Tíminn - 26.08.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.08.1961, Blaðsíða 13
X í MIN N, laugardaginn 26. ágúst 1961. 13 Grein séra Gunnars (Framhald aí 7 síðu i hangir um háls vorn, þegar vér erum að leitast við að brjótast upp úr feninu. Hvað sem líður öllum góðvilja einstaklinganna, getur hann ekki bætt úr þessum grundvallar ,„vanda“. Það verður að færa grunn þjóð- félagsins af samkeppninni yfir á samvinnuna. Dawson hefur rétt að inæla, þegar hann segir, að „valið er ekki á milli mannúðlegrar ein- staklingshyggju og eins konar sam hyggju, heldur óblandinnar vél- rænnar samhyggju og andlegrar samhyg,gju“. Valið er með öðrum orðum á milli efnishyggjubundins og guðlauss kommúnisma og Guðs- ríkis hér á jörð“. (Bls. 17). Ég verð að láta þessu ívitnun nægja til að undirstrika, að hvað sem segja má um stjórnmálavið- horf Stanley Jones, þá eru áreið- anlega flestir ábyrgir kristnileið- togar þeirrar skoðunar, að engin stjórnarkierfi né pólitískar efna- hagsstefnur túlka „hreinan og klár an“ kristindóm. Og einni.g undir guðlausri stjórn og innan fjand- samlegs stjórnarkerfis í garð kirkj unnar getur þrifizt meiii og minni kristindómur bæði í brjóstum ein- staklinga og í þjóðfélagslegum um- bótum o. fl. Stanley Jones mælir einnig þung alvöru og áminningarorð til kirkj- unnar. Ég vil taka þess hér líka eitt dæmi: „Sé samkeppnin úr gildi gengin sem alheimslegt stefnuskráratriði, þá er ekki síður margt í kirkjulíf- inu úrelt með tilliti til heimsmál- anna. Rússneskum kommúnistum var ljóst, að mótmælendakirkjun- um í Rússlandi óx þar óðfluga fylgi rétt eftir byltinguna, því að hug- sjónir þeirra komu vel heim við| margt í hihni nýju stjórnarstefnu.! Þær komu á fót samvinnufélögum J, og helguðu sig almennum þjóðfé- lagsumbótum, unz á öndverðum j byltingartímanum var tekið upp á að benda ungkommúnistum á að taka sér þetta fólk til fyrirmyndar.1 Það skaut kommúnistum skelk í bringu — þetta var háskalegt. Þeir harðbönnuðu kirkjunni að eiga minnstu aðild að þjóðfélagslegri endurreisn á nokkurn hátt. Menn máttu halda guðsþjónustur, það var allt og sumt. Menn vissu, að þannig gátu þeir gert kirkjuna óskaðlega. En oss leyfist ekki að hallmæla kommúnistum freklega í þessu máli, þvi að auðvaldsrikin hafa í reyndinni kiafizt þess sama af kirkjunni. Láttu stjórnmálin og efnahagsmálin eiga sig. Kaupskap- ur er kaupskapur! Þau hafa viljað gera kirkjuna óskaðlega með þvi að hneppa hana í þann stakk, að vera eingöngu dýrkunarstofnun. Mikið af starfsemi kirkjunnar nú á dögum nálgast það ískyggilega að vera lítilsverðir smámunir. Sag- an hermir, að 1917 hafi á sam- kundu rétttrúárkirkjunnar í Rúss- landi verið deilt um það, hvort- nota skyldi hvítt eða gult rikkilínl á vissum stöðum í messunni. Á sama tíma var verið að skjóta gagn byltingarmenn niður í sex húsa fjarlægð. Menn kappræddu um hvíta eða gula litinn á rikkilíninu á meðan fæðingarhríðir nýs þjóð- skipulags stóðu yfir í Rússlandi! Þessi mynd mætti gjarnan ásækja mörg þing og nefndarstefnur vor- ar, þar sem vér fjöllum um hreina ( smámuni eða nákvæmni í trúarleg- um íburði, þegar heimurinn riðar að grunni. Margir Braminar undr- uðust það nýlega, í jarðskjálfta, sem varð á Indlandi, að hin helga Benaresborg skyldi riða sem ann- að. Þeim hafði sem sé verið kennt, að þessi helga borg stæði ekki í neinum tengslum við hinn synduga heim. En sú