Tíminn - 11.11.1961, Qupperneq 3
Tjf MlfjUS, laugardaginn 11. nóvember 1961-
3
Dreg mig í hlé
ef lausn fæst
— sagði De Gauile í Marseille
NTB—Marseille, 10. nóv.
De Gauile sagSi á fundi með
þingmönnum Marseillekjör-
dæmisins í dag, að liann hygð-
ist draga sig í hlé undir eins
og Alsírmálið er úr sögunni.
Hann kvað hafa sagt þing-
mönnunum, að honum fyndist
hann nú vera kominn á leiðar-
DEGAULLE
enda og áliti hlutverki sínu í
frönskum stjórnmálum lokið
með lausn Alsírmálsins.
Að lokinni fyrirhugaðri þjóðar-
atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörð-
unarrétt Alsírbúa fara fram nýjar
kosningar í Frakklandi, og í sam-
tali við þingmennina sagði De
Gaulle, að verið gæti, að þær yrðu
haldnar í vor.
Illa tekið í Marseille
Þegar De Gaulle kom til Mar-
seille í morgun, var honum tekið
með hrópum og blístri og fjand-
samlegum slagorðum um hærri
láun og frið í Alsír að því er
Reutersfréltastofan skýrir frá. Það
voru hafnarverkamenn, sem höfðu
sig mjög í frammi, en í Marseille
hefur De Gaulle fengið fyrstu
fjandsamlegu móttökurnar síðan
hann lagði af stað í ferðalag sitt
um Suður-Frakkland. Hafnarverka-
menn lögðu niður vinnu í klukku-
stund, er forsetinn heimsótti hafn-
arhverfið. Blaðamenn fá aldrei að-
gang að fundum forsetans og þing-
manna, en fréttir sínar hafa þeir
eftir þingmönnum, sem viðstaddir
voru.
Heilbrigð skynsemi Frakka
mun sigra
í ræðu, sem flutt var við mót-
tökuathöfn í ráðhúsinu í Marseille,
var þess krafizt, að franska stjórn-
in stofnaði til öruggra og róttækra
aðgerða gegn leynisamtökum öfga-
manna til hægri, OAS, sem einnig
láta nú á sér kræla í Frakklandi,
allir flokkar ættu að standa eins
fjarri þeim samtökum og unnt
væri. — I svari sínu sagði forset-
inn, að franska þjóðin fordæmdi
nú ákafar og ákafar hryðjuverk
OAS undir stjórn hinna afdönkuðu
hershöfðingja, og fullyrti, að hin
heilbrigða skynsemi Frakka mundi
sigra í þessu máli. Það væri satt,
að þessir menn beittu öllum með-
ulum og glæpum til að skapa vand-
ræði og erfiðleika, en hann hefði
ekki trú á, að það tækist. „Það
verður að fordæma verk þeirra og
draga þá fyrir rétt,“ sagði de
Gaulle.
Nýjar bækur
frá Isafold
ísafoldarprentsmiðja hefur
um langt skeið verið stórvirk
í bókaútgáfu, og gefið út bæk-
ur margra vinsælustu rithöf-
unda þjóðarinnar, að fornu og
nýju.
Meðal þeirra nýju bóka, sem
komnar eru á bókamarkaðinn frá
ísafold, eru Saga bóndans á Hrauni
eftir Guðmund L. Friðfinnsson.
Næturgestir, skáldsaga eftir Sig-
urð A. Magnússon og Börn eru
bezta fólk eftir Stefán Jónsson.
Saga bóndans á Hrauni er ævi-
saga Jónasar Jónssonar, er um
langa ævi hefur búið á hinum sögu
fræga bæ, Hrauni í Öxnadal. Höf-
undurinn, Guðmundur L. Frið-
finnsson, er kunnur rithöfundur
fyrir fyrri bækur sínar, en með
þessari bók fer höfundurinn inn á
nýtt svið, ævisagnaritun.
Sigurður A. Magnússon er kunn
ur sem rithöfundur. Hann hefur
gefið út ijóð, ferðaþætti, en Næt-
urgestir er hans fyrsta stóra skáld
saga.
Stefán Jónsson, kennara, þarf
ekki að kynna íslenzkum lesend-
um. Má hiklaust telja hann einn
vinsælasta núlifandi barnabókahöf
und okkar, og heitir hin nýja bók
hans: Börn eru bezta fólk.
