Tíminn - 04.02.1962, Page 2

Tíminn - 04.02.1962, Page 2
Þvær brott rykið af hjörtum okkar — „Sannur karlmaður grætur aldrei. Snökktandi karlmaður er sú aumlegasta og fyrirlitlegasta sjón .... Sé skoðun þín á þessa leið, ger- irðu x’étt í því að verja hana ekki, fyrr en þú hefur kynnt þér nán- ar fullyrðingar nútíma sálfræð- inga. Heimsfrægir sérfræðingar lýsa því yfir, að það hafi verið hin mesta fásinna, þagar siðir og erfðavenjur' veittu konunum for- réttindi að bresta í grát við erf- iðar aðstæður. Karlmenn hafa vissulega jafngott af því að gráta eins og kvenfólkið. Amerískur læknir, dr. James Bond, hefur í mörg ár rannsak- að þetta óvenjulega vandamál. Og hann strikar kröftuglega undir það, að karlmenn eigi að lofa tár- unum að renna, ef andleg á- reynsla krefst útrásar. — Önnum kafinn verzlunar- maður gæti auðveldlega lengt líf sitt um nokkur ár, ef hann að- eins við og við léti eftir þeirri innri þörf að gr'áta út. En það er stranglega bannað. Karlmenn ættu að læra af konunum, hvern- ig maður kemst hjá, eða dregur úr, stórkostlegri sálarlegri áreynslu gegnum tárakirtlana, í stað þess að kalla yfir sig hjaxta- og taugabilanir. Það er ef til vill ekki sizt grátnum að þakka, að „veikara“ kynið skuli yfirleitt eiga lengri lífdaga en „höfuð sköpunarverksins“. Ein af stærstu syndum hinnar vestrænu menningar gegn mann- legu eðli er, að börnunum er leitt það fyrir sjónir í æsku, að „hraustur drengur grætur ekki“. Árangurinn er sá, að þegar hann er orðinn fullorðinn, getur hann ekki grátið, -og þegar sorgin ber að dyium, reynir hann ef til vill að drekkja henni í víni, eða þá að sorgin brýzt út í gegnum taug arnar en ekki í gegn um tárakirtl- ana. Margir eru þeir sálfræðing- ar, sem álíta, að þessi almenna skoðun á grátandi karlmönnum hafi hjálpað til að gera Vestur- Evrópumenn ruddalega. Það er „dyggð“, sem við höfum fengið í arf frá vikingunum, að sannur heiðursmaður gefi sor'g sína aldr ei til kynna á nokkurn hátt. Annar þekktur áhrifamaður á þessu sviði heitir dr. David M. Englehardt. Og hann lýsir öllum þeim andlegu þjáningum, sem venjubundinn maður veröur að líða, af því að hann fær ekki út- rás þjáninga sinna í tárum. — Hin stöðuga spenna í nú- tíma viðskiptalífi skapar andlega áreynslu, sem krefst útrásar. En forstjóri má aldrei missa stjórn á tilfinningum sínum og gráta upphátt og hömlulaust eins og barn. Hann hefur því ekki um annað að velja en að veita sorg sinni eða reiði útrás með því að hella sér yfir einkaritarann eða eiginkonuna. Þessi óbeina útrás reiði hans, þessi „þurri grátur“, gerir sitt gagn, meðan liin and- lega ofreynsla er ekki á háu stigi. En verði svo, kemur það niður á taugakerfinu. Læknarnir eru sammála um, að andleg áreynsla hafi meiri áhrif á iíkamlegt ástand karl- manns heldur en konu. Með því eiga þeir auðvitað ekki við, að sérhver maður, sem ekki getur grátið, þegar uppreisn innra með honum krefst þess, þjáist af maga sári, hjartakrampa eða öðrum „forstjórasjúkdómum“. En ef karlmaðurinn hefði einnig leyfi til að nota öryggisventil náttúr- unnar, væri alveg vafalaust hægt að komast hjá mörgum smávægi- legum sjúkdómum, sem nútíma læknisfræði telur að stafi af and- legri áreynslu. Sérhver sá, sem fær tækifæri til að gráta út