Tíminn - 11.11.1961, Side 14
14
TÍMINN, Iaugardaginn 11. nóvembcr 1961.
lífið, fram til sigurs, eða þá
dauða að öðrum kosti.
Hann fleygði frá sér miðan
um og kallaði á prestinn og
bað hann að annast líkið, en
hljóp sjálfur inn í höllina.
Þegar hann kom þangað var
hér um bil helmingur af fólk
inu kominn til sjálfs sín eftir
svefninn, en hinir sem Ali
hafði veitt vínið í hlöðunni,
komu reikandi inn með sljó
augu og náfölir í framan og
héldu ýmist um höfuð eða
brjóst. f raun og veru voru
þeir svo veikir og utan við
sig, að erfitt var að gera
þeim skiljanlegt hvað skeð
hafði, og þegar þeir urðu þess
vísir, gátu þeir aðeins and-
varpað. Sumir voru þó það
hraustir, að þeir lögðu af
stað, og komust, þrátt fyrir
myrkur og snjódrífu, til Stan-
gate, næstu húsa, er öll voru
nokkuð fjarri, já, alla leið til
Southminster, til þess að
biðja alla vopnfæra menn að
taka vopn sín og veita ræn-
ingunum eftirför. Gramur
yfir hugsunarleysi sínu kall-
aði nú Wulf prestinn frá lík-
inu og skipaði honum að flýta
sér upp í kirkjuturninn og
tendra bálið, sem væri þar
undirbúið, svo skjótt sem
unnt væri.
Tæpum tíu mínútum síðar
kastaði bálið óviðfelldnum
bjarma yfir þakið á Steaple-
kirkju, og gerði öllum ná-
grönnum aðvart að aðstoðar
þeirra væri þörf. Svo vopnuðu
sig allir vopnfærir menn á
Steaple, söðluðu alla þá
hesta er þeir höfðu og þar
á meðal þá þrjá er kaupmaö-
urinn Georgios hafði skilið
eftir, og allir sem gátu, fyrir
timburmönnum og öðrum
drykkjueftirköstum, söfnuð-
ust saman í garðinum. En
flýtir þeirra gagnaði ekki
neitt, því nú var tunglið
gengið undir, og nóttin svo
niðdimm að varla sást handa
skil og þar á ofan féll snjór
inn með ákafa. Menn urðu
því að bíða birtunnar, fullir
sorgar og gremju, og böðuðu
brennheit ennin meö snjó og
ís.
Loks ljómaði dagur, og við
hina fyrstu skímu sást fjöldi
fólks ríðandi og gangandi
brjótast áfram gegnum snjó-
inn. Menn hrópuðu hver til
annars til þess að fá fregnir
af hinum hræðilega atburði
er gerzt hafði á Steaple.
Það barst brátt mann frá
manni fregnin um það, að
Sir Andrev hefði verið drep-
1 inn af heiðingjum, er rænt
j hefðu Rósamundu, meðan
J allir sem tekið höfðu þátt i
I veizlunni hefðu legið meðvit-
I undarlausir af svæfandi víni,
er maður einn í kaupmanns-
gervi hafði veitt þeim.
! Óðar en leitarbjart var orð
ið lögðu hér um bil 30 manns
af stað, þótt enginn vissi
hvert halda skyldi, því að
fennt hafði í spor óvinanna.
— Eitt er víst, sagði God-
vin, — að sjóleiðina hafa þeir
komið.
— Já, og lent hér í nánd,
Wulf með djúpri rödd. — Það
er bútur af gullsaumuðu slæð
unni sem ég gaf Rósamundu
í jólagjöf. Hún hefur rifið það
af og skilið það hér eftir til
þess að vísa okkur leið. Höld
um til altaris St. Péturs! Til
St. Péturs — segi ég, þar hlýt
ur báturinn eða skipið að fara
fram hjá, og verið getur, að
þeir séu ekki komnir út á rúm
sjó vegna dimmunnar.
Þeir sneru svo við og þeir,
sem voru ríðandi riðu gegn-
um Steaple, St. Lawrence og
Bradwell, en þeir sem voru
H. RIDER HAGGARD
BRÆÐURNIR
SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM
anzaöi Wulf. — Því hefðu
þeir þurft langt að ganga,
hefðu þeir tekið hestana með
sér, og sömuleiðis átt á hættu
að villast í dimmunni. Niður
að lendingunni!. Við skulum
athuga lendinguna hjá Ste-
aple!
