Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.07.1961, Blaðsíða 6
r 6 XIM I N N, fiinmtuaaginn 20. júli 1961. Jón . Árnason bóndi á Lækjar- bÖtiium í Landsveit er áttræður í dag. Hann er fæddur 20. júlí 1881 að Ósgröf í sömu sveit, næst elzt- ur fjögurra bræðra er upp komust. Foreldrar hans voru þau Árni Kollín Jónsson bóndi og Þórunn Guðlaugsdóttir. Frá Ósgröf flutt- ust foreldrar Jóns að Látalæti í sömu sveit; þar heitir nú Múli. Ungur að aldri missti Jón for- eldra sína. Móðir hans dó 1894 og faðir hans jarðskjálftasumarið mikla 1896. Hann varð því snemma að sjá fyrir sér sjálfur. Á þeim ár- um var ekki annarra kosta völ fyr- ir einstæðingsungling, og því hlut- skipti varð Jón að lúta sem aðrir. Faðir minn fluttist að Látalæti þegar Árni Kollín, faðir Jóns, féll frá, og var svo lánsamur að Jón réðst fljótlega í vinnumennsku til hans. Á þeim áram valt afkoma heimilanna til sveita oft mikið á því sem hjúin fluttu í garð, ekki hvað sízt vinnumennirnir, sem oft- ast voru sendir til sjávar á vertíð og lögðu aflann að fullu til heim- ilanna, en Jón var einn í hópi þeirra, er slíka þjónustu inntu af hendi. Við systkinin stöndum í mikilli þakkarskuld við hann fyrir allt það sem hann vann foreldrum okkar á fyrstu búskaparárum ATTRÆÐ: Áttræður: * Jón Arnason, Lækjarbotnum þeirra í Látalæti. Einnig var Jón á skútu með Jóni Ólafssyni, síðar bankastjóra. Hefur Jón Ólafsson áreiðanlega kunnað vel að meta mannkosti og dugnað nafna síns, því að mér er kunnugt um að milli þeirra var góð vinátta og entist vel meðan báðir lifðu. Eins og áður er að vikið voru ekki mörg úrræði fyrir einstæð- ingsunglinga á uppvaxtarárum Jóns, skilyrði til náms eða skóla- göngu engin. En víst er um það að ef svo vel hefði til tekizt, að Jón hefði átt kost á bóknámi, þá hefði hans rúm verið vel skipað þar í flokki sem annars staðar. Jón er prýðisgáfum gæddur, minnið frábært, frásagnarmáti hans svo léttur og hressandi að unun er á að hlýða. Hann ann sögulegum fróðleik, og tilsvör hans eru oft meitluð og gáskafull, en laus við alla rætni. Jón er maður ljóðelskur og ‘söngvinn og kann ógrynni sönglaga og kvæða. Hann er ávallt tilbúinn að vera með, þegar „tekið er lagið“, enda góður styrkur að honum í slíkum hópi. Jón er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Sigurðardóttir. Þau bjuggu fyrst skamma hríð á Brú í Landsveit, síðan í Kvíarholti hásfreyja í Oddgeirshólum í Holtum og fluttust svo að Lækj- arbotnum. Jónína lézt 1912. Þau eignuðust þrjú börn. — Seinni kona Jóns var Steinunn Loftsdótt- ir, látin fyrir fáum árum. Þeim varð sex barna auðið. Öll hafa börnin aðstoðað Jón við búskap- inn og þó mest þau yngri hin'síð- ari ár. Heiman frá Lækjarbotnum er fögur fjallasýn í stórum boga. Hekla, fjalladrottningin mikla, blasir við í allri sinni tign. Að baki hennar Tungnaá og handan við hana Fiskivötnin, ævintýraland „vatnakarlanna" svo nefndu. Jón hefur um áraraðir verið í hópi þeirra, góður félagi og eftirsóttur allt fram á þennan dag. Þaðan á hann margar minningar, og þaðan kann hann