þjóðfélagslega endur- sk'öpun, sem nú gengur sem bylgja yfir heiminn, lætur ekkert óhreyft — ekki einu sinni helgidóma vora“. (Bls. 31 n). Mér þótti skylt að drepa á þetta, svo að mér yrði ekki borið á brýn, að ég hefði með öllu gleymt orð- um meistarans um flísina í auga bróðurins og bjálkann i eigin auga. Kirkjan þarf áreiðanlega að vera þeirra m a. minnug á þessum ör- lagatímum. Síðar géf:í ef ti) v!': einhvers staðar rúm og tími til að ræða þau atriði nánar, sem héi hata verið nefnd. Og þörf væri að víkja að fjölmörgu öðru í þessu máli. Þáð er heldur ekk ólíklegt að marsir prestar telji sér skylt að grípa til ; vopna. þegar þeir sjá, hversu ílla ! ég geng fram að dómi Morgun- | blaðsins. Kirkjuritið mun ljá þeim rúm eftir föngum, öllum, og þeim mun fúsar, sem þeir eru skeleggari og Kristi bundnari — óháðir öðru en því að vilja tala máli hans, hverjir, sem í hlut eiga og sem mest í hans anda: Anda bræðra- lagsins, sannleikans og réttlætis- ins. Ég játa það enn — ekki tilknúð- ur, heldur af glöðu geði, að ég tel kristinni kirkju stafa geigvænlega hættu af guðleysisáróðri rúss- neskra valdhafa. En þeir verða ekki barðir niður með orðum einum og óvíst hvort þeir verða heldur sóttir né sigraðir með vopnum. Eina ráðið er, að vér í hinum vestræna og lýðfrjálsa heimi sýnum og sönnum allrí al- þýðu nógu rækilega, að vér höfum ólíkt betra að bjóða á helzt öllum sviðum. Kristindómurinn gefur oss að minum dómi og margra annarra eina færið til þess. En svo kald- hæðnislega vill til, að honum staf- ar mest hætta hérlendis af trúar- legu andvara- og kæruleysi. Morg- unblaðið hefur sýnt skilning á því með því að undirstrika ummæli prófessors Jóhanns Hannessonar um afkristnunina. En það er ekki sjálfu sér samkvæmt í málinu. Það gætir þe«s ekki, að það verður fljótlega hlegið að þeirri. „speki", að Gagarin og Titov hafi komizt bænarlaust til himna án þess að finna Guð. Þeir þurftu hvorki svo langt, né völdu hina réttu aðferð. Því að Guðs er fyrst og fremst að leita í vorri eigin sál, þótt hann sé raunar „allt í öllu“ að trú vorri. Hins vegar stafar oss trúarveik- um íslendingum miklu meiri háski af því, að almenningsálitið virðist vera það, að menn eins og Indriði Einarsson hafi mikið til síns máls. Stjórnmálamennirnir gætu valdið hér tímamótum. Ef þeir vildu nú ganga á undan og fara að „nota oss prestana" ekki til að herja á Rúss- um, heldur til að hlusta á oss í kirkjunum, ræða við oss sem sálu- sorgara — ég tala nú ekki um, ef þeir sjálfir skara fram úr í kristi- legu líferni — þá yrðu langþráð siðaskipti í landinu. Mér finnst það skipta mestu máli. Því er ég enn fagnandi yfir því, að hafa mér raunar að óvörum hleypt af stað þessum umræðum. Það ætti að vera óhugsandi að úr því mönnum virðist voðinn auðsær, sem ógnar kirkju og kristnilífi voru, haldi þeir áfram að hanga með hendur í | vösum og horfa á það, að illgresið vaxi æ meira upp yfir hveitið. 