Tíminn - 26.08.1961, Side 7

Tíminn - 26.08.1961, Side 7
7 T f M I N N, laugardaginn 26. ágúst 1961. Ýmsum mun finnast ég vera ,.kominn í bland við tröllin". — Voldugasta málgagn höfuðstjórn málaflokksins á íslandi víkur hvað eftir annað að mér í um- vöndunartón fyrir liðleskjuskap minn í krossför þess gegn guð- leysi kommúnismans. Og engar smáskyttur fara þar með byssurnar Sannast að segja( fannst mér ég hafa gert hreint fyrir mínum dyr um. En ég kann því illa að vera sakaður um ragmennsku og tví- skinnungshátt, án þess að finna til þess að ég eigi það skilið. Og þar sem því miður ólíkt færri lesa Kirkjuritið en Morgunblaðið — því að kirkjan er óneitanlega lang fjölmennasta stofnunin í landinu — tel ég rétt að leita hingað í trausti frjálslyndis þess, á ný með nokkrar þær varnir, sem ég tel mig hafa í málinu. í Reykpvíkurbréfi Morgun blaðsins hefur nokkrum sinnum að undanförnu verið viklð að séra Gunnari Arnasyni vegna orða, sem h=_nn lét falla um viðtal, er Mbl átti við Furtsevu mennta- máiaráðherra Sovétríkjanna. Var< í þvi viðtali ræft nokkuð um') guðleysi kommúnista. f Mbl. í} fyrradag birtist svargrein til höf. j Reykjavíkurbréfsins frá séra { Gunnari. Þar sem umræður þær, er af guðleysi Furtsevu og Gaga-i ríns hafa spunnizt, hafa vakið nokkra aihygli, og grein sérai Gunnars er hin merkasta, þótti ritstjórn TÍMANS rétt að biðja um leyfi til birtingar hennar, og veitti séra Gunnar það góðfús- lega. — Rltstj. innan safnaðanna að sigla sinn| sjó Ef mér er talið það t.il svívirð inga'’ eða saka — þá tek ég þvi. Og ég trúi því ekki, nema ég taki á því, að um það séu ekki íslenzk- ir stéttarþræður mínir mér sam- mála. Krossferðir miðaldanna voru vanhugsaðar og misheppnaðar í trúarlegu tilliti, þótt þær leiddu til góðs á sumum sviðum. j: Alkunna er líking meistarans um illgresið meðal hveitisins og þykir enn í dag vera sígilt varn- aðarorð gegn ógætilegum „hreins jnum“ innan sjálfra safnaðanna. Þá mun sennilega vera rétt að taka það fram, að eitt höfuð grundvallaratrið'i kristinnar kenn- ingar er allsherjar bræðalag mannanna, sem rökstutt er með þeirri trú, að Guð sé faðir allra og elski börn sín með öllum Séra Gunnar Árnason: „í bland við tröllin" Finnst nú annars engum það undarlegt, að Morgunblaðið skuli í því máli, sem hér um ræðir, finna sérstaklega að mér, þegar þessa er gætt: Ég er — svo almennt sé vitað — eini prestur á landinu, sem vakti athygli á ummælum Furtsevu, að vísu í fyrstu með örlitlum var- nagla í léttum tón, en lýsti því síðar yfir hér í blaðinu, að ég væri þess viss, að þau væru rétt hermd. Sömulei.ðls lýsti ég því yfir, skýrt og skorinort, að ég væri ekki kommúnisti, og að öllum kirkjunnar mönnum væri skylt að berjast gegn guðleysi kommúnista. Eg skal bæta því við, að ég hefi lesið Sivago lækni tvisvar, orði til orðs, og finnst það merki- leg bók. Ég gæti heldur ekki þugsað mér að flytja austur fyrir „járntjald“ eða lifa í því andlega andrúmslofti, sem mér skilst, að þar ríki. Geri líka ráð fyrir því, að ég mundi a.m.k. á Stalíntímanum, hafa lent þar í fangabúðum eða misst höfuðið. Liggur við að segja, að ég vildi hafa verið mað- ur til að vinna til