margar sögur. Mikill skaði er að fá þær ekki skráðar; það væri dýrmætur sjóður. Það lætur að líkum, að ferðum Jóns til vatnanna fer að fækka, þegar aldurinn er orðinn þetta hár. En um leið og ég flyt honum í dag mínar beztu afmæliskveðjur og þakkir, óska ég að hann megi til hinzta dags njóta sólar og fjalla- sýnar frá Lækjarbotnum. Magnús Árnason. v’-' * -!l ■** * ; Innllegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar og ömmu, Halldóru GuSlaugsdóttur. Hrefna Sigurðardóttir, Sigurður Halldór Sverrisson og aðrír aðstandendur. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna nær og fjær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu 12. júlí s. 1., og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Magnús Eyjólfsson, frá Snorrastöðum. í dag er Elín Steindórsdóttir Briem húsfreyja í Oddgeirshólum í Flóa, áttræð. Um leið og ég óska henni til hamingju á þessum tíma mótum á ævi hennar, vil ég minn- ast. heiinar að nokkru. Elín Briem er fædd í Hruna í Hrunamannahreppi 20. júlí 1881. Foreldrar hennar voru hjón in Kamilla Sigríður Hall og síra Steindór Briem prestur í Hruna. Elín giftist 29. maí 1902, Árna Árnasyni frá Dalbæ. Árni var bú- fræðingur frá Hólum og lauk námi það'an með miklum glæsi- brag. Fyrst voru þau Elín og Árni i Hruna. En eftir lát síra Stein- dórs, 16. nóvember 1904, fóru þau frá Hruna og hófu næsta vor bú- skap á Grafarbakka. En vorið 1906 fluttust þau að Oddgeirshól- um í Flóa, ættarjörð Elínar. Þar hefur lífsstarf Elínar verið og mun lengi verða minnzt af kom-‘ andi kynslóðum, sakir dugnaðar hennar 'og stjórnar á umfangs- miklu heimili. Þegar ég lít yfir farinn veg, æsku minnar og fullorðinsára, eru fáir samferðamenn jafn minnis- stæðir og Elín í Oddgeirshólum, sakir stórbrotins persónuleika. Elín Briem er í tölu þeirra kvenna, sem hefði sómt sér vel í hvaða stöðu sem var. En í hús- freyjustöðu á fjölmennu og um- fangsmiklu heimili, nutu sin vel hinir miklu mannkostir hennar. Ég veit ekki, hvernig Elín stjórn- að'i. Það var eins og hún fengi alla ósjálfrátt til að framkvæma vilja sinn. Það bar ekki mikið á henni. En vilji hennar voru verk allra á heimilinu. Andi hennar og reg'lusemi ríkti í smáu og stóru Og það sem mest var, vinnufólkið sem einu sinni var komið til henn- ar, gat ekki skilizt f.rá henni. Það vildi hvergi annars staðar vera. Enda skorti Oddgeirshólahjón aldrei vinnufólk, þó að margir bændur fengi ekkert. Oddgeirs- hólaheimilig bar tiginn vott stjórn semi húsfreyjunnar. Það var mesta risnuheimili, sem ég hef þekkt í sveit. Elín tók á móti gest um af slíkri rausn, að hún bjó hverjum gesti veizlu, hvort held- ur hann var af lágum eða háum stigum. Hún gladdist innilega yfir gestakomu, og naut af lítillæti og ánægju að ræða vi.