1 Morgunblaðið hefur svo brýnt mig, að mér leyfist ef til vill að skora ofurlítið á það góðum mál-; stað til framdráttar. I UiH Brei(5afjör íJ Framnaid a! 8 siðu 'mörgum óldum Maga-Björn — íll- ræðismaður á Sturlungaöld — en beinum hans mun á buitu skolað fyrir langa löngu. Útselurinn einn heldur nú vörð um þessi óskalönd sín. — — Nú bauð kokkurinn kaffi. Jafnan sr gestrisinn kokkur -á Baldri. og ber honum þó engin skylda til að afgreiða kaffi til far- þega. Á meðan kaffið var drukkið, skreið Baldur dijúgum suður yfir jflóann í kvöklblíðunni. Og nálg- uðumst við nú óðum Suðureyjar. Að kaffinu var ekki lengi setið. Kaffi má alls staðar og alltaf drekka. en útsýn álíka og sú, sem blasti við í Breiðafirði þetta kvöld, er ekki gripin upp þegar hver vill. — Varð nú ekki hjá því kom- izt, um leið og hausnum var stungið upp úr lúkarskappanum, að lyfta augunum andartak frá eyjunum og renna þeim yfir Snæ- fellsnesið norðanvert, sem baðaði sig skjallhreint í kvöldsólargeisl-j unum. Hvergi sýnilegur þoku-i hnoðri í fjallsbrún. Þetta hrika-! fagra, litríka fjallasafn, með Jökul inn silfurhvítan yzt við haf, á ekki sinn líka hér á landi og óviða ann- ars staðar, að sögn víðförulla manna. Og örnefnin á þessu nesi eru perlur í íslenzku máli: Ljósu- f.iöll. Jötunfell. Helgrindur, Hregg- nesi. Bárðarkista. Gufuskálar Orð-| hagir menn og málvandir hafa þeir verið Snæfellingarnir, sem gáfu þessi örnefni Eimir enn eftir af orðkynngi og karlmannlegum þrótti í málfari þeirra. — En ekkj tjóar, að láta „vont fólk“ bera sig um of af réttri leið. Er nú komið undir Elliðaey. þessa sérkennilegu hamraborg. Hún er nærri á stjórnborða, þegar siglt er af flóanum upp á Fagureyjar- sund á leið til Stykkishólms. EÍl- iðaey á engan sinn líka meðal breiðfirzkra eyja. Að norðan girt gráum og grettum kíettum og bjorgurfíjen að sunnanverðu vaxin safaríkum .gróðri í hlésælum hvömmum. Mætti segja, að hún væri fallega ljót. Þar var útræði til forna og mannabyggð fram á síðustu ár Nú vakir þar vitinn einn. Mun h„.is gætt úr Stykkis- hólmi. Á bakborða og skammt undan er Fagurey. Lág eyja úr sjó og lítil, en leynir bitum, gerólík syst- ur sinni, Elliðaey. — Allar eyjar á Breiðafirði, sem bera nafnið Fagurey, eni lágar, grösugar og auðveldar til ræktunar. Þær hafa fornmönnum þótt fegurstar eyja og nytsamlegastar, og líklega rækt að í þeim öllum korn eða aðrar sáðtegundir. Bíldsey, Arney, Fremri-Langey! og Efri-Langey, liggja allar frá Fagurey til lands undir Klofningi. Milli þeirra eru mjó sund, sem •X *X *X«V*- Hús á Akranesi til niðurrifs Húsið nr. 98 við Suðurgötu á Akranesi auglýsist til niðurrifs. Upplýsinga um húsið og söluskil- mála rná vitja í skrifstofu verksmiðjunnar á Akra- nesi. Sementsverksmiðja ríkisins Frá húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði Húsmæðraskólinn á Löngumýri mun verða settur 1. október n. k. í sambandi við húsmæðraskólann verða starfrækt námskeið fyrir ungar stúlkur í saumum, vefnaði og matargerð. Nemendur nám- skeiðanna eiga kost á að hlýða á fyrirlestra um bókmenntir og þroskaleiðir mannsandans og um ýmislegt er lýtur að húslegum fræðum. Forstöðukona •VV»V »V • k-V'V.V »v •v^vv* BYGGINGAVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Mótatimbur Steypustyrktarjárn Cempexo-málning Krossviður Tarkett-flísar og Iím Sorplúgur Útihurðir, margar tegundir á lager Innihurðir, spónlagðar — Eik, Teak, Mahogany — Oliven-askur Þyljur, spónlagðar o. fl. Samband ísl. byggingafélaga Sími 3 64 85 •.•V*VV*V>V-v*v.vv •VVVV.VVV-V*VVV«V*VV.V«V‘VVV Einhvern tima hefði það þótt.