Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 7
^TÍMfrM-N, fámntodaginn 20. jnlí 1961. 7 Thor Thors flytur ræðu í hófi Loftleiða í nýju skrifstofunum. íórglæsilegar nýjar skrifstofur Loftleiða í hjarta York Miðvikudaginn 12. þ. m.1 opnuðu Loftleiðir nýja sölu- skrifstofu í Rockefeller Cent- er í New York. Öll stjórn Loftleiða var stödd í New York þenna dag, og hafði hún boð inni í tilefni þessa nýja áfanga í þróunarsögu félagsins. Til hófs þessa kom ambassador íslands í Bandaríkjunum, hr. Thor Thors, fréttaritarar írá ýmsum stórblöðum, forystumenn á ýmsum sviðum flugmála, forstjórar ferða- vskrifstofa og annarra viðskipta- fyrirtækja Loftleiða í New York, auk allmargra starfsmanna félags- ins. KI. 4 hófst blaðamannafundur í hinum nýju húsakynnum: en kl. 5 komu aðrir gestir, og eftir að menn höfðu litazt um í skrifstof- unni nýju, var haldið til salar- kynna í Hollands House, þar sem veitingar voru fram bornar. Nýja söluskrifstofan er á götu- hæð í Rockefeller Center, rétt við mikla ferðamanna- og umferða- miðstöð, þar sem skautasvell er á vetrum en veitingastaður, umluk- inn fánaborg, á sumrum, og munu fléstir þeir Islendingar, sem til New York hafa komið, kannast við þann stað. Öll stærstu flugfé- lögin hafa skrifstofui1 á þessúm stöðum, og er þarna svo fjölf^rið, að talið er að um 15 milljónir manna eigi árlega leið framhjá hinum nýju skrifstofum Loftleiða, en vegna þess er sá staður vand- fundinn í hjarta New York borg- ar, sem ákjósanlegri væri þess- um. Allur útbúnaður skrifstofunnar er í senn mjög nýtízkulegur, en þó íslenzkur að yfirbragði. Húsgögn eru dönsk, finnsk og norsk, lit- ’ myndir á veggjum frá þeim Evr- ópulöndum, þar sem Loftleiðir hafa bækistöðvar. Á aðalvegg eru þrjú stór málverk Ásgrims Jóns- sonar. Eru það allt frummyndir, sem lánaðar hafa verið til-New York. Þetta eru hin fegurstu lista- verk, sem vöktu miikla athygli. Hafa Loftleiðir í hyggju, að fá síðar frummyndir annarra lista- manna að heiman til þess að geta jafnan sýnt í skrifstofum sínum eitthvað af því, sem hæst ber á hverjum tíma í íslenzkri myndlist. Þá ei' skrifstofan einnig prýdd sýningamunum frá leirmunagerð- inni GLIT í Reykjavík, og þóttu þeir listilega gerðir. Fleira er í skrifstofunni að sjá góðra gripa íslenzkra. Fjórir afgreiðslumenn geta nú unnið samtímis í skrif- stofunni, en svæði er þar, sem á- kveðið hefur' verið að bjóða Ferða skrifstofu ríkisins til landkynn- ingar, en þá kæmi þar afgreiðslu- borð fyrir stúlku, sem gæti veitt almennar upplýsingar um ísland, eh fyrirspurnir um möguleika ferðamanna til að koma hingað eru nú sívaxandi vestra. í hinni nýju skrifstofu véiður einungis afgreiðsla farbeiðna, en öll önnur skrifstofuþjónusta verð- ur innt af hendi í húsnæði á 6. hæð í Rockefeller Center. , j Eftir að gestir Loftleiða, sem j voru um 150, höfðu þegið veitingar I í Halland House, bauð fram- kvæmdastjóri Loftleiða í New York mr. Robert Delany, menn velkomna með stuttu ávarpi, og kynnti svo aðia ræðumenn. Krist-, ján Guðlaugsson, hæstaréttarlög- maður, formaður stjórnar Loft- leiða, flutti ræðu og lýsti m.a. yfir ánægju félagsins vegna þessa glæsilega áfanga á þróunarbraut þess, og þakkaði öllum, sem þar áttu góðan hlut að máli. Þá flutti Thor ambassador bráðsnjalla ræðu og kom víða við. Þakkaði hann m.a. forystumönnum Loft- j leiða á þan hátt, sem vaxandi starf [ semi félagsins hefði átt í auknum og bættum samskiptum íslendinga og Bandaríkjamanna. Að loknum ræðuhöldum voru sýndar fagrar litskuggamyndir, sem Bandaríkjamaðurinn Mr. Gall