Tíminn - 26.08.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.08.1961, Blaðsíða 9
T í MIN N, laugardaginn 26. ágúst 1961. 9 í Kárnten, hinu undurfagra lantísvæSi norðaustur af Klag- enrurt, rís Magdalensberg í 1058 metra hæð og gnæfir yfir umhverfiS með dýrlingum sín- ur’. Magdalenu og Helenu. AMt frá grárri forneskju hef- ur 'ólkiS, sem býr í nágrenni þessa fjalls, sýnt því mikla lotringu. Ekki eingöngu vegna h/>ggmyndanna af dýrlingun- um, sem þar eru, heldur einn- i<s vegna þess, að alls staðar í hinum skógivöxnu og bröttu hlíðum þess gefur að líta tor- ræðar fornminjar. Og oft hafa fundizt þar verðmætar forn- leifar. I>ess er þegar getið 1502, að plægingamaður hafi fundið mjög fagurt bronslíkneski af ungum garpi. Líkneskið var í náttúrlegri stærð og var talið, að það væri sennilega af grískum eða rómversk um uppruna. Á stall þess voru greypt orð, er sýndu, að líkneskið var gjöf frá kaupmönnum í Aqui- leia. Sömuleiðis fannst bronsgriff- ill, sem ásamt líkneskinu er varð- veittur í listminjasafni Vínarborg- ar. Til er einnig marmarahöfuð af líkneskd rómversks höfðingja, og er það varðveitt í „Landes muse- um fiir Karnten“ í Klagenfurt. Enginn vafi er á því, að fleiri verðmætir munir hafa fundizt á þessum stað, því að leitendur fjár- sjóða hafa verið þarna mjög at- hafnasamir, þótt enginn viti með vissu, hvað þeir hafa boiið úr být- um. Hluti af rústunum í hlíðum Magdalensberg. Gunnar Leistikow: Hin austurríska Pompei Það var fyrst á síðasta hluta nítjándu aldar, að byrjað var á skipulegum fornleifauppgrefti á þessum stað \mdir forystu forn- leifafræðinga. Upgröfturinn leiddi í ljós margar mikilsverðar forn- minjar1, sérstaklega á árunum 1908—1910. En er heimsstyrjöldin fyrri brauzt út, batt hún endi á frekari rannsóknir í bili. Á fyrstu árunum eftir styrjöldina reyndist austurrískum vísindamönnum erf-j itt að útvega nægilegt fjármagn til slíks „óþarfa", sem „moldar- gröftur“ var álitinn á þessum neyðarinnar tímum. Árið 1948 tók landsstjórnin í Karnten að sér að sjá um uppgröft-j inn, og komst þá verulegur skriður á. Það, sem fundizt hefur á þess- um þrettán árum, sem liðin eru, síðan, hefur haft mikla þýðingu,1 bæði fyrir fornleifafræðina og sögulegar rannsóknir. Þær forn- minjar, sem fundizt hafa við Magdalensberg, hafa vakið mikinn áhuga meðal vísindamanna og fag- manna í þessum fræðum, og þeir hafa þyrpzt þangað í stórum hóp- um. Til gamans má geta þess, að þegar konungur Svíþjóðar kom í fjögurra daga opinbera heimsókn til Austurríkis, notaði hann tæki- færið og skrapp til Magdalensberg til þess að leiða fornminjarnar sjónum. Enn hefur aðeins lítill hluti rúst anna, sem þarna eru, verið upp- grafinn. Prófessor Rudolf Egger, sem hefur á hendi stjórn uppgraft arins, svaraði spurningu minni um það, hvort mikið væri enn eft- ir að grafa upp, á þessa leið: „Við gætum grafið hér í hundrað ár og væri þó nóg eftir að grafa upp“. Þetta hljómar mjög trúlega, því að vitað er, að í fjallinu er að finna i'ústir borgar, sem enginn þekkir nafnið á enn þá. Þó er vit- að, að borgin hefur verið mikil verzlunarmiðstöð í þann mund, sem Kristur fæðist. Hinn stein- lagði bær hefur verið að minnsta kosti fjórir kílómetrar að ummáli, og kirkjugarður borgarinnar, sem; fundizt hefur, er 600 metra langur. — Hér er sem sagt um að ræða nokkurs konar austurríska Pompei.! Borgin varpar nýju Ijósi á stjórn-J araðfeiðir, sem Rómverjar beittu í hinum herteknu ríkjum. Það er fullljóst, að þessi bær: hefur haft mikla þýðingu sem höf-1 uðstaður nórikana (nori á latínu)! um aldaraðir, áður en Rómverjar gerðu sig heimakomna á þessum slóðum. Nórikanar voru ekki sér- stakur þjóðflokkur, heldur