í fr'iði, verður að viðurkenna, að honum líður miklu betur á eftir, bæði andlega og líkamlega. Gráturinn hefur margvísleg áhrif til góðs. Hvað skyldu þeir t. d. vera margir, sem hafa hugmynd um, að tár okkar innihalda kveikju, sem drepur eða lamar 95% sýklanna í aug- um okkar og nösum? Þetta er nú samt sem áður tilfellið. Það, sem einkennir grátinn svo mjög, er þörfin til að einangra sig, fá að vera í friði, meðan tár- in renna. Grátandi mannvera hyl ur andlitið í höndum sér og snýr sér undan. Grátandi barnið á skólaleikvanginum styður sig upp við vegg og giúfir andlitið í oln- bogabótina. En ef við látum bug- ast af gráti í nærveru annarra, komumst við þegar í stað í nán- ara samband við þá vegna sam- úðarinnar, sem gráturinn óhjá- kvæmilega vekur. Enginn er al- gjörlega ósnortinn af annarra tár- ur, hver sem orsökin til grátsins er. Engin önnur mannleg hegð- un getur skapað svo skjóta og djúpa samúð, gráturinn er sterk- asta meðalið til að láta í Ijós sársauka og öðlast samúð og hjálp meðbræðra okkar. Það hafa konurnar vitað — og notfært sér frá ómunatíð. Charles Dickens hefur tæplega giunað, hversu mikla manhlega vizku hann opinberaði, þegar hann skrifaði: — Það veit heilög hamingjan, að við þurfum aldrei að fyrirverða okkur fyrir grát okk ar, því að; eins og milt regn, þvær hann brott rykið af hjörtum okkar, þetta jarðneska ryk, sem gerir okkur 'óhreina og harða. HÁKARU OG HARÐFISKUR er meS al þelrra góSu og gömlu rétta ís- lendinga, sem virSast ætla aS halda velli á frauSmatsöld og jafnvel eyk ur vinsældir sínar fremur en hitt. Mér hefur borizt bréfstúfur frá há- karlsvini um þessa tvo þjóðrétti: „EG ER EINN ÞEIRRA eldrl manna í landinu, sem þykir góSur gamall og kjarnmikill íslenzkur matur, eins og t. d. hákarl og harSfiskur. Eg kaupi mér oft ögn af þessu hér I búSunum og held viS venjunni um.aS borSa þetta, þótt ég sé flutt ur til höfuSborgarinnar. Eg skal játa, aS oftast er þessi matur vel verkaSur, nema hákarlinn stundum. HarSfiskurin^ er oftast ágætur. En þaS er annaS, sem ég vlldi minnast á. ÞaS er verSIS á þessum mat. Eg hef margsinnis tekiS eftlr þvl, aS stútungsþorskuc. sem kostar 8—10 kr. í fiskbúS, hann kostar 20—30 kr. harður I búð. VerS hans mun um þaS bil þrefaldast viS aS herSa hann. Og þetta er jafnvel, þótt hann sé óbarinn. NÚ ER ÞAÐ AFAR AUÐVELD „mat- reiSsla" aS herSa fisk, og vélar munu notaðar til aS berja hann. Hvernig má þaS vera, aS þessi verk un kosti svona mikiS, þrefaldi verS fisksins? Er ekki ei'tthvaS bogiS viS þetta? Hið sama má vafalaust segja um hákarlinn. Hann er ofsalega dýr — kostar vafalaust um 100 kr. tilreidd ur I búðum. ÞaS er aS vísu rétt, aS erfitt er orSIS aS fá hákarl til verkunar, þar sem hann velSlst nú aSeins af hendingu viSast hvar, en mjög fáir fara I hákarlalegur, en ekki trúl ég því samt, aS hann þurfi aS vera svona dýr, enda er verk- unaraSferSin ekki kostnaSarsöm, ef rétt er aS fariS, og tíminn látinn vinna rétt aS henni. Ef þessi góSi og heilnæmi íslenzkl matur væri ódýrarl eSa meS réttara verSi, hygg ég aS miklu flelri mundu kaupa hann og neyta hans. ÞaS er heldur ekki rétt að láta slíka kjarnafæSu búa viS meira aSgæzluleysi I verS- lagseftirliti en aSra matvöru. ÞÁ VIL EG GETA ÞESS, aS mér þyk- ir