agher hafði tekið á íslandi, en að lokum var gestum boðið að skoða j hina nýju kvikmynd Kjartans Ó. Bjarnasonar: „This is Iceland". Þá fengu menn enn veitingar, og lauk svo hófi Loftleiða. I !?4iafEiHrafgJHiHmraianrafHiBic!iHiHjaraiaiHmHiafHiHrajHrafEiHninafar^JErafamrEi jafafamraniiaiTam^iEiiHaíHiHiErBJ^JiiHJHiHErBiaiarajHfam i. Óneitanlega gleður það okkur, austfirzku útlagana, í hvert sinn er háttvirt Alþingi minnist átthaga okkar eystra! Og það gera þing- menn vorir öðru hverju. Og stund- um bera þeir fram tillögur á þeim vettvangi. Eru þær óefað allaf af fóðum toga spunnar, en alloft eigi að sama skapi vel unnar, þ. e. a. s. þaulhugsaðar. Fellur því oft í okk- ar hlut, útlaganna, að athuga mál- in með sérstöku átthaga-hugarfari og þeirri þekkingú, sem við höfum yfir að ráða. Kemur þá alloft i ljós, að sínum augum lítur hver silfrið. Á síðasta alþingi kom fram til- laga um athuganir á hafnargerð við Héfaðsflóa. Þetta er allgömul hugmynd, og að því er virtist, mjög þörf og aðkallandi á sínum tíma. En nú hugðum við útlagarnir hana algerlega úrelta, og furðaði því mjög, er hún birtist í ratsjá alþingis að þessu sinni. Og á skemmri tíma en 70 árum gleym- ast margar góðar hugmyndir — og fyrnast, svo að eigi framar er við þeim hreyft né hróflað. í III hefti „Austurlands“ (Bóka- útg. Norðri 1951) ritaði’ Halldór alþm. Stefánsson og forstjóri afar merkan þátt og ágætan um „Sigl- ing á Lagarfljótsós" og rekur þar mjög rækilega sögu þessa máls frá um 1890 og fram yfir aldamót („Ausutrland" III. bls. 94—104). Er þar mikinn fróðleik að fá um áhuga bænda á bættum samgöng- Helgi Valtýsson, rithöfundur: Orðið er frjálst: HÖFN ViÐ HÉRAÐSFLÚA um og aðflutningi á þennan hátt. Segir höfundur m. a.: „Torleiði Fljótsdalshéraðs til samgangna og aðdráttar yfir fjöll og heiðar vöktu eðlilega þá hugs- un íbúa héraðsins, hvort ekki mætti takast að sigla með vörur inn um Lagarfljótsós." — En þá var ósinn opinn og tiltölulega beinn fram til sjávar. Rekur síðan höfundur sögu hinna mörgu og misjafnlega misheppnuðu tilrauna sem gerðar voru þar öðruhvoru fram yfir aldamót. II. Síðan um aldamót hefur máli þessu verið lítili gaumur gefinn. Enda er nú öidin önnur um sam- göngur allar á þessum slóðum. Nú eru allsæmilegir bílvegir um allt Fljótsdalshérað. og stór flugvöllur við Lagarfljótsbrú. Á Egilsstöðum er nú vegur yfir og vegur á alla vegu: Nær daglegar flugferðir. bílvegir um Fjarðarheiði til Seyð- isfjarðar og um Fagradal til Reyð- arfjarðar. Þó eru bílvegir þessir eigi færir til stórflutninga á vetr- Athyglisvert mál á sínum tíma, en nú úrelt um nema öðru hverju og langtím- um saman aðeins snjóbílum ein- um. Er hér ef til vill að leita upp- sprettu framangreindrar tillögu á síðasta alþingi um höfn við Hér- aðsflóa. Auðvitað er hafnargerð við Hér- aðsflóa engin fjarstæða frá verk- fræðilegu sjónarmiði. Og traustar hafnir hafa verið byggðar gegn opnu úthafi með allmiklu þyngri sjóum en Héraðsflói hefur upp á að bjóða. Nefni ég þar til dæmis Andanesshöfn á Andey í Norður- Noregi og höfnina á Vargey (,,Vardöy“) í Austur-Finnmörku. Þar verja afarmiklir hafnargarðar og öflugir stórt fiskiver og smábæ gegn ægiveldi Norður-íshafsins. Voru þetta afar dýrar hafnir og míkii manr.virki. en óhjákvæmi- legar á báðum þessum stöðum. En svo er alls ekki með höfn við Hér- aðsflóa! III. Nú er í örum vexti allglæsileg miðslöð, — eðlileg og æskileg til vörudreifingar um allt Fljótsdals- hérað, — að Egilsstöðum við Lag- arfljótsbrú. Það-er þegar vegur á alla vegu, á láði og í lofti. Næstu