Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 15
Norrænar umræður Framhald al 7 síðu osta en þjóðasamtökum Evr- ópu. Glöggur skilningur Norð- manna á þessu atrið'i stafar auðvitað af því, að við eigum einnig okkar „osta“, þ.e.a.s. alú- mín, trjávörur, ýmsar efnavör- og fiskafurðir. Þróun mark- aða í Evrópu í þá átt, að hindra sölu þessara afurða, væri mjög alvarlegt vandamál fyrir efna- hagslíf Noregs. Áðstaða þessa útflutnings er þó alls ekki hin sama og að- staðan til útflutnings landhún- aðarafurðanna frá Danmörku, Sala okkar á þessum afurðum hefur verið hlutfallslega mun minni og meiri möguleikar til sölu utan Evrópu. | Þessar aðstæður valda því,1 að við Norðmenn getum í rík-j ara mæli tekið til athugunari önnur atriði í sambandi við af- ^ stöðuna til Evrópubandalagsins en útflutningshorfurnar einar. Hér kemur til álita ýmislegt þýðingarmikið í sambandi við efnahagskerfi landsi'ns, og dreif ingu atvinnulífsins meðfram hinni löngu strandlengju. Stór- ir þættir atvinnulífs okkar, bæði í iðnaði' og verzlun, land- búnaði og fiskframleiðslu, hljóta fyrr eða síðar að þróast til þátttöku í sameiginljegum markaði, sem byggður er á grundvallarkenningum Rómar- samningsins. ADDO-X SAMLAGNINGARVÉLAR eru löngu viðurkenndar fyrir öryggi og léttan áslátt. Addo er sænsk úrvals framleiðsla. Margar gerðir fyrirliggjandi, bæði hand- og rafknúnar. Einnig fyrirliggjandi samlagningarvélar með sérstöku margföídunarborði. Enn frem- ur útvegum við fr'á Addo-verksmiðjunum vélar með löngum valsi fyrir alls konar einnig samlagningarvélar fyrir enska myntkerfið, sem jafnframt er hægt að nota fyrir tugakerfið. ADDO-X BÓKHALDSVÉLAR útvegum -við með stuttum fyrirvara. Um er að ræða margar gerðir, sem henta jafnt litlum sem stórum fyrirtækjum, svo og bæjar- og sveitarfélögum. Kynnið yður kosti ADDO-X áður en þér festið kaup annars staðar! ÞAÐ ER UNUN AÐ VINNA MEÐ ADDO! Friden Kalkulatorar - leysa hin margbrotnustu viðfagns- efni á örskömmum tíma. Friden er heimskunn amerísk vél, enda notuð af öllum stærstu fyrirtækj- um og stofnunum landsins. Öllum fyrirspurnum greiðlega svarað. Sendum mynda- og verðlista þeim, er þess óska. Magnús Kjaran UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Sínii 24140 — Pósthólf 1437 — Reykjavík Hverjir verða svo möguleik- arnir á að halda áfram jöfnun tekna og lífskjara með þátt- töku í siíkum, sameiginlegum markaði, en þetta hefur einmitt verið rauði' þráðurinn í þróun- inni í Noregi síðasta manns- aldur? Eru hin leiðandi ríki í fé- lagsskapnum þannig saman sett, að þau bera þann þjóð- félagslega svip og búa við þá stjórn, að vænta megi þar í fyrirsjáanlegri framtíð skiln- ings á því, sem telja verður fé- lagsleg vandamál í Nor'egi? Er hægt að trúa svonefndum „al- þjóðlegum" stofnunum fyrir á- kvörðunum, sem nú eru tekn- ar eftir norskum lýðræðisleið- um, einkum þegar þessar „al- þjóðlegu" stofnanir lúta öll- um með sterká sérhagsmuni og allt annan skilning, þegar um er að ræða sögulegan og þjóðfélagslegan grundvöll? Hér gætir þess efalaust nokk uð, að við Norðmenn höfum alveg nýlega — þ.e. meðan á hernámi Þjóðverja stóð — feng ið áþreifanlega reynslu af ýmsu því, sem einkennir þessi samtök. Norðmenn hafa beint við- skiptum sínum til allra hluta heims, bæði með