hákarlinn ekki ævinlega nógu vel vcrkaSur. Hann er mjög mis- jafn. Oft er hann fullverkaSur, en stundum virSist hann aSeins háif- verkaSur, og sést t. d. oft blár eSa bláleitur hákarl I umbúSum. Slíkur hákarl er aSeins hálfverkaSur og óætur, og var jafnvel taliS hér áS- ur, aS hann gæti veriS citraSur á því verkunarstigi". Þannig er bréfiS. — HárbarSur. Já, gráturinn er gjöf frá nátt- úrunni. En við höfum eyðilegt þessa gjöf með „menningu" og „uppeldi". Mennirnir verða oft að neyta atls þess viljastyrks, er þeir hafa yfir að ráða, til þess að bei'jast gegn grátinum. Og það hefur sínar umhugsunarverðu af leiðingar. Ef unnt væri að brjóta niður heimskulegar siðvenjur og fordóma, svo að karlmenn þyrðu að Iáta undan þörfinni til að gefa tárunum lausan tauminn, mundi með því komið í veg fyrir marg- ar af þeim sáli'ænu truflunum, sem nú eru svo almennar. Það er enginn vafi á því, að fyrr á tímum hafa karlmenn grát ið, þegar þeir þörfnuðust þess. Og eins víst er það, að sú fyrir- litning, sem ýmsir láta í ljósi á grátandi karlmanni, á rætur sín- ar að rekja til þeirra tíma, þeg- ar karlmaðurinn mátti ekki fyrir nokkra muni vera „kvenlegur“. Það er ekki fyrr en á gamals aldri, sem karlmaðurinn missir að nokkiu leyti vald á tárunum. Gamlir menn gráta gjarnan, þó ekki svo oft af sársauka eða song, heldur miklu fremur af hugaræsingu, — Mannsins dáð — mannsins tár, skrifaði rómverska skáldið Virgil. í norðlægari löndum Ev- rópu er það álitið óviðkunnan- legt, að karlmenn gr’áti, en í suð- lægari löndum þykir það aðeins eðlilegur tjáningarmáti fyrir bæði kynin. Þar er gráturinn sjálfsagður, þar eru meira að segja hinar svokölluðu grátkon- ur, sem leigðar eiu til að gráta við jarðarfarir. Það þótti heldur alls ekki óviðkunnanlegt að birta myndir af Mossadeg með tár á hvörmum, þar sem_ hann var að útkljá olíumálin í fran. Tár þurfa ekki að vera merki um sorg, eða mei'ki um örvilnun manns, sem ekki sér aðra leið út úr ógöngunum en að gráta. Gráturinn er einnig ráð til þess að slappa af. Og, eins og allir vita, eru einnig til tár, sem nefn ast gleðitár. í bága við þann fráleita skiln- ing, að grátandi karlmaður sé vesæll, kvenlegur og jafnvel fyr- irlitlegur, kenna okkur mikil- mennin gegn um aldirnar, að tár- in séu sálrænt læknismeðal. Davíð grét yfir Jónatan. Róm- verska mikilmennið Marcus Ant- onius, Charles Dickens og sjálf- ur Napoleon Bonaparte fyrirurðu sig ekki fyrir að gráta opinber- lega. Hershöfðinginn Scipio snökkti hástöfum, þegar Karþa- gó féll. Karl mikli brast í grát, þegar hann sá fjandmennina nálg ast og enski stjórnvitringurinn, Pitt lávarður, grét, þegar hann fékk tilkynninguna um sigur Nap oleons við Austerlitz. Beethoven grét af gleði, þegar strengjakvart ettinn Cavatina var fluttur. Thom as Carlyle tók samstundis að gráta, ef honum varð hugsað til látinnar eiginkonu sinnar. Bismarck, „járnkanzlarinn“. þjáðist af krampagráti. Þegar fyrsta orrustan við Marne var útkljáð, brast þýzki yfirhershöfð inginn von Moltke í grát. Og í síð aii heimsstyrjöldinni grét hinn harðsoðni, ameríski hershöfðingi, George Patton, beizklega, þegar hann var áhorfandi að mikilli sig urgöngu. De Gaulle hefur við mörg opinber tækifæri orðið að þurrka af sér tárin. Einnig