Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.02.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indríði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Simar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f — Áskriftargjald kr 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Hvað er á seyði? Aðvaranir hafa komið erlendis frá um að fjárfesting sé orðin hér allt of lítil síðan „viðreisnin“ hófst. Flestir eru samdóma um það, að æskilegast og farsælast sé að fjárfesting í atvinnufyrirtækjum sé sem jöfnust og stöð- ugust og fylgi a’ukinni tækni,, framleiðni og fólksfjölgun. Síðan „viðreisnin“ hófst hefur komizt kyrkingur í fram- leiðslufjárfestingu, enda er lánsfé fryst, vaxtaokri beitt o. fl. til að hefta framtak einstaklinga og" félaga. Nú er þegar búið að frysti 300 milljónir af sparifé landsmanna í Seðlabankanum og af tóninum í stjórnarblöðunum að dæma verður ekkert lát á þeirri frystingu í næstu fram- tíö. En kosningar eru ekki ýkja langt undan og stjórnar- flokkarnir eru teknir að búa sig undir þær. Skal nú beita nýjum blekkingum til að fá þjóðina til að trúa því að leiðin til bættra lífskjara sé að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ný loforðaskrá, sem kölluð er framkvæmdaáætun, er í smíðum. Það á að reyna að sefa hina megnu óánægju með ,,viðreisnina“ með því að tala um dýrð, sem verið sé að leggja grunninn að. Hvernig er hægt að koma því heim og saman, að sam- tímis og flokkur, sem hefur talið sig andvígan ríkisaf- skiptum af framleiðslu og fjárfestingu og sagst hafa óheft einstaklingsframtak á oddinum. hefur í smíðum framkvæmdaáætlun, sem hann gumar mjög af og lof- syngur án þess þó að láta nokkuð uppi um það á hvern veg hin nýja fjárfesting skuli verða, beitir sér fyrir því, að mönnum er í stórhópum neitað um lán, m. a. til að auka framleiðni með aukinni tækni og hagnýtingu og til að efla framleiðslu og iðnað. Þessi flokkur tekur mörg hundruð milljónir af fjármagni þjóðarinnar úr umferð og frystir í Seðabankanum, heldur uppi stórfelldri skatt- heimtu til að halda þessu fé óvirku og neitar að lána það í ný arðbær framleiðslufyrirtæki, en leggur svo höfuð áherzlu á í áróðri sínum, að þjóðin verði að fjárfesta meira og semur framkvæmdaáætlun til að undirstrika það, og heimtar erlent fjármagn inn í landið, því að ís- lendingar hafi of lítið eigið fjármagn, sem er rétt. Handa hverjum er verið að safna þessum hundruðum milljóna króna af sparifé landsmanna og frysta í Seðla- bankanum? Til hvers og fyrir hverja er þessi framkvæmdaáætlun, þegar álitið er stórhættulegt að lána krónu út til nýs at- vinnureksturs einstaklinga — og þetta er álit flokks, sem þykist berjast fyrir einstaklingsframtaki. Er Sjálftæðisflokkurinn kannske farinn að trúa á al- ræði ríkisvalds í fjárfestingar- og íramleiðslumálum? — Sá flokkur hefur nú aldeilis talið sig á móti síkum „kommúnisma“. Er nema von, að illan beyg setji að mönnum, þegar þessum spurningum fæst ekki svarað. Það skyldi þó ekki vera, að hin nvja framkvæmdaáætl- un sé eingöngu hugsuð fyrir fáa útvalda gæðinga Sjálf- stæðisflokksins? Er verið að frysta hundruð milljóna 1 Seðlabankanum svo að á sínum tíma — eftir næstu kosningar — verði nóg fé handbært til að lána Kveldúifsfólkinu, Einari ríka, Sigurði Ágústssyni og fl. áhrifamönnum Sjálfstæðis- flokksins? Er verið að tryggja nógu stórar fúlgur hand- bærar handa þessum dánumönnum, þegar að því kemur að farið verður að semja við útlendíngana um nýju fyr- irtækin skv. framkvæmdaáætluninni. Ætli hið almenna. íslenzka einstaklingsframtak eigi að fá að koma þar nærri? Það er ekki nema von að menn spyrji svona, því hvað er eiginlega á seyði? TÍMINN, suniiudaginn 4. febriiar 1962 Trond Hegna, stórþingsmaður: Noregur og norrænar nmræð- ur um Efnahagsbandalagið