Tíminn - 07.09.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 07.09.1961, Qupperneq 11
TÍMINN, fimmludagmn 7, ; september 1981. 111 Stúlka nokkur heitir Heidi Erich. Hún er 23 ára gömul, fædd og upp alin í Hamborg, en hefur nú fyrir nokkru setzt að í London og er ekki annað sjáanlegt en að hún ætli að verða þar nokkuð fræg, og þá fyrst og fremst fyrir leik sinn í brezka sjón- varpið. Hún hefur ekki í hyggju að snúa aftur heim til Þýzkalands, að minnsta kosti ekki fyrsta kast- ið. Henni líkar svo vel við Bret- land og Breta, og þá sérstaklega rétt þann, er þeir nefna „fish and chips“. — Mér finnst fish and chips alveg sérstakt hnossgæti, segir hún. — Og það fær maður hvergi annars staðar í heiminum. Þetta er einstskur réttur, en maður verður að borða hann upp af dag- blaði. Ef hann er settur á disk, missir hann allt sitt bragð. Ekki gott mataræði Að þessum rétti undanteknum er Heidi heldur lítið hrifin af mataræði Breta. — En, segir hún — Bretland og London er ekki það sama. f London er hægt að fá hvað sem maður vill borða. Nú sem stendur vil ég ekkert nema indverskan mat. Þar áður vildi ég ekki sjá neitt annað en kínverskt. Fyrir utan London er svo sem hægt að fá ágæta nauta- steik, en það er líka allt og sumt. Það er engin fjölbreytni í þessu. Lærði ensku En það var nú ekki einasrta vonin um að geta étið eins og hana lysti af fish and chips, sem flutti hana til London. Hún var aðeins byrjuð leiklistarferil sinn heima í Hamborg, en flutti fyrir fimm árum til Lpndon til þess að læra enskuna sína obbolítið bet- Hún er stúlkan, sem /arð fræg af því að tiætta við að hátta sig í sjónvarpinu, og snúa sér ið „blóðsugufræði"! ithi ~ ív-. •'' amma mín var eitt þeirra barna, og þjónar kasrtalans smygluðu henni lit úr kastalanum. Öll hin börnin drap Elisabeth. Hún 61 þau í íáein ár og drakk svo úr þeim blóðið. Tæknilegur ráðunautur Auðvitað var þessi saga spunn- in upp til þess að auglýsa eina af þessum blóðsugumyndum. Þegar Hammer Films hóf töku myndar- innar Brúður Dracula, var ég ráðin sem tæknilegur ráðunaut- ur varðandi blóðsugur. En ég varð að lesa mér mikið til, svo að ég gæti orðið að nokkru liði. Leðurblaka með mótor í fyrri blóðsugumyndum gerð- um um Dracula voru engar leð- urblökur. í þessari höfðum við stóra og mikla leðurblöku gerða eftir tiliögu minni. Við settum í hana lítinn mótor, svo að hún gæti flogið. Það er nefnilega göm ul þjóðsaga, að blóðsugur verði að leðurblökum á næturnar. Vinnuharka í USA Síðan þetta gerðist, hef ég far- ið í fyrirlestraferð til Ameríku, og fyrirlestraefnið var: Blóðsug- ur! Mér var vel tekið, en vinnu- harkan þar var ægileg. Á fimm vikum kom ég 45 sinnum fram í útvarpi, 35 sinnum í sjónvarpi, og einhverjum ósköpum af blaða- mannafundum. Auglýsir hvað sem er Svo sneri ég aftur til London og tók upp gamla brauðstritið, í alls konar myndum og í sjónvarp- inu. Meira að segja auglýsingum. Mér þykir engin skömm að því. Ég verð að lifa, og til þess verð ég að hafa peninga fyrir mat, húsnæði og fötum. Ég auglýsi hvað sem vera skal, sólgleraugu, undirpi’s, mótorhjól og hvaðeina. Það gefur gott í aðra hönd. Ég býst ekki við, að ég flytji nokkurn tíma frá Bretlandi. En ur. Og hún vann fyrir sér með því að sitja fyrir hjá ljósmynd- urum, dansa í sjónvarpinu, og taka þátt. í atriðum ýmissa skemmtikrafta hér og þar. Nektaratriði — Svo byrjaði ég bara að leika, segir hún. — Fyrst var ég hjá sjónvarpinu eitthvað um hálft annað ár, svo fór ég í kvik- myndirnar. Það, sem aflaði mér frægðar í fyrsta sinn, var nektar- atriði, sem ekkert varð úr, og þar næst skyldleiki minn við blóðsugur. Ein spjör á viku Ég átti að sýna strip tease í skemmtiþætti í sjónvarpinu. Ég áttj/að fara úr einni spjör á viku í 13 vikur, og enda á því að standa frammi fyrir áhorfendum á nettum bikini baðfötum. En siðferðiseftirlitið greip í taum ana, og sagði, að svona háttalag væri ekki hæft til sýningar öli um meðlimum fjölskyldunnar Það var hlægilegt. Þetta var nefnilega ekkert almennilegt strip tease heldur ádeila á strip tease. Það er alveg áreiðanlegt, að ég hefði aldrei farið að sýna mig alisnakta frammi fyrir sjón- varpsvéiunum. Svo ég gerðist örg, og sagði blaðamanni, að ég ætlaði að hátta mig í sjónvarp- inu. Ailir urðu hreint vitlausir. því að það var ekki hægt að halda áfram með þetta atriði, og samt var það komið í blöðin. Ekkjan saug blóð Blóðsugan var formóðir mín iangt frammi í ættum. Hún hét — //. 5íÁan — Elizabeth Batory og bjó í Karp- atafjöllum fyrir meira en þrem öldum síðan. Hún giftist ríkum greifa, en hann dó 25 árum síðar, og skildi Elísabetu eftir í kastal- anum þai sem þau höfðu búið. Og það var þá, sem hún vandi sig á þennan ljóta sið. Hún drap yfir 100 sveitastúlk- ur. Drap þær fyrst og drakk svo úr þeim blóðið. Og blóðið varð að vera volgt enn þá, þegar hún drakk það. Eftir að hún missti manninn bjó hún með þræli og átti börn með honum. Langalangalang- ég skrepp til annarra landa, ef ég get grætt einhverja peninga á því. A síðasta ári fékk ég tvö til- boð á sama tima, annað hér bet- ur borgað en hitt erlendis ver borgað. Ég tek alltaf boðinu er- lendis, þvi að það er ldrei hægt að segja. hvenær maður getur komizt i svipað ferðalag. Og það bezta er, ef maður getur sé^ heiminn um leið og maður er að vinna. Mér líkar svo sem fleira hér en fish and chips. Mér líkar yfirleitt vel við daglega háttu Englend- (íTamnaio a ló. siöuj.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.