Tíminn - 26.08.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.08.1961, Blaðsíða 8
<sf' MED BALDRI SUDUR VFIR TI M I N N, laugardaginn 26. ágöst 1961. inn Eftir aS hafa skotizt á yfir Kleifaheiði og bíi Það er undui fagurt við Vatns- um fjörð á blíðum sumardegi. Fegurra . . , var þó á fyrri tíð. Melarnir innan hina sumarfriðu Barðasfrond, Brjánslæk segja sína sögu um stóðum við, nokkrir ferðalang- gróðureyðingu og uppblástur. ar, á tóttum Hrafna-Flóka við Birkikjarr hefur bersýnilega Vatnsfjörð, fimmtudaginn 13. skreytt þá fram eftir öldum, en .. „ er nu horfið langleiðina xnn til juli i sumar, og skimuðum jjej]U) eygibýiis fyiir botni Vatns- suðuryfir. Við áttum þess von, fjarðar. Á kjarrinu hafa unnið, að skip sigldi vesturyfir f jörð- mannskepnan, sauðkindin og norð- inn — eins og forðum. Ekki víkingaskip, skarað skjöld- unx með sldnandi trjónu á stafni, skipað víkingum með alvæpni og öðru fornaldar föruneyti. Nei, ekki var það svo ævintýralegt. Heldur var nú beðið eftir flóabátn ... „ um Baldri. Að vísu ráða víkingar féla_® Barðsteendxnga fyrir því skipi, tveir' breiðfirzkir sævíkingar, Lárus Guðmundisson skipstjóri i Stykkishólmi og Jón D. Ágústsson stýrimaður, en alveg óvopnaðir og fara hvergi með ó- friði. Baldur er aufúsugestur í hverri breiðfirzkri höfn. — Meii'a og fríðara skip er Bald ur en það, sem Flóki sigldi um ís- ar. næðingar, sem oft eru kaldir og þrálátir á norðurströnd Breiða- fjarðar . En við Hellu skín birkiskógurinn í allri sinni dýi'ð, fegurstur skóga. — Eru nú allar horfur á því, að auðninni og kyrrð inni á Hellu sé lokið, en vonandi ekki tilveru skógarins. Átthaga- í Reykjavík er að láta reisa þar sumargistihús, og er ég ílla svikinn, ef þar verð- ur ekki húsfyllir hvern dag, þegar Barðstrendingafélagið hefur búizt þar svo um, sem fyrirhugað er. — Ekki gáfum við okkur tíma til að skreppa þangað inneftir að sinni. Það verður að bíða betri tíma. Fyrir botni Vatnsfjarðar gnæfir landshaf fyrir nær ellefu hundruð Bónfell, fjalla hæst á^ þessum slóð- árum. Og mikið skip á Breiðafirði um (752 m). Af því sést norður hefði hann þótt fyrir 40—50 ár- á Djúp og á fleiri Vestfirði. Það um, svo smástígar voru framfar- er hugboð kunnugra manna, að á irnar fram að þeim tíma. En nú Lónfelli hafi Flóki staðið, þegar breytast timamir ört. Og vissu- bann gaf landinu nafn. ijCkkert er lega hæfði Lárusi skipstjóra líklegra. stærra og fríðara skip en hann Flókatóttir geymast enn furðu friðlýstar. Ekki er líklegt, að þaina stýrir nú og Breiðfirðingum rýmri vel á grundinni við Vatnsfjörð, og sé eftir fjármunum að grafa, en farkostur. bíða síns vitjunartíma. Segja elztu ljósa hugmynd mætti fá um híbýla kost fyrsta Breiðfirðingsins, þeg- ar hugkvæmi þjóðminjavörður skyldi enn ekki hafa komið því í verk, að iata grafa upp og rann- saka þessar elztu húsarústir nor- rænna manna á Vesturlandi. Veit ég ekki með vissu, hvort þær eru Stuðlaberg I Hergilsey. Veðrið var svo gott, sem það menn á þessum slóðum bezt getur verið. Heiðskír himinn, hafi ekkert gengið um sjórinn eins og spegilgler, hvergi örlaði við stein. Það eru ekki að jafnaði margir dagar svo kyrrir og fríðir í Breiðafirði, þó að um hásumar sé. — Meðal þeirra, sem biðu á jafnvel hundruð ára inn er svo harður, að aldrei munu þær síga meir en orðið er, en hætta gæti þeim verið búin af uppblæstri, ef óvarlega væri búið að sendnum sverðinum í námunda ítsrikline It i iil Flókatóttum við Lækjarsjó