auk fjögurra áhafna. Að þeim viðbættum er sennilegt, að, á næstunni megi gera ráð fyrirj að 350 manna hópar verði samtím-' is í lofti með flugvélum félagsins á leiðum þess austur og vestur yfir Atlantshafið. enn frestað i NTB—Canaveralhöfða, 119. júlí. Skoti annars geimfara Bandaríkjamanna, sem gera átti fræga ferð í morgun, var frestað vegna óhagstæðra veðurskiiyrða, og bíður nú Virgil Grissom til föstudags, er reyna á enn að koma hon- um út í geiminn eftir hádegið. í morgun hafði geimfari þessi beðið stundum saman í öllum her- klæðum og fitlað við stjórntækin liggjandi í geimhylkinu. Áður en hann fór um borð, játaði hann að vera hræddur. í tilkynningu bandarísku geimkönnunarstjórnar- innar í dag segir, að skotinu hafi verið frestað vegna mikils skýja- þykknis í 5—6 kílómetra hæð yfir skotstöðinni. Alskýjað var á Cana- veralhöfða, er skotinu var frestað aðeins 10 mínútum áður en það skyldi hlaupa. Varöberg, fél. ungra áhuga- manna um vestrænt samstarf Félagií stofnaíi í fyrrakvöld af liÖlega hundrat$ ungum mönnum úr lýíræíisflokkunum þremur 63 fórust NTB—Buenos Aires, 19. júlí. Argentísk farþegaflugvél með 63 innanborðs steyptist í dag til jarðar um 250 kíló- metra frá höfuðborginni. Eng- inn komst lífs af. Áhöfnin var 6 manns. Allir hinir farþegar., Katangaher á vald Mobutu í fyrrakvöld var haldinn stofnfundur félags ungra á- hugamanna um vestræna sam- vinnu. Heiti félagsins er „Varðberg". Stofnendur fé- lagsins voru rúmlega hundrað talsins úr öllum lýðræðis- flokkunum þremur. Undirbúningsnefnd að stofnun félagsins var skipuð þeim Guð- mundi Garðarssyni, Sigurði Guð-' mundssyni og Jóni Eafni Guð- mundssyni. Guðmundur Garðars- son hafði framsögu um málið, en Bjarni Beinteinsson las upp upp- kast að lögum félagsins og s'kýrði þau. Samningsuppkastig var sam þykkt í einu hljóði . Lög félagsins eru þannig úr garði gerð, að tryg’gð eru jöfn Bolzanomál ið fyrir S.þ. NTB—New York, 19. júlí. Austurríkismenn hafa nú öðru sinni lagt deiluna við ítali út af hinu þýzkumælandi landamærahéraði, sem nú nefnist Bolzano en flestir kannast bezt við undir nafn- inu Suður-Týról, fyrir alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna. áhrif lýðræðis.flokka'nna þriggja í stjórn félagsins og hlýtur hver stjórnmálaflokkanna, formann fé lagsins á þriggja ára fresti. Markmig félagsins er að kynna stefnu, markmið og störf Atlauts- hafsbandalagsins og stuðla að auk inni samvinnu vestrænna lýðræðis ríkja á sem flestum sviðum. Stjórn félagsins kýs sér sjálf formann. í stjórn voru kjörnir: Jón Rafn Guðmundsson, Einar Birnir, -'óhannes Sölvason, Gunn- ar G. Schram, Bjarni Beinteinsson, Björgvin Vilmundarson, Björn Jóhannsson, Stefnir Helgason og Guðmundur Garðarsson. Voru þeir kjörnir einróma. Óttar Þorgilsson fulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu var gest- ur fundarins og færði kveðjur frá dr. Stikker framkvæmdastjóra At lantshafsbandaJagsins. ViSræSur viS opin bera starfsmenn hafnar Samningaviðræður hófust í fyrra dag við opinbera starfsmenn. Fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar annast þeir Sigtryggur Klemenzson og Gunnlaugur Briem viðræðurnar, en í samninganefnd B.S.R.B. eru þeir Kristján Thorlacius, Júlíus Björnsson, Guðjón Baldvinsson, I Teitur Þorleifsson og Magnús , Eggertsson. — Búist er við að við- ræðunum verði