hafnir eru Seyðisfjörður (26 km.) og Reyðarfjörður (35) km). Hvor. leiðin um helmingur vegalengdar-1 innar út til hugsanlegrar hafnar! við norðanverðan Héraðsflóa, hvort sem yrði í Keri eða enn utar! En þangað yrðu Héraðsbúar að sækja, i lengst að allt Fljótsdalshérað á ■ enda. fram og aftur. Ég fjölyrði ekki frekar um fjár-! hagshlið máls þessa, enda yrðu það aðeins „sennilegar ágizkanir“ ein- ar En auðvitað yrði traust höfn og örugg á þessum stað. með nauðsynlegum hafnarvirkjum og byggingam. mjög dýr. Þar við (Framhald á 13. síðu). ^ Á víðavangi Lánasamdrátturinn og kreppustefnan Samkvæmt „viðrcisnarlögmál- inu“ var það stórhættulegt að sparifé landsmanna væri í um- ferð í útlánum til framleiðslunn ar. Ennfremur töldu hómópat- arnir að allt of mikið hefði verið Iánað út á afurðír framleiðslu- atvinnuveganna í formi afurða- víxla í Seðlabankanum. Hluti af sparifénu var því fryst 1 Seðla- bankanum cig dregið úr útlánum út á afurðir. Um miðjan maí var búið að taka 150 milljónir af sparifé Iandsmanna úr umferð og afurðalánin höfðu minnkað stórlega, þannig ag lánasamdrátt urinn í heild nemur því orðið hundruðum milljóna, þrátt fyrir stóraukna rekstursfjárþörf fram leiðslunnar, vegna gengisfelling arinnar og dýrtíðarinnar. Menn verða einnig að hafa í huga, að eftir gengisfellimguna minnkaði framkvæmdamáttur krónúnnar stórkostlega og því hefði þurft mikla aukningu á útlánununl til framleiðslunnar til þess eins að halda í horfinu. ánasamdráttur- inn er því í raun miklu meiri en tölur í hagtíðindum gefa til kynna, þar sem ekld er tekig til- lit til þess, að nú þarf miklu fleiri krónur en áður til að fram kvæma sama hlutinn. Ef þessari kreppustefnu verð- ur haldið áfram mun það stöðva framfarasókn og framleiðslu- aukningn þjóðarinnar. Þannig er „viííreisnin“ Dagur á Akureyri segir svo m.a. um stjórnarstefnuna og afleið- ingar hennar, loforðin og efnd- irnar: „íhaldið ætlaði að kveða dýr- tíðarófreskjuna niður í eitt skipti fyrir öll, stöðva skulda- söfnun erlendis, koma atvinnu- vegunum á traustan grundvöl efnalega, auka alhliða fram kvæindir og uppbyggingu, auka sparnað og örva sparifjármynd- un, innleiða frelsi í athöfnum á viðskiptasviðinu, afgreiða hóf leg fjárlög í anda sparnaðar og ráðdeildar og leiða þjóðina á braut bættra lífskjara. Ilvernig hefur nú þetta geng- ið? Svarið hlýtur að verða nei- kvætt fyrir ríkisstjórnina, ef menn vilja halda sig við stað- reyndir í stað óskhyggju. 1. Dýrtíðin magnaðist svo mjög, að finna varð nýyrðið óða verðbólga (samanber óðatæring o.fI.) 2. Skuldir þjóðarinnar jukust á árinu 1960 um 4—500 millj. króna. Verzlunarjöfnuðurinn varð óhagstæður á því herrans ári um 816 milljónir, greiðslu- hallinn við útlönd 704 milljónir króna. 3. SJávarútivegurinn komst í þrot eftir fárra mánaða íhalds- stjórn. Leita varð gjafafjár frá Bandaríkjunum til þess að stofna eins konar kreppusjóð honum til bjargar í bráðina. Sem dæmi um rekstursgrund- völlinn nýja, var tapið á Hafnar- fjarðartogurunum hærri upp- hæð en öll útsvör á staðnum. Akureyringar geta litið nærtæx- ara dæmi. Framkvæmdir i Iandinu hafa minnkað. f heilum sýslufélög- um eru nýbyggingar úr sögunni, stöðvun í ræktun og öðrum fram kvæmdum, atvinnuaukningarféð er skorið við nögl, ábyrgðir rík-, isins takmarkaðar verulega. Ilvergi cr um stórframkvæmdir aft ræða. eins og á dögum vinstri stjórnarinnar. 4. Sparnaðartalið hefur einn ig orðið sér til háðungar. Fjöl- mörg ný embætti liafa verið (Framhald á 13. síðu),

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.