þennan við þær. Ekki mun samt hætta á sólbjarta dag, voru vestfirzk hjón, því, meðan núverandi bænda nýt- Þórarinn Egilsson sjómaður á ur við á Brjánslæk. — Undraði Patreksfirði og kona hans. Var nú alla, er þarna voru staddir, að okk- ekki við annað komandi en að setjast að máltíð hjá þeim heiðurs hjónum meðan beðið var. Reiddar voru fram hinar dýrustu krásir, svo sem Vestfirðinga er háttur, þegar þeir bjóða mönnum Reyktur rauðmagi, steinbítsriklin ur, smurðar flatkökur og saltkjöt ómagurt, á eftir kaffi og pönnu- köku með púðuisykri. Minna mátti r.ú gagn gera. Þó voru þessu öllu gerð' hin beztu skil, og þurfti ég lítið að borða næstu tvo dagana Hlýtur að hafa verið lítið eftir í mal þeirra hjóna, þegar staðið var upp úr grasinu á Flókatóttum — enda svo tii ætlazt. Og víst þurftu þau hjón engu að kvíða. Þau voru á leið í Breiðafjarðareyjar. Friðrik og Jónína i Platey áttu þeirra von um kvöldið. Hjá þeim fer enginn svangur í háttinn. Síðan veizla i öllum inneyjum. Að vísu er orðið strjálbýlt í Breiðafjarðareyjum, en höfðingjar búa þar sem búið er. ar komið væri til botns í rústun- um og búið að fægja undirstöður. Iíæmi mér ekki á óvart, að ófá- um núlifandi Breiðfirðingum þætti gaman að virða fyrir sér fyrstu handarvikm, sem urmin i')uoi,tr'‘:>í' firðinum. Raunar færi 'Vel á' þVi,r að átthagafélögin breiðfirzku ynnu þetta verk undir umsjón þjóðminja varðar. — Nú kom Baldur. Voru þá felldar niður allar fornfræðahug- leiðingar, og hófst nú sigling um Breiðafjörð Þórarinn sjómaður hafði gert ferð sína til að skoða eyjar á Breiðafirði, og vildi helzt ekkert annað sjá,- Til að auðvelda sér könnunina, hafði hann í fórum sín- um forkunnargóðan kíki, og var hann óspart. notaður, meðan við vorum saman. Skammt undan landi á Brjáns- læk er allstór eyja og grösug. Hún heitir Engey. Fyrrum var að á þær hún talinn fóturinn undir hinu tugi eða 1 góðkunna prestssetri. Nú mun hún! Grundvöllur- ekki svo dýrt metin og vegur hennar vera minni. Það tók því, varla, að beina kíkinum að henni/ Samt þótti mér gaman að sjá lund- ann á klettabríkum eyjarinnar í þéttum fylkingum. Hann sómir sér hvarvetna vel, prófasturinn. Fyrst var kíkinum að marki beint að vænum eyjum, háum úr sjó, er blasa við á stjórnborða, Frá Hergilsey. Flatey á Breiðafirði. þegar siglt er frá Brjánslæk til Flateyjar. Þar höfum við Sauðeyj- ar. Bæjarey, Háey, Skarfsey og Þórisey trúi ég þær heiti, sem mest ber á. Kiðhólmar lengra til vesturs. Einhver nefndi Glænef. Það mun vera blindboði vestur af Sauðeyjum. — Ekki hefur Jón Thoroddsen þurft að leita langt, til að fá það smellna auknefni á eina persónu sína í Manni og konu. Hann fann það flest í heimahög- unum, sem honum gafst bezt. — í Sauðeyjum höfum við fyrst sagnir af Ingjaldi Sauðeyjagoða, „hann var auðugur maður og mikill fyrir sér.“ Löngu seinna Eggerti Ólafs- syni, áður en hann endurreisti byggð í Hergilsey. Seinast mun hafa búið í Sauðeyjum Árni smið- ur Einarsson, nú í Flatey. Eyjarn- ar hafa legið í auðn um nær 30 ára skeið. Fiamundan á bakborða eru margar eyjar: Reykey, Oddleifs- ey, Hrauneyjar, Böðvarsklettar og ótal hólmar. Einu nafni Hergils- eyjarlönd. Nær landi og austar hólmar og sker undan Hjarðarnesi. Ambáttarsker heitir eitt. — Milli Hergilseyjar og Hjarðarness sjá- um við þau „sund“ „þar háskinn og Gísli áttu tvísýnan leik“ á flótt- anum frá Hergilsey undan Berki digra. — Óðum ber okkur að Hergilsey. Höfum hana skammt undan á bakborða. Eg