notuðu Rómverjar þetta orð um þær þjóð- ir og þjóðflokka, sem bjuggu á þessu svæði. Allt fram á fimmtu öld fyrir Krist virðist aðalþjóðflokkurinn á þessu svæði hafa verið Venizíar (sbr. Venezía), en þeir hafa einn- ig veriðionefndir Illýrar. Þessir þjóðflokkur hefur síðan haldið sunnar og setzt að í Venezíu, sem ber nafn hans. Um 400 fyrir Krist hrekja keltneskir þjóðflokkar hann á braut, og það er konungur hinna keltnesku nórikana, sem gerir samning við Rómverja, er opnar þeim landið. I fyrstu komu Rómverjarnir sem verzlunarmenn. Þeir settust að í vissum borgarhlutum með svipuð- um hætti og Hansabaupmennirnir gerðu síðar á Þýzkubryggju í Ber'g- en, Visby og fleiri stöðum. Þetta má ráða af tveim reikningstöflum, sem fornleifafræðingar hafa fund- ið. Reikningstöflurnar gefa glögga mynd af því, hvers konar varning- ur það var, sem Rómverjarnir keyptu af boi’garbúum. Það hafa fyrst og fremst verið málmar og málmhlutir gerðir af járni, eir, stáli, blýi, zinki, og einnig hafa þeir keypt salt og trékoj, sem Róm- verjar höfðu mikla þörf fyrir vegna hinnar miklu rányrkju, sem þegar hafði eytt hinum ítölsku skógum. Þeir málmhlutir, sem Rómverj- arnir lögðu áherzlu á að kaupa, aas I og ensku, dish, sem þýðir bæði réttur og fatið, sem rétturinn er hafður á. i „Víxlarat“ hafa skipað stórt hlutverk í þessum viðskiptum. Þar sem það var allt of hættulegt að senda gull á milli ríkjanna vegna tíðra rána á ferðaleiðum, var sá háttur hafður á, að innflytjandi í Róm greiddi víxlara þar í borg kaupverð vörunnar, sem gaf síðan víxlara, er hann hafði viðskipta- samband við, skipun um að greiða útflytjandanum samsvarandi fjár- hæð. Það hafa fundizt mörg dæmi um starfsemi víxlaranna. Uppgröfturhj*. á Magdalensberg gefur greinilega mynd af því, hve frábærir nýlendustjórar Rómverj- arnir voru. Smám saman voru hin gagnkvæmu viðskipti af tekin, og rómverskar hersveitir brutu land- ið undir sig og undirokuðu „bar- barana", íbúa borgarinnar. Það vitna legskriftirnar í kirkjugarðin- um greinilega um. En Rómverjarn ir blönduðu sér ekki í innbyrðis málefni hinna undirokuðu, þeir voru klókari en svo. í stað þess ræktuðu þeir þann hugsunarhátt upp í höfðingjum „barbaranna", að hernámið væri þeim til heilla. Rómverjarnir héldu sig í neðstu hverfum bæjarins, en nórikanarn- ir ofar í hlíðunum, og höfðu yfir- drottnararnir sem minnst afskipti af þeim. í sínum eigin bæjarhluta byggou Rómverjarnir stóran fund- arsal, þar sem hinir tólf höfðingj- ar nórikana héldu fundi. Þeir gerðu meira að segja brunn, heilag an, fyrir þá í öðrum enda salarins, sem var allur með keltnesku sniði. En fyrir utan þennan keltneska helgidóm reistu Rómverjarnir sin Höggmynd úr bronsi meS grlskum einkennum. Fundarsalurinn meö hinum heilaga brunni. voru sérstaklega járn og stálhring- ir, axir, krókar, eir og messing- kaleikir, katlar og könnur, en um- fram allt annað disci, en það var kringlóttur málmbakki, sem not-, aður var undir rétti þá, sem born-J ir voru á borð. Þessi bakki var settur á tréstand fyrir framan boðs gesti og var þrennt í senn: borð,1 fat og diskur. Hve mikla þýðingu disci hefur haft, má ráða af því, I að orðið gengur til margra annarraj 1 tungumála, svo sem þýzku, Tisch, | eigin hof og baðhús með svipuðum hætti og í Ítalíu. Ég spurði prófessor Egger um það, hvort hann gæti gizkað á, hve margir íbúar hafi verið í þesum forna bæ í útjaðri hins rómverska keisaradæmis, en hann kvaðst ekki geta sagt neitt um það, fyrr en bú- ið væri að grafa upp nórikanska borgarhlutann. „Við vitum ekki einu sinni enn þá, hvort hús þeirra hafa verið á einni eða fleiri hæð- um“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.