siglingum og ýmsu öðru. Af því leiðir viss tortryggni gegn þeirri skipan, að beina viðskiptunum fyrst og fremst að takmörkuðum hluta Evrópu og eiga þannig á hættu að missa af viðskiptum við aðrar þjóðir heims. Norðmenn hafa háð harðari baráttu fyrir frelsi sínu en aðr ar Norðurlandaþjóðir, að Finn- um undanskildum. Það er ekki ólíklegt, að þetta valdi sterkari andstöðu þeirra en annarra gegn öllu því, sem telja megi til hafta eða skerðingar á frelsi. Þetta eru nokkur þeirra sjón armiða, sem fram hafa komið hér í Noregi við umræðurnar um þátttöku í Evr'ópubandalag inu. í fyrstu voru það einkum efnahagsleg viðhorf, sem tekin voru til meðferðar, en síðar hefur gætt félagslegra viðhorfa og stjórnmálaviðhorfa í aukn- um mæli. Efnahagslegu við- horfin virðast einnig hafa tek- ið nokkrum breytingum við um ræðurnar. Sérstaða hinna ýmsu atvinnugreina og mismunandi afstaða hefur komið betur og betur í Ijós. Eg geri ekki ráð fyrir að neinn sé þess umkominn, eins og sakir standa, að segja fyrii um, hver niðurstaðan verður. En ég tel mjög þýðingarmikið að umræðurnar haldi áfram. Og ég held að það væri til stórra bóta, að þær næðu til allra Norðurlandanna. Umræð- ur meðal Norðurlandaþjóðanna um þetta nýja vandamál myndu skýra betur fyrir þeim sjálfum sérstöðu Norðurlandanna og þýðingu þeirra, bæði fyrir Evr ópu og aðra hluta heims. Þá mundi eflast viljinn til að halda á loft hinum norrænu sjónar- miðum. í þessu efni gætu ork að miklu þær tilraunir til við- ræðna um norræna samvinnu, sem Petrén dósent ræðir í grein sinni og hafa síðar borið aftur á góma.' En sú hætta er fyrir hendi, að ekkert verði úr þessu og það aðeins notað sem reykský, til að hylja þá sundrungu, sem þegar er orð- in. Varla mun nokkur trúa því, að slíkar viðræður geti einar biúað þá sprungu, sem kom í norræna samvinnu 1961 og ár- ið 1962 hefur fengið í vöggu- gjöf. Eg veit ekki, hvernig það má takast. En ég legg aftur á- herzlu á að umræðurnar haldi áfram og breiðist út. Ef til vill finnast þá leiðir til að efla nor i'æna samheldni á ný. Og við höfum ofurlitið til að hugga okkur við þangað til, að minnsta kosti meðan Svíar hafa þá afstöðu, sem þeir hafa í dag. Hjartavötn . . . (Framhald af 4. síðu) gæti hann lagt hann sjálfur. ísleifur Konráðsson leið ir áhorfanda mynda sinna inn í veröld, sem er óháð öllu nema sjálfri sér, sum- argræna og bláa veröld, sem sýnir drauminn um ísland, eins og hann vakir hið innra með listamann- inum. Hann hefur búið við , þröngan kost, en ekki látið það aftra sér frá að láta hjartað ráða. Ef Reykvík- ingar vilja hjálpa honum að koma sér upp trönum, svo að hann þurfi ekki að mála lengur á dívaninum í herbergiskytrunnl sinni og hafi sæmilega í sig og á, ættu þeir að leggja leiö sína í Bogasalinn í vik- unni. Og ef þeir kaupa mynd, þurfa þeir ekki að óttast, að þeim líði illa af að horfa á hana eftir að hún er komin upp á vegg- inn hjá þeim heima. Og það á vel við að ljúka þesum með orðum Björns Th. Björnssonar í sýning- arskrá: „Löngunin til að mála, hin hreina og ómeng aða myndþörf, er lífsafl þessara verka. Formið er jafn barnslega óbrotið sem hugurinn á bak við er fölskvalaus. í þeirri sam- kvæmni felst fegurð mynd- anna.