Tíminn - 03.11.1961, Qupperneq 5

Tíminn - 03.11.1961, Qupperneq 5
TIMI N N , föstudaginn 3. nóvember 1961 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egil) Bjarnason. — Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar: 18300—18305 Aug lýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Askriftargjald kr 55 00 á mán innanlands í lausasölu kr 3.00 eintakið Gerbreytt tekju- skiptmg í vantraustsumræðunum, sem fóru fram á Alþingi í síðastl. viku, benti Þórarinn Þórarinsson á að þeir, sem væru í vafa um málflutning stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinrga, gætu auðveldlega gengið úr skugga um efasemdir sínar með því að rifja upp eigin reynslu sína. Hafa kjör þeirra batnað eða versnað í tíð núverandi st jórnarsamsteypu? Þórarni fórust síðan orð á þessa leið: „Nú kunna ýmsir að segja: En hefur kannske ekki hæstv. ríkisstjórn haft minna til skipta en fyrirrennarar hennar og þar megi finna eðlilega skýringu á kjaraskerð- ingunni? Þessari spurningu er svarað í Mbl. á sunnudag- inn var (22. okt.). Þar upplýsm Ingólfur Jónsson landbún- aðarráðherra, að seinustu árin hafi framleiðsluaukningin hér á landi orðið 4—5% á ári til jafnaðar og það hefði átt að gera mögulegt, að lífskjörin bötnuðu til jafnaðar um 2—3% á ári. Samkvæmt þessum upplýsingum Ingólfs hefðu lífskjörin átt að vera 6—9% betri árið 1961 en 1958. Staðreyndin er hins vegar sú, að þau eru mun lak- ari nú en 1958. Hver er skýringin? Skýringin er einfald- lega sú, að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa ger- breytt allri tekjuskiptingú 1 þjóðfélaginu. Á sama tíma og hlutur launafólks, bænda og margra minni milliliða hefur stórminnkað, hefur safnazt miklu meira fjármagn en áður hjá hinum stærri milliliðum og atvinnurekendum, en búið hafa við fengsælustu aðstöðuna. Það er þetta, sem er skýringin á kjaraskerðingunni, sem meginþorri landsmanna hefur orðið fyrir. Tekjuskiptingin hefur orð- ið miklu ójafnari og með sama áframhaldi, þ. e. með óbreyttri efnahagsstefnu, verður brátt komið hér í það horf, að þjóðfélagið skiptist í fáa auðkónga og fjölmenn- an öreigalýð. Hér er komið að einni meginástæðunni fyrir andstöðu okkar Framsóknarmanna gegn hæstv. ríkisstjórn. Við viljum skapa þjóðfélag, þar sem allra flestir einstakling- ar séu efnalega sjálfbjarga og geti notið framtaks síns. Fyrir áhrif okkar á stjórnarfar undanfarinna áratuga, var svo komið, að hér voru fyrir þremur árum síðan hlutfalls- lega fleiri efnalega sjálfstæðir einstaklingar en sennilega í nokkru landi öðru. Óhætt er að fullyrða, að í engri höf- uðborg unnu þá hlutfallslega fleiri ungir heimilisfeður að því að koma upp eigin íbúð en í Reykjavík. Þetta síðast nefnda er nú alveg breytt. Með stórauknum bygg- ingarkostnaði og lánsfjárhöftum hefur dauð hönd verið lögð á þetta framtak hinnar ungu kvnslóðar. Þetta sama blasir nú hvarvetna við í þjóðfélaginu. Kjör hinna mörgu hafa verið skert, framtak þeirra lamað, en fáir. auðjarlar blómstra. Úrelt, ranglátt þjóðfélag, sem bindur hendur þúsunda framtakssamra manna, er að rísa upp á íslandi.