þess. Hugsana- frelsi, málfrelsi og trúfrelsi tel ég flestum lífsgæðum meiri og nauð synlegri. Gildi einstaklingsins er líka i mínum augum meira en það að réttlætanlegt sé að fóma hon- um fyrir heildina — og enn síð- ur ef hann aðeins ætti völ á þessu skamma jarðlífi. En ég trúi nú á Kf eftir dauðann. Hvað er þá að? Getur það verið það. að ég jafnframt hef sagt, að fleiri en kommúnistar séu trúleys- ingjar í veröldinni! Sunnudaginn ÖO. júlí segir frá því í viðtali, sem einn gf ritstjórum Morgun- blaðsins á þar við dóttur Indriða Einarssonar, að Indriði hafi haft „ótrú á trúarbrögðum" — hvorki meira né minna! Ritstjórinn gerir enga athugasemd við. það Hann virðist ekki telja það neitt óhollan lestur, eða fella neinn skugga á I-ndriða Þar er líka sagt, að Indriði hafi ekki treyst sér til að fara í kirkju til að hlusta þar á „allt þetta grín.“ — Hvað hefði Matthías Johannessen sagt. < ef einhver hefði skrifað þetta í Þjóð- viljanum? Hefði honum þá ekki fundizt, að við prestarnir . ættum ekki að þegja við því? En þeir segja í Morgunblaðinu: „Hver og einn á íslandi er frjáls að þeim trúarskoðunum, er hann sjálfur kýs. Forystumenn komm- únista einir hafa lýst því yfir, að ke-nningar þeirra væru ósamrým- anlegar kristinni trú.“ Þeim virð- ist sem sé Kggja í léttu rúmi. þðtt hvað margir einstaklingar í lýðræffisflokkunum sem verkast vill séu guðleysingjar og trúníð- ingar, ef þeim þóknast. Hitt sé óþolandi að kommúnistar hafi lýst því yfir, að þeir væru það. | Þarna er ég ekki alveg með á nótunum. f fyrsta lagi óttast ég meira trúleysingjana í lýðræðis- flokkunum en trúleysi yfirlýstra kommúnista. Það er vegna þess, að' upp á þá má heimfæra orð Nýja sáttmála: Óvinirnir eru í landinu sjálfu og eru allra vinir. Og fjöldinn tekur áreiðanlega meira mark á þeim, vegna þess, að það er ekki hægt að núa þeim um nasir, að þeir auglýsi vantrú sína af flokksástæðum, heldur hljóti þeir að gera það tilknúðir af innri þrá til að bera sannleik anum vitni. Þess vegna hef ég alltaf verið að reyna ,að ham-a á því, að það ríður nú mest á því. að kirkjunnar menn séu sjálfir traustir. Þá óttast ég fyrir mitt leyti ekki svo mjög baráttuna við hina opinberu og yfirlýstu and- stæðinga. Svo er önnur veila, sem mér finnst vera í þessum málflutn- ingi Morgunblaðsins, ef hann er sviptur reykskýinu. Og ég skal nú ganga hreint til verks með spurn- inguna til þess að enginn mis- skilningur eigi sér stað. Er það meining Morgunblaðsins, að af yfirlýsingu Furtsevu leiði það, að allir íslendingar sem hlvnntir kunna að vera rússneskum komm únistum. séu þar með sjálfsagðir "u^ievsingjar? É<? skal hiklaust játa. að þótt ég eigi þarna ekki sjálfur hlut að máli. held ég ekki að þetta sé ”étt Og þegar verið er að verja Guð — sem mun nú efalaust þrátt Þ—ir allt. sjá sínum málum borg- ið — þá er okkur öllum vafalaust fyrst og fremst skylt að gæta 'annleikans af fremsta megni. Með líkri rökfærslu og þeirri, sem ég hef hér nefnt væri hægt — ef meira hitnaði i umræðun- um — að búast við því, að Morg- unblaðið slægi því fram. að allir núverandi stjórnarandstæðingar '•ækiu erindi kommúnista. einntg á þessum vettvangi — þeir væru hroinir og