Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 16
rnr m ....... KIBBA-KIBBA -KEÐLINGUR í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu heitir bær nokk- ur Gerðar, eða Bæjargerð- ar. Á þessu ári hefur hann gerzt frægur þar um slóðir, því þangað eru fluttar 4 geitur, en þær eru orðnar sjaldgæfar á íslandi. Um síðustu helgi áttu blaða- maður og Ijósmyndari TÍMANS leið um Árnes- sýslu, og notuðu þeir þá tækifærið og brugðu sér heim að Gerðum til þsss að skoða geiturnar. Á hlaðinu í Gerðum stendur stærðar geithafur. Hann er hnarreistur og hornin hreint ekki árennileg. Hér er víst bezt að fara að öllu með gát. Við höfum lítil persónuleg kynni haft af geitum, en hins vegar höfum við lesið um þær, og í sögunum stanga hafrar alltaf heldur óþyrmilega. Þessi virðist þó í friðsamara lagi, og við nánari athugun sjá- um við ekki betur en hann sé örugglega tjóðraður við snúru- staurinn. Við hættum okkur því út úr bílnum oj» kveðjuin dyra á bænum. Út kemur húsbóndinn. Markús Þorkelsson. Þegar hann fréttir erindi okkar, segir hann þau mál heyra undir húsfreyju sína, hverfur inn í bæinn á ný, en sendir hana á vettvang. Hnöttóffur af geitamjólk Húsfreyjan heitir Margrét Magnúsdóttir, ung kona og lag leg, hressil'eg og frjálsleg í fasi. Hún er fús til þess að sýna okk- ur geiturnar og segir að við séum ekki þeir fyrslu, sem komi til þess að sjá þæi. — Það er alltaf að koma fólk, segir hún, og margir hafa aldrci séð geitur fyrr. Neðan við varpann eru 3 faðmar og kjassar kiðlingana. Þeir láta sér það vel líka, narta í föt þessara vina sinna, hoppa og stökkva upp um þá eins og hvolpar. — Stanga þeir aldrei krakk- ana? — Nei, nei, þeir eru ekkert nema gæðin. Geiturnar kenna þeim reyndar að hnoða, en þeir beita því ekki við fólk. Skammt frá kiðlingunum eru H-furinn stcndu hnarreistur á hlaðinu. Hann hefur bæðl sítt skegg og enntstopp, og hornin gætu gefiS væn högg, ef hann kærðl sig um. Fimmtudagiim 30. jnii 1961. WZ. biað. að vita, hvort ég get ekki leyst þelta band". „Finnst ykkur nokkuS mikið, þó að ég sé hreykin? Það eru áreiðanlega ekki margir, sem geta státað af svona myndarlegum barnahóp". Margrét Magnúsdóttir mjólkar eina geitina sína. Hvort það er Gæfa eða Von, vltum við ekki. Drengurinn heldur i hornin og skeggið, og geitin lætur sér það vel líka. Rabbað við unga húsfreyju í Árnessýslu, sem er að koma sér upp geitastofni sýslu. Hafurinn er einhvers staðar úr Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslunni. Ég skrifaði Gísla Kristjáns- syni, ritstjóra Freys, og bað hann að útvega mér geitur. Það voru einhver vandkvæði á að flytja þær milli héraða vegna sauðfjárveikivarna. Ég held, að hafi þurft leyfi Sauðfjársjúk- dómanefndar, en Gísli sá um bað allt fyrir mig. Svo komu geitnrnar í október í fyrra- 'iaust. — Svo hefur þú fóðrað þær i vetur? — Já, ég gaf þeim meira að segja sjálf. Mér finnst þær ósköp skemmtilegar, pg börnin eru ekki síður hrifin. kiðlingar að leik, tveir eru flekkóttir og einn hvítur. Auk þess er þar einn heimaalningur. — Við látum hann sjúga geiturnai, segir Margrét. — Hvað finnst þeim um það? — Þær eru reyndar ekkert hrifnar, en heimaalningurinn þrífst vel. Og það er orð að sönnu, því hann er allt að því hnöttóttur í laginu. Von og gæfa Kiðlingarnir eru tjóðraðir, en hlaupa á móti okkur, eins langt og bandið leyfir. Margrét segist hafa neyðzt til þess að tjóðra þá, þar sem geitahópur- inn hafi flækzt um allt og heim- sótt bæina í nágrenninu. En fullorðnu geiturnar fara aldrei langt, meðan kiðlingarnir eru tjóðraðir. Bamahópurinn á bænum hefur fylgt okkur eftir og — Já, kiðlingarnir sjúga þær og þar að auki heimaalningur- inn. Samt koma þær oft heim og vilja láta mjólka sig. Það er svo mikil mjólk í þeim, þó þær séu ekki nema ársgamlar. — Það er enginn vandi að mjólka þær? — Nei, nei, þær eru líka þægar. Ég læt krakkana halda í ^ær, meðan ég mjólka. Þær standa alltaf kyrrar, ef haldið er í skeggið á þeim. — Hvernig smakkast svo mjólkin? — Mér finnst hún ágæt, eig- inlega mjög svipuð og kúa- mjólk. Ég er að hugsa um að senda geitamjólk í einu glasi, ■'Framh a bls. 15.) fullorðnu geiturnar á beit. Þær eru eins á litinn og þeir, 2 flekkóttar og ein hvít. Þær flekkóttu heita Gæfa og Von, en sú hvíta heitir auðvitað Mjallhvít. Gaf þeim sjálf — Hvaðan fékkst þú þessar geitur, Margrét? — Þær eru frá Gar'ði í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjar- Nágrannarnir eru alltaf að spyrja, hvort þetta sé ekki mesta vitleysa. Ég er farin að segja þeim, að ég stórgræði á geitunum. Það sé farið að borga með þeim öll ósköp, ekki minna en barnsmeðlög. Haldið í skeggið — Þú lætur kiðlingana ganga undir þeim. Mjólkarðu þær þá ekki?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.