Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 5
T í MI N N, fimmtudaginn 20. júlí 1961. 5 Cltgefsndl: FRAMSOKNARFLOKKURiNN FramJcvæmdastiórr Tómas 4rnason Kit stjórar Þorarmn Þórarinsson ab . Andre> Krist.iansson Iðn Helgason Futltrúi rit stjórnar Tómas Kartsson Auglýsinga stjóri tgil) Bjarnason - Sfcrifstotui i Edduhústnu - Stmar 18300- 18305 Auglýsmgastmt 19523 Afgreiösiusimt: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.l Stjómin hunzaði bingi Ríkisstjórnin hefur nú gert alvöru úr því að gera um það samkomulag við aðra þjóð en Breta, nú Vestur-Þjóð- verja, að hleypa þeim inn í íslenzka fiskveiðilandhelgi með sömu kjörum, án þess að leita heimildar alþingis. Hefur þannig það tvennt gerzt í einu að haldið er áfram að hörfa í landhelgismálinu, og nú alveg án vitundar og samþykkis Alþingis, og þar með stigið einu skrefi lengra á einræðisbraut þessarar stjórnar. Það er alveg sérstakt stjórnarfarslegt einkenni á þess- ari ríkisstjórn, að hún tekur sér óhæfilegt vald, ýmist með bráðabirgðalögum, er skerða lögverndaðan og hefð- bundinn rétt borgaranna, eða með einföldum stjórnar- tilkynningum um mál, sem eiga að fara fyrir Alþingi. Er nú skörin farin að færast upp í bekkinn, þegar svo þýð- ingarmikil mál sem samningar um íslenzka fiskveiðiland- helgi eru hespaðir af með einfaldri stjórnartilkynningu, án þess að þinginu sé svo mikið sem skýrt frá þeim. Þegar nauðungarsamningurinn við Breta var á döf- inni, var hann lagður fyrir þingið, og forsætisráðherra hét því við þingsetningu að fara á engan hátt á bak við þingið í málinu. Þetta loforð var að vísu slælega efnt, en eigi að síður fjallaði þingið eitt um málið. Það gefur auga leið, að samningur um sama mál við Þjóðverja hlýtur auðvitað að vera undir sömu reglur seldur, og Alþingi hefur enga heimiid gefið ríkisstjórn- inni til hans. Ef afgreiða átti þetta mál nú, var það ský- laus skylda stjórnarinnar að kalla þingið saman. Þessa kröfu gerði Eysteinn Jónsson að sjálfsögðu í utanríkimálanefnd, þegar stjórnin skýrði frá samningun- um við Þjóðverja þar, og lýsti jafnframt yfir, að hann væri andvígur því, að fleiri þjóðum yrðu veitt fríðindi i íslenzkri fiskveiðilandhelgi. | í stuttri fréttatilkynningu, sem ríkisstjórnin gaf út i gær og birt er í heild á öðrum stað, í blaðinu, segir að gengið hafi verið frá samkomulagi við V-Þjóðverja um sömu atriði og fólust í samningnum við Breta, og gildi undanþágan til 10. marz 1964. Ennfremur segir svo: „Samkomulagið er efnislega eins og samkomulag það, sem gert var í Reykjavík hinn 11. marz 1961 um lausn fiskveiðideilunnar við Breta.“ Þetta þýðir það, að íslendingar eru nú einnig orðnir skuldbundnir til að tilkynna vestur-þýzku stjórninni það með missiris fyrirvara, ef við hyggjumst stækka fiskveiði- landhelgi okkar og skyldugir til að leggja málið undir erlendan dómstól, ef vestur-þýzka stjórnin óskar þess, og þá bíða með allar aðgerðir unz sá dómur er fallinn, en slík málsmeðferð tekur að jafnaði nokkur ár. Við því mátti auðvitað búast, að fleiri þjóðir færu fram á sömu fríðindi og Bretar, og erfitt mundi vera að standa gegn þeim, þegar gáttin var opnuð. Hins vegar iétu talsmenn ríkisstjórnarinnar svo á þingi í vetur. að lítil hætta væri á því, og létu engin líkindi uppi um að þeir vildu veita slíkt. Nú er auðvitað ekki annað sýnt en hver þjóðin korni af annarri á næstu mánuðum og fái aðild að brezka sam- komulaginu. Þar með er íslenzk fiskveiðilandhele’ onnuð öllum inn að sex mílum, og við skuldbundnir til að til- kynna fjölda þjóða fyrirhugaða stækkun á landhelgi okkar og verðum síðan að selja þeim þjóðum, hverri og einni, sjálfdæmi um það að skjóta því máli undir erlendan dóm og sætta okkur við áralangan drátt, meðan málið er rekið þar. Og þessum málum ölium verður vafalaust ráðið tii lykta bak við Albingi — með einföldum fréttatilkvnning- um ríkisstjórnarinnar. Svo djúpt er afsalsstjórnin islenzka sokkin. Átökin milli Kaíró og Moskvu Agreiningur sá, sem