“ Þeim þjóðfélagsháttum, sem ríkisstjórnin er hér sð skapa, fylgja vissulega mragvíslegar hættur. Það dregur úr framleiðslu- og framkvæmdum, þegar framtak hinna mörgu er fært í fjötra. Það eykur stéttaskiptingu og stéttabaráttu, þegar þjóðin skiptist í vaxandi mæli í fáa ríka og marga fátæka. Og síðast, en ekki sízt, er slíkt lík- legt til að skapa iarðveg fyrir öfga og kommúnisma. Þess vegna er það meginnauðsyn. að hér verði skipt um stefnu sem fyrst og aftur tekin upp framkvæmda- og framleiðslustefna, sem stuðlar að því að efla sjálfsbjargar- viðleitni og framtak hinna mörgu. Walter Lippmann ritar um albjóðamál Tekst afturhaldsmöimum að hindra endurkjör Fulbright í Arkansas? Á næsta ári fara fram kosn- ingar á öldungardeildarþing- mönnum víða í Bandaríkjunum. Mikil athygli beinist þegar orð- ið a® kosningunni, sem fer fram í Arkansas, en þar sækir Fulbright, formaður utanríkis- málanefndar öldungadeildarinn ar um endurkjör, en líklegasti keppinautur hans við prófkosn ingamar hjá demokrötum er talinn Faubus ríkisstjóri, sem þekktur er fyrir andstöðu sína gegn svertingjum. Fulbright er nú tvímælalaust einna glögg- skyggnastur og framsýríastur þeiara Bandaríkjamanna, sem fást við utanríkisinál, eins og vel sást í sambandi við innrás- ina á Kúbu, en hann lagðist mjög gegn henni. f þessari grein, sem hér fer á eftir, rit- ar Lippmann um Fulbright og liina afturhaldssömu andstæð- inga lians: FULBRIGHT öldungadeildar- bingmaður frá Arkansas hefur hafið baráttu sína fyrir endur- kjöri. Allt bendir til, að þessi barátta muni hafa hina mestu þýðingu fyrir alla þjóðina, ut- an 0" ofan við sérmál Arkans- asfvlkis. Þýðingarmikill hluti andstöðunni gegn öldunga- deildarþingmanninum á rætur sínar að rekja til afla utan fvlkisins Má þar einkum nefn’ hina afturhalds5Ön’”'tu hægr:- sinna, eins og Goldwater öld- ungadeiidarþinvmann meðal renúblikana og T’^irmond öld ’ingadeildarbinvmann með?1 demókratá. Það er sérstaklega tóknrænt og eft'rtekt.arvert. að beir sknl’’ ekki kjósa a.ð b?rí. "'t gegn manni. =em telja má til vinstri. heldur segn ein- hverjum ágætasti '>"Vl-manni á góða og gamla vi?u. sem fmna má meðal vor í dag Kosning öldungade’ldarþinf'- manns fvrir Arknnsas leiðir bannig til átaka m'ili hefðbund innar amerískrar íhald=semi og alveg nýs fvrirbæris. þ. e. rót- tækrar umhverfu. sem siglir undir fána íhaldsseminnar. Þessi umhverfða róttækni er ?afn fjarstæð íhalds'emi og hin svonefndu Ivðveldi austan járn tjalds eru lýðræðinu. HINIR sönnu íhaldsmenn, — en mestur þeirra á þessari öld er Churchill, — eru undantekn- ingarlaust samvirkir grundvall- arþáttum þjóðlífsins. f þeirra augum er þjóðin lifandi vera, sem vex og breytist, og þeir líta á sig sem þátttakendur i vextinum og breytingunum. Vegna þess, hve þeir eru sjálf- ir örugglega vissir um hin þýð- ingarmestu grundvallaratriði, þá eru hinir gáfuðustu íhalds- menn frjálslyndir í hugsun og framsæknir í stefnu. Fulbright öldungadeildar- þingmaður er einmitt þess kon ar íhaldctnsður og beis ve<ma er hann dæmigerð andstæða hinna afturhaldss'ímu aftur- haldsmanna, senr eiga í upp- reisn gegn meginframförum tuttugustu aldarinnar. Þeir eru andstæðir afleiðing- um nútíma vísinda og tækni, sem leitt hefur til samsöfnun- °r