Tíminn - 07.09.1961, Page 5
TÍMINN, fimmtudaginn 7. september 1961.
Útgetandl: FRaMSOKNARFLUKKURINN
FramJcvæmdast.lóri Tómas, Arnason Rit
stjórar Þórarinn Þorarmsson láb i. Andrés
Kristiansson lón Helgason Fuiltrúi rit-
stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga
stjórl Egili Bjarnason - Skrifstofui
i Eddunúsinu — Simar' 18300- 18305
Auglýsmgaslmi 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda bX
• Gydske Anderson:
ERLENT YFIRLIT
Markaðsbandalagið
Enn sem komið er hefur allt of Jítið verið rætt hér á
landi um Markaðsbandalag Evrópu. Þetta stafar víst með-
al annars af því, að allt fram á sumar beindust augu
manna fremur að því að skoða Fríverzlunarbandalagið,
og íhuga, hvort ísland ætti að tengjast því. — En Frí-
verzlunarbandalagið er ekki nándar nærri því eins saman
hnýtt og Markaðsbandalagið.
Ákvörðun Breta og Dana að athuga þann möguleika
að færa sig yfir í Markaðsbandalagið, getur orðið til þess,
að Fríverzlunarbandalagið veikist mjög eða hverfi. Þess
vegna verður nú að athuga gaumgæfilega Markaðsbanda-
lagið og afstöðuna til þess. Það getur orðið eitt mesta
vandamál, sem til úrlausnar hefur komið.
Aðeins örfáir menn á íslandi vita enn hvað í því felst
í aðalatriðum að taka þátt í Markaðsbandalaginu.
Það er því mjög nauðsynlegt, að umræður um málið
aukist mikið og áherzla verði lögð á að kynna almenningi
hvað því fylgir að taka þátt í Markaðsbandalaginu og hvað
því að vera aukaaðili. Ákvarðanir i málinu má að sjálf-
sögðu ekki taka fvrr en það hefur verið miklu betur upp-
lýst en orðið er enn þá, og meira rætt, enda hlýtur það
að vera hlutverk Alþingis að fjalla um málið.
Flestir munu telja brýna nauðsyn bera til að auka
fremur en minnka viðskipti og menningartengsl við ná-
grannaþjóðir okkar í Vestur-Evrópu. Vandinn verður að
ná því marki, án þess að skerða sjálfstjórnarrétt svo lít-
iliar þjóðar, sem við erum.
Vonandi eru flestir sammála um, að óhugsandi sé að
veita mörgum hundruðum milljóna manna, með nærfellt
ótakmörkuð fjárráð, jafnrétti til atvinnureksturs og at-
vinnu í landi, þar sem 170 þúsundir manna búa og eiga
mikla möguleika ónotaða. Slíkt getur ekki komið til mála.
Afstaða landbúnaðarins og margt fleira þarf að athug-
ast gaumgæfilega í þessu sambandi. Ástæða ætti að vera
til að vænta þess, að góður skilningur verði á sérstöðu ís-
lands í sambandi við efnahagslega- og viðskiptalega sam-
vinnu við önnur lönd.
Mikið veltur á því að vel sé og gætilega á þessum mál-
um haldið og ekki hrapað að neinu. M. a. þarf að athuga
mjög vel fordæmi Grikkja, sem eru aukaaðili að Mark-
aðsbandalaginu, og fá upplýsingar um gríska samninginn.
Um þetta vandasama mál þyrfti að verða sem víðtæk-
ast samstarf, hvað sem öðru líður.
Erlent f jármagn
Margt markvert hefur komið fram eða rifjast upp við
komu norska þjóðbankastjórans Erik Brofoss, og þá fyrst
og fremst varðandi notkun á erlendu fjármagni.
í Noregi er útlendingum bannað að eiga fasteignir
eða reka fyrirtæki. Það er almenna reglan, svipað og hér.
Norðnienn munu hafa lagt mikla áherzlu á að nota erlent
lánsfé til arðgæfra framkvæmda, vegna þess að þeir hafa
viljað eiga sem flest fyrirtæki sjálfir og reka þau.
En Norðmenn hafa líka veitt erlendum aðilum rétt
til að reka einstök fyrirtæki í Noregi — en þá hefur verið
samið í hvert sinn samkvæmt heimild í lögum til að veita
slíkar undanþágur. Hafa þá rammar skorður verið reistar
með samningum. Telur Brofoss þetta hafa gefizt vel.
Ekki sýnist þó atvinnurekstur útlendra vera stór þátt-
ur í því að veita atvinnu í Noregi, þar sem 14.600 manns
eða svo vinna hjá fyrirtækjum, sem útlendingar eiga
verulegan þátt í. — Svarar það til þess að nokkur hundruð
manna á íslandi hefðu atvinnu hjá slíkum fyrirtækjum.