haldið áfram | næstu daga. Opinberir starfsmenn I fara fram á samtals 33.8% kaup- hækkun. i Höfu(Jhögg Framhaid al 3 síðu. , fylgt inn á Slysavarðstofuna af tveim mönnum. Þessir menn hurfu, án þess a8 hægt væri að hafa tal af þeim. Maðurinn, sem meiðslin hlaut, segist hafa verið þá um nóttina í ! fiskbúð á Grundarstíg 2. Hafi þar verið ráðizt á hann og séu meiðsiin afleiðing þess. Að öðru leyti man maðurinn ekkert til ferða sinna| né heldur hverjir voru með hon- um um nóttina. Það eru tilmæli rannsóknarlög- reglunnar, að bílstjórinn, sem ók hinum slasaða til Slysavaiðstofunn ar og mennirnir, er fylgdu honum þangað inn, gefi sig fram hið bráð asta. Ennfremur æskir hún þess,; að þeir, sem einhverjar upplýs- ingar geta gefið um málið, láti hana vita. Álaskipið (Framhald af t siðu). búizt vig. því að þeir yrðu út all- an veiðitímann, sem stendur út septembermánuð. Tálið er að eitt- hvert sundurlyndi hafi verið með þeim og Lofti Jónssyni, sem stend- ur fyrir þessum veiðum, og því hafi þeir farið til síns heima. Loftur og félagi hans munu þó ekki hafa í hyggju að gefast upp, en halda sjálfir áfram veiðunum. Talið er að bezti tíminn til ála- veiða sé framundan, þar sem betra mun að stunda veiðarnar í dimmu. Er því líklegt að veiðar þessar haldi áfram út septembermánuð, ef ékki kemur neitt nýtt upp á teninginn, sem hamlað gæti veið- um. Eins og kunnugt er, var álnum komið fyrir í vatnsheldum stíum í lest skipsins, sem flytur hann, og rennur sjór stöðugt um þessar stíur. | Landhelgin I (Framhald al I síðu) inga til að tilkynna Þjóðverjum — ; eins og Bretum, ef hún hyggst stækka landhelgina og veita þeim jsama sjálfdæmi um að skjóta mál- | inu til erlends dóms. Enginn vafi | j er á því, að nú munu æ fleiri j þjóðir koma í kjölfarið og varla unnt að neita þeim um þessi fríð- indi, svo að nú má segja, að fisk- , veiðilandhelgin hafi verið opnuð fyrir öllum þjóðum. Verður svo | vafalaust komið áður en langt líð- ur, að við verðum orðnir tilkynn- ingarskyldir við fjölda þjóða, og þær hafa yfir okkur dómskotsrétt hver um sig. Nánar er um málið rætt í forystugrein blaðsins í dag. Að lokinni stjórnarkosningu! héldu þessir menn ræður: Jón' Skaftason, alþm., Sigurður Helga-i son, Lárus Jónsson, Jón Rafn Guð'j mundsson, Gunnar Schram og Unnar Stefánsson. — Fundarstjóri var Jón Rafn Guðmundsson. NTB—Elizabethville, 19. júlí. Katangastjórn undirritaði í dag sanining við Mobutu ofursta yfinnann herja Leopoldviile- stjórnarinnar, og er það efni samningsins, að her Katanga verður framvegis undir stjórn Mobutu. Það er einnig talið, að lier Suður-Kasai-héraðs verði einnig undir stjórn Mobutu, en það er haft eftir heimildum, sem Fastafulltrúi ríikisins hjá þjóða samtökunum, dr. Franz Zatsch, lagði í dag til, að málið yrðj sett á dagskrá allsherjarþingsiná, sem kemur saman 19. september, en í dag var síðasti dagur til að til- kynna um mál, verða skulu á þeirri dagskrá, sem sett er upp til bráðabirgða. Zatsch lofaði að birta greinargerð um sjónarmið Aústurríkismanna í máli þessu II Iétust í Barce- lona NTB—Madrid, 17. júlí. 11 manns létust og 30 særð- ust, er eldur brauzt út í leigu- íbúðahverfi í Barcelona í dag. Öll slökkvilið borgarinnar voru kölluð á vettvang til þess að berjast við hið volduga bál og reyna að bjarga fólkinu. Skáksamband íslands gengst fyr ir