nú er upp kominn milli valdhafanna í Moskvu og Cairo, er ekki hinn fyrsti í samskiptum Sovétríkj- anna og Arabíska sambandslýð veldisins (U.A.R.) en hins veg- ar miklu alvarlegri en ágrein- mgurinn á árunum 1958—1959. f þag sinn spruttu upp deilur vegna handtöku fjölmargra kommúnista og fylgjenda þeirra í U.A.R. annars vegar, og hins vegar vegna starfsemi hins útlæga sýrlenzka komm- únistaforingja, Khalid Baghd- ash, í kommúnistaríkjum Aust ur-Evrópu. Stöðugar mótmæla- orðsendingar milli ríkjanna vegna þessa hættu brátt, og á 21. þingi kommúnistaflokksins í Moskva í janúar 1959 ræddi Krustjoff reiðilaust um hug- sjónaágreining Sovétríkjanna og U.A.R. og sagði, að sá skoð anamunur væri engin hindrun og bæði ríkin berðust hlið við hlið gegn heimsveldasinnum En deila sú, sem nú er upp komin, er miklu alvarlegri og hefur þegar haft víðtæk áhrif í Miðausturlöndum Blöð og út vörp beggja aðila hafa verið ómyrk í máli og hvorugt ríkið hopað um fet. Egypskir og sýr lenzkir blaðamenn og stjórn- málamenn hafa borið þungar ásakanir á hendur Sovétríkjun um. Þeir saka Sovétríkin um. að reyna að þröngva erlendri stjórn upp á hin nýju ríki i Asíu og Afríku og koma á er- lendri ihlutun, sem er í and- stöðu. vifí þjóðernisstefnu þess ara ríkja. í skýrslu frám- kvæmdastjóra egypska þjóðy ernissambandsins segir m.a.: Við munum aldrei leyfa um- boðsmönnum kommúnista að eyðilegeja föðurland okkar eða svifta það sjálfstæði sínu Kairo-blaðið Al-Gomhouria ritar grein um aðstog Sovétríkj anna við U.A.R. að segir þar m.a.: Ef fuiltrúar Sovétríki- anna láta sér detta í hug, að þeir geti notað samning þann, sem gerður hefur verið með ríkjum okkar, til þess að þröngva yfirráðum sínum á okkur og þar með íhlutast um málefni okkar og mynda eins konar ríki í okkar ríki, fara þeir villir vegar. Frá Moskva er svarað í sömu mynt. í Pravda birtist grein, sem nefnist: Árás rógberanna, og er greinin skrifuð af opin- berum embættismanni. Grein þessi er svar vig skrifum egypskra blaða. einkum Al- Ahram og Al-Mussawar. í Pravdagreininni segir m.a. á þessa leið: Menn hljóta I senn að vera undrandi og hryggir, er þeir hugsa til þess, að í Afríkulandi skuli enn vera til einstaklingar, sem eru reiðu- búnir að vinna með nvlendu- kú^urum a* beí'ra ógöfugu o.g vonlausu stai-fsemi. í þessu sa'-nbaTirb verður ekki b.iá því komizt. að minnast á árásir á Sovét”íkin í helztu blöðum i Kairo. Blöðin birta öll í senn ó°eðslpnt cbjðUr um Snvéinfifiri fyllilecra samkvæmt knkkabók um áróðursmanna heimsvalda- sinna Þessi skrif beggja aðila gefa nokkurn veginn til kynna. hversu nú háttar samkomulagi Sovétríkjanna og U.A.R. Undir venjulegum krinsumstæðum mundu menn e.t.v. ekki taka orðaskipti sem þessi mjög al- varlega. En hafa verður það í huga, að blöðin í U.A.R. ásaka ekki . Sovétrikin nema með fullu samþykki Nassers. Það, sem engum vafa virðist bundið, er, að Nasser forseti, er óánægður með viðskipti sín við Sovétríkin. Hann hefur engar áhyggjur af því, þótt Rússar tali ómjúklega til hans, enda geta blöð hans og útvörp hvort heldur er í Damaskus eða Kairo svarað fyllilega í sömu mynt og gott betur, ef með þarf. Það, sem hins vegar gerir Nasser órólegan, er hversu öll hjálp frá Sovétrikj unum er treglega úti látin. Mánuðum saman hefur Nasser óskað eftir þrýstiloftsorrustu- flugmönnum ti.l þess að stióvna flugvélum af gerðinni MIG 19 og MIG 21, en þeim er ætlað R.'t vega á móti flugflota ís,-aels •-anna. Fram til þess.a hefu1’ vrsser aðeins fengið ö’-fáar flugvélar af gerðinni MIG 19. en enga af gerðinni MIG 21. Einnig á öð’-um sviðum virðast Rússar hafa kinpt ag sér hend- inni. Mikill dráttur hefur o,’ðið á framkvæmd einstakra atriða í sambandi við Aswan-stífíuna og samkvæmt fregnum gengur verkið í heild hvergi nærri áætlun. Þá hafa Rússar einnig undir- boðið egypzka bómull á heims- markaðinum og með því valdið Egyptum miklum erfiðleikum. Hin nánu tengsl Sovétríkj- anna og U.A.R. urðu í upphafi til vegna þess, að