Enn má hér geta þriggja bóka
tii viðbótar. Er þar fyrst að nefna
ferðabók eftir Einar Ásmundsson
lögfræðing, Frá Grænlandi til
Rómar.
í þessari bók eru þrettán ferða-
þættir. Segir þar fyrst af ferðalagi
til Grænlands árið 1956, en loka-
þátturinn er um útför Píusar páfa
tólfta haustið 1958.
Ástir Dostóévskýs heitir ævi-
saga hins rússneska stórskálds eft-
ir Mark Slonim, þýdd af Hersteini
Pálssyni. Einkum snýst bókin þó
um ástalíf skáldsins, og er sagt,
að hún byggist á vandlega könnuð-
um heimildum á því sviði.
Þriðja bókin er eftir Jack Lond-
on, í suðurhöfum, þýdd af Sverri
Kristjánssyni. Þetta er áttunda bók
in eftir Jack London, sem ísafold-
arprentsmiðja gefur út, og má af
nafninu ráða, að hér segir frá æv
intýrum meðal brúnna manna á
Kyrrahafseyjum.
Nýjar tillögur í
Berlínarmálinu
Misstu N-
Katanga
NTB—Leopoldville,
Elizabethville, 10. nóv.
Fulltrúi S.Þ., Mahmoud
Khiari, sneri á fimmtudags-
kvöld heim til Leopoldville frá
Stanleyville eftir árangurs-
lausar tilraunir til að fá Ant-
oine Gizenga aðstoðarforsætis-
ráðherra til að taka aftur sæti
sitt í miðstjórninni.
Áreiðanlegar heimildir S. Þ.
herma, að Khiari hafi farið til
Stanleyville að undirlagi miðstjórn
arinnar, sem talin er mjög áhyggju
full vegna hinnar löngu fjarveru
Gizenga, sem nú gengur næst Ad-
oula forsætisráðherra að völdum,
en miðstjórnin telur, að æskilegt
sé að hafa hann i Leopoldville,
eins og nú er ástatt í Kongó. Giz-
enga var fyrrum æðsti maður Ori-
entalehéraðsins, en það er staða,
sem hann tók við eftir lát Patrice
Lumumba. — Gizenga hefur dval-
izt í Stanleyville síðan í október-
byrjun, en þá fór hann frá Leopold
ville af persónulegum ástæðum.
Síðast liðinn föstudag fékk hann
orðsendingu frá miðstjórninni um
að snúa heim.
Sveitir úr Kongóher brutust á
fimmtudagskvöld inn í Albert-
ville við Tanganyika-vatn í Norð-
ur-Katanga að því, er áreiðanlegar
heimildir í Eliztbethville herma.
í óstaðfestum fregnum segir, að
ÍFramhald á 7 síðu)
NTB—Moskva, Bonn, London,
10. nóvember.
Talið er að Sovétríkin hafi
nú í undirbúningi nýjar tillög-
ur um lausn Berlínarmálsins,
sem kunni að ieiða til heilla-
vænlegs samkomulags. Enn
hafa þær þó ekki verið sendar
Vesturveldunum formlega, og
í London, Bonn, París og
Washington hafa stjórnmála-
menn tekið þeim með hæfileg-
um fyrirvara.
Þetta er haft eftir vestrænum
stjórnmálafréttariturum í Moskvu,
en þeir telja, að um mikla stefnu-
breytingu sé að ræða af hálfu
Sovétstjórnarinnar. Hafi hún nú
ákveðið að fresta kröfunni um, að
Vesturveldin viðurkenni stjórn
Austur-Þýzkalands, en fallizt á að
fyrsta viðfangsefnið í samninga-
viðræðum verði staða Vestur-
Berlínar.
í f jórunr liðum
í nánum heimildum er talið, að
tillögur Sovétríkjanna verði í
fjórum eftirfarandi liðum, ef þeir
verða staðfesrtir:
1. Hernámsveldin fjögur í Ber-
lín skulu ganga þannig frá réttar-
stöðu V.-Berlínar, að frelsi Vestur-
Berlínarbúa og frjálsar samgöng-
ur til borgarinnar sé tryggt.
2. Sovétstjórnin mun gera samn-
ing við Austur-Þýzkaland, þar sem
austur-þýzka stjórnin viðurkennir
stöðu V.-Berlínar og heitir því að
virða þau réttindi, sem henni
fylgja.