beinir guðlevsingjar Eitt af því. sem kirki"sagan skvrast svnt um aldirnar e~ bið að ekkert Qr óp^iilegra og ófpcb’ipnra fvrir Vriaf.na kirkiu. <”1 a’S ganea V„, 1 rp cfiórpmála flekkum á böriH Og 6g vil vara vi' v*”í vR' vrv ongn frpkar að íslenzk'r fvlltu a!lir Rrari 'éknarfl-VV-í-np pn Siálfstæðisfinkb ’in hvað bá b*ít. að allir krjstnir •nnnn á fs'anrl' skÍUllðu sér t d i Albúðuf'ukkinn Það fer bezt á bví að kirkiunnar menn séu — °ins o“ beir ómótma>lanlega eru — i öllum stiórnmálaflokkunum Ég gæti ekki hugsað mér að vera aðeins prestur pinhverra ákvpð inna manna í ákveðnum -tiórri málaflokki og ætla öllum hinum þeirra göllum og ófullkomleika. Bör-n hans hafa verið frá upp- hafi, og eru enn í dag, miklu fleiri utan kirkjunnar en innan.' Og hann einn veit hvers vegna meginhluti þeirra hefur ekki átt kost á því Ijósi Krists, sem oss er gefið. Hins vegar hvílir á okk- ur sú skýlda, að leiða aðra eftir fremsta megni að fótum meistar- ans. Á þvi byggist allt krislniboð einnig meðal kommúnista. Og það verður hvergi með réttu rekið í óvildarhug gegn einstaldingum né flokkum eða þjóðum — heldur aðeins af bróðurást. Þess vegna vaknar sú hugsun fyrst hjá mér, er-éedes-eða heyri um guðsafneit un kommúnista, að þarna þurfi kirkjan- að koma til sögunnar og sýna þeim og sanna. að hún hafi betra að bjóða í orði og verki Aðfarir Portúgala nú í garð Angolamanna eru ekki kristniboð. Þær eru þvert á móti sönnun þess, sem er alkunn saga. hvernig vér margir kristnir menn höfum fyrr og síðar spillt fyrir Kristi, þótt vér flöggum með nafni hans og krossi. Margir, sem mér eru laqgt um fremri í þjónustu kirkjunnar munu hiklaust taka undir þetta. Hér skal aðeins vitnað í einn þeirra. E. Stanley Jones er einhver heimsfrægasti kristniboði. sem nú er uppi. Hann hefur um áratugi starfað að kristniboði á Indlandi. Jafnframt er hann heimsfrægur rithöfundur. Hafa tvær bækur hans verið þýddar á íslenzku: Kristur á vegum Indlands og Kristur og þjúningar mannanna. Hann er Bandaríkjamaður. Árið Í935 kom út ein af bókum hans hjá hinu viðfræga forlagi: Hodder & Stoughton í London. Sú ber titilinn: Kristur og komm- únismi. Hafði höfundurinn þá ver ið á ferð í Rússlandi. Ég tók mig til og endurlas þessa bók á dög- unum. Og ég er hræddur um, að ýmsum kæmi þar margt á óvart. Kannske mest það„ í hvaða anda hún er rituð Höfundurinn leitast sem sé við að ræða málið kalt og rólega. segja h"að hann tel- ur kommúnismann hafa sér td cildis oa að hvaða leyti „kristnir menn“ standi höllum- fæti gagn- vart honum Og að færa fram rök rvrir því hvað vp-ði að gera. ef '’ristnar þjóðir eigi að sigra í beiTi baráttu. Ég er ekki að segja, að Stanley Jones sé óskeikull í skilningi sín- um né dómum. ekki heldur aþ ég sé honum ævinlega að öllu levt' sammála Hinu held ég fram. að hann ræði málið í réttum anda. bendi á má”gt. sem nauðsvnleg' er að horfa á opnum au.eum og segi í höfuðdráttum rétt til vegar um, hvernig sigur verði unninn. Rúmið leyfir hér afar litlar til- vitnanir. Ég ætla því að þessu sinni að taka þær einvörðungu úr inngangi bókarinnar. Reyni að velja þær á þann veg, að þær sýni skýrt skoðanir höfundar og rýf þær vissulega