Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 12
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Iþrdttir hafa alltaf verið iðkaðar á ,JL.íkamsíþróttir hafa alltaf ▼erið iðkaðar hér á landi, meir og minna, frá landnáms- tíð. Á víkingaöldinni æfðu menn íþróttir og vopnaburð til að verða ávallt viðbúnir á- rásum óvinanna, — hvaðan sem þær kæmu. Þeim var lífs- nauðsyn að vera alltaf í fullri þjálfun, — sterkari og stælt- ari en áður — og creta be'tt af kunnáttu og kænsku þeim vopnum, sem þá tíðkuðust. Ekkert mátti í þeim efnum koma þeim á óvart, — það gat orðið þeirra bani. Þeir urðu að vita, að hin breiðu spjótin tíðkuðust enn Þegar víkingaöldinni lauk, iðkuðu menn íþróttir til þess að verða sem hraustastir og hæfastir í lífsbaráttunni við náttúruöflin, bæði til sjávar og sveíta. Til þess að verða sem harðeerðastir að lifa. í okkar oft svo harðbýla landi — og strjálbyggða. Þeir trúðu á mátt sinn og megin í bar- áttunni við hina óblíðu nátt- úru. En íþróttirnar voru þeim líka til gagns og gleði. Skyn- samlega iðkaðar íþróttir eru gagnlegar og nytsamlegar; auk þess sem þær auka lífs-1 gleðina I landinu. Og margar þeirra eru lífsnauðsynlegar,; eins og t d. sundkunnátta, skauta- og skíðaferðir í snjóa héruðum landsins. Þá lærðu menn og af íþróttunum gildi samtakanna, — gildi sam- takamáttarins, þegar svo bar undir; — og hefur það oft komið fagurlega í ljós hin síð ari árin, — eftir að flokka- íþróttum fjölgaðí; en einkum er vér íslendingar sigruðum í! Norrænu sundkeppninni 1951, þar sem fjórði hluti þjóðar-! innar var þátttakandi — og vakti sú þátttaka heimsat- hygli á vorri fámennu þjóð. Líklega hefur aldrei verið almennari áhugi fyrir líkams iþrótum hér á landi sem upp úr síðustu aldamótum. Þá er hvert íþrótta- og ung- mennafélagið stofnað á fæt- ur öðru. Og almenn félagsleg vakning hefst. T:1 þess tíma má segja, að vér höfum verið athafnalitlir um listir og líkamsmenningu yfirleitt; — þrátt fyrir hinar góðu og glæsilegu frásagnir íslend- inga-sagnanna, um afreks- verk forfeðranna, — sem svo oft leituðu sér fjár og frama erlendis Ungir menn og mannvæn- legir hafa alltaf kunnað vel að meta frásagnir um afrek fornkappa vorra, eins og Gunnars á Hlíðarenda sem stökk hæð sína í öllum her- klæðum: — Skarpþéðins Njálssonar. sem stökk tólf álnir yfir Markarfljót — á milli skara —. og glotti við tönn á banadægr:': eða Grett is hins sterka, sem svam úr Drannrev til lands — sOft,i þann eld, — íþróttaeld, sem enn þá brennur og lýsir r r - Ræða Benedikts G. Waage, forseta ISI á hátíðasýningu í Þjóðleikhíisinu síðastliðinn sunnudag æskumönnum landsins — og mun lýsa um aldir. — Um þetta sundafrek Grettis sagði skáldið Stehpan G. Stephans son: „Mörg er sagt, að sigling glæst, / sjást frá Drangey mundi — / þó ber Grettis höfuð hæst, / úr hafi á Reykjasundi.