Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 3
INN, fimmtudaginn 20. júlí 1961. Skákþing Norðurlanda hefst á morgun — Skákþing Norðurlanda hefst á föstudaginn og verður teflt í Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Þrjár umferðir verða tefld- ar. Erlendu þátttakendurnir eru frá Svíþjóð, Noregi og Danmörk, og verður teflt í fjórum flokkum; landsíiðs- flokki, meistaraflokki, fyrsta flokki og unglingaflokki. Ein kona tekur þátt í mótinu. Fyrsta umferð hefst klukkan sjö á föstudag, en önnur umferð verður tefld klukkan 1,30 á laug- ardag og þriðja klukkan 1,30 á sunnudag. Biðskákir verða tefldar á sunnudagskvöldið. í iandsliðsflokki eru sex íslend ingar og þrír Norðurlandabúar. Aksel Nielsen teflir fyrir Dan- mörku, en hann tefldi á fyrsta borði á Olympíuskákmótinu í Leip zig. Fyrir Sviþjóð tefla þeir Hild- ing Brynhammer og John Ljung- dal, en að hálfu íslendinga þeir Ingi R. Jóhannsson, Ingvar Ás- mundsson, Jón Þorsteinsson, Björn Þorsteinsson, Jón Pálsson og Lárus Johnsen. í meistaraflokki keppa auk ís- lendin.ga þeir Karl Erland Gann-, holnr frá Svíþjóð og K. G. Schou| frá Danm#örku í A-flokki, en í B-flokki Flemming Karlsen, Dan-j mörku og Kjeld Vannrud, Svíþjóð. j í fyrsta flokki og unglingaflokki j keppa tveir Danir, H. A. Moerten- sen og Gudrun Leva og einn Norð- maður, Arne Zveig. ' Afengissala Áfengissalan í landinu fyrri hluta þessa árs hefur aukist frá því, sem var á sama tíma í fyrra. Frá 1. janúar í ár til 30. júní nam áfengissalan á öllu landinu tæplega 85 milljónum króna, en var rúm 81 milljón á sama tíma í fyrra. Samsv. þessi aukning hér um bil fólksf jölguninni. Frá 1. apríl til 30. júní í ár hefur drykkja í Reykjavík minnk að dálítið frá því sem var á sama tírna { fyrra, svo og á Akureyri og ísafirði. Hins vegar hefur sala aukizt á Seyðisfirði og Siglufirði. í og frá Reykjavík var á þess- um tíma selt áfengi fyrir tæpa 38Y2 millj. kr.; á Akureyri fyrir tæpar 5 milljónir; ísafirði fyrir tæpa \Vz milljón kr., á Seyðis- firð'i og Siglufirði fyrir rúma milljón á hvorum stað. Mikill herviðbúnaður, vegna Berlínardeilu? NTB—Washinf>ni, 19. júlí. Á blaðamannafundi sínum í dag tilkynnti Kennedy Banda- ríkjaforseti, að hann myndi á, þriðjudaginn í næstu viku gera grein fyrir hernaðarleg-. um ráðstöfunum Bandaríkj- anna í sambandi við hið hættu- lega ásfand í Berlín, í ræðu til bandarísku þjóðarinnar. Gefið er í skyn, að þar muni um öflugar aðgerðir að ræða. Öryggisráð Bandaríkjanna hef- ur nú verið kallað saman til fund. ar um hernaðarmál ríkisins, og^ sagði Kennedy, að ráðið myndi i nú láta í ljós álit sitt um, hverjar 1 ráðstafanir bæri að gera til þess 1 aa efla hernaðarmátt ríkisins. Til j lögur ráðsins verða síðan lagðar : fyrir forsetann og þingið. Forset- inn beindi máli sínu að Ráðstjórn- 1 arleiðtogum og sagði þar allt hið , sama og fram er komið í fréttum ( af síðustu orðsendingu vesturveld Llðsflutningar Breta burt úr Kuwait-eyðlmörkinni eru nú hafnir, og fóru fyrstu herflokk- arnir af stað í gaer. Bretum er mjög í mun að losna úr þessari klípu sem fyrst, og meðal her- mannanna er eyðimörkin afar óvinsæl. Þar er sifellt sandrok og brennandi sólskin, og er fá- ( um hent að dveljast þar lengi I einu. Hestamannamót á Hvítárbökkum Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. Sunnudaginn 9. júlí var haldið hestamahnamót á Hvít- árhökkum í Borgarfirði á veg- um hestamannafélagsins Faxa. Mót þetta var fjölsótt og fór hið bezta fram og voru marg- ir hestar reyndir. Mótið hófst með því, að félagsmenn í Faxa riðu í fylkingu á gæðingum sínum, tvo hringi um móts- svæðið, og var það tígulegur flokkur. Formaður Faxa er Símon Teitsson og stjórnaði hann mótinu. Á mótinu voru bæði reyudir stökkhestar og skeiðhestar 0 g einnig fór fram folahlaup. Á skeiðinu voru eftirtaldir hest ar fótfráastir:_ Stjarni, 10 vetra, eign Guðjóns Ólafssonar á Ölvalds stöðum, var fyrstur; annar var Andvari, 16 vetra, eign Sæmund- ar Ólafssonar í Borgamesi og þriðji var Goði, 16 vetra, eigandi hans er Höskuldur Eyjólfsson á Hofstöðum. Maður hlýtur höfuðhögg Aðfarapótt laugardags kl. 3.20 var komið með mann í' bíl á Slysavarðstofuna. Hafði hann hlotið meiðsli á höfði og var gert að meiðslum hans.1 Maður þessi var töluvert und-' ir áhrifum víns og var honum (Framhald á 2. siðu). | f folahlaupi hlaut Rauður, eign Bergsveins Símonarsonar í Borgar