ð gesti sína. Ég hef oft velt fyrir mér, af hverju sumir menn bera einkenni andlegs þroska og tiginnar skap- ger'ðar um fram aðra. Eru þessir eiginlei'kar áunnir í uppeldi og þjálfun eða eru það ættarein- kenni? Ég held hiklaust, að það séu ættareinkenni, áunnin i marga ættliði. Ættareinkenni verða í sumum ættum alltaf glögg. Þau endurnýjast við breytt ar aðstæður á mismunandi tim- um. Það er hægt að rekja ættar- einkenni í mörgum íslenzkum ættum af staðreyndum sögunnar, um margar aldir. Fyrr á tímum var ættgöfgi arfur, sem mikið var lagt upp úr. Nú á tímum er öldi.n önnur, en þó verða, menn að lúta þeiim lögmálum,. að ættg'öfgin er máttug og birtist í mannlegu sam- félagi nútímans máttug og sterk. Elín í Oddgeirshólum ber glögg einkenni göfugrar ættar Forfeður og frændur hennar ber víða hátt í íslenzkri sögu. Ég ætla ekki í þessu greinarkorni að nema s.tað- ar við marga. sem bregður fyrir í huga mínum. En forvitnilegt er að skyggnast til átta um ei.nkenni og atgjörvi, sem einnig eru ein- kenni Elínar húsfreyju á Odd- geirshólum. Á 16. öld var mikið umrót í sunnlenzkum sveitum. Sunnlenzk- ir bændur kynntust nýrri hreyf- ingu í félagsmálum, og gripu hana fegins hendi, til að velta af sér oki kirkju og trúar. En hönd var skamma stund höggi fegin, því að við tók annag vald, sem var hvergi betra. í umróti siðáskiptanna barst ný stefna í menni'ngarmál- um til landsins, með' Gissuri biskupi. Hún hneig í san-d með' út- fallsöldu fylgikvilla siðaskiptanna, nema hjá afikomendum bróður Gissurar, Jóns prests Einarssonar í Reykholti. Afkomendur hans varðveittu hinn dýra arf, og hlúðu að honum um aldir, meðán klerk- ar, biskupar og valdsmenn óðu í villu og svima, hjátrú og afvega- leiddri guðfræði. Reykhyltingar urðu um langan aldur frægir menn af menntum og fræðum, en ekki síð'ur af hollv-m ráðum, sem þeir gáfu bænduni og búalið'i í sóknum sínum. Þeir jinnu að hugðarefnum sínum i hljóði, langt frá ys hins daglega á líðandi stund. Sumir þeirra urðu voldugir menn og sátu í valdamiklum em- bættum, og sagan ber í minnum og frásögnum djarfihug þeirra og þolgæði, að halda til vegs nýrri stefnu í menntum, löngu áður en hún var almennt viðurkennd. En minning þeirra ber líka glögg ein kenni önnur, hjálpsemi við dug- mikla alþýðumenn, er leituðu á sömu mið. Saga Reykhyltinga er ekki að'eins glæsileg í tign valda, heldur mest í dýrkun mikilla mennta og fræða, sem voru af rót starfsglaðs alþýðufólks. Þeir vörð uðu veginn, og lögðu stein í grunn inn, sem varð öflug undirstaðá alþýðlegrar íslenzkrar menningar á komar.di tímum. Finnur biskup Jónsson, afkom- andi Jóns prests í Reykholti í karllegg, keypti Oddgeirshóla um miðbik 18. aldar. Síðan hafa Odd- geirshólar verið í ætt Finnunga. Þajs eru ekki margar jarðir á Suð urlandi, sem verið hafa lengur í eigu sömu ættar. Þeir hafa að visu ekki alltaf búið þar, en alltaf hald ið eignarhaldi jarðarinnar. Stein- dór Finnsson sýslumaður Árnes- inga sat lengi í Oddgeirshólum og gerði garðinn frægan Hann gaf Guðríði systurdóttur sinni Oddgeirshólana, eftir sinn dag. Hún giftist Stefáni Pálssyni prests á Þingvöllum, bróðursyni Jóns skálds á Bægisá. Móðir Stefáns var Sigríður Stefánsdóttir prests á Breiðabólsstafs í Fljótshlíð, Högna sonar prestaföður. Guðríður og Ctefn bjuggu í Oddgeirshólum. Eftir þau eignaðist jörðina, Sigríð ur dóttir þeirra, kona síra Jó- hanns Kristjáns Briems í Hruna. En hann er afi Elínar. Ei.n'kenni Reykhyltinga og Finn unga eru fyrst og fremst þraut- segja og óbilandi elja að vinna hug'ð'armálum sínum eins mikið gagn og fremst var unnt. En jafn framt trygglyndi vi.