“ í dag minnumst vér þess, að rétt fimmtíu ár eru liðin frá stofnun /þróttasambands íslands, — en það var stofnað hér í höfuðstaðnum, sunnu- daginn 28. janúar 1912 í sam komuhúsrnu Bárubúð, sem stóð hér sunnan við Vonar- stræti. Stofnfélögin voru að- eins tólf,,— þrjú á Norður- landi, en níu af Suðurlandi, með um 800 félagsmenn. — Frumherji að stofnun ÍSÍ var Sigurjón sterki Pétursson, glímukappi. Hann fékk í lið með sér nokkra afbragðs- menn, eins og Axel V. Túlin- íus, fyrrv. sýslumann, sem kjörinn var fyrsti forseti ÍSÍ; Guðmund Björnsson, land- lækni, dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði; Hallgrím Bene- diktsson. glímukappa: Matt- hías Einarsson, hinn þjóð- fræga skurðlækni — og nokkra fleiri íþróttamenn og íþróttakennara. íþróttasamband íslands var stofnað með því höfuðmarki: — að efla líkamlega og and- lega orku hinnar íslenzku þjóðar, — að sameina alla íþróttamenn og íþróttafélög í eitt landssamband áhuga- manna og aö kenna æsku-. mönnum, konum og körlum, íþróttir og að keppa í þeim á drengilegan hátt, — og eftir réttum kapprauna-lögum, jafnt innanlands sem utan. Allir íþróttamenn áttu þannig að lúta sömu lögum og le'kreglum, hvar sem þeir byggju í landinu. íþróttirnar áttu að kenna æskumannin- um fagra framkomu og prúð mennsku; efla drengskap hans í leik og starfi, — jafnt innan sem utan leikvangsins. — Þá átti íþróttamaðurinn og að verá bindindissamur og hófsamur, — og m’’nnast þess jafnan, að áfengi og íþróttir geta aldrei átt samleið. Mótin sem afreksmaðurinn sótti og metin, sem hann setti áttu að varða og vísa almenningi veginn. íþróttamaðurinn átti þannig að bera boðberi h'nna fornu dyggða þjóðarinnar, um leið og hann væri merkis- beri íþróttanna á vettvangi hins daglega lífs — á leik- velli lífsins, — þar senrmestu máli skipt:r. hvernig sam- skiptin verðe við saiviforíia. mennina. — fþróttamað^rinn átti þannig í daglegu starfi að sýna að hann vildi rækja þessar dyggðir, um leið BENEDiKT G. WAAGE og hann drýgði dáðir á leik- vellinum. Hinn sanni íþrótta- maður átti, eins og skátinn, ávallt að vera reiðubúinn að veita lið, — og rétta fram bróðurhönd, þegar þess var þörf. Þess vegna eiga nú- tímaíþróttamenn að gefa blóð' í Blóðbankann þegar svo ber undir. Þar með er ekki sagt, að þeir burfi jnd '<3'Ta að gera það fyrir keppni eða kappmót, svo að þeir verði miður sín; — heldur í sam- ráði við íþróttalækninn eða Blóðbankastj órann. Það er skemmtilegt að veita því athygli, að * hinu fé lagslega starfi er gert ráð fyr ir, að íþróttamaðurinn sé líka málverndunar og mál- hreinsunarmaður — og með því styrkja og styðja vort fagra, sterka, rökrétta og þróttmikla mál. Þar átti hann líka að vera á varð- bergi, samfara þvi, að fá sem flesta til aö læra einhverja holla og nytsama íbrótt við s’tt hæfi Fylgi ÍSÍ og íþró.ttanna iókst á' frá ári; almevníngur fór að iðka ýmsar íbróttir, f"'nkum eftir að iþrót.tamann v'rkjum fjölgaði — Þá höfðu og Sautjánda júní-mótin, mikla þjóðernislega þýðingu, — til að vekja þjóðina og sam eina um hina mikilsverðu þýð ingu þjóðhátíðardagsins, fyr- ir fullvalda þjóð. Þessa þjóð- ernis-skyldu hafa ÍSÍ og í- þróttamenn rækt í áratugi — og gera enn. Þannig hefur hin þjóðlega íþróttahreyf- ing — undir forystu ÍSÍ —- verið sterkur þáttur f sjálf- stæðisbaráttunni, þar sem heilbrigð, hraust og þjóðholl æska