nesi, fyrstu verðlaun, annar var Þytur, eigandi hans er Laufey Karlsdóttir Akranesi og þriðju verðlaun fékk Jarpskjóni, eigandi hans er Gísli Jónsson á Skelja- brekku. Á 300 metra stökkspretti sigraði Hrafnhildur, 7 vetra brún hryssa, eign Guðmundar Hermannssonar á Hvítárbakka; annar varg Rauð- skjóni, eign Péturs Jónssonar í Geirshlíð og þriðji, Rauður, eig- andi hans er Sigurður Ámunda- son í Þverholtum. Útsvörin í Eyjum Útsvarsskráin í Vestmanna- eyjum er komin út. Var þar jafnað niður í ár, 13 milljón- um og 470 þúsund krónum á 1396 gjaldendur, en þar af eru 72 félög. Útsvarsupphæð- in hækkar um 3% frá því í fyrra, en við álagningu var notaður útsvarsstigi Reykja- víkur og var hann lækkaður um 31%. Af félögum báru eftirtalin, hæst útsvör: Vinnslustöðin 569,100, Hraðfrystistöðin 513,700, Fiskiðj- an 488,300, fsfélagið 317,400, Skeljungur 215,100, Olíufélagið 161,200, Fiskimjölsverksmiðjan 156,100 og Lifrarsamlagið 128,300. Af einstaklingum báru tveir hærra útsvar en 100 þúsund, þeir Ársæll Sveinsson 120 þúsund og Helgi Benediktsson 110 þúsund. S. K. Skipzt á skotum í Túiíis: \ Orrustan um Bizerte hafin anna til Ráðstjórnarinnar í Berlín armálinu. Sagði forsetinn sovét-, leiðtogana taka sér þunga ábyrgð á herðar, ef þeir gerðu einhliða, ( (Framhald á 2. síðu). Lítið víxlspor gæti kveikt alheimsbál LeiíSréttmff Vegamálastjóri hefurbeðið blað- ið að geta þess, að það sé missagt hér í Tímanum í gær, að Vega- málaskrifstofan hafi verið búin að samþykkja fyrir sitt leyti fæðis- greiðslu til vegavinnumanna, en vegamálaráðherra neitað. Aðeins hafi verið búið að ræða um fyrir- komulag slíkrar greiðslu, hvort vegavinnumenn skyldu fá frítt fæði eða greiðslu, sem því svarar. NTB—London, 19. júlí. Home lávarSur, utanríkis-, ráðherra Breta, sagði við um- ræður um utanrikismál í lá- varðadeildinni í dag, að lítiðj víxlspor í Berlínarmálinu gæti auðveldlega orðið neistinn að nýju heimsófriðarbáli. Lávarðurinn sagði, að þótt Ráð- j stjórnarríkin gerðu sérfriðarsamn j ing við Austur-Þjóðverja, hefði, það út af fyrir sig ekki nein laga- leg áhrif á réttarstöðu vesturveld-j anna í Berlín, „og þetta er ekkii mál, sem Krustjoff getur gert út um á sitt eindæmi". „Þótt við viljum halda í rétt okkar í Berlín, er ekki þar með sagt, að við viljum endilega halda' þar óbreyttu ástandi og verið hef-| ur. En ef gera á einhverja grund- vallarbreytingu, verður hún að vera með samkomulagi hernáms- veldanna fjögurra, sem öll ábyrgð- in á framtíð Þýzkalands hefur ver ið lögð á“. Utanríkisráðherrann sagði annars, að heimurinn í dag lifði við ástand, sem ekki væri hægt að kalla annað en alþjóðlegt stjórnleysi. NTB—Túnis, 19. júl. Skipzt var á skotum við Bizerte í dag, er Túnisar skutu á fallhlífalið, sem Frakkar létu svífa niður, og Frakkar hófu skothríð á móti til þess að verja menn sina, segir 1 cpinberri tilkynningu í París Valdimar j ^nævarr látinn ! Valdimar Snævarr, fyrrum skóla stjóri, lézt í fyrrakvöld á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 77 ára að aldri. — Valdimar var fædd ur á Þórisstöðum á Svalbarðs- strönd 22. ágúst 1983. Hann var skólastjóri barnaskólans á Húsa- vík frá 1903 til 1914, og í Nesi í Norðfirði var hann skólastjóri um margra ára skeið eða frá 1914 —1943. Hann hefur gefif út narg ar bækur, meðal aunars kennslu- bækur og auk þess birt ljóð og greinar í blöðum og tímaritum. Eftir hann liggur mikið ljóðasafn óprentað og ýmislegt varðandi kennslumál og sagnfræði, ýmist safnað eða frumsamið. í kvöld. Ekki var kunngert um mannfall. Túnismenn settu í dag upp vegatálmanir til þess að einangra frönsku flotahöfnina Bizerte, sem þeir hyggjast nú flæma Frakka frá. Frakkar ósmeykir Franska ríkisstjórnin hélt í morgun ráðunéytisfund um þetta mál. Það hefur verið látið í Ijós af hálfu franskra hernaðaryfir- valda, að ekki muni reynast tor- velt að flytja allar birgðir til flota hafnarinnar, þrátt fyrir þessar hindranir. Frakkar fluttu í morg- un sveit fallhlífahermanna til Biz- erte með flugvélum. Skutu á þyrlu Túnisher hefur fengið skipanir um að skjóta á franskar flugvélar, sem fari yfir Túnislögsögu til flota hafnarinnar. Mörg þúsund Túnisar flykktust í dag til Bizerte í mót- mælaskyni við herstöðina. Varð- sveit Túnisa skaut í morgun á þyrlu, sem flutti nauðsynjar til fransks varðflokks hinum megin við mör'kin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.