þótti meitlað og hitta vel í mark, varla Verða greind” af skipsfjöl sa§a 111 næsta bæjar, að hvergi1 sem vænta mátti. Og þó. Það rýk- en fara má um á bátum af kunn’ sæist hvítt tjald > eyju um Þetta ur enn 1 nokkrum eyjum — og ugum mönnum. Úr Efri-Langey leyti árs- Hvergi maður við slátt rýkur vel. Og þó að svo færi — verður ^engt til lands um hverja a lundaha>a Hvergi kona við rakst sem vonandi ekki verður — að fjöru. Áður voru þessi eylönd fjöl- ur- HverSi bólstur, engin ljá.jhvergi ryki í Breiðafjarðareyjum, setin dugnaðarbændum og sió- HverSi talleS skekkta á sjó. Nú sóknurum, nú mun þar hvergi undrar það engan kunnugan. Allt búið. Austar og sunnar er urmull eyja og hólma, sem loka fyrir okkur þá gæti verið ærin ástæða til að gera för sína þangað. Þar er margt að skoða, á láði, legi og í lofti. Og hvort mundi ekki eins slíkt tilheyrir sögu þessara eyja, og verður ekki endurvakið. nema' í minningum gamalla eyjamanna. auðvelt, að stunda „sjóstanga- — Furðu fáir farþegar voru með: veiði“ inni á milli eyja á Breiða- MUli þeirr- verða harðastir strauni Baldri að þessu sinni' Fólk vil1, fir3i. sem frá Vestmaiinaeyjura og „ s V Y.erða naIðt strtt , nú heldur kreppast í bílum hálfa Reykjavík? Vera má, að nú sé ar a Breiðafirði. Við þau iðukost hpil, bá1fPerð„m veS- ekki eins fisldsælt í Breiðafirði og í Faxaflóa og við Vestmannaeyj- ar, en það skiptir líklega ekki Ég skora á það að beita sér fyrir vakningu innan kirkjunnar á ís- landi — stórum aukinni kirkjusókn og strangari kröfum um kristilegt uppeldi og kristilegt hugarfar og líferni á öllum sviðum. Ekki að- eins næstu daga, heldur óþrotlega í framtíðinni. Ég trúi því ekki, að vér prestarnir munum skerast úr leik að fagna þeirri baráttu og styðja hana. hvar í flokki sem vér stöndum á stjórnmálasviðinu. Og ég veit. að fátt getur orðið til meiri þjóðþrifa og guðleysi kommúnismans til fullkomnara niðurdreps. Gunnar Árnason. búa enn nokkrir rausnarbændur. Það væri efni í annan pistil að þræða þá strauma, en verður að bíða. og heila daga, á hálfgerðum veg- leysum, kringum firði og flóa. en að sitja stutta stund í bát yfir þvera firði. En mig dreymir um, öllu í því sambandi. Og vera má, að þetta eigi eftir að breytast. — !að stundum kæmi marhnútur eða — Um stund hefur verið stefnt Breiðafjörður verður einhvern annar ódráttur á færið. Það getur á Súgandisey, háa stuðlabergseyju tíma eftirsóttari af ferðamönnum alls staðar skeð En það gæti líka við hafnarmynnið í Stykkishólmi. en hann er nú. Sportmenn og nátt oiðið stærri og fegurri fiskur, sem Og er nú komið suður yfir Breiða- úruskoðarar eiga eftir að uppgötva biti á krókinn. Eða hvort mætti fjörð. Baldur beygir fyrir vestur- auðlegð hans og fjölbreytta nátt- ekki éins gorta af því, að draga enda Súgandiseyjar og leggst við úrufegurð. spræka spröku úr djúpinu, sem bryggju í hinni öruggu Stykkis- Ágætur Breiðfirðingur, sem yfir að slysa hálfdauðum laxi á land hólmshöfn Það er miðnætti. Dag- gaf blómlega eyjabyggð og flutt- úr hálfþurri ársprænu? leiðin á enda. isl til Reykjavíkur, var spurður Vantar ekki einungis hraðskreið Hér hefur aðeins verið drepið að því, eftir nokkurra ára dvöl í ar vel útbúnar „trillur" og dálítið nokkrum orðum á þær eyjar. sem höfuðstaðnum hvers vegna hann auglýsingaskrum til þess að gera næstar eru venjulegri siglingaleið heimsækti svo sjaldan eyjarnar Breiðafjarðareyjar að eftirsóttum milli Brjánslækja og Stykkishólms Hann svaraði: — „Hvað á ég að sumardvaiarstað fyrir bjargálna — og þó í nokkurri fjarlægð gera heim á Breiðafjörð? Það rýk- bæjarbúa? sumar. ur ekki í nokkurri ey.“ Svarið B. Sk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.