styður þjóð:na i barátt- unni fyrir frelsi og fullveldi. Fyrsta heimsókn erlendra íþróttamanna hingað til lands ins var árið 1919. Þá komu hingað — • á vegum ÍSÍ — danskir knattspyrnumenn. frá Akademisk Boldklub í Kaupmannahöfn — Næsta heimsóknin var frá Noregi 1921, — voru það fimleika- menn frá Osló Turnforening, sem íþróttamenn vorir hafa land. — Báðar þessar heim- sóknir tókust giftusamlega — og komu að miklum notum fyrir íþróttamenn vora, og þá sérstaklega fyrir þá. sem þess ar íþróttir iðkuðu — Síðan rak hver heimsóknin aðra —■ og skömmu síðar hófust utanfarir íþróttamanna og -flokka, er höfðu mikla þýð- ingu fyrir ÍSÍ og íþróttahreyf inguna, sem hafði þá litla ! keppnis-reynslu. Þó er það ekki fyrr en hin síðari árin, sem íþróttamenn vorir hafa fengið þá keppnisreynslu og samkeppni við aðrar þjóðir, sem sýna þeim, hvað þeir hafa náð langt í íþrótt sinni. Á fyrsta áratug ÍSÍ sendi Sambandsstjórnin frá sér nokkur „Opin bréf“ til þjóð- arinnar, þar sem hún var hvött til íþrótta-iðkana og vakin athygli á gagnsemi og hollustu íþróttanna fyrir ein staklinginn og þjóðarheild- ina. Jafnframt var skorað á löggjafann — háttvirt Al- þingi —, að gera fimleika, glímuna okkar og sund að | skyldunámsgreinum í skólum landsins. — Árin liðu, — og margir fundir voru haldnir um þessi menningarmál, sem mörgum þótti gangá grátlega seint, — og ekki tekið undir 'þessi tilmæli ÍSÍ sem skyldi. — En öll góð og gagnleg mál- efni sigra um síðir, — og svo var um þessi nytsömii menn- ingarmál. íþróttalögm voru sam- þykkt á Alþingi, þann 12 febr úar 1940, eftir nokkrar deil- ur; en þau marka tímamót í sögu íþróttanna hér á landi; einkum hvað viðkemur í- þróttakennslu í skólum, svo og um byggingu íþrótta- mannvirkja. — Nú eru til dæmis yfir 80 sundlaugar og sundhallir í landinu, enda al- menn sundskylda til ómetan legs gagns og gleði fyrir lands menn. — Það ea’ uppeldis- gildi íþrótttanna, sern mestu máli skiptir — og hefur mesta þýðingu fyrir þjóðina. Þá var ekki lítil baráttan um byggingu Sundhallar hér í höfuðstaönum, þar sem flestir landsmenn búa. ÍSÍ hafi borið málið fram og meðal annars haldið tvo borgara-fundi um máliö — 1925 og 1926, þar sem nokkrir þjóðkunnir menn tóku til máls og hvöttu til athafna og fi’amkvæmda — og eru nokkr ir þeirra staddir hér 1 dag — Það yrð: of langt mál að fara hér aö rekja sögu sundhall- armálsins, enda óþarft par sem flestum er sú saga kunn. — En góðs viti var það fyrir sundmennt landsmanna beg ar Sundhöllin var loksíns vígð — þann 23 marz 1937, — að allir flokkar vildu þakka sér framkvæmdimar, þrátt fyrir baráttu ÍSÍ og bprgarafundi um málið En svo var Sundhallarmáliö þá orðið vinsælt að lokum. — Já, fundirnir voru orðnir margir um SundhöIIina, — þessa heilsulind höfuðstaðai’búa — og önnur áhus-amál ÍSÍ sem of langt yrði að fara að rekja hér á þeim stutta tíma sem mér er ætlaður. En til fróð- leiks skal bess getið, að stjórn endur ÍSÍ hafa á þessum fimmtíu árum haldið yfir tvö (Framhald á 15. síðu). T.7m IN N, sunnudaginn 4. fcbrúar 1962 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.