hraðskákkeppni í Breiðfirðinga- búð í kvöld til undirbúnings Norð- urlandamóti í skák, sem hefst á föstudaginn í Gagnfræðaskóla Herbúnaður vegna Berlínar? (Framha’c aí 3 s;ou- löglausar ráðstafanir til þess að koma vilja sínum fram. .. Fundur í París Kennedy staðfesti, að utanríkis-i ráðherrar vesturveldanna myndu' koma saman til viðræðufundar um Berlínarmálið í París í byrjun ág,- mánaðar, en auk þess yrðu einn-, ig önnur mál á dagskránni. Talið snerist að bandalagsþjóðum Bandaríkjanna, og lét forsetinn það álit í ljós, að bæta yrði skipu j iag NATO, svo að bandalagið yrði fljótara í svifum og hvers konar samráð tækju skemmri tima en nú er. Auk þess þyrfti samvinnan ag ná til fleiri sviða. Kennedy tók fram á blaðamannafundinum, að hann bæri fyllsta traust til' Chester Bowles aðstoðarutanríkis- ráðherra, en hins vegar væri ekki útilokað* ag hann kynni að fá ann að embætti. Undanfarið hefur ver ið mikið um það rætt, ag Kennedy væri óánægður með Bowles. en á blaðamannafundinum tók forset- inn svo til orða, að hann vonaði að Bowles ynni í núverandi stjórn Bandaríkjanna meðan hún væri Síldin (Framhald af 1 síðu). samanlagt 17,900 mál og funnur. Á Seyðisfirði var saltað af krafti í allan gærdag, en mörg skip bíða með síld til br'æðslu. Þar er nú búið að salta alls í á þrettánda þúsund tunnur og heild arbræðsla er orðin um það bil 25 þúsund mál. Tæplega 5 þúsuncl mál bíða nú bræðslu. Unnið var við að losa tunnur úr öðru síldar- fiutningaskipinu í gær og> byrjar það væntanlega síldarflutninga strax og því vei’ki er lokið. I gær og í fyrrinótt komu mörg skip frá Austfjarðamiðunum til Siglufjarðar með' síld í bræðslu, og iögðu þau bæði upp hjá Rauðku og Síldarverksmiðjum ríkisins. Rúmlega tuttugu klukkustunda sigling er til Siglufjarðar fyrir flesta bátana, en skipstjórum finnst borga sig að fara þangað, því að margra sólarhringa bið er á mörgum Austfjarðahöfnum. Ægir var að Ieita síldar á Kol- beinseyjarsvæðinu í gær, en varð ekki var. Þó fullyrða skips- menn, að síldin eigi eftir að koma norður fyrir í nýrri göngu, á hverju sem það er byggt. Áta mun hafa verið iítil á svæðinu. Neskaupsfaður Miklu minni síldarafli barst til Neskaupstaðar í gær en undanfar- ið, enda svarta þoka á miðunum í fyrrinótt og síldin stygg. Mörg skip bíða með síld í bræðslu og munu nú vera óbrædd um 10 þús. mál og þýðir það þriggja sólar- hringa bið fyrir marga bátana. Margir hafa valið þann kostinn að sigla til Siglufjarðar, þótt þang að sé um 02 klst. stím. Enn er nær tunnulaust, enda ómynd að þeirri sendingu, sem barst. Dugði hún skammt. Af skipum, sem hér liggja með afla má nefna: Mímir 800, Helga 700, Þorbjörn 950, Guðbjörg 900, Gissur hVíti 500, Þráinn 500, Þor- grímur 600, Keilir 850, Sæfari 600, Tálknfirðingur 750 og Haf- þór 550 mál. Á Eskifirði og Reyðarfirði var saltað af fullum krafti í fyrradag og nokkuð einnig í gær. FáskrúSsf jörður Á Fáskrúðsfirði er nú búið að salta í um 2500 tunnur, og stóð söltun yfir í gær. Tunnulaust hafði verið þar, en á þriðjudagsmorgun- inn kom Baldur þangað með 775 tunnur. Ein söltunarstöð er á Fá- skrúðsfirði, og er það hraðfrysti- húsið, sem hefur hana. Engin söltun var -á Fáskrúðs- firði frá því um miðjan dag í gær, þar sem engin síld hafði borizt þangað, en von var á skipum með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.