fólksfiölda í bor.gum. fólks 'iölda. sem rifinn hefur verið frá líf'báttum feðra sinna Þeir eru á móti velferðarríkinu sem sér þessum samanþjappaða '■"l’-sfjölda fyrir nokkru af þvi FULBRIGHT OG KONA HANS i persónulega öryggi, sem forfeð ur þeirra í sveitinni bjuggu við í sveitarfélögum sínum. Og þeir eru á móti afskiptum af hinu óhemjulega margþætta fjárhagílifi, sem mundi þó ríða á sig bnúta kreppu og öng- þveitis, ef það væri látið af- skiptalaust. HINIR afturhaldssömu aftur- haldsmenn, sem vildu taka aft- ur tuttugustu öldina, eru, að því er þeir sjálfir segja, hat- ra-mmir andstæðingar kommún ismans. Kommúnisminn tilheyr ir tuttugustu öldinni, en hinir afturhaldssömu skilja hann ekki og vita ekki hvernig á að bre,gðast við honum. Þess vegna eru þeir andstæðingar bandalaga, sem hafa gert okkur kleift að stemma stigu við kommúnismanum, þar sem hann var staddur, þegar vopna- hlé var gert við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir eru á móti erlendri aðstoð, sem beitt er til þess að hjálpa nýj- um og veikburða ríkjum að hjálpa sér sjálfum án þess að verða kommúnismanum að- bráð. Þeir líta niður á Samein- uðu þjóðirnar, sem þó hafa ó- metanlega þýðingu við að brjóta nýjum og óreyndum ríkj um leið til frjálsræðis. Þeir trúa heils hugar á hernaðar- mátt Bandaríkjanna. En þeir skilja hann ekki. Þeim getur ei skilizt, að Bandaríkin eru ekki almáttug, þó að þau séu öfiug, og að við getum ekki lagfært heiminn og náð fullnaðarsigri á kommúnismanum með því að ?etja úrslitakosti. Ábyrgðar- leysi beirra í utanríkismálum er svo mikið, að ef forseti Bandaríkjanna gerði það, sem beir segja að hann eigi að gera, þá yrðu í gangi samtímis önnur Kóreu-styrjöld í Suð-austur- Asíu, ofurlítið smækkuð útgáfa ^f Algier-uppreisninni geisaði a Kúbu og kjarnorkustríð um Berlín. FULBRIGHT öldungadeildar- þingamaður hefur eindregið staðið gegn slíku ábyrgðarleysi o.g beitt til þess þekkingu sinni og áhrifum sem formaður utan ríkismálanefndar öldungadeild- arinnar. Bandaríska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við hann. Hlutverk hans í Was hington er ómetanlegt. Enginn annar er jafn voldugur og um leið vitur, og ef nokkur minnsta hætta væri á því, að hægt væri að svipta hann stjórnmálaleg- um völdum. þá væri það þjóðar voði. Hann hefur ekki aðeins ver- ið hinn hugrakkasti og vitrasti ráðgjafi, heldur er hann einnig framsýnni og réttsýnni en aðrir. Um hann hefur verið sagt, að hann hafi oft haft of fljótt rétt fyrir sér. Þetta er mikið lof. í okkar lýðræðisþjóðfélagi verð- ur einhver, sem hlustað er á. að hafa rétt fyrir sér áður en það er orðin tízka að hafa rétt fyrir sér. f þessu efni á Ful- bright öldungadeildarþingmað- ur eftirtektarverða forsögu og hana er auðvelt að rekja aftur til byrjunar siðari heimsstyrj- aldarinnar, þegar hann, sem ■ algerlega óþekktur fulltrúa- deildarþingmaður frá Arkans- as, kom fram með Fulbright- vfirlýsinguna. sem leiddi til bess. að Bandaríkjamenn hurfu frá hiutleysi. Eg hygg, að Fulbright hafi verið fyrsti Bandarík.iamaður- inn, sem gerði sér það ljóst, að Frsrrhalri a 15 síðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.