Mc- millan, núverandi forsætisráð- herra Bretlands, viðurkennir fús lega, að hann eigi létt með að vikna. Sá maður er vandfundinn, sem kalla mundi sir Winston Churs- hill ragan eða kvenlegan. Og ein- mitt hann gefur hið athyglisverð asta dæmi um, að enginn þarf að fyrirverða sig fyrir að gráta í annarra augsýn, þegar hann er djúpt snortinn. Hans fræga ræða, sem hann flutti þjóðinni í stríð- inu, þar sem hann talaði um „blóð, svita og tár“, var ekki inni (Framhald á 9. síðu). ■y 11 IÍiIíiiUl Efnahagsástandið í Portúgal Erlend rit skrifa mikið um þessar mundir um Salazar, ein- ræðisherrann í Portúgal. Ræða þau m. a. kosti og galla þess stjórnar'fars, sem henn hefur beitt sér fyrir. Fyrir ókunnuga, sem aðeins fengju töflur um af- komu ríkisins til athugunar, gæti fjármálastjórn hans virzt mjög góð. Afkoma ríkisins lief- ur verið ágæt. Gjaldeyrisjöfnuð urinn hagstæður, sparifjársöfn- un veruleg og verðbólga lítil. En þegar hin hliðin er skoðuð, verður annað uppi á teningn- uni. Lífskjör almennings oru mjög léleg, 40% landsmanna ó- læs og óskrifandi. Auðurinn all ur á fárra manna höndum. Iðn- væðing skammt á veg komin, skemmra en í nokkru öðru landi Evrópu. Fjármálastjórn Salazars hefur haldið niðri f jár- festingu og framförum. í slóð Salazars Þetta skyldu menn hafa í huga, þegar ríkisstjórnin ís- lenzka telur það fyrst og fremst sanna ágæti „viðreisnarinnar“, að gjaldeyrisstaða bankanna út á við batnar og sparifjársöfn- un eykst. Þegar slíkt byggist á óeðlilegum samdrætti fjárfest- ingar og framfara eru það síð- ur en svo batamerki, því að versnandi lífskjör og minni aukning þjóðartekna fylgir í kjölfarið. Tekjuskiptingm Vegna hagstæðs árferðis og hins geysimikla sildarafla og vegna þess að enn er byggt á því, sem fyrri stjórnir byggðu upp, verða þjóðartekjumar 1961 mun meiri en 1958. — Samt voru kjör almennings yf- irleitt mun lakari 1961 en 1958. Þetta stafar af því, að „viðreisn in“ hefur breytt tekjuskipting- unni. Þjóð'artekjunum er skipt ranglátar en áður. Húsnæðismál í höfuðstaó Á fundi borgarstjórnar fyrir skömmu lýsti borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson, því yfir, að það væri skoðun Sjálfstæðis- manna, að keppa bæri að því, að sem flestir borgarbúar byggju í eigin húsnæði og full- yrti, að ríkisstjómin hefði sér- lega mikinn áhuga á þessu. — Með „viðreisninni“ hefur al- menningi verið gert gersamlega ókleift að eignast eigið þak yf- ir höfuðið. Lánin, sem veitt hafa verið frá Húsnæðismála- stjóm, hrökkva hvergi nærri fyrir þeirri hækkun, sem orðið hefur á meðalíbúð. Þeir, sem til þekkja, vita, að þetta var allt með ráðum gert, en ekki skortir flærðina hjá Sjálfstæðis mönnum. — Borgarstjórinn gat þessa áhuga Sjálfstæðisflokks- ins svona í leiðinni og hann upp Iýsti, að það byggju 776 Reyk- víkingar í bröggum frá styrjald arárunum, þótt 17 ár séu liðin síðan styrjöldinni lauk. Vextir af afurða- lénum Ríkisstjórnin gaf útgerðar- mönnum fyrirheit um að lækka vexti af afurðalánuin og í trausti þess, að staðið yrði við það fyrirheit, samþykktu þeir að hefja róðra. v Enn liefur ekkert heyrzt frá ríkisstjórninni um þessa vaxta lækkun. Hvað veldur? 2 TÍMINN, sunnudaginn 4. fcbrúar 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.