Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, fimmtudaginn 20. jólf 1961. ’ lð' meiru í verk áður af þvíj sem ég hefi þarfnast. Svo hef ég í hyggju þetta meS hann Öskar litla, sem ég gat um við þig um daginn. Þar átti hún við það, aö biðja prestinn að taka Óskar yngri um tíma, og búa hann undir fermingu næsta vor. Nú var' Óskar að verða 13 ára. Hann hafði því ekki lögald- ur til fermingar um vorið. En sá var óskadraumur Ásrúnar, að sótt yrði um leyfi fyrir hann og hann fermdur næsta vor. Þá var aðeins sótt um leyfi fyrir vel gefin börn. En það taldi hún Óskar, og vildi gjarnan, að það upplýstist. Slíkur var metnaður hennar. Ásrún hafði sitt fram. Hall- fríður fékk ekki að fara að heimsækja foreldra sína, og kirkjuferð var ákveðin eftir hálfan mánuð. Þá skyldi hús freyja leidd í kirkju. Húsbónd inn var lítið eitt þurr á mann inn næstu dægur, en bráð- lega féll allt í sinn fyrri far- veg. XIV. | Tíð hafði verið einmuna góð' og jörð auð að mestu. Frost hafði verið nokkurt, en það bætti aðeins færðina. En morguninn, sem átti að messa á safnaðarkirkjunni, var skipt um veður. Það dreif niður lognmjöll, drífan var svo þétt, að ekki sá neitt frá sér að heitið gæti. Þegar Ósk ar kom inn frá morgunverk- um, sagði hann, að ekkert yrði úr kirkjuferð þann dag- inn. Það værl komin ökla- fönn og við minnsta kul, skylli á stórhríð. Það væri byrjað að brima við strönd-j ina, sem benti til norðanátt-! ar. Og fleira taldi hann fram, I sem hné í sömu átt um veðra brigði. Ásrún var byrjuð að búa sig og eins börnin þrjú hin elztu, sem áttu að fá að fara. Hún hafði sjálf haft orð á sláemu veðuríitliti og kannske yrðu þau að hætta við kirkjuferð- ina. En er Óskar lýsti útlit- inu, snerist henni hugur. Hún taldi úrtölur hans á engu byggðar sem mark væri á tak- ndi. Benti á, að svipað veð- r hefði verið einn morgun- in ekki alls fyrir löngu. En þá hefði snúizt til rigningar úr hádeginu, og eins myndi fara nú. Það heyrðist alltaf báru- gjálfur við ströndina. Menn veittu því meiri eftirtekt, þeg ar kyrrð væri og loftið hljóð-i bært í dimmunni. Hún kvaðstí óhrædd fara. Ef Óskar þyrði ekki, færi hún ein með börn- unum. Óskar taldi það óðs manns æði, að þau færu ein. Ef hún i vildi endilega leggja út í tví-j sýnu, væri bezt að þau hjón-' in færu ein, en börnin yrðu eftir heima. — Láttu ekki svona, Óskar, sagði Ásrún, og var nú reið orðin. — Hættu þessu úrtölu- þezt til, að maður fer ekki oftj bæjarleið, bætti hún við. —| Þú lætur ekki krakkana týn- ast. Svo hafið þið það gott.! Svo var haldið af stað. Mæðgurnar á eftir og Ásrún þó síðast. Og svo var dimman mikil, að hópurinn hvarf und ir eins við túnfótinn. Hallfríði leizt allt annað en vel á veðrið. Hún bað dreng- ina tvo, átta og níu ára snáða, að' fara þegar eftir vatninu.1 ! * II BJARNl UR FIRÐI: ÁST 1 ! MEINUM 11 nöldri. Annað hvort förum við ÖU, sem ætluðum, eða þú situr eftir heima. Eg þoli ekki þennan hrakspárlestur. — Það er bezt að þú ráöir, sagði Óskar, — Þú veröur kannski ekki eins illskeytt næst, er þú hefur rekið þig á- Og Óskar fór að skipta um föt. Hallfríður, og eins börnin, sem heima voru, nema þau yngst;u, fóry út i hlað með