held, að Þórarinn ætli að kippa henni að sér með augunum, svo fast starir hann í kíkinn. En Hergilsey hefur verið litin aðdáunaraugum fyrr, og ekki bifazt á sínum grunni. Eyj an er sviptigin, því verður ekki neitað. Vaðsteinabjargið er næst okkur og glampar í sólskininu. Af því er frábært útsýni til lands og eyja. En nú stóð enginn á „hamr- inum“ og svipaðist um eftir skipa- ferðum. Lítið er orðið eftir af fornri frægð Hergilseyjar. En horfnar hetjur svífa fyrir sjónir, þegar horft er upp til eyjarinnar: Ingjaídur í Hergilsey, Eggert Ól- afsson, Snæbjörn Kristjánsson — Hergilsey hefur þegar hlotið sömu örlög og Sáuðeyjar. Langt í vestrf ber við hafsbrún Oddbjarnarsker — Hól Oddbjarn- ar. Eitt sinn var á því sendna út- skeri ein mesta verstöð í Breiða- fuði — og þótt: góð. Nú mundi enginn svo hart leikinn. að hann vildi róa þar. Samt ber enn við, að Oddbjarnarsker seiði ti] sín '°rðamenn Nær eru Skjaldmeyjareyjar Þar ■ó í fyrndinni fræg huldukona — 3 býr kannski enn. þó að engar gur fari nú af henni. Svo taka við Flateyjarlönd. Ein eyjan af annarri og er skammt í milli: Skeley, Diskæðarsker (aldrei hef ég stigið fæti á það sker, en kunnugir segja mér, að þar sé hrafntinnu að finna), Stykk iseyjar, Langey, Feigsey, Sýrey og margir klettar, sem allir skína af skarfaskít og ritu. Og loks er Flat- ey sjálf. — Lengra til austurs sér til byggða i Svefneyjum og Hval- ‘ látrum. í Flatey er enn allveruleg byggð. íbúðarhæfni sumra hús- anna mundi þó ekki standast nú- tímakröfur, samt minna þau á forna reisn eyjarinnar. Nú er þar lítið um að vera. Máski á þáð eftir að lagast. En til lítils er að stara á Flatey eina, og ætla að reisa þar stórvirki. Þar mun tæplega þrífast blómleg byggð, nema að nærliggjandi eyjar rísi úr rúst samtímis. En fögur er Flatey, og mestum kostum búin allra breið- firzkra eyja. Stungið var við stafni í Flatey, afgreiddur póstur og þar stökk Þórarinn í land með kíkinn og sína ágætu frú. Friðrik tók á móti honum á bryggjunni. — Nú verður lengra á milli eyja. Baldur hættír að skríða um hrægiunn og örmjó eyjasund. þar sem kasta mætti steini í land. væri hann til um borð. Er nú sigld stórskipaleið, vestan Álaskerja. djúpt af Stagley og Bjarneyjum Samt sér þar vel til lands oi kunnugir geta áttað sig á stað- háttum og landslagi: Búðey, Heima ey, Hvanneyjar. Vogurinn á milli þeirra glampar í sólskininu. on seiðir ekki til sín vermenn leng- ur, enda mun nú fáfiski á Bjarn- eyjarmiðum Allar eru Bjarneyjar þaktar ver búðarústum. grónum fiskreitum. jarðsignuro nau^tum og hrundum varaveggjum Öll bera þau mann- v rki vott um mikið athafnalíf á sínum tíma. Og víst er um það. að mikil saga hefur gerzt í Bjarn- eyjum. allt frá því. að Þorvaldur og Þjóstólfur áttust þar illt við 02 þangað til að byggð lagðist þar niöur, á 5. tug þessarar aldar. — Dökkgrænt grasið fellur nú eins og líkklæði að jarðsiginni sögu þessara fallegu eyja. — Austur af Bjarneyjum, hillir uppi margar eyjar. allt að Gils- fjarðarbotni: Rúgeyjar, Rauðseyj- ar, Ólafseyjar og Akureyjar eru helztar. — Til vesturs er opið haf. Litlu sunnar en Bjarneyjar er Stagley. Fram undir lok 18. aldar mun hafa verið búið þar, en ekki síðan. Enda er þar ekki byggilegt. Varla tekur því, að nefna Gassa- sker, en þau höfum við alllangt undan á hakborða, þegar siglt er suður yfir flóann frá Bjarneyjum. Að vísu var urðaður þar fyrir tFramhaid a 13. síðuj, ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.