ð hugsjónir, er hrifu þá. Þessi einkenni eru enn í fullu gengi í ættinni. Sama ári.ð og alþingi var endur- reist, kom ungur pres.tur að Hruna, Jóhann Kristján Briem. Hann var sonur Gunlaugs sýs'lu- manns Briems á Grund í Eyja- firði og konu hans Valgerðar Árnadóttur. Jóhann var yngstur barna Grundarhjóna. í þann mund sem hann var ag. hefja nám, missti hann föður sinn snögglega. Hann hafði ætlað sér að leggja stund á læknisfræðinám. En eftir fráfall föður síns, varð hann ag hætta við það. Hann lærði því til prests og var betur menntaður en margir prestar um hans daga. Árnesing- ar hafa oft átt því láni að fagna að fá góða, velmenntaða og dug- mikla presta. En ég held, að það sé ekki ofsagt, að sjaldan hafi kom ið í árneskar sveitir prestur, sem fólkið hélt jafnmikið upp á, og lærði jafn mikið af og síra Jóhann Briem. Hann var víðsýnn í trú- málum, framfaramaður og góð- gjarn. Hann var í miklu áliti og afkomendur hans og frændur hafa orðið margir til mikilla heilla í árneskum byggðum. Briemsættin er ein þeirra ætta, sem hófst með vaxandi fræðslu og gengi íslenzku þjóð'arinnar upp úr róti Napóleonsstyrjaldanna. Einkenni hennar eru glögg og fjölþætt. Góðgirni og hjálpsemi vig fátæka hefur verið einken.ni hinanr sunnlenzku greinar ættar- innar, jafnhliða sterkum vilja að sækja meg kappi að settu marki, án ofurkapps. Skyldurækni, stjórn semi og reglusemi eru einkenni þeirra. Saga Briemsættar i árnesk um sveitum er fögur. Oddgeirshólar í Flóa er eitt af fegurstu bændabýlum á Suður- landi. Bærinn stendur austast í fögru túni, undir klettum, sem eru að mestu grónir. Þeir eru eins og tryggir verðir og skýla fyrir norð anátt, svo í flestum vorum eru tún í Oddgeirshólum orðin græn fyrr en annars staðar. Á sólbjört- um sumardegi er fagurt að virða fyrir sér útsýni heim að bænum á leið þangað. Bærinn brosir við í grænku og fagurri umgjörð klett anna. En þegar heim er komið, er ekki síður fagurt. Útsýni er mikið yfir gróðurlendi Hraungerðis- hrepps. Víðsýni til átta er heill- andi. Hver sá, sem elur aldur sinn við það, getur ekki annað en orðig víðsýnn og séð vítt til ferða, jafnt til lands og almenra mála. Oddgeirshólahjónin, Elín og Árni, voru bæði víðsýn og frjáls- lynd. Búskapur þeirra einkennd- ist fyrst og fremst af framfara- hug. Bú þeirra var gott og gróska í öllu, þrátt fyrir að á blómatíma búskapar þeirra væri hart í ári fyrir sunnlenzkan lgndbúnað og kreppa í landi, ein sú versta sem komið hefur. Árni bóndi í Odd- geirshólum lézt árið 1936. Eftir hann tó'ku synirnir við búinu. Elín sá enn lengi um forstöðu heimilis- ins og vann því af sömu lagni og stjórnaði innan húss eins og áður. Elín í Oddgeirs'hólum er ham- ingjusöm kona. Hún hefur séð mikinn og góðan ávöxt verða af (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.