3. Vesturveldin að V.-Þýzkalandi
meðtöldu s'kulu fyrir sitt leyti
heita því að viðurkenna Austur-
Þýzkaland sem sjálfstætt ríki.
4. Sovétríkin munu ekki undir-
rita friðarsamning við Austur-
Þýzkaland, fyrr en eining hefur
náðst um fyrri atriðin þrjú og
samningur um þau verið undirrit-
aður.
Stjórnmálamenn efagjarnir
Brezki, franski, bandaríski og
vestur-þýzki ambassadorinn í
Moskvu áttu í dag með sér fund
til að ræða hinar nýju tillögur í
Berlíiiar- og Þýzkalandsmálinu,
samkvæmt diplómatískum heim-
ildum. Talsmaður vestur-þýzka ut-
anríkisráðuneytisins sagði jafn-
framt, að vestur-þýzku stjórninni
hefði ekki borizt nein opinber til-
kynning um breytta stefnu Sovét-
ríkjanna í þessum málum. Hann
kvað Krústjoff ekki hafa rætt
þetta á fundinum með Kroll, amb-
assador V.-Þjóðverja í Moskvu í
gær. Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins sagðist heldur ekki
vita neitt enn. í París og Wash-
ington hefur fréttunum um vænt-
anlega stefnubreytingu verið tekið
með nokkrum efa um, að þær
bendi á nýjar leiðir. Hið sama
segja stjórnmálamenn í Bonn og
London. Hins vegar verði öllum
nýjum tillögum tekið með gleði og
þær rannsakaðar vandlega.
j.'iýla BÓörtf f)b inlv
Nýjar Leifturbækur
M.a. nýja skáldsögu eftir Guðrúnu frá Lundi
Jakie og Jahrawal
Nehru heimsótti Kennedy f
Hvíta húsið um daginn. Þessi
mynd er tekin af honum og
Jackie, konu Kennedy, á gðngu i
garðinum umhverfls Hvíta hús-
ið. Vtrðist fara hið bezta á með
Prentsmiðjan Leiftur hefur ný-
lega sent á bókamarkaðinn all-
margar nýjar bækur, flestar fyrir
unglinga. Eru sumar þeirra í vin-
sælum bókaflokkum, sem allir
unglingar kannast við af fyrri bók-
um um söguhetjurnar. Ný bók um
Stinu nefnist: Stína flugfreyja. Þá
er Konnabók er heitir Konni cr
kaldur snáði, og er ætluð þeim,
sem gaman hafa af sjómennsku og
svaðilförum. Handa íþróttaunn-
endum er bókin Baldur og boð-
lilaupssveitin og vegna kapphlaups-
ihs um að komast til annarra
hnatta, er drengjabók er nefnist
Með eldflaug til annarra hnatta.
Fyrir yngri lesendur eru bæk-
urnar Marianna og vinstúlkur
hennar, Heiðbjört og Dansi, dansi
dúkkan mín, allar prýddar mynd-
um.
Pílagrímsför til lækningalindar-;
innar í Lourdes nefnist bók eftir!
Guðrúnu Jacobsen, og ritar Jóhann j
es Gunnarsson biskup kaþólsku'
kirkjunnar formála fyrir bókinni,'
sem er með mörgum myndum frá
þessum fræga lækningastað.
Á öræfum heitir bók eftir hinn
kunna ferðagarp. Hallgrím Jónas-
son, kennara, sem þekktur er fyrir i
hina skemmtilegu ferðaþætti í út-
varpi og blöðum, að sjálfsögðu
með mörgum snjöllum stökum um
það, sem fyrir augað ber á ferð-
um um fögur öræfi.
Loks er ný skáldsaga eftir Guð-
rúnu frá Lundi, sem er einhver
mest lesni höfundur á íslandi und-
anfarin ár. Heitir þessi nýja saga
Stýfðar fjaðrir, og gerist eins og
aðrar sögur hennar í íslenzkri sveit
og lýsir fjölbreyttum viðburðum í
hinu „fábreytta sveitalífi". Fram-
an við söguna ritar séra Helgi
Konráðsson, um ævi og ritstörf
skáldkonunnar.
þeim. Nú hefur bandarfska utan-
ríkisráðuneytið tilkynnt, að
Jackie Kennedy fari í opinbera
helmsókn til Indlands hinn 20.
þessa mánaðar.