“ — Skákin (Framhald af 16. síðui hlaut átta vinninga af niu mögu legum. í öðru sæti varð Guð- mundur G. Þórarinsson með 7'/4 vinning og þriðji Baldur Pálmason með sjö vinninga. 1 2. flokki sigraði Þorsteinn Bjarnar, sem hlaut sjö vinn- inga af níu mögulegum. Um næstu sæti í þessum flokki eru úrslit ekki kunn, þar sem nokkrar biðskákir eru eftir. (Myndirna'r eru teiknaðar. af Ragnari Lár). Ritdómur (Framhald af 16. síðu) að fá fram sjónarmið þess um, hvag eru ritdómar. Án þess að ,fullnaðarúrskurður liggi fyrir um það atriði, er harla ósæmilegt af lögfræðingi sambandsins, að nota bréfhaus þess við slíka innheimtu. Iþróttir (Framhald af 12. síðu). þúsund bókaða fundi eða f jörutíu fundi á ári,- að meðal tali. Þessar tölur tala sínu skýra og skemmtilega máli um hið fórnfúsa áhugastarf stjórnenda ÍSÍ í hálfa öld. — En það eru ekki allir sam- mála um þýðingu slíkra fund arhalda, — þótt verkin sýni oft merkin. — Fundarhöld áhugamanna eru nauðsynleg, enda mjög gagnleg fyrir þau málefni, sem barizt er fyrir hverju sinni.----Einn mesti ljóður á íþróttahreyfingunni, — að mínu áliti er það, hve margir hverfa snemma frá félagslegum störfum; Aargir um leið og þeir hætta að keppa, — einmitt þegar þeir hafa hlotið dýrmæta reynslu í áhugastarfinu. Um aldur- inn þarf ekki að ræða í þessu sambandi; allir vita, að hann fer ekki alltaf eftir aldurs- árunum. Hægfara þróun er bezt og öruggust í íþróttum sem öðr- um menningarmálum. Menn geta ofreynt sig í stóru stökk unum, — ef þeir eru ekki nógu vel þjálfaðir. Enginn stekkur hærra en hann hugs ar eða hleypur lengra. — Andinn fer fyrir í þessu sem öðru. Ég gat þess áðan, að stofn- félög ÍSÍ hefðu aðeins verið tólf; en þróunin hefði haldið áfram óslitið, — þrátt fyrir að ÍSÍ var ekki spáð langlífi á bernskuárcunum. í dag hef ég þá ánægju að skýra yður frá þvi að nú hafa öll starf- andi héraðasambönd í land- inu gengið í ÍSÍ — og eru þá sambandsfélög ÍSÍ 230 að tölu, með um 25 þúsund fé- lagsmönnum um allt land. Síðasta héraðasambandið, sem gekk í ÍSÍ nú í fyrradag, var Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga. Það var góð og glæsileg afmælisgjöf. Aldrei hefur æskan í land- inu verið mannvænlegri og myndarlegri en í dag, enda má segja, að allur aðbúnaður, jafnt húsakynni sem viður- væri, hafi aldrei verið betra hér á landi. Þessi mannvæn- lega og tápmikla æska þarf viðfangsefni við sitt hæfi; — ég.þekki fátt betra en íþrótt- irnar. Þær auka ekki aðeins vöðva-aflið, heldur þjálfa og skapgerðiná. Kenna ungling- unum að láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur, — heldur reyna að hugsa rétt og vilja vel. — íþróttamaður- inn á að hafa taumhald á skapi sínu og skapsmunum og láta andlega og líkamlega orku haldast í hendur. Þann- ig geta íþróttirnar skapað dáðríka drengskaparmenn. — Hinar fjölþættu íþróttasýn- ingar, sem fara fram hér á eftir á leiksviðinu, eiga að gefa háttvirtum áhorfendum nokkra hugmynd um þróun íþrótta hér á landi. — Að lok- um vil ég leyfa mér að þakka öllum, lífs og liðnum, sem stutt hafa ÍSÍ og styrkt í'þá hálfu öld, sem liðin er frá stofnun þess. Megi íþrótta- samband íslands halda áfram að blessast og blómgast í því menningarstarfi. að gera drengi að mönnum og menn að góðum drengjum. T í MI N N, sunnudaginn 4. febrúar 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.