ekki úr sam- hengi til að brengla meiningunni. Hann heldur því fram (saman- ber bls. 16), að það sem torveldi mest baráttu vora, vestrænna manna, við kommúnismann, sé að efnahagskerfi vort sé byggt á sam keppni, en ekki samvinnu, og í því sambandi segir hann m.a.: „Hvern ig er unnt að ætlast til þess, að þjóðirnar afvopnist í þeim heimi, þar sem samkeppnin er lífsgrund- völlurinn? Geta þær varpað frá sér þeim vopnum, sem þær eiga allt undir komið, til að halda velli? Vopn vor eru hin eðlilegu vopn, ef Kfið er samkeppni.“ (BIs. 17). Enn segir hann „En nú erum vér komin á það mannlega þroska- stig, að það er byrjað að renna upp fyrir oss, að eigingjörn sam- keppni, er sú þeirra gamaldags- hugmynda, sem hvað úreltust er. Hún hæfir blátt áfram ekki þeirri veröld, sem nú er að leitast við að brjótast úr egginu. Ef vér get- um ekki byggt framtíðina á sam- vinnu, erum vér dauðadæmdir. Því að samvinnan er kjarni allra þeirra miklu krafna, sem til vor eru gerðar við sköpun nýrrar ver- aldar. Menn eru farnir að gera sér grein fyrir því, að það er skráð í sjálfri stjórnskipun hlut- anna, að ef vér björgum lífi voru af einskærri eigingirni, glötum vér því, en ef vér eyðum því til almenningsheilla, þá öðlumst vér það að nýju. Vér getum hvort heldur sem vér vilj- um samsinnt þessu eða hafnað því. en þetta er það grundvallar- lögmál, sem fvamtíðin byggist eða brntnar á. Ég skal viðurkenna það að á lágu þroskastigi er þetta ekki svo ljóst sem skyldi, því að þar virðist samkeppnislögmálið vera ríkjandi, en hins vegar, er samvinnan sjálft Kfslögmálið á því æðra sviði. sem vér erum að streit ast við að ná. Þar tekur „sam- biálpÍTi“ við af „baráttu minni ?""n öllum hinum “ Er unnt að samhæfa auðvalds- bióðfélag nútímans samvinnufyrir komulagi framtímans? Enginn mundi fagna því meir en ég. — Kemur þar hvort tveggja til, að mér er ekki um þá byltingu. sem breytingin mundi annars hljóta að hafa í för með sér. né hef ég geng izt á hönd neinu öðru efuahags- kerfi. En ég er hræddur um, að til þess séu litlar Kkur að þetta verði framkvæmanlegt. Keynes er auðvaldssinnaður hagfræðingur, i e-n hann lætur svo ummælt: „Nú- tíðar auðvaldshyggja er algjörlega trúlaus, án nokkurrar innri ein- ingar, laus við verulegan lýðanda, iðulega og þó ekki alltaf blábert samsafn eigna- og fjáröflunar- manna.“ Hún er vegin og léttvæg fundin Hún er gjörsamlega ófær til að uppfylla þær heimskröfur. sem til hennar eru gjörðar sem sé, að framleiða og dreifa nægi- lega miklu til allra þarfa og skapa jöfnum höndum veröld bræðralagsins Hún getur framleitt — meira að segja Marx og Engels viðurkenndu hina undraverðu framleiðsluhæfni auðvaldshyggj- unnar — enda er það í fullu sam- ræmi við öflunargirnd hennar. en bins vegar fær hún ekki miðlað sem skyldi, því að slíkt er algjör- lega andstætt hennar sanna eðli. Ilana vantar blátt áfram þá hvöt. sem til þess þarf að deila étt og eftir þörfum Það virðist næsta barnalegt. þegar Wood segir: ,.Sé það allur vandinn (þe ójöfn skipt ing þjóðarteknanna) ættu auð- hyg'’iurnenn að reynast nógu skyn- samir til að forðast grandið “ „Sé bað allur vandinn!" Það er einmitt sá vandinn“. sem allt leiðir