Með greinum sínum í 11. og 14. hefti þessa tímarits á liðnu ári hafa þeir Gustaf Petr’én dó sent og Ole Björn Kraft, fyrr- verandi utanríkisráðherra, varp að nýju ljósi á ýmis norræn vandamál í sambandi við þær tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið undanfarið ár til stjórnmála- legrar- og efnahagslegrar saní- einingar Mið- og Vestur-Evrópu og enn eru á döfinni. f þessari grein ætla ég að ræða aðrar hliðar vandamálsins en þeir gerðu, einkum með hliðsjón af hinum norsku umræðum um Efnahagsbandalag Evrópu. Sumt af því, sem ágreiningi veldur, þegar um þessi mál er fjallað, á skylt við eðli og mark mið þeirra sjónarmiða, sem gert er ráð fyrir að liggi að baki viðleitninnar til stjórnmálalegr- ar og efnahagslegrar sameining- ar. Eg mun þvi fyrst fara nokkr um orðum um þessa hlið máls- ins. Að mínu viti er það rangt og villandi, að tala um sameiningu Evrópu í sambandi við Evrópu- bandalagið. Bandalagið er miklu fi'emur staðfesting þeirr- ar óeiningar í Evrópu, sem nú er við líði, en sameining henn- ar. Þetta ber ekki að skilja svo, að ég vilji gera lítið úr fjár- hagslegri- eða stjórnmálalegri þýðingu þess, sem fram fer á grundvelli Rómarsamningsins. Þau sex ríki, sem þegar hafa skipulagt stjórnmálalega og fjárhagslega samvinnu sína sam kvæmt samningnum. eru þýð- ingarmikill hluti Vestur-Ev- rópu. Þrjú þeirra, Frakkland, Vestur-Þýzkaland og Ítalía, eru fyrrverandi stórveldi. Á þess- ari öld hafa öll þessi sex ríki orðið að reyna sömu. hörmu- legu örlögin, áðeins með mis- munandi hætti. Hernám og ó- sigur í stríði eru sams konar reynsla. Öil hafa þessi ríki orð ið fyrir stórkostlegu tjóni, bæði á verðmætum og mannslífum, og mikil nýlenduveldi eru glöt- uð með öllu. Stjórnmálalegt öngþveiti — bæði máttvana lýð veldi og fasismi og nazismi — hafa sett svip sinn á þjóðfélags- þróunina í þeim ríkjum, sem mestu ráða. Það er ekkert undarlegt, þó að þjóðirnar á þessu svæði séu áfjáðar í að koma fram áform- um um stjórnmálalega og efna- hagslega samvinnu, sem ef til vill gæti komið í veg fyrir ný slys. Hin sameiginlegu illu ör- lög þessara óhamingjusömu þjóða leiða eðlilega af sér til- hneigingu til að sameinast gegn illum heimi, efla styrk sinn með nánari samskiptum sín á milli og einangrun frá öðrum. Gömul söguleg reynsla, sama eðlis, heíur lagt sameiginlegan félagslegan grundvöll. Annars vegar eru leifar hinnar miklu stéttaskiptingar, sem nútíminn hefur aukið á með tilkomu stór auðugrar yfirstéttar, mjög fjár sterkum fyrirtækjasamsteypum. sterk og valdamikii embættis- mannastétt og sterk kaþólsk kirkja. Hins vegar er svo mjög fjölnrenn,-en illa skipulögð og stjórnmálalega vanmáttug verkamannastétt Vel getur svo farið, að sam- Umræðurnar um Efna Hagsbandalag Evrópu fara fram í Noregi ekki síður en annars sfaðar. Hér víkur norski stórþingsmað- urinn Trond Hegna að þessu máli, en hann er formaður f jármála- og tollanefndar norska stórþingsins og hefur mjög kvnnt sér markaðsmál Evrópu. — Greinin birtist í tímaritinu Nordisk kontakt. vinna á grundvelli Rómarsamn- ingsins geti — á löngum tíma — leitt til lausnar sumra þeirra fjárhagslegu og stjórnmálalegu vandamála, sem þessi hluti V.- og Mið-Evrópu hefur átt við að stríða á þessari öld. Ef til vill geta þessar þjóðir losað sig við stórveldisdrauma og yfirráða- löngunina, leyst drottnunar- heimspeki sína af hólmi með fé lagslegum áformum, sem stefna að minni stéttamun, stjórnmála- legu lýðræði og efnalegri vel- ferð allra þegna. Það væri mik ils virði, ef þetta gæti orðið, bæði fyrir Evrópu og umheim- inn. En þjóðirnar verða að gera þetta sjálfar. Þessa stundina eru horfur á að það muni taka mjög langan tíma. Fyrst um sinn er varhugavert að loka aug unum fyrir því, að stórveldis- draumar og héfndarfýsn geta auðveldlega