Þeir riðu síðan þvert yfir
akrana niður að víkinni er lá
þar skammt frá. Fyrst gátu
þeir ekkert fundið athuga-
vert, því landgöngubryggjan
var þakin snjó, en allt í einu
kom maður með þá fregn, að
búið væri að brjóta upp
skrána á húsi því er bræð-
uxnir geymdu bátinn sinn í,
og búið væri að taka bátinn.
— Hann var allt of lítill,
hann rúmaði ekki nema sex
menn, hrópaði þá einhver. —
Svo stór hópur gat ekki haft
rúm í honum.
— Heimskinginn þinn, svar
aði hinn, — þeir gátu haft
fleiri báta.
Þeir rannsökuðu nú jarð-
veginn á ný og fundu þá und
ir hríminu !rák eftir fxam-
stefni á bát, og skammt frá
holu eftir hæl, sem hann
hafði verið bundinn við, það
virtist því augljóst, hvert
þau hefðu haldið, en svo
fundu þeir nokkuð, sem tók
af allan efa. Wulf sá í dimm-
unni eitthvað glitra í snjón-
um, og tók einn leitarmann-
anna það upp og rétti honum.
— Þetta sýndist mér, sagði
fótgangandi rannsökuðu
strandlengjuna og fjöruna.
Riddaraskarinn, með Godvin
og Wulf í broddi fylkingar,
jókst óðum, því allir, er séð
höfðu bálið á Steaple kirkju
eða heyrt fregnina af munni
sendimanna, komu, og voru
þar saman komnir riddarar,
skjaldsveinar og bændur, já,
jafnvel munkarnir í Stan-
gate-klaustri og kaupmenn
frá Southminster slógust í för
ina.
Þeir riðu svo hratt sem
hægt var, en það vai*‘ séin-
farið vegna fannfergjunnar,
og vegurinn langur. Það var
því liðin heil stund, er þeir
höfðu Bradwell að baki sér
og þó var hálf míla enn til
altaris St. Péturs. Það hætti
nú allt í einu að fenna, en
veður tók að hvessa af norðri
og greiddi þá dálítið úr þok-
nnni. Þeir flýttu nú ferðinni
eftir föngum, unz þeir komu
að gamla turninum, þar stönz
uðu þeir og stigu af hestum
sinum og biðu þess að birti.
— Hvað er þetta? sagði
Godvin skyndilega og benti á
eitthvað dökkleitt, er hann
grillti í þokunni út á sjón-
um.
Um leið og hann sagði
þetta, sópaði snörp vindhviða
þokunni burt, svo hin rauða
sólkringla, er reis við hafs-
brún, gat varpað geislum sín
um á þá, en jafnframt sáu
þeir svo sem í hundrað skrefa
fjarlægð siglutré á stórri
galeiðu (Mjög algeng tegund
skipa við Miðjarðarhafið á
þeim tíma), er hélt undan
landi. Meðan þeir stóðu þarna
forviða, þandi vindurinn segl
ið, er undið var upp á stór-
siglunni, en skellihlátur skip-
verja gaf þeim til kynna, að
þeim hefði verið veitt eftir-
tekt. Þeir sveifluðu sverðun-
um í árangurslausum ákafa,
því þeir vissu, hverjir mundu
vera á skipinu, því á fram-
siglu þess blakti hinn guli
fáni Saladíns, er glóði sem
gull í geislum morgunsólar-
innar.
Þó var ekki allt búið með
þessu, því á hinu háa aftur-
þilfari galeiðunnar stóð hin
tígulega Rósamunda, og við
hlið hennar Hassan Emír í
öllum herklæðum með vefjar
hött á höfði, hinn sami er
þeir höfðu áður kynnzt sem
kaupmanninum Georgios, en
við hina hlið hennar stóð hár
maður, sömuleiðis herklædd-
ur, er tilsýndar líktist kristn
um riddara. Rósamunda rétti
að þeim báðar hendur, svo
hljóp hún áfram, eins og hún
ætlaði að kasta sér í sjóinn,
hinn maðurinn varði henni
öldustokkinn.