af Hann er mylnusteinninn, sem (Framhald a 13 siðu i Á víðavangi Málgagni bankamála- ráðherrans nóg boðið S. 1. fimmtudag skrifaði Hann- es á horninu mjög hvassa ádeilu- grein I Alþýðublaðið’ um lóða- brask bankanna og ofvöxtinn í bankastarfseminni. Það er ekki á hverjum degi, sem svo skelegg- lega er kveðið að orði um spill- inguna í málgagni bankamálaráð herrans og þykir TÍMANUM því rétt að birta þessa grein í heiI4 og fer hún hér á eftir: „Bankarekstur er orðinn blóm- legur atvinnuvegur. Ris hans hækkar því meir sem verðgildi krónunnar minnkar. Bankarnir bæta við sig starfsfólki svo að segja daglega, enda mjög vaxandi viðskipti, og húsnæði, sem talið var myndi nægja í nokkra ára- tugi, er orðið alltof lítið áður en Iitið er við, íslendingar eru rík- ir, svo ríkir, að það þarf hundr- að banka og þúsund útibú til þess að telja peninga þeirra úr einum kassanum í annan! Bankamir eru fyrirhyggjusam ir eins og góðum búanda ber. Landsbankinn hefur keypt, að minnsta kosti þrjár lóðir við Laugaveg, — byggt stórhúsi á einni, leigt aðra og rifið hús af þeirri þriðju — og stcndur hún auð. Auk þess hefur hann keypt Ingólfshvol og tekið á leigu Edin borgarhúsin við Hafnarstræti, ætlaði að kaupa þau, en efcki gengið saman enn. Mikið hefur verið í ráðizt, en enn er þröngt í bankanum og gremja í viðskipta vinum, ekki sfzt þeim, sem standa í biðröð á tröppunum frá kl. 9 á morgnana til kl. 10 að opnað er. Ég legg til að byggt verði bið’skýli við dyrnar! Seðlabankinn svífur í hugum manna í lausu lofti. — Það er líkast til af því, að menn skilja ekki hin æðri fjármál. Sumir hafa haldið, að hann væri eins konar hagstofa, eða ráð nokkurra sérfróðra manna, sem hefðu þræði fjármálanna í höndum sér. En því fer fjarri. Þetta er mikil stofnun með þremur bankastjór- uin, bankaráði og sívaxandi f jölda starfsmanna. Það er fyrir langa- löngu orðið svo þröngt um Seðla- bankann í horninu hjá Lands- bankanum, að þar situr næstum þvi hver maður ofan á öðrum. Það varð því að hugsa um fram tíðina. Það var keypt ein dýrasta lóðin í Miðbænum: Lækjargata 4. Kaupverðið var um tíu milljón ir. Á slíkri lóð verður að byggja stórt, að minnsta kosti upp á sex hæðir. Það hús mun ekki kosta minna en tuttugu milljónir. Þar með er „fyrirhyggjan“ komin upp í þrjátíu milljónir. En hvað Seðlabankinn ætlar að gera við allt þetta húsnæði fær enginn skilið, nema hann ætli að gerast leigusali, en um húsaleigubrask Seðlabankans mun ekkert standa í Iögum. Seðlabankinn er svo smár í hug um fólks, að það áttar sig alls ekki á því hvaða þörf sé fyrir hann. Þannig er ástatt um ann- an banka: — Framkvæmdabank- ann. Menn skilja ekki heldur hvers vegna Landsbankinn og eða Útvegsbankinn og Búnaðar- bankinn gátu ekki tekið að sér verkefni hans. Þessi banki leici»- nú hjá Garðari Gíslasyni. Það er von, að hann uni því ekki til iengdar. Enda er hann í óða önn að undirbúa framtíð sína. — Hann á þrjár milljónalóðir i og við miðbæinn: Þingholtsstræti 1 (Verzlun Jóns Þórðarsonar), I.i ólfsstræti 4 og nú síðast fyrir fó urn dögum festi hann kanu á Þrúðvangi "ð •'-''brn-'i í (Framhald á bls. 6.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.