kirkjufólkinu. Óskar kom með tvo stafi, rétti húsfreyju annan, en gekk við hinn. Var það stóri broddstafurinn, sem hann gekk við á veturna í hríðum og myrkri. Hafði hann miklar mætur á þeim staf og kvað hann jafnast á við góðan leiðsögumann. Þeg-1 ar hann kvaddi Hallfríði, bað hann hana að láta drengina sækja vatnið í bæinn og fjós-j ið, sem allra fyrst, og gæta þess, að börnin færu ekkert frá bænum. Það væri komin stórhríð undir eins og hvessti. Ekki skyldi hún fara í húsin, þótt það drægist, að hann kæmi. Hann kæmi alltaf heim um kvöldið á hverju sem gengi. Það mætti hún eiga víst. — Finnst þér ekki til um kjarkinn í bóndanum? sagð'i Ásrún um leið og hún kvaddi Hallfríði, — það vill nú svo Og er henni þótti þeim sækj- ast seint verkið fór' hún þeim til hjálpar og lauk vatnsburð inum á stuttum tíma. Þá lagði hún börnunum ríkt á minni að fara ekkert frá bænum. En flest vildu þau vera úti og vaða snjóinn, reyna skíðin sín. Pabbi þeirra bjó til smáskíði fyrir þau, undir eins og þau gátu notið þeirrar skemmtunar. Sum voru með sleða sína. Áttu þau sinn smásleða hvert. Hallfríð ur var öðru hverju að gefa þeim gætur. Átti hún þó um margt að hugsa. Sjö börnin voru heima, hið elzta þeirra níu ára, hið yngsta tveggja mánaða gamalt. Það var einhvern tíma milli hádegis og nóns, sem hríðin skall á. Eins og hendi væri veifað var komin stórhríð á einu augabragði. Hallfríður þaut út. Sem betur fór voru börnin rét við bæinn. Hún náði þeim öllum, dreif þau inn og lokaði bænum. Öll voru börnin fannbarin. Varð að færa þau úr öllu nema nær fötunum. En þau áttu öll til skiptanna. Hallfríður fékk þeim spjarirnar og byrjaði að verka damminn. Lét hún glóð ir í fýrhólfin og lagði grind yfir og fötin þar á, og sem var mikill gufustrókur uppi yfir grindinni, er fötin hitnuðu. Úti hamaðist hríðin. Bær-j inn var vel þéttur, svo lítið, sem ekkert bar á hríðarstrok um inn, nema þá helzt um strompinn. Hallfríður var með öllu ó- hrædd um kirkjufólkið. Þaö hlaut að hafa verið komið á hríðin skall á. Messan hefði kirkjustaðinn, löngu áður en átt að standa yfir, þegar versnaði. Dagurinn leið. Myrkrið hélt innreið sína, ömurlegt skammdegismyrkur með hríð arofsa í algleymingi. Hallfríði varð hugsað til Óskars. Gat það verið, að hann væri á leið inni heim. Vonandi þyrfti ekki að óttast um hann. Hann gat komið á hverri stundu. En tíminn leið. Óskar kom ekki. Loks taldi hún víst, að kominn væri fjósatími. Tveir elztu drengirnir voru sendir í fjósið. Það var innangengt í fjósið úr göngunum, og eins og áður er sagt, var f j ósið við norðurstafn baðstofunnar og lítið sund milli þess og eld- hússins. Þegar búið var að gefa kúnum, fór Hallfríður í fjósið og mjólkaði. Næst lá fyrir kvöldverðurinn, þá að koma bömunum í rúmið. Hall fríður gekk að hverju einu með dugnaði. Nú var það þannig, að einn mann vant- aði í öll rúmin nema rúm hús móðurinnar og Hallfríðar. Hún reyndi að koma börnun- um saman í rúm. Drengirnir í miðbaðstofunni, Hallur og Ásmundur, voru góðir. Þeir fengust til að sofa saman. Ver gekk með Stínu, telpuna, sem svaf á móti Hallfríði í fremsta herberginu. Hún vildi fyrst lengi vel hvorki flytja sig né sofa ein í sínu