Trylltur af reiði og örvingl
un knúði Wulf hest sinn út
í sjóinn, þangað til bárum-
ar skullu á mitti hans, og þeg
ar hann komst ekki lengra,
sveiflaði hann sverðinu og
hrópaði hátt: — Óttastu ekki,
við komum á eftir þér! og jíað
með slikri þrumurödd, að
þrátt fyrir storminn og fjar-
lægðina, hlutu orð hans að
ná skipinu. Að minnsta kosti
virtist Rósamunda hafa heyrt
það, því að hún rétti upp
höndina eins og til merkis.
En Hassan lagði aðra hönd
ina á hjartastað, en hina á
ennið og hneigði sig þrisvar
í kveðjuskyni.
Vindurinn þandi seglið, svo
árarnar voru dregnar inn og
fleyið sveif af stað með mikl
um hraða yfir danzandi
bylgjurnar unz það hvarf, og
loks sást aðeins hinn gullni
fáni Saladíns er glóði í sól-
skininu.
vm.
Masonda.
Það voru liðnir margir mán
uðiir frá vetrarmorgni þeim,
er bræðurnir sátu á hestum
sínum hjá altari St. Péturs
við minni Blackwater-fljóts-
ins, og horfðu á galeiðu Sala-
díns, er sigldi suður með
ströndinni með hina herteknu
frænku þeirra, Rósamundu.
En vegna þess að þeir höfðu
ekkert skip til að elta þá á —
enda hefði það nú verið um
seinan að ætla sér að ná gal-
eiðunni, — þökkuðu þeir nú
þeim, er komið höfðu til hjálp
ar, og héldu heim til Steaple,
enda höfðu þeir þar nógu að
ráðstafa. Á leiðinni heyrðu
þeir margt, er skýrði fyrir
þeim árásina, eins og hún var.
Þannig fréttu þeir, að gal-
eiðan, sem þeir héldu að væri
verzlunarskip, hefði af frjáls
um vilja siglt upp í Crouch-
fljótið, undir því yfirskini, að
stýrið hefði bilað, en á að-
fangadag jóla sigldi hún af
stað þaðan og varpaði akker-
um í Blackwater-fljótinu, hér
uim bil þrjár mílúr frá mynni
þess. Síðan var stórum bát
sem þeir höfðu í eftirdragi,
og síðar fannst, tróið inn í
Steaple-víkina í rökkrinu, og
Laugardagur 11. nóvember:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarþ.
12.25 Fréttir og tiLkynningar.
12.55 Oskalög sjukiinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin.
15.00 Fréttir og tilkynningar.
15.20 Skákþáttur (Sveinn Kristins-
son).
16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur
(Hallur Símonarson).
16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds-
son).
17.00 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18.00 Útvarpssaga bairnanna: „Á
leið til Agra” eftir Aimée
Sommerfelt; VII. (Sigurlaug
Björnsdóttir),
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
18.55 Söngvar í léttum tón.
19.10 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Frá danslagakvöldi í Berlín:
Horst Jankowski-kórinn syngur
og danshljómsveit Beriínarút-
varpsins leikur undir stjórn
Rolands Kovac.
20.30 Deikrit: „Parísarhjólið” eftir
Soya, í þýðingu Áslaugar
Árnadóttur. — Leikstjóri:
Bal’dvin Halldórsson. Leikend-
ur: Guðbjörg Þorbjarnardótt-
ir, Róbert Arnfinnsson, Þor-
grímur Einarsson, Brynja
Benediktsdóttir, Flosi Ólafs-
son, Jóhanna Norðfjörð og
.Indriði Waage.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
— Uss, það er einhver að koma,
hvíslaði Eiríkur, Bústaðalénsmað-
urinn lyfti Sveini upp á öxl hon-
um. — Við verðum að fara yfir
lækinn, svo að þeir týni slóðinni,
sagði Sveinn. Þeir fóru upp læk-
inn, sem smám saman breikkaði,
en þeir tóku ekki eftir, að bakk-
ainir urðu brattari. — Þarna get-
um við ekki klifrað Upp, og við
getum ekki snúið við, þá lendum
við beint í flasið á» óvinunum.
Förutn upp fyrir fossihn, sagði
Bústaðalénsmaðurinn, þar sjá þeir
okkur ekki. En um leið og þeir
voru komnir í felur, byrjaði
Sveirtn að æpa og kalla í óráði.
— Bíðum! hrópaði einn hermann-
anna, ég heyrði eithvað hljóð hér
rétt hjá.