Vakning franskra bænda
Bændur er sú stétt, sem helzt þorir aS rísa gegn de Gaulle
FRANSKIR bændur láta nú
meira til sín taka á stjórnmála-
sviðinu en lengi áður. f eftir-
farandi grein, sem er eftir
Gydske Anderson, fréttaritara
Information í Kaupmannahöfn,
er sagt frá þessari vakningu
franskra bænda, tildrögum
hennar og markmiðum:
í FYRSTA SINN frá því, er
fjórða franska lýðveldið leið
undir lok á árinu 1958, virðast
nú franskir borgarar ætla að
fara að upplifa svolitla stjórn-
málalega ólgu. Það eru bænd-
urnir, sem skapa þetta hress-
andi andrúmsloft i landinu.
Þeir hófust handa þegar í sum-
ar, er þeir lokuðu þjóðvegum
víðs vegar um landið. Sárgram
ir bændur óku þá dráttarvélum
sínum út á vegina og stöðvuðu
nær alla umferð. En bændurn-
ir höfðu ekki þar með sagt sitt
síðasta orð. Þeir hafa haldið
baráttu sinni áfram — en að-
eins í annarri mynd.
Parísarbúar urðu svo sann-
arlega all undrandi í sumar, er
dráttarvélunum var lagt á veg-
ina. Ríkisstjórnin þráaðist við
og hugðist þreyta bændurna í
aðgerðum sínum og fá þá ofan
af framsettum kröfúm. En
bændurnir létu þetta ekkert á
sig fá og hræddust ekki hót.
Parísarborg vaknaði af værum
en ekki að sama skapi heilbrigð
) tóku að ræða
þnj vandamáj,, landbúnaðarins
frá öllúm hliðum. Út af fyrir
sig var allt í lagi með stefnu
stjórnarinnar eins og hún lá
fyrir, en það var hins vegar
fullkomlega ljóst, að svo lengi
hafði verið látið skeika að sköp
uðu í landbúnaðarmálum líkt
og fyrr í nýlendumálunum, að
bylting ein gat róað hina
óánægðu.
Á SAMA TÍMA og stjórn
Frakklands hefur sökkt sér
niður í Alsírvandamálið og ný-
lendumál, hefur ýmislegt verið
að gerast úti á landsbyggðinni.
Bændurnir eru orðnir þreyttir
á seinlæti stjór'nvaldanna i
París, og það hefur ekki leng-
ur nein áhrif á þá, þótt birtar
séu yfirlýsingar frá stjórninni
þess efnis, að ekki megi trufla
hana eða de Gaulle forseta,
meðan báðir aðilar hafa um
nóg að hugsa í sambandi við
Alsírmálið og áætlanir byltinga
sinnaðra hershöfðingja.
Það skiptir þó meira máli,
að þegar bændurnir eru einu
sinni komnir af stað, er ek'ki
svo létt að halda aftur af þeim.
Það leið ekki á löngu, þar til
er þeir tóku að veitast að þeim
landbúnaðarfrömuðum, er sátu
að samningum við ríkisstjórn-
ina. Eftir því sem á sumarið
hefur liðið, hefur uppreisn
bændanna smátt og smátt orð-
ið að öflugri stjórnmálahreyf-
ingu, og allar reglur ríkisstjórn
arinnar, hversu vel meintar,
sem þær kunna að vera, fá
ekki brotið hana á bak aftur.
ÞAÐ, sem bændurnir gagn-
rýna fyrst og fremst, er, að lög
þau og reglur, sem þeim er ætl
að að hlíta, séu hvergi nærri
fullnægjandi. Það hefur orðið ,
’ róttæk breyting á högum bónd-
ans á síðustu árum bæði með
tilliti til vélvæðingarinnar og
breyttum hugsunarhætti nýrr-
ar kynslóðar. Bændurnir hafa
orðið að taka á- sig þungar
kvaðir til þess að koma á vél-
væðingunni, en á sama tíma
þykjast þeir hafa sannreynt, að
afrakstur 'aukinnar framleiðslu
komi nær einvörðungu millilið-
um til góða. Miklar verðsveifl-
ur eru hjá bændunum, en á
sama tíma er markaðsverðið
óbreytt. Þá er einnig hið
franska fyrirkomulag á sölu
landbúnaðarafurða gamaldags
og á þessu sviði ríkir hin megn
asta spilling. Milliliðirnir hafa
skapað sér aðstöðu til þess að
viðhalda verzlun með landbún-
aðarafurðir, sem engin leið er
að hafa eftirlit með.
ÞESSU ÖLLU vilja bændurn-
ir breyta. Þeir vilja gagngera
endurskoðun og breytingu á
öllu sölukerfi framleiðslu sinn-
ar. Þeir vilja láta líta á þetta
sem mál, er varði alla þjóðina
og sem húji skuli eiga aðild að
í heild. Einkahagsmunir skuli
hér ekki ráða einvörðungu. En
þetta er þó aðeins litill hluti
af öllu málinu. Bændurnir
vilja gera breytingar á fleirum
sviðum — þeir vilja taka skóla-
kerfið til endurskoðunar svo
og jarðnæðisákvæðin, þjóðveg-
ina, járnbrautirnar og félags-
málalöggjöfina.