orðið eins þung á metunum og hin jákvæðari við Ieitni. Þetta verður að hafa í huga þegar rædd eru þau vandamál, sem Norðurlönd eiga við að stríða í sambandi við Evrópu- bandalagið. Hæst ber tvö atriði: Annað er, hvort þjóðfélög Norðurlanda eigi að breytast eftir fyrirmyndum frá Mið- Suður- og Vestur-Evrópu ,um leið og þau ganga inn í félags- skapinn. Hitt er, hvort Norðurlöndisn geti komizt af án þess að ganga í bandalagið, jafn mikil og við- skiptatengsl þeirra hvers um si'g eru við bandalagsríkin. Vegna hinna miklu viðskipta tengsla Norðurlandanna við bandalagsríkin hafa umræðurn ar varpað nýju og sterku Ijósi á þann mun, sem er á Norð- urlöndunum innbyrðis. Þarna er um að ræða mun á fjár- hagslegri uppbyggingu, utan- ríkisverzlun, þjóðfélagslegum sérkennum, og mun á staðsetn ingu gagnvart þjóðasamtökun- um tveimur, sem við eigast. annars vegar undir forustu Bandaríkjanna og hins vegar forustu Sóvétríkjanna. Þetta hefur leitt til svo djúpstæðs ágreinings á Norðurlöndunum. að leita verður mjög langt aft- ur í fortíðina ef finna á þess hliðstæðu á friðartímum. Finnland og Danmörk eru sitt á hvorum jaðri. Við vit- um öll, hvaða öfl það eru, sem valda afstöðu þessara þjóða Hin Norðurlöndin eru svó þama í milli. Svíþjóð hefur tekið forustuna með ósk um viðræður um þátttöku í banda- laginu með sérsamningum. ís- land og Noregur hafa ekki enn tekið afstöðu. Ég mun ekki ræða nánar um afstöðu hinna Norðurlandanna, en fara í þess s-tað nokkrum orðuim um umræðurnar hér í Noregi. Það hefur vakið athygli, að Noregur hefur ekki enn tekið beina áfstöðu til þess viðhorfs. sem upp kom þegar England óskaði eftir ingöngu í Evrópu bandalagið og Danmörk fylgdi í fótspor þess. Þess var getið á ráðstefnu í Brussel, að á hverri stundu væri von á inn- göngubeiðni frá Noregi. Frétt- in var að vísu ekki staðfest en samt sem áður hlaut hún að leiða til útbreiðslu þeirrar skoð unar, að líða myndu í hæsta lagi einn eða tveir mánuðir áður en inngöngubeiðni bærist frá Noregi, jafnvel aðeins nokkrar vikur. Óviðkomandi maður, sem ekki hafði annað að fara eftir en umsagnir leið- andi manna í blöðum, opin- berar yfirlýsingar verzlunar- og utanrikisráðuneytanna og hinna ýmsu atvinnusamtaka. gat varla vænzt annars. Og greinar þeirra Petrén dósents og Krafts, fyrrverandi utan- ríkisráðtoerra, styrktu þenna skilning, hver á sinn hátt.. En veruleikinn er annar. Það er fyrst í síðari hluta febrúar að vænta má stjórnmálavið burða ,sem kunna að skýra af stöðu Noregs. f næsta mánitV þar á eftir eru svo fyrstu mögu leikar á ákvörðun um, hvort Noregur eigi að sækja um inn- göngu, þátttöku með sérsamn- ihgi, eða ef til vill að bíða átekta, a.m.k. þar til í ljós kem ur árangurinn af samningum Englendinga við Bandalagið Jafnvel þó að það verði niður- staðan, þegar fram á vorið kemur, að norsk yfirvöld óski eftir viðræðum við Banda lagið með inngöngu fyrir aug- um, þá kemur aldrei til endan- legrar þátttöku fyrri en að und angengnum kosningum eða þj óðaratkvæðagreiðslu. Hver er ástæðan til þess. að málið hefur tekið allt aðra stefnu í Noregi en vænzt var í upphafi? Og hvers vegna er sú stefna allt önnur- en stefna Danmerkur til dæmis? Norðmenn hafa á því fullan skilning, að lega Danmerkur veldur alveg sérstökum þrýst- ingi frá meginlandsríkjum Mið- Evrópu. Danmörk hefur aldrei átt auðvelt með að koma á fót verulegri andstöðu gegn þess- um þrýstingi, enda engan veg- inn einfalt mál. J>ví má heldur ekki gleyma, hve stómiikla þýðingu útflutningur landbún- aðarafurða hefur í utanríkis verzlun Dana, eða þeirri stað reynd, að bandalagsríkin kaupa 80—90% þessara afurða. Að mínu viti er það fullkomlega heilbrigt og eðlilegt, að Danir hafi meiri áhuga á útflutningi Framhalrt a ift siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.