herbergi. Hall fríður sagðist verða að sofa í hjónaherberginu vegna ung' barnsins. Mamma hennar j myndi ekki sætta sig vjð það, að vaggan yrði færð fram á moldargólfið. Það gat Stína skilið. En þó var hún erfið viðureignar. Loks lét hún sig, flutti rúmfötin sín í rúm Óskars bróður síns, en ekki máttu hans rúmföt leggjast í rúmstæði hennar, heldur varð Hallfríður að troða þeim í poka, sem látinn var vera í horni herbergisins. Loks var Jósafat eftir. Hann kvaðst ekki flytja sig nema hann mætti sofa í rúmi pabba síns, en þar voru tvö börn fyrir, Jóhann og Sæunn. Þetta varð að ráði, og tók Hallfríður sðeng Ásrúnar og breiddi i hana ofan á börnin þrjú, svo að þeim yrði heitt. Svo settist hún á rúmstokkinn hjá þre- menningunum, og raulaði þau i værðina. Lengst vakti Jósa- fat og varð hún að halda i hönd hans, svo að' hann gæti sofnað. Enn vonaði hún, að Óskar kæmi. Þá tæki hún Jósafat fram til sín og afhenti Óskari ungbarnið, eða færi með vögg una fram, ef hann vildi það heldur. En Óskar kom ekki. Þegar öli börnin voru loksins komin í værðina, fór Hallfríð ur fram í eldhús, tók það af grindinni, sem þuxrt var orð- ið, lagði glóðina i hlóðlmar og bætti við hana, og breiddi það á grindina, sem eftir var blautt af fötum barnanna. Þá hugði hún að hverri flik, sem þurr var orðin. Þær sem eitt hvað var að', lét hún sér, en hinum raðaði hún saman eins og við átti og bar að rúmum barnanna. Svo settist hún að í hjónaherberginu og gerði við hinar gölluðu flíkur. Svo lét írún hverja þeirra á sinn stað. Enn fór hún fram I eldhús og hagræddi á grindinni. Þannig leið tíminn. Börnin sváfu, hríðin hamaðist í al- gleymingi, og kornung stúlka vakti ein. Kvíði bjó um sig i hug hennar, en þó sinnti hún skyldustörfunum. Flmmtudagur 20. júlí 1961: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Kristín Anna Þórarins- dóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18.55 Til’kynningar. 19.20 Veðurf.regnir, 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar. 20.25 Erlend rödd: Viðtal við Jean Paul Sartre um Fidel Castro (Halldór Þorsteinsson bóka- vörður). 21.05 Tónleikar. 21.25 Erindi: Kirkjan og æskan, síð ara erindi (séra Árelíus Níels son). 21.45 Tónleikar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi mað- urinn" eftir H. G. Wells V. lestur (Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur). 22.30 Sinfóníutónleikar. 23.20 Dagskrárlok. viRÍKIJR VÍÐFFÖRLI «víti h r a f n i h n 142 / Nokkrum dögum síðar var Eiríki og mönnum hans boðið til veizlu í tilefni af trúlofun Elínar og Bry- ans. Elín þakkaði Norðmanninum sjálf fyrir sig, og svo reis Seath- wyn upp og mælti: — Konungur, það er mér sönn gleði að geta gef- ið þér þessa keðju. Hann hengdi digra gullkeðju um háls Eiríki, og augu Eiriks glömpuðu við þann heiður, sem honum var sýndur. — Hvar sem þú ferð, mun þessi keðja veita þér mannaforráð. sagði Seathwyn, — og enginn hefur verið betur að henni kom- inn. Þitt nafn mun um aldir verða heiðrað af þjóð minni. Með þess- um orðum hneigði hinn mikilláti Seathwyn sig djúpt íyrir Eiríki. Og Elin hljóp til og kyssti hann á báðar kinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.