í fyririestri Brofoss kom fram, að talið væri að 500
—750 þúsund norskar krónur eða 3 millj.—4,5 millj. ísl.
króna þyrfti í stofnkostnað, til að afla einum manni at-
vinnu í aluminiumiðnaði (virkjunarkostnaður meðtalinn).
Sýnir þetta dálítið, hve erfitt er að treysta á stóriðju
til atvinnuaukningar hjá smáþjóð, sem lítið fjármagn
hefur og hver lífsnauðsyn íslenzku hjóðinni er að halda
áfram að byggja upp iðnað sinn í þeim greinum, sem
minna fjármagn þarf til og meiri atvinnu veitir, ásamt
sjávariðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði.
Enn fremur að atvinnurekstur hér verði framvegis
fyrst og fremst sem hingað til á vegum íslendinga sjálfra
og erlendir lánsmöguleikar skynsamlega notaðir.
Þá er og vafalaust hyggilegt að kynna sér sem nánast,
hvernig Norðmenn hafa samið við útlendinga, þegar þeir
hafa leyft þeim að leggja í fyrirtæki í Noregi.
Það er ástæða til að fagna því, þegar menn eins og
Brofoss koma hér og gefa þýðingarmiklar upplýsingar um
reynslu annarra í þessum þýðingarmiklu málum.
Þeir krefjast efnahagslegrar
byltingar, þar sem tekið verð-
ur tillit til hagsmuna lands-
byggðarinnar og haft eftirlit
með . sérhagsmunamönnum,
enda tryggi þetta, að bæði
framleiðendur og neytendur
geti búið við betri lífsskilyrði.
Bændurnir ganga svo langt, að
þeir halda því fram, að hinn
heilagi eignaréttur á jarðnæði
sé ekki afgerandi. Líta skal á
jörðina sem hvert annað verk-
færi, er sá skal eiga, er notar
og nýtir, en ekki hinn, sem nú
á jarðnæðið aðeins að nafni til.
Mennirnir og vinnan skipta
höfuðmáli, en jafnframt er
nauðsynlegt að hefja miklu
meiri fjárfestingu í landbúnað-
inum.
STJÓRN DEBRE er í senn
all undrandi og hálf óttasl^gin
að hitta nú fyrir úti á lands-
byggðinni hið einasta róttæka
afl. Bændurnir hafa hingað til
verið álitnir íhaldssamir og hið
mikla mótvægi hins róttæka
verkalýðs í borgunum. En áreið
anlega á Debre, forsætisráð-
herra, eftir að verða enn meira
undranid. Forystumenn úænda
hafa sem sagt þegar stofnað
til samvinnu við verkamenn í
bæjum og borgum. Það er hug-
mynd bændanna, að þeir ásamt
verkamönnunum brjóti á bak
aftur einræði sérhagsmuna-
manna í afurðasölumálunum.
Þetta er merkileg þróun. Fram
til þessa hafa franskir bændur
og verkamenn verið tortryggn-
ir í garð hvor annars og jafn-
vel fyrirlitið hvor annan.
NÚ ÞEGAR sjá menn mörg
merk’i þess, að framtak bænd-
anna hefur haft áhrif á stjórn-
málin í landinu. í fyrsta lagi
hafa þeir endurvakið hið póli-
tíska líf úti á landsbyggðinni.
Áður ríktu þar smákonungar,
sem svo eru nefndir, en nú
hafa dugmiklir bændur mest
áhrif og skipa öðrum fast í
fylkingu með sér og magna
áhuga þeirra. Þetta stéttarfram
tak mun brátt leiða til víðtækr-
ar stjórnmálastarfsemi, þar eð
vandamál landbúnaðarins verða
ekki leyst, nema með víðtækri
samvinnu á breiðum grunni.
Það á sér sem sagt stað róttæk
pólitísk breyting meðal bænd-
anna í Frakklandi.
Hins vegar er það eftirtekt-
arvert, að bændurnir vilja, að
hið íhaldssama þing landsins
komi saman. Þeir þurfa sem
sagt heilbrigðar lýðræðisreglur
til þess að koma áformum sín-
um fram. En núverandi stjórn-
arform, þar sem viðkomandi
ráðherra og ráðgjafar hans
ákveða alla hluti án umræðna
á þingi, fellur bændunum ekki
í geð.
Eins og á stendur er ekki
um það hugsað, að ráðast á
de Gaulle forseta. Hann er
næstum jafn vinsæll og áður.
En það stjórnskipunarfyrir-
komulag, sem de Gaulle hefur
komið á, mun fyrr eða síðar
leiða til átaka milli hans ann-
ars vegar og hinnar ungu
bændakynslóðar hins vegar. í
algerri mótsetningu við ólgu
þá, er franski herinn hefur.
skapað. mundu slík átök vera
tákn um heilbrigða hugsun og
lofa góðu fyrir franskt lýðræði.
/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
’/
'/
'/
'/
'/
'/
)
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
/
/
/
'/
'/
'/
}
/
)
)
)
I?
'/
/
/
/
/
‘/
)
'/
/
/
)
/
'/
)
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
)