bæði ríkin höfðu nokkra óbeit á vestræn- um þjóðum, og einpig vegha þess, að Nasser áleit Sovétríkin traustan bandamann, er styddi þjóðernisstefnu hans og hlut- leysisáform. Hann var og þakk- látur Sovétríkjunum fyrir margs konar hjálp. Sömuleiðis geðjaðist Nasser að áfstöðu Sovétríkjanna gagnvart ísrael, erkióvini Egypta. Rússar studdu hann og í Súezdeilunni og síðast en ekki sízt veittu Rússar bæði fjárhagslega og tæknilega aðstoð við byggingu Aswanstíflunnar, stolt Egypta i dag. Rússar litu einnig U.A.R. sem heppilegan bandamann og sovézkir leiðtogar undirstrik- uðu vináttu sína og einlægni í garð Egypta. í fyrstu var það svo, að stjórnvöldin í Moskva gerðu lítið sem ekkert úr því, þótt kommúnistar væru hand- teknir í Egyptalandi og settir undir lás og slá. Mótmæli voru send til málamynda, en síðan ekki meir. Nú virðist hins veg- ar annað orðið uppi á teningn- um. Blöðin í Arabiska sambands- lýðveldinu hafa skrifað mikið um áróður Sovétríkjanna í garð U.A.R. Snemma í þessum mánuði stendur skrifað í blað- inu Al-Gomhouria, að Sovét- ríkin hafi verið vinsæl meðal almennings í Miðausturlöndum vegna samúðar með baráttu þeirra, en fólkið hafi hins veg- ar ekkert heillazt af hinni kommúnistísku stefnu. U.A.R hefur alltaf greint á milli þessa. Kommúnismi er þjóð inni andstæður. í áróðri Sovét ríkjanna er ruglað saman já kvæðu hlutleysi og íhlutun og kúgun. Blað eitt í Damaskus sagði. að það væri ekki nauð synlegt. að þjóð tæki við fyrir- skipunum frá Moskva, enda þótt hún framkvæmdi sósíal- isma. Sagði blaðið jafnframt, að U.A.R. hefði lært af reynslu Júgóslava í viðskiptum þeirra við Sovétríkin. Fyrir um það bil mánuði áttu sér stað orðaskipti milli Nikita Krustjoffs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna annars veg ar og Anwar es-Sadat, forseta egypzka þingsins hins vegar. Þessi orðaskipti varpa skýru ljósi á þann grundvallarágrein- ing, sem nú er með þessum þjóðum. Krustjoff talar opin- ckátt við Sadat og segir, að Egyptar séu aðeins byrjendur í byltingarfræðunum, þeir þekki aðeins fyrsta stafinn í því stafrófi og eigi því mikið ólært. Krusljoff heldur áfram' og segir, að ef leiðtogar Egypta haldi enn áfram að vísa komm- únismanum á bug og þá um leið þjóðfélagskerfi því, sem skapað hefur svo hagstæð lífs- kjör í Sovétríkjunum, muni fóikið innan tíðar reka þessa leiðtoga frá völdum svipað og Farúk forðum. Sadat segir í svari sínu, að Egyptar: óski fremur eftir að framkvæma sinn sósíalisma án allrar íhlut- unar en í friði við aðrar þjóðir heims. Sadat segir, að vera kunni, að lífskjörin í Sovétríkj unum séu betri en lífskjörin í U.A.R., en þetta þýði þó engan veginn, að U.A.R. skuli taka upp sömu stefnu og Rússar. Það mætti þá allt að einu segja, að Sovétríkin slfyldu taka upp sömu þjóðfélagsstefnu og Bandaríkin, þar sem lífskjör in eru betri í Bandaríkjunum en Sovétríkjunum. Allir mættu vita, að þettá gerði Krustjoff aldrei. Meðal stjórnmálamanna í Kairo er litið svo á, að Sovét- ríkin hafi ákveðið að herða baráttu sína gegn Egyptum vegna gremju yfir þeirri ráð- stefnu hlutlausra ríkja, sem verið er að skipuleggja af þeim Nasser og Tító og sem halda á í Bled í Júgóslavíu í haust — sennilega í september. Nasser forseti vill gjarnan undirstrika það fyrir hinum óháðu þjóð um, að hann sé hvergi á klafa bundinn, og hann vill styrkja stöðu sína meðal hlutlausu þjóðanna. Það er síðast fregna af deilu U.A.R. og Sovétríkjanna, að fyrir u.þ.b. tveimur vikum birt ist grein í Pravda í Moskva, þar sem skorað er á áróðurs- menn Araba að hætta rógskrif um um Sovétríkin. Slík skrif skaði aðeins þjóðir Arabaríkj- anna og hjálpi heimsvaldasinn- um. En á bak við þessi, ekki ó- skynsamlegu tilmæli, leynist ógnun. Pravda talar um stöð- uga aðstoð Sovétríkjanna við U.A.R., en segir, að Sovétríkin geti alltaf endurskoðað stefnu sína. Þessi aðvörun mun ekki fara fram hjá þjóðum Asíu og Afríku. • V.'V.V.N.\,.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.